Morgunblaðið - 07.10.2007, Síða 36
borg í deiglu
36 SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Nýlega var hús sem stóð viðHverfisgötu 44 flutt aðBergstaðastræti 16. Þarvar áður autt bílastæða-
svæði. Við hlið þessa nýflutta húss
sem sett var á nýsteyptan grunn er
lóðin Bergstaðastræti 18, sem sam-
kvæmt deiliskipulagi er einnig ætlað
það hlutskipti að vera flutningslóð.
Húsið Bergstaðastræti 20 er næsta
hús við fyrrnefndar lóðir og hefur
staðið á sínum stað frá upphafi, en
það er rösklega 100 ára gamalt. Það
er myndarlegt hús en nú þegar búið
er að flytja gamalt hús við hlið þess
vekur athygli hversu sárlega vanrækt
það er. Það hefur staðið autt eftir að
nýir eigendur keyptu það fyrir fáein-
um árum.
Magnús Skúlason, forstöðumaður
húsafriðunarnefndar ríkisins, sagði
að mikið hefði þegar verið fjallað um
örlög Bergstaðastrætis 20 innan kerf-
isins og nú liggur fyrir að ekki má rífa
það. „Bergstaðastræti 20 er háð ald-
ursreglum um hús sem byggð voru
fyrir 1918. Það þarf að koma til álit
húsafriðunarnefndar til að breyta því,
rífa það eða flytja það. Húsafrið-
unarnefnd hefur lagst eindregið gegn
niðurrifi eða flutningi á þessu húsi,“
segir Magnús Skúlason.
– Er þetta hús endurnýjanlegt að
ykkar mati?
„Já, þetta er fínt hús og á heima í
þessari götumynd. Ég fagna sér-
staklega flutningi hússins við Hverf-
isgötu 44 því það hús mun styrkja
götumynd Bergstaðastrætisins mjög.
Til stóð að byggja þar tiltölulega háa
blokk sem ekki féll að nærliggjandi
byggð.“
– Er hægt að gera Bergstaðastræti
20 upp?
„Já, það er hægt að gera Berg-
staðastræti 20 vel upp, þetta er ein-
falt hús í góðum hlutföllum, vel viðað
en það hefur verið vanrækt að halda
því við undanfarin ár. Ég, sem for-
stöðumaður hjá húsafriðunarnefnd,
sæki fast að þetta hús verði endurnýj-
að í upphaflegri mynd og fái að
standa þannig á sínum stað.“
Vel þekkt aðferð að láta hús
grotna niður til að fá að rífa þau
„Annað mál er að það vantar sár-
lega hús á lóðina nr. 18, sem er flutn-
ingslóð sem fyrr var getið. Miðað við
þær áætlanir sem uppi eru um flutn-
ing eða niðurrif húsa, t.d. á Bar-
ónsreit, ætti að vera hægt að finna
hús sem hæfir lóðinni nr. 18.“
– Er núverandi götumynd Berg-
staðastrætis mikilvæg?
„Já, hún er mjög mikilvæg fyrir
miðbæinn og er tiltölulega heilleg.
Flest húsin eru gömul. Götumyndin
er falleg, dálítið sundurleit, en einmitt
það gerir hana fallega. Við höfum
skipt okkur af tilvist hússins við
Bergstaðastræti 20 vegna þess að
það er mikilvægt í götumyndinni. Það
kostar talsvert að gera upp þau hús
sem lent hafa í áralangri niðurníðslu
eins og umrætt hús – en það borgar
sig vel þegar upp er staðið.“
– Hefur verið reynt viljandi að þínu
mati að láta þetta hús grotna niður
svo leyft verði að rífa það?
„Slíkt er gamalþekkt aðferð og það
mætti láta sér detta í hug í þessu til-
viki að hún kynni að hafa verið not-
uð.“
Í húsaskrá Árbæjarsafns segir að
Bergstaðastræti 20 sé reist árið 1905
og var fyrsti eigandi hússins Guð-
brandur Þórðarson skósmiður en
hönnuður hússins er ókunnur. Þetta
hús var frá upphafi notað sem íbúðar-
hús, það er tvílyft úr timbri og bind-
ingi, klætt með bárujárni á þrjá vegu
og þaki en eldvarnargafl er á norð-
urhlið. Húsið er óbreytt frá byggingu
þess en bílskúr, sem er á lóðinni en er
nú lítið eftir af, er talinn frá 1940.
Ekki er að finna leyfi fyrir bíl-
skúrnum.
Listrænt gildi hússins felst í því að
það er einfalt sveitserhús og menn-
ingarsögulegt gildi þess felst í að það
þykir góður vitnisburður um al-
þýðuhíbýli um aldamótin 1900. Um-
hverfisgildi þess felst svo í því að það
hefur sterka stöðu í götumyndinni og
það er lítið breytt frá upprunalegri
gerð. Húsið nýtur verndar í svoköll-
uðum appelsínugulum flokki, þ.e. all-
ar breytingar eru háðar lögum um
húsafriðun nr. 104/2001 vegna aldurs.
Svæðið nýtur verndar byggðamynst-
urs í ljósgulum flokki skv. húsvernd-
arskrá Reykjavíkur sem þýðir að það
á að vernda byggðarmynstrið.
Í brunavirðingu dagsettri 31.10.
1905 segir að auk Guðbrands skó-
smiðs hafi byggt húsið Guðmundur
Sæmundsson. Niðri í húsinu eru fjög-
ur íbúðarherbergi, eldhús, gangur og
einn fastur skápur, allt þiljað, og her-
bergin eru með striga og pappír á
veggjum og í loftum, allt málað. Á
þeirri hæð eru þrír ofnar. Uppi er
sama herbergjaskipan sem og annar
frágangur. Þar eru þó fjórir ofnar og
einnig eldavél. Kjallari er tvær og
hálf alin á hæð undir öllu húsinu. Við
vesturhlið hússins er inn- og upp-
gönguskúr, hann er byggður eins og
húsið og í honum eru tveir gangar og
fastur skápur.
Að sögn Helgu Maureen Gylfadótt-
ur, safnvarðar hjá Árbæjarsafni, er
flutningur hússins við Hverfisgötu 44
á lóðina Bergstaðastræti 16 til styrkt-
ar byggðarmynstrinu á þessu svæði.
Þess má geta að Árbæjarsafn hefur
lagst gegn niðurrifi Bergstaðastrætis
20 á grundvelli verndunarsjónarmiða
og byggðarmunsturs svæðisins.
Bergstaðastræti 20 hefur frá 2004
verið í eigu ÞV verktaka sem vildu fá
að rífa það en fá ekki. Áður var það í
skamman tíma í eigu Sighvats Snæ-
björnssonar en hann keypti húsið
haustið 2002 af Einari Torfa Ásgeirs-
syni sem þangað flutti með fjölskyldu
sinni 1989. Einar mun ekki hafa
breytt húsinu neitt heldur bara haldið
því við og málað það. Ekki þarf að
horfa lengi á þetta hús nú til að sjá að
bregðast þarf við til að bjarga því frá
eyðileggingu.
Eigandi Bergstaða-
strætis 20 vill rífa húsið
en fær ekki. Magnús
Skúlason, forstöðumaður
Húsafriðunarnefndar rík-
isins, vill að húsið verði
endurnýjað og það vill
Magnús Sædal Svav-
arsson byggingarfulltrúi
líka. Guðrún Guðlaugs-
dóttir ræddi við þá og
Þorvald Gissurarson,
framkvæmdastjóra ÞV
verktaka sem eiga húsið
en hafa ekki hafist handa
við endurnýjun ennþá.
Samkvæmt ákvæðum í
byggingarreglugerð má
beita dagsektum í slíkum
tilvikum ef í nauðirnar
rekur.
Árið 1972 Bergstaðastræti 20. Myndarlegt bárujárnsklætt timburhús.
Leitað var til ÞG verktaka sem eiga
Bergstaðastræti 20 og hafa átt í
nokkur ár.
Þorvaldur Gissurarson er fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins.
– Hver er ætlun þessa fyrirtækis
með húsið Bergstaðastræti 20?
„Í nokkuð langan tíma höfum við
sótt um að fá að rífa húsið til þess að
byggja nýtt hús á lóðinni og við það
situr,“ segir Þorvaldur.
– Breytir hið nýflutta hús í Berg-
staðastræti 16 að einhverju leyti
þessari fyrirætlan?
„Nei.“
– Hefur þessi ráðagerð ykkar, að
fá að rífa húsið Bergstaðastræti 20,
verið umfangsmikið ferli?
„Ferlið hefur verið langt en alls
ekki umfangsmikið.“
Forsendur til að koma Berg-
staðastræti 20 í hið besta lag
Samkvæmt samtali við Magnús
Sædal Svavarsson byggingarfull-
trúa var umsókn um niðurrif á Berg-
staðastræti 20 synjað hinn 7. mars
2006.
„Þessi synjun er rökstudd með
vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa
og þar kemur fram að það sé lagst
gegn niðurrifi á húsinu því það hafi
áhrif á byggðarmynstur þar í kring
og götumynd.“
– Er ástæða til að ætla að ný um-
sókn myndi breyta þessari nið-
urstöðu?
„Ég sé ekki að ný umsókn muni
leiða til niðurrifs,“ segir Magnús
Sædal.
– Hvað er gert af hálfu borg-
arinnar ef eigendur vilja rífa hús og
fá að byggja annað hús á lóðinni en
fá synjun og láta þá hið gamla hús
grotna niður?
„Það er hægt í slíkum tilvikum að
grípa til ákvæða sem eru í bygging-
arreglugerð þar sem mönnum er
gefinn frestur til að endurnýja húsið
að viðlögðum dagsektum ef út af er
brugðið.“
– Nú virðist ástand hússins í
Bergstaðastræti 20 vera komið á
hættustig.
„Það sem gerist í svona húsum er
að útigangsfólk reynir að koma sér
fyrir í þeim, við höfum gert kröfu um
að húsinu sé lokað fyrir slíku. Ef
borgaryfirvöld eru of þreytt til að
hafa frekari afskipti af málinu þá
kemur til greina að þvinga fram við-
gerðir á húsinu, allavega á ytra byrði
þess. Þess má geta að Bergstaða-
stræti 19, skáhallt á móti Bergstaða-
stræti 20, var af þáverandi eiganda
talið ónýtt og hann vildi rífa það. Frá
þessum áformum var fallið og núna
er það hús komið í besta lag. Ég tel
allar forsendur til að koma Berg-
staðastræti 20 í besta lag á sama
hátt,“ sagði Magnús Sædal að lok-
um.
Niðurrif Berg-
staðastrætis
20 ekki leyft
Ljósmynd/Sveinn Þórðarson
Götumynd Gömul yfirlitsmynd af svæðinu, örin sýnir Bergstaðastræti 20.
Sækir fast að Bergstaða-
stræti 20 verði endurnýjað
Vanrækt hús Bergstaðastræti 20 er meira en 100 ára,eigandi vill rífa en fær ekki.
Glæsilegt Bergstaðastræti 19 sem
talið var ónýtt en var endurnýjað
og er nú góður vitnisburður um al-
þýðuhús frá því um 1900.