Morgunblaðið - 07.10.2007, Síða 24
lífshlaup
24 SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ur farið út að leika sér, ef þau hafa
ekki einhvern alveg ákveðinn til að
hitta.
Svo finnst mér of mikill slaki kom-
inn á kennsluna í lestri, skrift og
reikningi í fyrstu bekkjunum. Það er
verið að troða alls konar öðrum hlut-
um inn í námsskrána og veikja und-
irstöðurnar.
Ég fer sáttur frá kennaraborðinu.
Það stendur upp úr hvað það var
hreinlega gaman að kenna, þegar vel
gekk. En þetta er fjandanum erf-
iðara og þær stundir koma að
kennslan er óvinnandi eða manni
finnst hún vera vonlaust verk. En
sem betur er alltaf von í þessu sem
öðru og einhvern veginn sigrast
menn á örðugustu hjöllunum.“
– Það hefur væntanlega margt
skemmtilegt skeð í skólastarfinu?
„Ég var að kenna í tólf ára bekk.
Þetta var snemma skólaársins og ég
byrjaði alltaf á strangari nótunum til
þess að geta slakað á þegar leið á
veturinn. Ég segi sem svo við nem-
endurna að þeir sitji uppi með mig
og ég með þá og ég vilji hafa vits-
munalegt samkomulag um að við
virðum hvert annað, en ég sé verk-
stjórinn og vilji að mér sé hlýtt.
Þá réttir einn nemandinn upp
höndina. Þú sagðir að þú vildir að
þér væri hlýtt?
Já.
Viltu þá ekki bara koma í peysu í
skólann?
Krakkar eru svo opnir fyrir
skemmtilegum orðhengilshætti. Það
þýðir ekkert að reiðast. Menn verða
bara að hafa gaman af þessu.
Einu sinni kom einn kennarinn
rauður af bræði með nemanda inn á
skólastjóraskrifstofuna til mín og
krafðist þess að honum yrði hegnt.
Þegar við vorum orðnir einir spurði
ég nemandann hvað í ósköpunum
hann hefði gert. Þau voru þá að taka
próf og ein spurningin kom tvisvar
fyrir; var bæði númer 7 og 18. Einn
nemandinn spurði þá hvort nóg væri
að svara 18 með því að vísa til sjö og
játti kennarinn því. Þá spurði annar
hvort eins mætti vísa til 18 sem svari
við sjö og játti kennarinn því líka.
Nemandinn svaraði þá báðum
spurningunum með því að vísa í hina
og þegar kennarinn spurði hverju
það sætti sagði hann: En þú sagðir
að þetta væri í lagi!
Svona strákapör eru náttúrlega
bara skemmtileg.“
Björn Björnsson er skemmtilegur
vísnasmiður og ég bið hann aftur og
aftur að láta mig heyra eins og eina.
En hann er þverari en ......nokkur
Eyfirðingur. Einu sinni vill hann þó
gera bragarbót með þessum vísum
Bjarna úrsmiðs á Akureyri:
Gyðingurinn gaf mér brugg
götuhornin fóru á rugg.
Í fyrsta sinni fyrir víst
fann ég þá að jörðin snýst.
Geng ég innum gleðinnar dyr
og guð veit hvar ég lendi.
En ég hef þá verið fullur fyrr
og farist það vel úr hendi.
Björn kann ekki síður sögur en
vísur og það fer skarinn um stofuna
meðan við tölum saman. Einhverjir
rata inn í þetta samtal, þ.ám. Páll
Sigurjónsson, sem Björn segir „einn
sprungulausasta íhaldsmann,“ sem
hann hafi kynnzt. Páli þótti sopinn
góður. Eitt sinn stóð hann ofurölvi
við kaupfélagið og komst hvorki lönd
né strönd. Gengur þá pólitískur and-
stæðingur hans framhjá og segir:
það er gott að sjá að sjálfstæðismað-
urinn er farinn að styðja kaup-
félagið. Hvað er þetta maður, segir
Páll. Sérðu ekki að ég er að reyna að
velta því um koll!
Með puttann
á pólitíkinni
„Pabbi var framsóknarmaður og
margt mitt fólk var og er framsókn-
arfólk. Ég var líka framsókn-
armaður á mínum yngri árum.
Þegar ég kom hingað vildu þeir
ólmir fá mig í framsóknarfélagið, en
ég sagði þeim að það tæki því ekki;
ég yrði bara í tvö ár og ég vissi alveg
hvað ég ætlaði að kjósa. Sannleik-
urinn er sá að ég taldi ástæðulaust
að vera að ganga í Framsókn-
arflokkinn, þar sem tengdafaðir
minn, Guðjón Sigurðsson bakari, var
forystumaður sjálfstæðismanna.
Guðjón vissi vel um skoðanir mínar,
en við mig ræddi hann aldrei um
pólitík á þeim nótum að hafa á mig
áhrif til eins eða neins. En framm-
ararnir gáfust ekki upp og komu aft-
ur, en fengu sömu svör hjá mér og
spurningu um það af hverju þeim
væri þetta svona mikið mál. Það
væri svo gott ef tengdasonur Guð-
jóns gengi í framsóknarflokkinn
sögðu þeir. Þá sá ég að þeir höfðu
engan áhuga á minni lítilfjörlegu
persónu og sagði þeim hreint úr að
meðan ég væri í Skagafirði myndi ég
aldrei kjósa Framsóknarflokkinn.
Og ég hef staðið við það til þessa
dags!
Svo kynntist ég innviðum bæj-
arfélagsins betur; ég var ritari bæj-
arstjórnar árum saman og bæj-
arfulltrúi í tvö kjörtímabil..
Þegar ég byrjaði í ritarastarfinu,
voru fundirnir margir hverjir í
lengra lagi. Ég man eftir einum upp
á 10 tíma um fjárhagsáætlun og þá
skrifaði ég um 40 síður í fundagerð-
arbókina.
Það var verið að kaupa seglbáta til
tómstundastarfs unglinga. Þeir áttu
að kosta 200 þúsund krónur og það
voru haldnar upp undir 20 ræður um
málið, hver ætti að eiga bátana, hver
ætti að reka þá og skoðanirnar voru
eins margar og mennirnir í bæj-
arstjórninni.
Næsta mál á dagskrá var 40 millj-
ón króna ábyrgð til Steinullarverk-
smiðjunnar. Þar tók enginn til máls
og málið samþykkt samhljóða.“
– Tók þetta stundum á þig?
„Ég skipti aðeins einu sinni skapi
á ritaraárunum. Það var alltaf verið
að verja bæjarlandið fyrir sauðfé og
bæjarstjórnin ræddi það að setja
girðingu á Nafirnar. Og meðan bæj-
arfulltrúar þrösuðu fram og aftur
um málið, heyrðum við hamars-
höggin, það var verið að leggja girð-
inguna í þeim töluðum orðum. Þá
stóð ég upp og sagðist vera farinn.
En bæjarstjórinn spratt úr sæti sínu
og hljóp í veg fyrir ritarann og bað
hann lengstra orða að vera kyrran
og halda áfram.“
– En fór svo bæjarritarinn í bæj-
arstjórn?
„Já. 9́0 hafði ég skipað mér undir
merki Sjálfstæðisflokksins og var
beðinn að fara á listann. Það var bú-
ið að vera uppgangur með tog-
aravæðingu, skólauppbyggingu og
steinullarverksmiðju og íbúafjöldinn
var kominn vel yfir 2000 manns. En
svo kom kyrrstaða upp úr 90 og
bærinn fór að safna skuldum. Það
þurfti því að róa lífróður til að laga
stöðuna.
Það hefur verið gæfa okkar Sjálf-
stæðismanna á Sauðárkróki að eiga
góða leiðtoga. Knútur Aadnegard
var sterkur leiðtogi á fyrra kjör-
tímabilinu mínu, en ákvað svo að
hætta og Jónas Snæbjörnsson tók
fyrsta sætið, Steinunn Hjartardóttir
var í öðru og ég í þriðja. Um sumarið
var bæjarfulltrúum fækkað og ég
varð varamaður en fór svo aftur inn
sem aðalmaður, þegar Jónas fór
héðan og gerðist vegagerðarfor-
stjóri á Reykjanesi. Þá tók Steinunn
fyrsta sætið. Þannig hélzt þetta til
9́8, en þá hættum við Steinunn bæði,
þegar boðið var sameiginlega fram í
Skagafirði.“
Er enginn íhalds-
maður hér?
„Þetta stjórnmálavafstur mitt hef-
ur allt verið svolítið tilviljanakennt.
Ég tók að mér að vera varamaður
Björns Daníelssonar í kjörstjórn
fyrir Sjálfstæðisflokkinn, var reynd-
ar ekki genginn í flokkinn þá, en blái
liturinn leyndi sér ekki lengur! Svo
þegar Björn féll frá er ég kominn í
kjörstjórn með þeim Rannveigu
Þorvaldsdóttur fyrir Alþýðuflokkinn
og Guðmundi Ó. Guðmundssyni fyr-
ir Framsóknarflokkinn. Og ég lendi í
því að vera oddviti kjörstjórnar.
Þá kemur Kári Jónsson til mín og
segir að Villi á Hvalsnesi sé vænt-
anlegur á kjörstað, hann sé blindur
og þurfi aðstoð. Ég segi að við meg-
um ekki bjóða aðstoð heldur verði
hann að biðja um hana og þá segi ég
honum hverjir séu til staðar og hann
velur sér aðstoðarmann. Þetta átti
ekkert að fara milli mála.
Ég er svo alltaf á útkíkki eftir
karlinum, en í millitíðinni kemur
fullorðin kona og þegar hún er búin
að vera drykklanga stund í kjörklef-
anum, stingur hún út höfðinu og
spyr, hvar hún eigi að merkja við
Framsóknarflokkinn. Ég segi henni
að koma til okkar og fer í gegnum
kjörseðilinn með henni og að síðustu
að hún eigi að krossa við bókstafinn
efst. Já, já, segir konan og hverfur
aftur inn í kjörklefann. Þá hallar
Rannveig sér að mér og spyr bros-
mild: Heldurðu að þetta hafi verið
leynileg kosning? Heldur þú nú
Rannveig mín að þú hefðir spurt um
Alþýðuflokkinn, ef þú hefðir lent í
svona ógöngum,? spurði ég á móti.
Nei, líklega ekki, svaraði hún.
Í þessu kemur Vilhjálmur í Hvals-
nesi á kjörstað.
Hvað er nafnið? spyr ég.
Vilhjálmur Árnason.
Já, gjörðu svo vel. Hér er kjörseð-
ill.
Svo stóð hann bara þarna og sagði
ekki neitt, en hreytti svo út úr sér:
Ég er steinblindur.
Þá var komin pattstaða!
Eftir nokkra stund spurði ég:
Ertu þar með að segja að þú þurfir
hugsanlega aðstoð við að kjósa.
Já, ég þarf aðstoð.
Við erum hér þrjú, segi ég og
nefni okkur öll.
Er enginn íhaldsmaður hér? spyr
hann þá.
Það á að heita svo.
Þá vil ég hann.
Og ég fór og aðstoðaði Vilhjálm
við að kjósa.
Þegar ég settist aftur við kjör-
stjórnarborðið hallaði Rannveig sér
aftur að mér og spurði: Heldurðu þá
að þetta hafi verið leynileg kosning?
Svo hlógum við bara og höfðum
gaman af.
Við Rannveig urðum síðar sam-
herjar í hörðustu kosningum sem
hafa verið háðar á Sauðárkróki.
Þrisvar sinnum var kosið um að
opna áfengisverzlun í bænum; í ann-
að skiptið var það fellt með 3 at-
kvæðum og þá sá ég Jón Ásbergs-
son, vin minn, hvað reiðastan. En í
þriðju lotu hrósaði hann sigri.
Það varð mörgum stór dagur þeg-
ar ÁTVR opnaði. Í þeim hópi voru
tveir bændur úr Lýtingsstaða-
hreppi, sem höfðu fram að því verið
sjálfum sér nógir með áfengi en
vildu ekki forsóma verzlunina sem
komin var. Þeir keyptu því vel inn og
fyrr en varði óku þeir ölvaðir um
bæinn. Skyndilega fannst þeim þeir
hafa mætt lögreglubílnum grun-
samlega oft svo þeir ákváðu að fá sér
bílstjóra. Til þess völdu þeir sveit-
unga sinn, Björn Hjálmarsson, sem
var ljúfur maður. Hann ók þeim
bræðrum fyrst um bæinn, en síðan
heimáleið. Þá leiddist þeim þófið og
sögðu honum að gefa í. Það gerði
Bjössi, en ekki voru þeir ánægðir
samt og hafði annar bróðirinn sæta-
skipti við Bjössa. Var þá greiðara
ekið. Allt í einu sjá þeir blikkljós á
eftir sér. Var þá gefið í yfir næstu
hæð, þar snarstoppað og sá sem
undir stýri sat skaut sér yfir í aft-
ursætið en Bjössa hófu þeir bræður
á loft og keyrðu niður í bíl-
stjórasætið. Í því kemur lögreglan
að og opnar hurðina og þá er Bjössi
með hnén í bílstjórasætinu, fæturna
uppi við loft í bílnum og höfuðið niðri
við gólf. Er ekki allt í lagi, spyr lög-
reglan. Það væri þá ekki nema að
eitthvað væri að miðstöðinni svaraði
Bjössi að bragði. Og þar með varð
það ekki meira!
Einu sinni hrasaði Bjössi úti á
götu í veg fyrir bíl og mátti engu
muna. Nei, sæll vinur, sagði Bjössi
upp til bílstjórans. Ekki hefði ég get-
að sagt eitt einasta aukatekið orð,
Stoltur Skólastjórinn Björn Björnsson er ánægður með nemendunum við skólaslit á Hofsósi
Ákveðið hefur verið að veita styrk úr Þórsteinssjóði á árinu 2007 og er það í fyrsta skipti sem styrkur er
veittur úr sjóðnum.
Umsóknarfrestur er til 5. nóvember 2007.
Tilgangur Þórsteinssjóðs skv. skipulagsskrá er í fyrsta lagi að styrkja blinda og sjónskerta til náms við
Háskóla Íslands og í öðru lagi er markmið sjóðsins að efla rannsóknir á fræðasviðum sem aukið geta
þekkingu á blindu og skertri sýn, einkum í félags- og hugvísindum.
Í ár er ætlunin að veita námsstyrk til blinds eða sjónskerts stúdents sem stundar nám eða hyggur á nám
við Háskóla Íslands. Styrkurinn er fyrir skólaárið 2008-2009. Heildarfjárhæð úthlutaðra styrkja er
500.000 kr.
Hámarkslengd umsóknar er 3 síður. Í umsókninni þurfa eftirtalin atriði að koma fram:
1. Nafn umsækjanda, kennitala, heimilisfang, sími og virkt netfang.
2. Helstu atriði úr náms- og/eða starfsferli umsækjanda.
3. Hvaða nám viðkomandi ætlar að stunda við Háskóla Íslands.
4. Upplýsingar um námsferli og námsárangur í framhaldsskóla eða háskóla eftir því sem við á.
5. Meðmæli frá kennurum og/eða atvinnurekendum.
6. Áætlun um námsframvindu.
Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Áætlað er að úthlutun fari fram 3. desember 2007 við hátíðlega athöfn við Háskóla Íslands.
Stjórnin áskilur sér rétt til að veita styrki fleiri en einni umsókn, eða hafna öllum og úthluta með öðrum
hætti.
Umsóknum skal skila sem viðhengi á netfang Styrktarsjóða Háskóla Íslands: sjodir@hi.is
Frekari upplýsingar um styrkveitingu og úthlutun er að finna á veflsóðinni www.hi.is. Einnig hjá Helgu
Brá Árnadóttur, verkefnisstjóra Styrktarsjóða Háskóla Íslands, helgab@hi.is, sími 525 5894.
Þórsteinssjóður
Þórsteinssjóður var stofnaður við Háskóla Íslands 6. desember 2006 af Blindravinafélagi Íslands, til minningar
um Þórstein Bjarnason, stofnanda Blindravinafélagsins. Tilgangur Þórsteinssjóðs helgast af æviverki Þórsteins
til að efla líf blindra og sjónskertra á Íslandi.
Námsstyrkur
www.hi.is