Morgunblaðið - 07.10.2007, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2007 37
Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • fax 511 4040 • utflutningsrad@utflutningsrad.is
www.utflutningsrad.is
Nánari upplýsingar gefur Þorleifur Þór Jónsson
thorleifur@utflutningsrad.is og í síma 511 4000.
Ferðamenn
frá Liverpool
Dagana 29. nóvember til 3. desember verður haldin íslensk
menningarhátíð í Liverpool. Til að nýta þá umfjöllun gengst
Útflutningsráð fyrir skipulagi viðskiptafunda fyrir ferða-
þjónustufyrirtæki í Liverpool og nágrenni fimmtudaginn
29. nóvember. Einnig verður boðið upp á fræðslu um breskt
viðskiptaumhverfi. Lögð er áhersla á að þátttökufyrirtæki
hafi skýrar óskir um tegundir fyrirtækja og tilgang funda.
Umsóknarfrestur er til 10. október.
P
IP
A
R
•
S
ÍA
•
7
19
38
Útflutningsráð Ísland gengst fyrir viðskipta-
heimsókn til Liverpool
Icelandair efnir til námskeiðs fyrir fólk sem vill takast
á við flugfælni.
Kenndar verða aðferðir til að vinna bug á kvíða og fælni
og farið yfir þætti sem tengjast flugvélinni og fluginu sjálfu.
Námskeiðinu lýkur með flugferð til eins af áfangastöðum
Icelandair í Evrópu.
Leiðbeinendur: Álfheiður Steinþórsdóttir sálfræðingur
og Páll Stefánsson flugstjóri.
VERÐ: 30.000 kr.
UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING: eline@icelandair.is
SÍMI: 50 50 300
+ Umsóknir þurfa að berast eigi síðar
en 11. október 2007.
NJÓTIÐ ÞESS AÐ FLJÚGA
NÁMSKEIÐ GEGN FLUGFÆLNI – 15. OKTÓBER N.K.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
3
94
09
1
0/
07
TIL SÖLU - FRÁBÆRT TÆKIFÆRI
Frábært tækifæri til að eignast
mynd eftir Hafstein Austmann á
sanngjörnu verði. Mynd sem er
frá 2000 er 180x100 cm.
Nánari upplýsingar
í síma 897-4724
Skipulagsyfirvöld ákváðu með deili-
skipulagsgerð að bílastæðasvæði við
Bergstaðastræti yrði tvær lóðir, nr.
16 og 18. „Aðkoma okkar hjá +arki-
tektum var einfaldlega sú að þegar
flutningur á þessu húsi var leyfður
frá Hverfisgötu 44 að Bergstaða-
stræti 16 vorum við að vinna fyrir
fyrirtækið Leiguíbúðir ehf. og Bygg-
ingarfélagið Strýtusel. Við sáum um
að teikna upp húsið eins og það
skyldi líta út á hinum nýja stað og að
afla byggingarleyfis fyrir flutn-
ingnum að fenginni umsögn húsa-
friðunarnefndar og Árbæjarsafns.
Þessi flutningur var samþykktur af
Byggingarnefnd Reykjavíkur eftir
samþykkt deiliskipulagsins,“ segir
Þormóður Sveinsson hjá +arkitekt-
um. Þess má geta að þetta deiliskipu-
lag var kært nokkrum sinnum, bygg-
ingarleyfi hússins fellt úr gildi og
síðan endurnýjað. Leitað var til
byggingarfulltrúans Magnúsar Sæ-
dals Svavarssonar til að kanna þetta
ferli.
– Vegna hvers var kært?
„Í fyrsta lagi voru menn að kæra
deiliskipulag í upphafi. Þegar gefið
var út byggingarleyfi var það kært,
þá komu í ljós annmarkar á skipulag-
inu sem byggðust á hreinni villu. Það
leiddi til þess að taka þurfti upp deili-
skipulagið og á meðan voru fram-
kvæmdir stöðvaðar. Deiliskipulagið
var lagfært og auglýst að nýju. Það
var þá enn kært og þá kom í ljós að
við afgreiðslu þess í borgarráði hafði
láðst að bóka afgreiðslu málsins. Það
leiddi til þess að nýtt ferli hófst. Eftir
að því lauk var endurútgefið bygg-
ingarleyfi fyrir húsinu, þ.e. að það
mætti flytja það og gera undir það
undirstöður. Þetta hefur tekið tals-
verðan tíma.“
Hét áður Hverfisgata 10, Fíla-
delfíusöfnuðurinn á Íslandi
Húsið Hverfisgata 44, sem nú er
Bergstaðastræti 16, hét upphaflega
Hverfisgata 10, Fíladelfíusöfnuður-
inn á Íslandi. Það var reist af
Tryggva Árnasyni trésmið. Upp-
haflega var húsið notað sem íbúðar-
hús. Árið 1925 var byggt við það bak-
hús, árið 1951 var byggð viðbygging
við bakhúsið og árið 1996 voru gerð-
ar endurbætur á húsinu samkvæmt
húsaskrá Árbæjarsafns. Hús þetta
er samkvæmt skránni mjög upp-
runalegt í útliti. Undir þakskegginu
er útskorið skrautband og undir
gluggum á efri hæð er samfellt
vatnsbretti með skrautbandi undir.
Þetta ytra skraut bendir til áhrifa frá
nýklassík. Húsið er gott dæmi um ís-
lensk timburhús frá fyrsta áratug
þessarar aldar. Vegna aldurs er
þetta hús háð þjóðminjalögum nr. 88/
1989 um allar breytingar á núverandi
ástandi þess. Árið 2006 var óskað
umsagnar MsR um flutning á húsinu
á lóðina Bergstaðastræti 16. Ekki
var gerð athugasemd við erindið.
Þess má geta að í brunavirðingu
1908 voru fjögur íbúðarherbergi, eld-
hús, búr og þrír fastir skápar á fyrstu
hæð. Á annarri hæð er sama her-
bergjaskipan og allur frágangur. Á
þriðju hæð eru þrjú geymslurúm og
gangur. Rafleiðslupípur eru í húsinu,
gólfdúkur límdur. Kjallari er undir
öllu húsinu, hólfaður í fjóra geymslu-
klefa, gang og þvottahús. Tvær elda-
vélar voru í húsinu, segir ennfremur í
brunavirðingu hússins frá 1908.
Hverfisgata 44 –
Bergstaðastræti 16
Morgunblaðið/Golli
Nýflutt Hverfisgata 44 er nú orðið að Bergstaðastræti 16, á milli þessa
húss og Bergstaðastrætis 20 er flutningslóð nr. 18 sem bíður síns húss.
gudrung@mbl.is