Morgunblaðið - 07.10.2007, Síða 51
FRÁBÆRIR ungir tónlistarmenn,
allir menntaskólanemar, þrír í MH,
einn í Kvennó og einn í
Versló, héldu dúnd-
urskemmtilega tón-
leika í Austurbæ fyrir
skömmu til þess að
kynna eigin verk á
plötu sem er komin út,
Soundspell, sem ber
nafn hljómsveit-
arinnar. Strákarnir
eru á aldrinum 17-18
ára.
Það var rífandi
stemning í Austurbæ,
en Soundspell byggir
á eigin stíl, blæ sem er
sjálfstæður og ótrú-
lega þroskaður af ekki
eldri tónlistarmönn-
um. Hljómasetning
þeirra og tónlist er ein-
hvern veginn eins og í
framhaldi af svo
mörgu í náttúrunni,
eitthvað sem kemur og
eitthvað sem fer, eitt-
hvað sem hlær og
grætur eins og Davíð
frá Fagraskógi sagði í einu ljóða
sinna, Yngismær. Tónlist þeirra fé-
laga er hvort tveggja blíð og brött,
vönduð og tær og á bara eftir að
batna ef þeir halda sínu striki. Það
væri hins vegar skemmtilegt fyrir
Fjallkonuna ef þeir tækju íslenska
texta einnig upp á sína arma.
Fimmmenningarnir komu fyrst
fram á tónlistarkeppni sem Samfylk-
ingin stóð fyrir árið 2006 í Iðnó en
þar urðu þeir sigursælastir af fjórum
hljómsveitum sem höfðu þó allar ver-
ið lengur í faðmi tónlist-
argyðjunnar. Í
Soundspell skipa þeir fé-
lagar þannig til verka að
Alexander Briem syng-
ur, Áskell Harðarson
leikur á bassa og hljóm-
borð, Bernharð Þórsson
er trymbill, Jón Gunnar
Ólafsson leikur á gítar
og Sigurður Ásgeir
Árnason leikur á píanó.
Hins vegar eru þeir allir
færir á flest hljóðfæri
sem koma við sögu og
stokka stundum upp
spilin samkvæmt því.
Ásmundur í Musik var
þeirra bakhjarl í þessari
lotu og þar hafa þeir
góðan mann og reyndan.
Soundspell hefur
kvatt sér hljóðs með
nýjan tón sem er gríp-
andi og fallegur, en samt
svo nútímalegur og op-
inskár. Þessir strákar
eru að smíða nýjan heim
í fullri alvöru, en á skemmtilegan og
frjálsan hátt þar sem engu er mis-
boðið en kallað á hamingjuna í næsta
nágrenni. Áfram strákar, það verður
spennandi að fylgjast með ykkur.
Árni Johnsen skrifar um nýja
menntaskólahljómsveit
Höfundur er þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins.
Árni Johnsen
Soundspell, bráð-
ungir tónlistar-
menn í góðum gír
» Soundspellbyggir á eig-
in stíl, blæ sem
er sjálfstæður
og ótrúlega
þroskaður af
ekki eldri tón-
listarmönnum.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2007 51
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali
LANGHOLTSVEGUR 97 HÆÐ OG RIS
Falleg 154,9 fm (þ.a. er bílskúr 31,1 fm)
hæð + ris. Eignin skiptist í 3 svefnh., 3 stof-
ur, baðherb., gestasnyrtingu, geymslur ofl.
Bílskúr er fullbúinn. Mjög falleg og vel
skipulögð eign í grónu og fallegu hvefi.
V. 39,9 m. 6915
Íbúðin verðu til sýnir
í dag sunnudag frá 15.00-16.00
FUNALIND - GÓÐ STAÐSETNING
Um er að ræða glæsilega og vel skipulagða 101,8 fm 3ja herbergja íbúð á vinsælum stað
í Kópavogi. Þvottahús í íbúð. Gott útsýni. Gluggar snúa í suður, vestur og norður. Góð
staðsetning á miðju höfuðborgarsvæðinu. V. 27,2 m. 6957 Heiðar Birnir sölumaður sýnir
s: 824-9092.
BARÐASTRÖND
Glæsilegt raðhús með glæsilegu útsýni, sólstofu og mjög fallegum garði. Húsið skiptist
m.a. í stofu, sólstofu, sjónvarpsherbergi, fjögur herbergi, (fimm skv teikningu), og tvö
baðherbergi. Húsið er á pöllum en neðsti pallurinn var standsettur fyrir einu ári síðan.
Lóðin er mjög gróin, með heitum potti, útisturtu, grasflöt og fallegum gróðri. Samkvæmt
FMR er eignin skráð 182,4 fm (þ.a. er bílskúr 26,6 fm). Óskráð rými er ca 70 fm þ.a. er
sólstofa 20 fm og kjallari 50 fm. Er því eignin um 250 fm í heildina. 6945
TJARNARMÝRI - MEÐ STÆÐI Í BÍLAGEYMSLU
BAUGAKÓR-LAUS FLJÓTLEGA
Mjög falleg og vel skipulögð 3ja herb. 87,6 fm íbúð á 2. hæð í 3. hæða lyftuhúsi á eftir-
sóttum stað. Eignin skiptist í forstofu, tvö svefnh., þvottah., baðh., stofu og eldhús. Sér-
merkt stæði fylgir í bílageymslu. Útsýni. Hagstætt áhv. lán á 4,95% vöxtum. Falleg og vel
skipulögð eign. Örstutt í leik og grunnskóla sem og aðra þjónustu. V. 23,9 m. 7010
MELGERÐI - HEILT HÚS - TVÆR ÍBÚÐIR
Hentar tveim fjölskyldum eða sem einbýli. Efri hæð: Falleg og björt efri 100 fm sérhæð
ásamt 35 fm bílskúr og ca 7 fm aukah. á jarðhæð. Af svölum er gengið niður á timburver-
önd með heitum potti. Verð 36,9 millj. Neðri hæð: Falleg og velstaðsett 3ja herbergja 72 fm
íbúð á jarðhæð/kj. með sérinngangi í 2-býli. Sérbílastæði. Verð 19,9 millj. 7001
EINARSNES - SKERJAFJÖRÐUR.
Fallegt lítið parhús í Skerjafirði. Húsið er á þremur hæðum. Fyrsta hæð: Hol, eldhús, bað-
herbergi og svefnherbergi. Rishæð: Rúmgóð stofa. Kjallari: herbergi, þvottahús og geym-
sla. (hringstigi er á milli hæða). Sér hellulagt bílastæði. V. 24,9 m. 6627
GRUNDARHVARF - VIÐ ELLIÐARVATN
Op
ið
h
ús
Vorum að fá í sölu mjög fallega 133,2 fm íbúð í litlu fjölbýli við Tjarnarmýri á Seltjarnarnesi.
Auk þess fylgir íbúðinni stæði í bílageymslu. Íbúðin skiptist m.a. í stofu, borðstofu og 4-5
herbergi. Mikil lofthæð á neðri hæð. Suðursvalir. Glæsilegt útsýni. V. 45,0 m. 7005
Glæsilegt og mjög vandað 171,1 fm parhús á einni hæð með innbyggðum bílskúr. Hús-
ið stendur á 1.018 fm lóð rétt við Elliðarvatnið og með einstöku útsýni. Guðbjörg Magn-
úsdóttir innanhúsarkitekt hannaði húsið að innan og teiknaði allar innréttingar. Húsið er
mjög stílhreint, allur viður er eik. Granít á borðum og gólfefni er gegnheilt eikarparket og
flísar. Innréttingar eru sérsmíðaðar. Garðurinn er gróinn og fallegur, sérhannaður af lands-
lagsarkitekt með gosbrunni, næturlýsingu, hellulögðum göngustígum, timburverönd og
fl. V. 68,5 m. 6997
Skipalón Sóleyjarrimi
Glæsilegar
fullbúnar íbúðir
Hafnarfjörður, Hvaleyrarholt
Skipalón 16-26, 2ja til 4ra herbergja. Fyrir 50 ára og eldri.
Skipalón 25-27, 3ja, 4ra og 5 herbergja í almennri sölu.
Reykjavík, Grafarvogur
Sóleyjarrimi 19-21, 3ja og 4ra herbergja. Fyrir 50 ára og eldri.
Sóleyjarrimi 23, 4ra herbergja íbúðir í almennri sölu.
www.motas.is
Sími 533 4040 | www.kjoreign.isSími 565 5522 | www.fasteignastofan.is
Allar nánari upplýsingar um
eignirnar á www.motas.is
> Traustur byggingaraðili
> Yfir 20 ára reynsla
> Gerðu samanburð
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
M
O
T
3
93
25
0
9/
07
Mótás, Stangarhyl 5, sími 567 0765
Frá eldri borgurum
í Hafnarfirði.
Föstudaginn 5. október var spilað
á 14 borðum.
Meðalskor var 312. Úrslit urðu
þessi í N/S
Alfreð Kristjánss. – Valdimar Elíasson 370
Albert Þorsteinss. – Sæmundur Björnss. 366
Rafn Kristjánss. – Oliver Kristófersson 365
A/V
Sveinn Snorrason – Gústav Nilsson 404
Kristján Þorlákss. – Óli Gíslason 350
Nanna Eiríksd.– Kristín Jóhannsd. 344
Bridsfélag
Kópavogs
Tveggja kvölda tvímenningur
hófst sl. fimmtudag. 12 pör mættu til
leiks. Hæstu skor í NS:
Hrund Einarsdóttir – Vilhj. Sigurðss. 125
Jörundur Þórðars. – Þórður Jörundss. 114
Erla Sigurjónsd. – Guðni Ingvarss. 98
AV
Ragnar Björnss. – Sigurður Sigurjónss. 134
Ármann J Láruss. – Bernódus Kristinss.
107
Loftur Pétursson – Valdimar Sveinss. 106
Ellefu borð í
Gullsmára
Það var spilað á 11 borðum í Gull-
smáranum 4. október og eftirtalin
pör skoruðu mest í N/S:
Gróa Þorgeirsd.- Kristín Óskarsd. 219
Dóra Friðleifsd. - Heiður Gestsd. 194
Sigtryggur Ellertss. - Guðm.Pálsson 192
Ragnhildur Gunnarsd. - Páll Guðmss.189
A/V
Bragi Bjarnason - Óli Gísla 214
Hinrik Lárusson - Filip Höskuldsson 185
Leifur Kr.Jóhanness.- Guðm.Magnúss. 183
Ruth Pálsd. - Viggó M. Sigurðsson 174
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111