Morgunblaðið - 07.10.2007, Síða 26
tónlist
26 SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
að eru ekki margar konur sem
starfa sem hljóðmenn á Íslandi.
Lengi vel var sú starfsstétt karla-
vígi og sú virðist staðreyndin enn í
dag.
„Ég veit að nokkrar konur hafa lært hljóð-
upptökur en ég hef ekki rekist á neina konu
hér sem er í föstu starfi sem hljóðmaður, það
yrði því sennilega fámennt á árshátíð kvenna í
hljóðmannastétt, – ég veit þó af nokkrum sem
eru úti í námi,“ segir Vala Gestsdóttir sem
starfar sem hljóðmaður á Skjánum. Hún
kveðst hafa farið fyrst á námskeið hjá FÍH,
síðan í Stúdíó Sýrlandi og loks fór hún til
London til þess að læra þar meira í þessum
fræðum, sem eru svo mikilvæg fyrir okkur
sem njótum ljósvakamiðlanna, hætt er við að
okkur brygði í brún ef hljóðmennirnir stæðu
ekki í stykkinu. Ég spyr Völu hvort þetta sé
ekki talsvert streituvaldandi starf? „Jú, það
getur verið það, einkum ef margir eru í stúdíói
og hljóðnemi á hverjum og einum, það þarf að
hafa augun hjá sér og hlusta vel svo allt komi
rétt út. Þetta er mjög tæknileg vinna, maður
er endalaust að tengja og vinna með hin og
þessi tæki, ég tileinka mér það sem ég þarf og
nota innsæið, maður þarf að reikna fram í tím-
ann, átta sig á hvað muni gerast næst, hvert
umræðurnar eru að fara, hvaða rás eigi að
opna,“ segir hún og brosir.
Vala Gestsdóttir var vel undir það búin að
sinna þessu krefjandi starfi. Hún er menntuð í
tónlist frá unga aldri og nýlega gaf Smekk-
leysa út geisladiskinn Indigo, tónlist og flutn-
ing Völu og Ingólfs Þórs Árnasonar.
„Við Ingólfur höfum unnið saman sl. fimm
ár, eða síðan ég kom úr hljóðupptökunáminu í
London. Þar fór ég raunar að spila aftur. Ég
hafði ekki spilað á víóluna mína nokkuð lengi
en tók hana með mér til London, ýmsir höfðu
gaman af að taka upp víóluleik þar. Þegar ég
kom heim hitti ég Ingó, hann vantaði víóluleik-
ara í eitt lag. Hann var þá með popphljómsveit,
spilar sjálfur á gítar og syngur. Ingó er sjó-
maður og hefur verið burtu langtímum saman,
komið svo í land og þá höfum við æft og samið.
Úr þessu varð til diskurinn Indigó þar sem við
spilum og syngjum bæði. Samstarfið með Ingó
æfði mig í að spila eftir eyranu, sem ég hafði
ekki mikla reynslu af. En það kom fljótlega.
Smám saman fór ég líka að syngja með og
radda. Ég hef þó verið fremur feimin að láta til
mín heyra á sviði, en mér finnst það samt gam-
an.“
Tónleikar á furðulegum stað
Hvernig gekk samstarfið?
„Við Ingó höfum átt skemtilegt samstarf. Í
upphafi var ég fengin sem aukaleikari í hljóm-
sveit sem Ingó hafði sett saman, það tíndist
smám saman úr hljómsveitinni og við end-
uðum sem dúett.
Eftir tveggja ára samstarf og útgáfu einnar
smáskífu sem við tókum upp í stofunni hjá
mömmu fengum við styrk frá Loftbrú til að
fara í tónleikaferð til New York. Við fórum í
vikuferð og héldum sex tónleika
Mér eru einir tónleikar í þessari ferð sér-
staklega minnisstæðir, okkur var ætlað að
spila á mjög furðulegum stað. Við mættum
með gítarinn og víóluna inn á stað þar sem
flestir voru klæddir leðri og með keðjur hér og
þar. Sjálf var ég í bleiku dressi, frekar sakleys-
isleg í þessari stóru borg og leist ekki alveg á
blikuna. En hingað vorum við komin til að spila
og það gerðum við. Það sem mér fannst þó
furðulegast var að klósettin voru beint á móti
sviðinu og voru ekki á þeim neinar hurðir. Það
er svolítið súrrealískt að standa uppi á sviði að
spila og fylgjast í leiðinni með öllu því sem
fram fer á klósettum. En kvöldið endaði vel því
þetta var 17. júní og var okkur eftir tónleikana
boðið í Íslendingapartí þar sem í boði voru ís-
lenskar pylsur, með remúlaði og tilheyrandi.
Eftir þriggja ára samstarf langaði okkur að
taka upp tónlistina okkar og leigðum okkur til
þess bústað í viku. Eftir því sem leið á vikuna
bættust gestir í hópinn og skilar það sér á plöt-
unni þar sem t.d. má heyra í einu lagi hringla í
teskeið í tebolla eins gestanna. Meðal gesta
var mamma mín, sem spilaði á horn inn á
nokkur lög, sem mér finnst gera mjög mikið
fyrir plötuna og lyfta henni upp.
Plokkaði allar laglínurnar
Tónleikar Indigó hafa verið með ýmsu sniði,
einu sinni gleymdi ég boganum heima og
þurfti að plokka allar laglínur í stað þess að
strjúka strengina með boganum. Sem minnir
mig á það að einu sinni þegar ég var 18 ára
gleymdi ég víólunni heima þegar ég var að fara
í spilatíma, ég labbaði sömu leið og vant var en
uppgötvaði ekki fyrr en ég var komin í skólann
að ég var ekki með neitt hljóðfæri til að spila á.
Kennarinn var ekki ánægður með þetta, ég gat
ekki plokkað mig út úr þeim vandræðum.
Á þeim sjö árum sem liðin eru síðan ég byrj-
aði fyrst að vinna á Skjánum hefur ýmislegt
minnisstætt gerst. Margir þættir af ýmsum
toga runnið þar í gegn. Ég held t.d. að ég hafi
sent út allar nema eina seríu af Djúpu lauginni
– sem var oft ansi skrautleg. Ýmsar sérstakar
persónur hef ég hitt í gegnum starfið – en ég
var nánast ráðalaus gagnvart ónefndri þjóð-
þekktri konu sem mætti í þátt í mínípilsi og
magabol og þvertók fyrir það að ég hengdi á
hana hljóðnema því henni fannst hann gera sig
feita. Ég vildi ekki vera að gera henni þann
óleik að hún liti út fyrir að vera feit og sinnti
sérþörfum hennar með því að láta hana hafa
hljóðnema sem hún gat haldið á.“
Komið að tímamótum
En hvað með frekara samstarf Völu og Ing-
ós?
„Það er nú svo að líklega er komið að tíma-
mótum í samstarfi okkar Ingólfs, okkur er
bæði farið að langa til að reyna okkur á nýjum
vettvangi svo diskurinn Indigó er sennilega
svanasöngur okkar samstarfs. Þessi plata var
tilbúin til útgáfu fyrir einu og hálfu ári en það
tók þennan tíma að koma henni út og við þessa
bið alla dofnaði áhugi okkar. Þetta hefur verið
gott – og nú er þetta orðið gott.“
Hvað spilar þú á?
Vala kveðst hafa fengið fyrstu fiðluna sína
fjögurra ára gömul.
„Þá bjuggum við í Svíþjóð og ég fékk
kennslu hjá einkakennara. Eftir að við fluttum
heim til Íslands tók við formlegra nám. Ég var
einkabarn til ellefu ára aldurs en þá eignaðist
ég systur, Snjólaugu Árnadóttur, sem nú er á
öðru námsári í Söngskóla Reykjavíkur og í ís-
lenskunámi í HÍ.“
Vala er dóttir Lilju Valdimarsdóttur sem er
hornleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands. List-
hneigð er í rík í ættinni, systur hennar eru Ás-
dís víóluleikari, Ragnheiður, lengi klippari hjá
RÚV, Þórunn rithöfundur og Vala, þýðandi og
kennari, hún gætti nöfnu sinnar mikið þegar
hún var á barnsaldri.
Faðir Völu er Gestur Guðnason sem setti
svip sinn á popphljómlist Íslendinga fyrr á ár-
um með þátttöku í ýmsum hljómsveitum.
„Mamma hefur kennt talsvert hljóðfæraleik
og tók systur mína og vinkonur hennar oft með
sér þegar hún var að kenna börnum. Ég fór í
Tónmenntaskólann í fiðlunám en fljótlega vildi
ég skipta yfir í víóluleik, mig langaði að verða
eins og Ásdís frænka mín. Ég fékk því fram-
gengt óvenjulega snemma að skipta yfir á víól-
una. Það er talsvert öðruvísi að spila á víólu,
hún er dramatískara hljóðfæri. Hún hefur
sömu strengi og selló, er á vissan hátt mitt á
milli fiðlu og sellós. Ég er mjög ánægð með
hljóðfæraval mitt nú og langar nú til að bæta
við mig tónlistarmenntun. Þegar ég var krakki
þótti mér tónlistarnámið svo sjálfsagt að ég
spurði alla krakka sem ég hitti: „Hvað spilar
þú á?“ Mér fannst þetta allt svo sjálfsagt, líka
það hve mikið mamma studdi mig og hve vel
mér gekk, ég fékk ýmsa styrki og hafði mikinn
meðbyr. En ég kunni ekki að meta mögu-
leikana sem þetta gaf mér og hætti að læra
þegar ég var 19 ára, – varð of upptekin af lífinu
sjálfu og hafði ekki þá einbeitingu og vinnu-
semi sem til þurfti til að halda áfram af fullum
krafti. Ég sá eftir þessu um tíma en ekki núna,
tónlistarmenntunin hefur komið mér að miklu
gagni í hljóðupptökunum.
Óvissa og hljóðupptökunám
Eftir að ég hætti að læra tók við nokkurt
óvissutímabil, ég vann í tískuverslunum og á
Grænum kosti, prófaði hitt og þetta en ég var
óánægð með mig, fann að ég þurfti að finna
mér farveg. Mér fór ekki að líða vel fyrr en ég
fann mig í hljóðupptökunum. Ég var eina
stelpan á námskeiðunum sem ég sótti, fólki
fannst val mitt einkennilegt, en einmitt það
hvatti mig til að halda áfram. Ég fékk vinnu
hjá RÚV sem gagnaðist mér vel og eftir að ég
kom frá London fór ég að vinna á Skjánum og
líkar sú vinna harla vel. Gott tóneyra kemur
sér mjög vel í þessu starfi, en eitt og annað
getur auðvitað komið upp á. Það hefur komið
fyrir mig að opna fyrir ranga rás, sá sem átti
að tala var því miður þá á salerninu. Hjá RÚV
átti ég eitt sinn að spila þátt sem koma átti inn
í beina útsendingu hjá Sinfóníuhljómsveitinni.
Ég víxlaði þáttum, sendi út seinni hlutann á
undan, það var ekki skemmtilegt. Þetta kemur
þó allt með reynslunni, mistökunum fækkar.
Það skemmtilega við þetta starf er m.a. hin
miklu samskipti sem maður á við allskonar
fólk. Þetta er oft ánægjuleg samvinna, en það
verður hver að standa klár á sínu. Það er allt á
fullu á bak við myndavélina, nokkuð sem
áhorfendur átta sig ekki alveg á.“
Það er ég sem hef breyst
Vala er ógift og barnlaus og hafði gaman af
að skemmta sér en allt breytist í þessum
heimi. „Það er mikið talað um hið slæma
ástand í miðborginni, en mér finnst það ekki
hafa breyst, það er ég sem hef breyst,“ segir
hún hlæjandi þegar ég spyr um tómstund-
irnar. „Mér finnst jákvætt að loka stöðum fyrr
en gert er nú, en það stafar kannski af því að
ég er mikið til hætt að fara út að skemmta
mér. Áður fannst mér æðislegt þegar af-
greiðslutími var lengdur, mikið fjör – já, mað-
ur hefur breyst.“ Vala brosir sínu bjarta brosi.
„Í London var allt öðruvísi, þar geta öll kvöld
verið laugardagskvöld ef fólki hentar,“ bætir
hún við. „En menningin þar er meira þannig
að fólk fer á barinn eftir vinnu og svo heim í
kvöldmatinn. Mér finnst það heilbrigðara, í
það minnsta hvað svefn snertir.“
Semur lög við ljóð ömmu sinnar
Eftir því sem árin hafa liðið segist Vala hafa
æ meiri áhuga á að semja sjálf tónlist og taka
upp. „Ég er með eitt slíkt verkefni í gangi, ég
er að semja lög við ljóðabók ömmu minnar,
Erlu Þórdísar Jónsdóttur. Ég sem lög við þau
kvæði í bókinni sem mér finnst kalla á slíkt og
útset þau sjálf. Samhliða þessu er ég að skoða
möguleika á að fara í frekara tónlistarnám.
Einkum hef ég áhuga á tónsmíðum. Það nám
myndi ég væntanlega stunda með vinnu, ég er
mjög ánægð með mína vinnu. En sjónvarp er í
eðli sínu stundlegt og það væri gaman að skilja
eitthvað meira eftir sig. Mig langar að kafa
dýpra í tónlistina og mig langar líka að fara í
skóla og vera innan um fólk sem hefur svipuð
áhugamál og ég. Leyfa mér það. En það er
margt að gerast, það kemur alltaf fyrir að ein-
hver hringir og biður mig að spila eitt og eitt
lag, það er gaman. En ég sé ekki fyrir mér að
ég vilji stofna nýja hljómsveit.“
En hvaða þýðingu hefur tónlistin fyrir innri
manninn?
„Ég er fremur feimin að eðlisfari og á oft dá-
lítið erfitt með að segja það sem mér finnst, en
þegar ég spila næ ég að tjá mig, þegar ég er að
spila leitar hugur minn oft til fólks sem ég veit
að á í erfiðleikum. Það er góð tilfinningalosun
að fá að spila, þá næ ég að róa hugann og and-
ann. Núna langar mig til að vinna úr eigin hug-
myndum. Ég held að ég standi á tímamótum
að þessu leyti og finnst ég loks vera tilbúin til
að treysta á minn eigin sköpunarkraft – geta
komið því frá mér sem mér finnst krauma und-
ir niðri. Það er ósköp auðvelt að gleyma sér í
amstri hversdagsleikans – gleyma að sinna
sínum innri manni, en þá held ég að fólk eigi á
hættu að það byggist upp tómarúm sem jafn-
vel þróast út í óhamingju. Ég gæti farið í frek-
ara hljóðupptökunám sem myndi nýtast mér í
starfi en það togar meira í mig að kafa dýpra í
tónlistarheiminn – hann er svo tengdur því
sem ég er.“
Vil treysta á eigin sköpunarkraft
Morgunblaðið/G.Rúnar
Uppfull af hugmyndum Vala Gestsdóttir er full af hugmyndum á tónlistarsviðinu jafnframt
því sem hún sinnir starfi hljóðmanns á Skjánum af miklum áhuga.
Ég var nánast ráðalaus
gagnvart ónefndri þjóð-
þekktri konu sem mætti í
þátt í mínípilsi og magabol
og þvertók fyrir það að ég
hengdi á hana hljóðnema því
henni fannst hann gera sig
feita. Ég vildi ekki vera að
gera henni þann óleik að hún
liti út fyrir að vera feit.
Nýlega kom út diskurinn Indigó
sem þau Vala Gestsdóttir og
Ingólfur Þór Árnason gerðu.
Vala starfar sem hljóðmaður á
Skjánum. Guðrún Guðlaugs-
dóttir ræddi við hana um starfið,
tónlistina og framtíðardrauminn.
gudrung@mbl.is