Morgunblaðið - 07.10.2007, Side 46
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is
Nýkomið í einkas. sérl. fallegt vandað tvílyft einb.með bílskúr
samtals 212 fm. Húsið skiptist þannig: stofa, borðstofa, eld-
hús, sólskáli, þvottaherb. ofl. 4 svefnherb. Baðherb. Svalir.
Mjög fallegur garður með pott. Laust fljótlega. Verðtilboð
Vallarbarð - Hf - Einb.
46 SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is
Við kynnum Sérlega glæsilega 3ja herbergja 88 fm jarðhæð á þessum
vinsæla stað í miðbænum í Reykjavík.Nýlegt eldhús, tvö góð svefnher-
bergi.Baðherbergi allt nýtekið í gegn. Góð stofa. Snyrtilegur garður.
Sameiginlegt þvottahús. Mikið endurnýjuð íbúð gler,dren ofl. Verð 27,5
millj.
Helga tekur á móti gestum sími 663-3611
M
bl
9
18
86
9
Opið hús kl. 15-16 í dag
Tjarnargata 41 - Reykjavík
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is
Nýkomið í einkas. glæsil. fullbúið, nýl. tvílyft einb. með innbyggðum
tvöf. bílskúr, samtals 200,7 fm. Húsið skiptist í: forstofu, stofu,
borðstofu, stórt eldhús, baðherb., 3 rúmgóð svefnherb., þvottaherb.,
sjónv.skála o.fl. Óvenju stór garður með heitum potti. Frábær
staðsetn. og útsýni. Jaðarlóð. Hellulagt bílaplan. Myndir á mbl.is.
Verð 43 millj. Mbl
91
57
33
Hvammsdalur - Einbýli - Vogum
Halldór Jensson viðskiptastj.
halldor@domus.is
s. 840 2100/440 6014
Krossalind 3 - 201 Kópavogur
Glæsilegt 229 fm parhús með aukaíbúð og innbyggðum bílskúr á besta stað í Lindarhverfinu. Húsið er á tveimur hæðum
og er allt hið vandaðasta. Náttúrusteinn og parket á gólfum. Efri hæð skiptist í forstofu, gestasnyrtingu, herbergi,
borðstofu, eldhús, stofu og bílskúr. Á neðri hæð er hjónaherbergi með fataherbergi og innangengt í baðherbergi,
2 rúmgóð barnaherbergi. Útgengi er út í garð frá hjónaherbergi og frá stigapalli, stór sólpallur með heitum potti í
garðinum. Stórt bílaplan með munstursteypu og sólpallur fyrir framan húsið. Frábært útsýni. Stutt í skóla leikskóla
svo og alla almenna þjónustu. Verð 73,9 millj.
www.domus.is
Sölusýning í dag milli kl. 16 og 17
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is
Falleg björt 3ja herbergja 89,7
fermetra íbúð á annarri hæð í
klæddu fjölbýli. Íbúðin er á annarri
hæð. 2 svefnherb. falleg og björt
stofa. Falleg eign sem vert er að
skoða. Verð 21 millj.
Salvör býður ykkur velkomin.
M
bl
9
19
94
0
Sléttahraun 21 - Hf - 3ja herb.
Opið hús í dag milli kl. 14-15
LANDSPÍTALI nýtur víðtæks
stuðnings og vel-
vildar landsmanna
sem m.a. birtist í vax-
andi fjárstuðningi
einstaklinga, félaga
og fyrirtækja. Sá
stuðningur hefur í
heild skipt hundr-
uðum milljóna króna
á undanförnum árum
og er með ýmsu móti,
svo sem til kaupa á
tækjum og búnaði,
stofnun sjóða til
styrktar tilteknum
verkefnum, beinum
fjárframlögum til rekstrar eða
gjöfum listmuna, bóka-, leiktækja
eða annars sem kemur sér vel.
Sum stuðningsverkefni eiga sér
langa sögu. Nægir að nefna
Hringinn sem hefur haft það sem
aðalverkefni í áratugi að bæta
þjónustu við veik börn. Það fram-
lag hefur verið ómetanlegt og
sama gildir um allar aðrar gjafir
félagasamtaka, fyrirtækja og ein-
staklinga, stórar og smáar. Með
stórgjöfum undanfarin ár hefur til
dæmis verið hægt að bæta veru-
lega þjónustu við hjartasjúklinga,
endurhæfingu, hágæsluþjónustu
við börn og líkn-
arþjónustu, svo örfá
dæmi séu tekin.
Þjóðarsamstaða er
um það að ríkisvaldið
fjármagni starfsemi
heilbrigðisþjónust-
unnar. Fjárframlög og
gjafir einstaklinga,
fyrirtækja og félaga
eru hins vegar viðbót
sem starfsmenn spít-
alans taka við með
þökkum og líta á sem
viðurkenningu, vin-
áttuvott og í mörgum
tilvikum hvatningu til þess að
bjóða upp á nýja þjónustu eða
styrkja enn frekar það sem fyrir
er. Vísbendingar eru um að fjár-
framlög og annar stuðningur af
þessu tagi verði enn fyrirferð-
armeiri í framtíðinni. Slíkt ætti
engu að breyta um framlagsskyldu
ríkisins en mikilvægt er að samspil
þarna í milli sé skýrt og gagnsætt.
Stjórnarnefnd Landspítala var
lögð niður 1. september síðastlið-
inn en við tekur ráðgjafarnefnd. Á
lokafundi stjórnarnefndarinnar
var að gefnu tilefni rætt um stuðn-
ing fyrirtækja og einstaklinga við
spítalann og lagt til að marka
stefnu hans um meðferð slíkra
framlaga. Í þeirri ákvörðun eru
ekki fólgin skilaboð um að stjórn-
endur eða starfsfólk Landspítala
amist á nokkurn hátt við velvild
sem lýsir sér í fjárframlögum og
gjöfum. Þvert á móti! Leiðsögn
um stuðning verði beinlínis leið-
arljós Landspítala í samskiptum
við alla þá sem vilja honum vel.
Hún marki stuðningnum farveg
þannig að bæði gefendur og þiggj-
endur viti að hverju þeir ganga.
Með slíkri leiðsögn verði líka kom-
ið í veg fyrir að tortryggni skapist
vegna faglegra eða siðferðilegra
sjónarmiða í tengslum við stuðn-
ingsframlög fyrirtækja eða ein-
staklinga.
Við þökkum heilshugar stuðning
einstaklinga, félaga og fyrirtækja
og fögnum því að sá stuðningur
hefur aukist verulega í seinni tíð.
Enn fremur heitum við því að að-
stoða og upplýsa eftir mætti hvar
og hvernig gjafir koma sér best í
starfseminni þannig að samstarf
gefenda og þiggjenda skili sem
bestum árangri í þágu þeirra sem
þurfa á þjónustu Landspítala að
halda.
Við þökkum heilshugar stuðning
einstaklinga, félaga og fyrirtækja
og fögnum því að sá stuðningur
hefur aukist verulega í seinni tíð.
Enn fremur heitum við því að að-
stoða og upplýsa eftir mætti hvar
og hvernig gjafir koma sér best í
starfseminni þannig að samstarf
gefenda og þiggjenda skili sem
bestum árangri í þágu þeirra sem
þurfa á þjónustu Landspítala að
halda.
Gjöf er góðverk
Magnús Pétursson skrifar
um fjárframlög og gjafir
til Landspítalans
Magnús Pétursson
» Landspítali nýturvíðtæks stuðnings
og velvildar landsmanna
sem m.a. birtist í vax-
andi fjárstuðningi ein-
staklinga, félaga og fyr-
irtækja.
Höfundur er forstjóri Landspítalans.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn