Morgunblaðið - 07.10.2007, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 07.10.2007, Blaðsíða 62
62 SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR B arnastarf hinna kristnu safnaða á Ís- landi hófst fyrir nokkrum vikum og þar má nú heyra marga gamalkunna tónana, sem algjörlega ómissandi eru til að ná upp réttu stemningunni, þrátt fyrir háan aldur og marga end- urtekninguna í gegnum árin. Þetta eru lög eins og ,,Tikki, tikki, ta“, ,,Djúp og breið“, ,,Hann Davíð var lítill drengur“, ,,Hver hefur skapað“, ,,Daníel og Rut“ og ,,Jesús er besti vinur barnanna“. Hvaðan þau eru upp- runnin veit held ég enginn, enda var ekki til siðs að festa upphafs- stafina sína eða þaðan af meira aftan við þessa gerð tónlistar og ljóða; þetta var Guði til dýrðar og mönnum til hjálpar við lofgjörð- ina. Það tvennt skipti öllu máli. Hitt var aukaatriði. Og slíkt ber auðvitað að virða en óneitanlega hefði verið áhugavert og fróðlegt að vita eitthvað meira og sann- arlega er það verðugt rannsókn- arefni, jafn rótgróið og þetta er orðið í huga fólks á öllum aldri í íslensku kirkjunni. Það verður að segjast að end- urnýjun þessa efnis hefur verið fremur lítil á undanförnum árum. Í Sálmabók barnanna, sem kom út árið 2000, voru þó 36 nýir og góðir sálmar en fæst af því eða öðru hefur verið sett á diska, það hefur einhvern veginn orðið út- undan, kannski vegna þess örugga fjársjóðs sem til er og óspart hefur verið gripið í og nefndur var hér á undan. Í fljótu bragði man ég einungis eftir ,,Litlum lærisveinum“ (gefið út af Landakirkju í Vestmannaeyjum, 1998) og svo ,,Guð gaf mér eyra“ (DVD-diskur, útgefandi Lindin fjölmiðlun, 2005). Hvorir tveggja eru afar skemmtilegir. Þó er að verða hér breyting á því Hafdís Huld Þrastardóttir fékk nýverið styrk frá Kristnihá- tíðarsjóði til að semja 10 ný lög fyrir barnastarfið og er textana að finna í efni vetrarins fyrir sunnudagaskóla. Fékk hún Al- isdair Wright til liðs við sig og vinna þau að endanlegri útgáfu á lögunum um þessar mundir, og er geisladisksins senn að vænta. Það er engin tilviljun að leitað var til Hafdísar í þessum erinda- gjörðum því hún er að góðu kunn um allan heim sem listamaður og fékk m.a. Íslensku tónlist- arverðlaunin fyrir bestu popp- plötu ársins 2006 og hefur þess utan um árabil séð um barnastarf íslenska safnaðarins í London. Hér er því um að ræða gegn- heilan einstakling með hjartað á réttum stað. Og það slær fyrir Krist. Ég varð þeirrar ánægju og þess heiðurs aðnjótandi að fá að heyra þessi lög af hennar eigin vörum og raula með í Gler- árkirkju á Akureyri í september en hún var þá á ferð um landið ásamt undirleikara sínum og meðsemjanda til að kynna þessa langþráðu afurð. Sjálf er hún ein- staklega heillandi og þægileg manneskja í allri framkomu og umgengni (og þau reyndar bæði) og lögin bera keim af því, eru lip- urlega samin og ákaflega gríp- andi. Textarnir eru einfaldir á yf- irborðinu en þó innst inni djúpir og köftugir í boðskap sínum. Uppáhaldslagið mitt heitir ,,Takk“ og það er enn fast í koll- inum á mér, eftir bara eina hlustun eða tvær, eins og raunar öll hin, en það er eitthvað við þetta sem heillar mest. Kannski af því að hér er athyglinni beint að því sem oft vill gleymast; að þakka fyrir allt sem við höfum í stað þess að vera að öfundast út í það sem við ekki eigum. Orðin hljóða svo: Takk fyrir mömmu og takk fyrir pabba minn, takk fyrir trúna og kærleikann þinn. Takk fyrir þetta allt, já, takk fyrir lífið sem gefur svo margt. Takk fyrir róló og takk fyrir krakkana, takk fyrir alla sem passa upp á mig. Takk fyrir brauðið og takk fyrir ostinn, já, takk fyrir mjólkina, takk fyrir mig. Takk fyrir þetta allt, já, takk fyrir lífið sem gefur svo margt. Takk fyrir fuglana, takk fyrir fiskana, takk fyrir kisu sem leikur við mig. Takk fyrir þetta allt, já, takk fyrir lífið sem gefur svo margt. Takk fyrir þetta allt, já, takk fyrir lífið sem gefur svo margt. Hin lögin eru ,,Bænin mín“, ,,Ég tala við Guð“, ,,Gleðifrétt“, ,,Hönd í hönd“, ,,Örkin hans Nóa“, ,,Móses“, ,,Lífsins ljósið mitt“, ,,Verði ljós“ og ,,Vinur minn“. Einnig verður karaoke- útgáfa aftast, þannig að hægt verður að syngja með undir- spilinu einu og sér. Ég veit að þessum hljómdiski verður fagnað á hinum kristilega vettvangi, ekki síst í röðum yngstu lærisveinanna, sem okkur hinum eldri eru þó fremri í svo mörgu. Takk Morgunblaðið/Sverrir sigurdur.aegisson@kirkjan.is Það er ekki á hverj- um degi að ný sunnudaga- eða kirkjuskólalög verða til, hvað þá eru gefin út. Sigurður Ægis- son fjallar í dag um þá hluti og ekki síst væntanlegan geisla- disk Hafdísar Huld- ar Þrastardóttur sem ráðgert er að komi út í nóvember. Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson HUGVEKJA Það kom okkur ættingjum elskulegr- ar tengdamóður minnar, Sigríðar Einarsdóttur, ekki mjög á óvart að hún skyldi burtkölluð. Það er þó alltaf sárt þegar svo náinn andast, ekki síst þegar verið er í fjarlægu landi. Sigríður hafði um mörg ár glímt við veikindi sem hófust í júní 1994 er hún fór í saklausa ristilspeglun en vegna slysni fékk hún bráða líf- himnubólgu og lá hún á gjörgæslu- deild í 4 mánuði og náði hún sér aldrei eftir þetta og var það ein- göngu góðu líkamlega ástandi að þakka að hún skyldi ná þetta mörgum árum, en hún hafði fram Sigríður Einarsdóttir ✝ SigríðurEinarsdóttir fæddist í Keflavík 17. september 1922. Hún andaðist á Landspítala í Fossvogi 12. sept- ember síðastliðinn. Útför Sigríðar var gerð frá Ár- bæjarkirkju 24. september síðast- liðinn. að þessu verið mikil sundkona. Sigríður fæddist 17. september 1922 og átti hún því að- eins eftir 5 daga í 85 árin er hún andaðist hinn 12. september sl. Ólst hún að mestu upp í foreldrahúsum en var þó mikið hjá frændfólki í Hafnar- firði og hjá afa sínum á Skólavörðustígn- um. Hún gekk í barnaskóla og Kvennaskólann í Reykjavík. Hún hóf snemma störf við verslun og varð það síðan hennar aðalstarfs- vettvangur til viðbótar móður- og húsmóðurstörfum. Hún var aðeins 14 ára þegar hún kynntist piltinum Helga Fil- ippussyni, sem síðar átti eftir að verða förunautur hennar í meira en 40 ár. Hún og Helgi gengu í hjónaband 9. maí 1943. Fyrstu mánuðina bjuggu þau á heimili foreldra Sigríðar en frá ármótum 43-44 og til 1958, er þau fluttu í eigin íbúð í Goðheimunum, bjuggu þau í Selásnum í stóru húsi sem tengdaforeldrar hennar byggðu þar. Sigríður og Helgi eignuðust 3 dætur, Kristínu Sjöfn, Hrafnhildi og Guðfinnu Björk, sem allar eru giftar konur hér í borg. Barna- börnin eru 9, barnabarnabörnin 15 og barnabarnabarnabörnin 2. Sig- ríður var góð amma og átti gott með að eiga samverustundir með unga fólkinu sínu. Árið 1955 keyptu þau Helgi litla verslun í Selásnum, Selásbúðina, sem Sigríður rak til 1959 en jafn- framt annaðist hún matseld á Sandskeiðinu þar sem Helgi sá um rekstur svifflugskóla og margir af frumherjum flugsins á Íslandi lærðu fyrst að fljúga. Mikil breyting varð í lífi þeirra er þau keyptu blómabúðina Flóru 1957 sem þau áttu til 1970. Á þess- um árum voru ekki margar blóma- búðir í bænum og því varð Sigríð- ur þekkt sem Sigríður í Flóru og hvíldi daglegur rekstur mikið á herðum hennar, framan af, því Helgi sýslaði við margt annað. Vöruskortur var á þessum árum og hófu þau hjónin því innflutning fyrir búð sína. Árið 1968 stofnuðu þau heildverslun með vörur fyrir blómabúðir og bar hún nafn Helga. Rekstur fyrirtækisins hvíldi jafnt á herðum hjónanna, t.d. fóru þau ávallt saman í inn- kaupaferðir til útlanda en Helgi lést einmitt langt um aldur fram við lok einnar slíkrar í mars 1982. Læðist sá grunur að mér að smekkvísi Sigríðar hafi ráðið miklu um innkaupin, enda var hún fagurkeri og bar heimili hennar og allur saumaskapurinn því fagurt vitni. Heildverslunin var frá október 1980 í Tunguhálsi 7, í húsi sem þau byggðu yfir fyrirtækið og unnu Kristín Sjöfn og Hrafnhildur löngum með foreldrum sínum. Frá 1991 bjó Sigríður í Hraun- bæ 103 en síðustu æviárin á Eir. Ég kveð kæra tengdamóður með söknuði en hún var mér góður samferðamaður í 36 ár. Skúli Möller. ✝ Þorsteinn GísliBernharðsson fæddist 1. febrúar 1915 á Vöðlum í Mosvallahreppi í Önundarfirði í Vest- ur-Ísafjarðarsýslu. Hann lést á heimili sínu að Selvogs- grunni 25 í Reykja- vík aðfaranótt 20. september sl. For- eldrar hans voru Halldór Bernharður Halldórsson bú- fræðingur og bóndi að Vöðlum, f. 1879, d. 1937, og Kristín Tómasdóttir, f. 1884, d. 1969. Systkini Þorsteins eru Tóm- as, f. 1919, Halldóra, f. 1921, d. 2006, og Halla, f. 1926, d. 1949. Þorsteinn kvæntist 20.7. 1948 Auði Steinsdóttur hárgreiðslu- meistara, f. 11.3. 1917, d. 15.2. 1984. Foreldrar hennar voru Steinn Sigurðsson, f. 1873, d. 1947, og Kristín H. Friðriksdóttir, f. ann að Núpi við Dýrafjörð 1931- 1933. Hann flutti suður 1936 og stundaði ýmis skrifstofustörf í Keflavík á árunum 1936-1937 og síðar í Reykjavík til 1945. Árið 1946 varð hann framkvæmdastjóri og síðar eigandi Raftækjaversl- unar Íslands hf, Olíusölunnar hf., Smyrils hf., Tæknivers hf. og Fjal- ars hf. Hann rak flest þessara fyr- irtækja í rúm 50 ár, síðustu árin í samstarfi við aðra, allt þar til hann lét af störfum á árinu 1997. Þor- steinn gegndi ýmsum trún- aðarstörfum, m.a. á sviði íþrótta og stjórnmála. Hann var formaður í Ungmennafélaginu Gróanda í Núpsskóla 1932-1933. Hann var formaður Íþróttafélags Reykja- víkur (ÍR) 1944-1945 og kjörinn heiðursfélagi ÍR 1995. Í stjórn Skíðasambands Íslands 1947-1948, í Ólympíunefnd Íslands 1950-1952 og formaður Íþróttanefndar rík- isins 1953-1956. Hann átti sæti í fjármálaráði og flokksráði Sjálf- stæðisflokksins 1952-1977 og í stjórn Verslunarráðs Íslands 1958- 1961. Hann var í stjórn Trygg- ingar hf. 1958-1984, þar af for- maður 1959-1962. Útför Þorsteins fór fram í kyrr- þey hinn 27. september frá Foss- vogskapellu. 1878, d 1968. Dóttir Þorsteins og Auðar er Halla Kristín, f. 30.11. 1954, ljós- móðir, maki Þorgeir Einarsson, f. 1955, rafmagnsverkfræð- ingur. Börn þeirra eru 1) Auður Kristín, f. 27.2. 1976, mark- aðsfræðingur, maki Jón Viðar Stef- ánsson, f. 1976, börn þeirra eru Halla Kar- en, f. 1992, Jökull, f. 2002, og Stefán Frosti, f. 2005. 2) Þórey Vilborg, f. 30.9. 1977, lyfjafræðingur, maki Eysteinn Ingólfsson, f. 1976, barn þeirra er Katla, f. 2007. 3) Þor- steinn Ari, f. 7.3. 1981, maki Krist- ín Helga Einarsdóttir, f. 1981. 4) Hjördís Erna, f. 27.8. 1985, maki Magnús G. Sigurðsson, f. 1982. 5) Valdís Helga, f. 8. apríl 1988. Þorsteinn ólst upp að Vöðlum og stundaði nám við Héraðsskól- Síðustu dagana þegar ég hef hugs- að um pabba, þá finn ég hversu vel ég man eftir honum og hve kær hann var mér. Ég minnist þess enn þegar ég lenti á Keflavíkurflugvelli á ágústmorgni árið 1971 og við mér blasti landslag sem helst minnti á tunglið. Það mætti mér svalur andvari, sem mér fannst vera tærari og hreinni en nokkuð annað sem ég hafði áður þekkt. Ég man eftir ökuferðinni til Reykjavíkur eins og hún hefði verið í gær. Landslagið var hrjúft, hraun og mosi, ekki ólíkt sléttunum í Ne- braska, bara grófara og gróðurlaust. Ég var í bíl með ókunnugu fólki sem nú var orðið fjölskyldan mín. Mig skorti orð. Mér fannst óþægilegt að tala ensku og ég kunni bara tvö orð í íslensku. Pabbi fór strax að fræða mig. Þrátt fyrir að ég komi frá góðri og vel menntaðri fjölskyldu, þá framkvæm- ir hún frekar en að hugsa. Pabbi var hugsuður. Hann las af miklum ákafa – dagblöðin, Time og bækur á ís- lensku og ensku. Hann ræddi við mig um viðskipti, stjórnmál og heimspeki og allt það sem var að gerast í heim- inum. Af honum lærði ég að horfa á hlutina frá nýju sjónarhorni. Að sjá hlutina á íslenskan hátt hefur reynst mér mjög mikilvægt og pabbi hjálp- aði mér að geta það. Ekki bara að mamma, pabbi og Halla hafi boðið mig velkomna inn á heimilið sitt. Ég átti að kalla þau mömmu og pabba. Þetta einfalda at- riði varð til þess að ég fann til ábyrgð- ar á að vera góð og hjálpsöm dóttir, ein af fjölskyldunni. Ég var með í hópnum og það var vel hugsað um mig. Ég fékk líka vasapeninga í hverri viku, miða í strætó og í sund- laugarnar, frímerki á ótalmörg bréf og fékk að borða eins mikið af súr- mjólk og ég gat torgað. Nærvera pabba: Hljóðið í útidyr- unum þegar hann kom heim á kvöldin og heilsaði hæglátlega „góða kvöld- ið“. Myndin af honum við skrifborðið að lesa blöðin, talandi í símann og nota aðra höndina til að skyggja á augun. Líka þegar hann kom heim í hádegismat með hattinn á höfðinu, stundum með fisk í hendinni, vafinn Þorsteinn Bernharðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.