Morgunblaðið - 07.10.2007, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 07.10.2007, Qupperneq 38
ferðalög 38 SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Ég hafði heitið því að faraaldrei Kjöl eða Sprengi-sand nema á hestum.Ekki stóð ég við það heit heldur fór báða fjallvegina á bíl, þann fyrri á eigin bíl, en þann seinni með Norðurleið. Bræður mínir Sveinn Kjartan og Haraldur höfðu báðir rið- ið þessa fjallvegi og þótti mér þetta miður, en við því varð ekki gert enda Fákur ekki með neina hópferð um Sprengisand, en ég ekki tilbúinn að ríða suður Kjöl í Hólaferðinni 1966 þar sem ég hafði slasað mig á hendi á Landsmótinu að Hólum. Suður Kjöl 1979 Lagt var af stað frá Akureyri kl. 10 fyrir hádegi og fór fljótlega að bera á ískri í bremsum bílsins, sem var ný- legur Range Rover R-49211, keyptur 1. júní 1976. Ég kunni ekki ráð við þessu ískri, hafði farið á bílaverk- stæði á Akureyri nokkrum dögum áð- ur og þeir ekkert fundið að. Seinna var mér kennt ráð við þessu, aka á 80 km hraða og snarhemla, þá myldust sandkornin, sem komist höfðu inn á milli bremsuskálanna. Á Vatnsskarði voru tveir kostir í stöðunni, annar sá að fara á bílaverkstæði á Blönduósi og kanna hvort Húnvetningar væru Eyfirðingum snjallari í viðgerðum, hinn að aka suður Kjöl og láta skeika að sköpuðu. Valdi ég síðari kostinn. Tók fyrst bensín á Ytri-Löngumýri, ræddi nokkuð við afgreiðslukonuna um Blöndudalinn, því ég hafði átt mikil viðskipti við Steingrím Magn- ússon bónda á Eyvindarstöðum (1908-1975), en hann var ríkur af hrossum, en nú var nýr ábúandi kom- inn þar, sem ég ekki þekkti. Ók ég nú sem leið lá til Hveravalla, sleppti Þjófadölum og Beinhól, en hitti Einar bónda í Kjarnholtum (1904-1996) Gíslason, en hann hafði þann starfa að ríða meðfram mæðiveikigirðing- unum, annan daginn suður, hinn norður. Hann bjó í kofa, sem hitaður var upp með hveravatni, þannig að miðstöðvarofn lá niðri í hvernum, en rör svo leitt inn í ofn í kofanum. Eftir stuttan stans á Hveravöllum ókum við að útsýnisskífunni fyrir sunnan Hveravelli sem var reist til minningar um Geir Zoëga vegamálastjóra (1885- 1959). Þetta var þann 8. ágúst, en svo kalt var að koma við skífuna, að ég hrökk frá er ég lagði hendurnar á hana. Veður var hið fegursta, heiður himinn og sólskin, Kerlingarfjöll blöstu við í suðri með Snækoll kon- ung hæstan. Skammt frá Bláfelli stoppuðum við og tókum upp nesti okkar, en það var afgangur veislu- fanga, frá kvöldinu áður, en nokkrir vinir og kunningjar höfðu sótt okkur heim í Tjarnarlund 14 E á Akureyri. Eftir þessa hressingu ókum við af stað aftur, slepptum bæði Hvít- árvatni og Kerlingarfjöllum, en kom- um niður að Gullfossi um fjögurleytið, höfðum verið fjórar klukkustundir frá Löngumýri að Gullfossi. Síðan ók- um við til Laugarvatns og gistum í Hótel Eddu, Húsmæðraskólanum, þar sem okkur hafði oft liðið vel á undanförnum árum. Norður Sprengisand 1980 Ágúst Hafberg (1927-2001), for- stjóri Landleiða hf., tók upp þann ágæta sið að taka upp ferðir norður Sprengisand en suður Kjöl. Notaðir voru öflugir Scaniabílar, sem fóru létt með allar ár og torleiði. Við hjónin tókum okkur far með slíkum bíl einn fagran júlídag 1980. Frúarbílinn, Volkswagen-bjöllu sendum við með Eimskip norður, því við vorum að fara í árlegt sumarleyfi til Akureyrar í þrjár vikur. Svo mikil aðsókn var í þessar ferðir að það varð að bæta við annarri rútu og var sú fyrri að mestu skipuð útlendingum, en við Íslending- arnir vorum í rútu þeirri, er bætt var við. Aðalleiðsögumaðurinn var auð- vitað í útlendingarútunni, en það var látið duga hjá okkur að bílstjórinn sæi um leiðsögn. Leist mér strax illa á kunnáttu hans er komið var að Rauðavatni, þar lýsti hann trjágróðri með þessum hætti: „Hér voru gróð- ursettar alaskaaspir, en þær hentuðu ekki sunnlenskum gróðri, svo þess vegna blasa við okkur þessar kræk- lur.“ Ágætur morgunverður var framreiddur í félagsheimilinu í Ár- nesi, en þaðan haldið í Þjórsárdal og stoppað við Gjárfoss í Rauðá, þar sem ég tók mynd af vini mínum Jóni Jak- obssyni (1918-1991), þá starfsmanni Skattstofunnar í Reykjavík. Fyrir ut- an Jón man ég sérstaklega eftir tveim öldungum, sem voru samferðamenn okkar, þeim Axel Thorsteinssyni (1895-1984) og Sveinbirni Tímotheus- syni (1899-1988). Sveinbjörn lumaði á viskípela, sem hann var óspar á og tók okkur Axel fimm sinnum til alt- aris á leiðinni. Okkur var sýnd brúin yfir Köldukvísl og nágrenni hennar en síðan var stefnan tekin á Nýjadal, þar sem nestispakkar frá Land- leiðum voru opnaðir og þeim gerð góð skil. Veður hafði verið afbragðs gott, það sem af var leiðar en nú fór að þyngja í lofti og á leiðinni í Bárðardal voru það mér mikil vonbrigði að sjá ekki til Mývatnsfjalla þar sem ég hafði dvalið í bernsku, sumrin 1936- 1941. Áfram var haldið og komið að Mýri í Bárðardal, en áður höfðum við skoðað Aldeyjarfoss, hinn tignarlega foss með stuðlaberginu fagra, en hann er efst í Bárðardal. Áður en nið- ur í Bárðardal er komið er farið fram hjá Íshólsvatni, en við það stendur bærinn Mjóidalur, þar sem skáldið Stephan G. Stephansson var vinnu- maður um skeið (1853-1927). Ég hafði farið í inniskó í Árnesi og verið í þeim alla leið, þar til kom að Aldeyjarfossi, þar fór ég í vaðstígvélin. Húsmóðir mín í Vogum í Mývatnssveit, Þuríður Einarsdóttir (1882-1966) var fædd í Svartárkoti í Bárðardal en fluttist síð- an að Reykjahlíð, er Einar faðir henn- ar keypti þá jörð. Ég hafði aðeins einu sinni séð Svartárkot og Svartárvatn, en það var ofan af Bláfjalli (1.222 m.y.sm.) í júlí 1943. Bætti sú ferð upp hið lélega skyggni sem við fengum nú í Bárðardal. Var nú ekið rakleiðis til Akureyrar og hugsuðum við gott til glóðarinnar að snæða úrvalsmáltíð á Smiðjunni, en þá sagði Finnur yfirþjónn, að því mið- ur væri búið að loka fyrir matinn, klukkan væri 22:10, en þá rákumst við á frænda minn Hallgrím Arason, ann- an aðaleiganda Smiðjunnar og bárum upp vandræði okkar við hann. Leysti hann úr málum okkar og fengum við frábæra máltíð með eðalvínum. 14 tíma ferð var á enda, sem aldrei gleymist. Eftirmáli En hvaðan kemur þessi mikli áhugi minn á hálendisferðum? Fimm lang- ferðir á hestum og nú Kili og Sprengi- sandi bætt við á bílum. Ég byrjaði snemma að safna bókum. Fyrsta bók, sú sem ég lét binda inn var sérútgáfa af Útilegumannasögum úr Þjóðsagna- safni Jóns Árnasonar. Ársæll Árnason (1886-1961) bókbindari batt bókina inn fyrir mig og kostaði bandið tvær krón- ur. Starfstöð hans var í bakhúsi, norð- an við Laugaveg 3. Af öllum úti- legumönnum var Fjalla-Eyvindur (1714-1783) mér ávallt hugleiknastur og bar þar margt til. Þegar hann var fanginn í Reykjahlíð við Mývatn, fékk hann að fara í kirkju, þegar messað var í Reykjahlíðarkirkju. Strauk hann þá meðan á messu stóð og flúði nú suð- ur í Herðubreiðarlindir og átti þar slæman vetur, hinn versta á sinni ævi að eigin sögn, ekkert annað á að lifa en hrátt hrossaket og hvannarætur. En um veturinn að áliðnu kom Eyvindur einn sunnudag ofan að Vogum við Mý- vatn. Fólk var þaðan allt við messu, nema ein kerling, og bað hann hana um mat og skó, því hann lést vera langferðamaður og vera orðinn skó- laus, en bauðst til að lesa lesturinn fyr- ir kerlingu í staðinn. Kerlingu grunaði ekkert, og veitti honum það, sem hann mæltist til. Sumarið 1939 fórum við Haraldur bróðir minn með Ungmennafélagi Mý- vetninga í hundrað manna hópferð suður í Herðubreiðarlindir. Skoðuðum við kofa Eyvindar, sem enn sáust glögg merki eftir, en svo er honum lýst í Þjóðsögum Jóns Árnasonar: „Hreys- ið, það er grjótbyrgi, hlaðið meðfram gjávegg, rífan faðm á lengd hér um bil, og hálfan faðm á breidd. Hrosshrygg hafði hann fyrir mæniás í kofanum, og var dregin tág eftir endilöngu mænu- holinu, til að halda honum saman, síð- an var þakið yfir með melju. Vatnslind bunaði fram úr berginu sem hreysið var hlaðið við og féll niður rétt hjá fleti hreysisbúans. Svo haglega var búið um vatnsból þetta, að ekki þurfti ann- að en seilast úr rúmfletinu, lyfta upp hellu og sökkva ílátinu í.“ Sumarið 1939 var hreysi Eyvindar enn að mestu óbreytt, nema hrosshryggurinn var horfinn, en hellan var enn við lýði og vatnsrennsli nægjanlegt. Þrátt fyr- ir tengsli mín við Voga og Fjalla- Eyvind Jónsson hafði mig ekki órað fyrir því, að ég ætti eftir að eignast málverk af Eyvindakofaveri eftir Kristínu Jónsdóttur (1888-1959) list- málara frá Arnarnesi við Eyjafjörð. Ég tel það eitt af bestu verkum henn- ar og eru þó mörg önnur frábær.  Eyvindur Jónsson var sonur þeirra Jóns og Margrétar, er bjuggu að Hlíð í Hrunamannahreppi í Árnessýslu. Fæddur 1714, en um dánarár er óvíst, þó talið sé að hann hafi látist 1783 og sé grafinn að Hrafnfjarðareyri í Grunnavíkursveit í Jökulfjörðum vest- ur. Suður Kjöl og norður Sprengisand                                                  Aldeyjarfoss Hinn tignarlegi foss með stuðlaberginu fagra. Eyvindakofaver Málverk eftir Kristínu Jónsdóttur. Ljósmynd/Matthías Ó. Gestsson. Drottning fjallanna Herðubreið og Herðubreiðalindir. Höfundur er lögfræðingur í Reykjavík. Veður var hið fegursta, heiður himinn og sólskin, Kerlingarfjöll blöstu við í suðri með Snækoll konung hæstan. Eftir Leif Sveinsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.