Morgunblaðið - 07.10.2007, Side 58

Morgunblaðið - 07.10.2007, Side 58
58 SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÉG fékk svakalega martröð á dög- unum, martröð þar sem Trygginga- miðstöðin var í aðalhlutverki. Mig dreymdi að ég kæmi inn í stóran sal þar sem ekkert var nema gríðarstórt hringborð. Í kringum borðið sátu undirsátar í Trygginga- miðstöðinni, allir með ránfugl á öxl- inni sem af og til flögruðu um salinn og skræktu: – Ef þú ert tryggður – þá færðu það bætt. – Ef þú ert tryggður þá færðu það bætt … – EKKI-tí hí hí“. Undirsátarnir virt- ust önnum kafnir og fyrir framan þá voru staflar af bréfum. Hver og einn kepptist við að afgreiða sem flest bréf og allir muldruðu þeir eitthvað ofan í bringuna á sér. Hljóðlega læddist ég nær til að heyra hvað þeir sögðu …– Hvernig sleppum við við að borga þessum?“ – Hvað getum við gert til að neita þessum? – Finnum eitthvað, sama hversu haldlítið það er. Nei, sjáiði þessa beiðni, gellur allt í einu frá einum við hringborðið. Hún er frá fjölskyldu sem stendur uppi svo til allslaus. Húsið þeirra er ónýtt, bú- slóðin einnig, sökum myglusvepps. Þau eru bjartsýn, heh, hafa tryggt hjá okkur í góðri trú í mörg ár og halda að við munum bæta þeim alla- vega hluta af tjóni þeirra. Nú brett- um við upp ermarnar og troðum þeim enn lengra niður í svaðið. – Neitum þeim, neitum þeim, skríkja ránfuglarnir. Segjum að þetta sé ekki okkar mál. Skemmdirnar eru upprunnar í skriðkjallaranum, þar sem hitalagnirnar og mælarnir eru. Getum sagt að hann sé ekki hluti af húsinu. Þó við neyðumst til að greiða fyrir tjón sem verða í hita- kompum t.d. fjölbýlishúsa þá bara segjum við að þetta sé ekki hita- kompa. Það er hvergi minnst á myglusvepp í okkar skilmálum. Já, ég veit, ekki heldur að við greiðum ekki fyrir skemmdir af völdum hans. Það skiptir ekki máli. Fugl- arnir sitja á öxlum þeirra og skrækja af lífs- og sálarkröftum. – Ekki borga. Ekki borga … sendum þau á götuna … sendum þau á göt- una. Hverju máli skiptir þó að hús- móðirin sé búin að vera veik vegna myglusveppsins í hálft annað ár, það er ekki okkar mál. Hverju skiptir þó að fjölskyldan sé sundr- uð, konan og börnin flutt inn á ætt- ingja, eiginmaðurinn enn í eitruðu húsinu því ekki er um neitt leigu- húsnæði að ræða í sveitarfélaginu þar sem þau búa. Þau geta þá bara flutt, rifið barnið úr skólanum og farið eitthvað annað. Það er ekki okkar mál. Þau munar ekkert um að borga af lánunum á ónýta húsinu og húsaleigu að auki. – Ekki okkar mál … ekki okkar mál skrækja rán- fuglarnir. Við verðum að svara fyrir ákvarðanir okkar hjá yfirmönn- unum. Verðum að sýna fram á hagnað, má bara borga þessum ríku svo þeir haldi áfram að tryggja hjá okkur. Stórfyrirtækin eru það sem máli skiptir – Borga þeim, borga þeim. Troðum á lítilmagnanum, skiptir okkur engu að missa iðgjöld upp á 200.000 á ári. Skítur á priki. Dreifbýlistúttur, þeim er bara nær. Og undirsátarnir sitja sveittir að vinna fyrir kaupinu sínu en þeir fá greitt eftir því hversu mörgum þeim tekst að neita, bónus ef árang- urinn er 100%. En já, með þessa fjölskyldu, þau eru með annað bréf eldra, fínt, troð- um aðeins meira á þeim, verðum að ná restinni af sjálfsvirðingu þeirra. Eiginmaðurinn er sjúkratryggður hjá okkur líka. Hann var frá vinnu í 6 vikur í vor vegna aðgerðar á öxl. Synjun á þá bótakröfu líka. Getum notað sem ástæðu að það sé svo langt um liðið síðan slysið varð sem mögulega er hægt að rekja skemmdirnar á öxlinni til. Synjun – Synjun! Þarna hefði ég nú átt að hrökkva upp en … ég var bara ekki sofandi. Hafið skömm fyrir, þið hjá Tryggingamiðstöðinni. BYLGJA HAFÞÓRSDÓTTIR, húseigandi á Akranesi. Martröð um Tryggingamiðstöðina Frá Bylgju Hafþórsdóttur Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Laugavegur 86 - 94 Vel hannað verslunarhúsnæði Glæsilegt 808,1 fm verslunar- húsnæði á götuhæð í ný- byggingu við Laugaveg í hjarta miðborgarinnar. Um er að ræða sex vel hönnuð og vel innréttuð verslunarpláss frá 86,8 fm upp í 158,4 fm með einstaklega mikilli loft- hæð og stórum gluggum. FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali Plássin eru öll í langtímaleigu með góðum tryggingum og seljast saman eða sitt í hvoru lagi. Góð langtímafjárfesting. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu. M bl 9 19 08 1 www.valholl.is www.nybyggingar.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.00. Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. Gullsmári 8 Kóp. Opið hús Um er að ræða góða 104,1 fm 4ra herb. Íbúð á 2.hæð í góðu lyftuhúsi. Parket og flísar á öllum gólfum. Sérþvottahús. Stórar suðursvalir. Mjög góð staðsetning. Rétt hjá t.d. Félagsmiðstöð eldri borgara, Smáralindog læknaþjónusta í göngufæri. V. 27,5 m. Jón og Metta taka á mótifólki á milli 14 og 16 Sími 588 4477 Skólavörðustígur 3 – opið hús Íbúð í hjarta miðbæjarins. Hægt að nýta sem vandað skrifstofuhúsnæði. Til sýnis 4ra herb. íbúð á 3ju hæð í virðulegu steinhúsi staðsett neðst á Skólavörðustígnum. Eldhúsið er rúmgott með góðri endurnýjaðri innrétt- ingu, rúmgóðar norðaustursvalir. Parket. Tvöfalt verksmiðjugler. Þetta er eina íbúðin í húsinu, en á öðrum hæðum þess eru einungis skrifstofur. Raflagnir yfirfarnar og skipt um rafmangstöflu 2007. Þetta er björt og vel skipulögð íbúð á frábærum stað í hjarta bæjarins. Lítið mál er að nýta eign- ina sem skrifstofuhúsnæði. Elín sýnir íbúðina í dag milli kl. 14-16, allir velkomnir. Óskar R. Harðarson og Jason Guðmundsson, löggiltir fasteignasalar F A S T E I G N A S A L A N MIKLABORG Síðumúli 13 Sími 569 - 7000 www.miklaborg.is Glæsileg sérhæð í Hlíðunum. Hér er um að ræða mikið endurnýjaða 161,8 fm hæð í fjórbýli ásamt bílskúr Allar vistarverur eru rúmgóðar og bjartar. Á íbúðinni eru tvennar svalir. Stórt og fallegt eldhús með góðum borðkrók. Falleg eign á góðum stað. 6824 BLÖNDUHLÍÐ - STÓR HÆÐ Traustur kaupandi hefur beðið okkur um að útvega nýlegt einbýli, parhús eða raðhús á einni hæð. Stærð130-200 fm. Æskileg staðsetning Kópavog- ur. Grafarholt og Grafarvogur koma einnig til greina. Staðgreiðsla í boði. Nánari upplýsingar veitir Gunnar Helgi í síma 824-9097. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. Nýlegt sérbýli óskast Eignamiðlun hefur verið falið að annast útleigu á um 3.700 fm í húsi sem er mjög vel staðsett og þekkt. Um er að ræða hluta jarðhæðar, 5., 6., 7. og 8. hæð hússins. Á 5., 6. og 7. hæð eru skrifstofur, fundarsalir, snyrtingar og eldhús. Á 8. hæð er stór matsalur, vinnusalir, fundarsalur o.fl. Mjög stórar svalir eru á 8. hæðinni en á öðrum hæðum eru einnig góðar svalir. Á jarð- hæð er þjónusturými. Fjöldi bílastæða er við húsið, m.a. í bílageymslu. Hús- næðið verður laust um næstu áramót. Allar nánari upplýsingar gefa Þorleifur St. Guðmundsson og Sverrir Kristinsson löggiltir fasteignasalar á Eignamiðlun. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. Holtasmári 1 – til útleigu M bl 9 19 85 6

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.