Morgunblaðið - 07.10.2007, Page 64
64 SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Útfararþjónusta
Davíðs Ósvaldssonar ehf.
Davíð Ósvaldsson
Útfararstjóri
S. 896 6988 / 553 6699
Óli Pétur Friðþjófsson
Útfararstjóri
S. 892 8947 / 565 6511
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
GUNNLAUGUR ARNÓRSSON,
fyrrverandi aðalendurskoðandi
Seðlabanka Íslands,
Bakkavör 11,
Seltjarnarnesi,
lést á Landspítala Fossvogi miðvikudaginn 26. september.
Útförin fer fram mánudaginn 8. október frá Fossvogskirkju kl 13.00.
Blóm afþökkuð en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á líknarfélög.
Sofía Thorarensen,
Eiður Th. Gunnlaugsson,
Örn Gunnlaugsson, Heiðrún Bjarnadóttir,
Sunna Gunnlaugsdóttir, Scott McLemore,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengda-
föður, afa, langafa, langalangafa, bróður og mágs,
SIGURÐAR JÓNSSONAR,
Hjallabraut 33,
Hafnarfirði,
áður Flókagötu 16a,
Reykjavík,
verður gerð frá Hjallakirkju í Kópavogi miðvikudaginn 10. október
kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Barnaspítala Hringsins eða
Krabbameinsfélagið.
Helga Sigríður Ólafsdóttir,
Jón Ólafur Sigurðsson, Ragnheiður Þórðardóttir,
Guðný Sjöfn Sigurðardóttir,
Þórarinn Sigurðsson,
Sigurður Þór Jónsson, Erla Sigfúsdóttir,
Guðni Jónsson, Elín Jóhannesdóttir,
Bjarki Már Jónsson, Birgitta Sif Jónsdóttir,
Ingólfur Freyr Þórarinsson,
Hannes Berg Þórarinsson,
Svanhildur Jónsdóttir Svane, Gunnar O. Svane,
langafabörn og langalangafabarn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ERLA KRISTJÁNSDÓTTIR,
hjúkrunarheimilinu Skógarbæ,
áður til heimilis
að Einholti 7,
Reykjavík,
sem lést mánudaginn 1. október, verður jarðsungin
frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 9. október kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Minningarsjóð Skógarbæjar.
Guðrún Gunnarsdóttir,
Eyvör Gunnarsdóttir, Björgvin R. Leifsson,
Hreinn Gunnarsson,
Benjamín Gunnarsson, Dagbjört Þórhallsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, amma og
langamma,
KRISTJANA SIGURÐARDÓTTIR,
áður til heimilis að
Arahólum 4,
verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju
mánudaginn 8. október kl. 13.00.
Elísabet Kristinsdóttir, Guðmundur Sveinsson,
Sigríður Sigurðardóttir, Jóhann Vilbergsson,
Reynir Sigurðsson, Sigríður Bragadóttir,
Hlín Sigurðardóttir, Gísli Jónsson,
Júlíana Sigurðardóttir, Hannes Pétursson,
barnabörn og langömmubörn.
✝ Reynir Ragn-arsson fæddist á
Fífustöðum í Arnar-
firði hinn 21. des-
ember 1921. Hann
lést á Dvalarheim-
ilinu Hlíð á Akur-
eyri 16. september
sl.
Foreldrar hans
voru hjónin Ragnar
M. Einarsson frá
Hringsdal í Arnar-
firði, f. l887, d. 1954,
og Ragnhildur
Gísladóttir á Fífu-
stöðum, f. 1889, d. 1984.
Reynir ólst upp á Fífustöðum
og Kirkjubóli, bæ hinum megin ár
í Fífustaðadal. Systir hans er
María Ragnarsdóttir, f. 1914,
ógift, búsett á Akureyri. Reynir
hóf nám í Iðnskólanum á Ak-
ureyri haustið 1943 og lauk þaðan
prófi bæði í húsa- og húsgagna-
smíði vorið 1947. Hann var góður
námsmaður og tók hæsta próf er
nokkru sinni hafði verið tekið frá
Iðnskólanum. Hann vann um
skeið á Akureyri en árið 1948
fluttist hann á Sauðárkrók og
vann þar á verk-
stæði Sigurðar Sig-
fússonar. Á Sauðár-
króki kynntist hann
konu sinni, Hólm-
fríði Árnadóttur frá
Ketu í Hegranesi, f.
1920, d. 2006. Þau
bjuggu fyrst á
Króknum en síðan á
Akureyri þar til þau
fluttust til Svíþjóðar
árið 1968. Árið 1998
komu þau aftur til
Íslands, bjuggu í tvö
ár á Sauðárkróki,
en síðan á Akureyri til dauða-
dags. Bæði voru þau jarðsett á
Sauðarkróki, í kyrrþey að eigin
ósk.
Sonur þeirra er Baldur, f. 1955,
hjúkrunarfræðingur í Svíþjóð.
Kona hans er Monika Reynisson.
Þau eiga saman tvö börn, en áður
en þau giftust höfðu þau eignast
tvö börn hvort svo barnabörnin
voru sex, og dvöldust þau oft á
heimili þeirra Reynis og Hólm-
fríðar í Svíþjóð.
Útför Reynis hefur farið fram í
kyrrþey.
Þegar foreldrar mínir fluttust að
Fífustöðum vorið 1934 leið ekki á
löngu þar til við Reynir urðum hinir
mestu mátar og síðan æskuvinir.
Frá þessum uppvaxtarárum er
margs að minnast. Heimili hans á
Kirkjubóli varð sem annað heimili
mitt þar sem ég var ætíð velkominn,
fagnað af frændfólki en ég var ná-
skyldur báðum foreldrunum sem
voru systkinabörn, bæði afkomend-
ur séra Gísla Einarssonar sem var
prestur í Selárdal 1785-1829 og konu
hans Ragnheiðar Bogadóttur frá
Hrappsey. Leið varla sá dagur að við
hittumst ekki við Fífustaðaána til að
veiða silung eða við Skerið þaðan
sem róið var og við ýttum oft fleyi á
flot til að draga fisk skammt undan
landi. Stundum eyddum við dögun-
um í Steinhúsinu, verbúðinni við
Skerið, tókum kríuegg á rifinu, suð-
um þau á prímus og borðuðum með
rikling og hertum rauðmaga. Þetta
voru unaðslegir æskudagar þegar
lóaði ekki við stein og sólin bakaði
gulan sand.
En fyrr en varði vorum við komnir
á unglingsár, orðnir stjórnarmenn í
Umf. Morgni, Reynir formaður þess.
Stundum æfðum við leikrit eða döns-
uðum fram undir morgun. Ég minn-
ist þess að eitt sinn er dans skyldi
stiginn forfallaðist spilarinn en
Reynir lét sér hvergi bregða, dró
upp munnhörpu sína, þandi hana og
bjargaði þar með ballinu svo að ung-
lingaskarinn gat dansað glaður og
reifur.
Tíminn flaug hratt og brestur kom
í byggðina. Bretavinnan togaði til
sín unga fólkið og við skynjuðum að
framtíðar var ekki að vænta í þessari
sveit en báðir vorum við fremur frá-
hverfir landbúnaðarstörfum.
Þegar ég kom til Akureyrar vorið
1945 fagnaði Reynir mér á bryggj-
unni ásamt Maríu systur sinni sem
ég bjó hjá þetta vor og þreytti próf
upp í annan bekk MA. Hann lóðsaði
mig um bæinn en í mínum sveita-
mannsaugum var Akureyri stór og
spennandi staður. Næstu árin hitt-
umst við oft en svo fluttist hann til
Sauðárkróks og ég suður og varð þá
vík milli vina. Við vissum þó ætíð
hvor af öðrum, skiptumst á kveðjum
og bréfum.
Á sjöunda áratug liðinnar aldar
kreppti að í byggingariðnaði og olli
Reynir Ragnarsson
✝ Guðjón BjörgvinGuðmundsson
fæddist 7.8. 1975,
sonur hjónanna
Guðmundar Guð-
jónssonar og Ástu
Katrínar Vilhjálms-
dóttur. Guðjón lést í
Kaupmannahöfn
23.9. 2007. Hann
átti systkinin Ást-
hildi Guðmunds-
dóttur f. 17.10. 1971
og Brynjar Karl
Guðmundsson, f.
8.7. 1978. Dóttir
Guðjóns er Eva Lind, f.12.11.
1994, móðir hennar er Perla
Torfadóttir. Guðjón gekk í Selja-
skóla þegar hann var 6 ára og
stundaði þar nám í 10 vetur og
lauk þar grunnskólaprófi með
góðum einkunnum, auk þess var
hann virkur í félagslífi og var
meðal annars plötusnúður skól-
ans og var honum veitt bókargjöf
frá foreldrafélagi skólans þar.
Síðan lá leiðin í Fjöl-
brautaskólann í
Breiðholti, þar sem
hann var við nám í
u.þ.b. 2 ár og fékk
mjög góðar ein-
kunnir í mörgum
námsgreinum.
Hann gerði hlé á
námi sínu en hóf svo
nám nokkrum árum
síðar í tölvunar-
fræðum við Iðnskól-
ann í Reykjavík og
lauk hann þar sér-
verkefni sínu í
Linux forritun með mjög góðri
einkunn. Þegar leitað var til
stærðfræði- og tölvunarfræði-
kennara skólans eftir hæfileika-
ríkum starfsmanni bentu þeir
gjarnan á Guðjón Björgvin. Auk
starfa við viðgerðir á tölvun og
uppsetningar á tölvuhugbúnaði
stundaði Guðjón á námsárum
þakpappalagnir með móður-
bróður sínum.
Kveðja frá foreldrum
Þessi orð eru skrifuð til minningar
um elskulegan son og góðan dreng.
Guðjón Björgvin var traustur og
góður vinur þeirra sem hann tengd-
ist og alltaf glaðvær, kurteis og
þakklátur. Hann átti dótturina Evu
Lind og voru samskipti þeirra feðg-
ina ávallt mjög góð enda sýndi hann
öðrum börnum mikla hlýju og tillit-
semi. Undir þetta taka fyrrverandi
vinkonur Guðjóns sem bera honum
afar vel söguna og hafa tekið þátt í
söknuði okkar og sorg við fráfall
hans. Foreldrar mínir, Bryndís Guð-
mundsdóttir og Guðjón Björgvin
Jónsson, voru honum einnig mjög
hjálpsamir og vildu alltaf vita af hon-
um, hvar hann væri og hvernig hann
hefði það. Hans verður sárt saknað
af þeim sem honum kynntust um
ókomna tíð. Guð blessi og varðveiti
hann og minningu hans að eilífu.
Við spyrjum drottin særð, hvers vegna hann
hafi það dularfulla verkalag
að kalla svona vænan vinnumann
af velli heim á bæ um miðjan dag.
Og þó, með trega og sorg, skal á það sæst,
að sá með rétti snemma hvílast megi
í friði, er hafði, fyrr en sól reis hæst,
fundið svo til, að nægði löngum degi.
(Jóhann S. Hannesson.)
Ég hafði aldrei heyrt þetta kvæði
þegar það var lesið fyrir mig rétt eft-
ir að pabbi minn dó. En mér finnst
það eiga vel við – ég er særð af því að
pabbi minn dó svona ungur og hann
var vænn og góður við mig, ég veit
líka að hann fann oft mjög mikið til.
En þótt pabbi sé nú horfinn verða
minningarnar mínar um hann til
meðan ég er sjálf til. Þegar ég var
um 6 ára fórum saman til Danmerk-
ur til frænda míns og svo í Legoland.
Síðan fórum við til Ásthildar frænku
minnar í Þýskalandi, þetta var
skemmtileg ferð. Við pabbi hittumst
líka oft hér heima á Íslandi. Pabbi
var mikill dýravinur, hann átti
marga hunda sem ég var oft með,
stundum fórum við pabbi saman
með þá út að ganga. Við pabbi töl-
uðum mjög mikið saman. Ég veit að
hann var duglegur að læra og fékk
góðar einkunnir og vildi að ég yrði
líka dugleg í skóla. Mér finnst sorg-
legt að hann dó svona ungur en
svona er lífið. Ég vildi að ég gæti
breytt þessu en það get ég ekki og
verð því að sætta mig við að hann er
farinn.
Eva Lind Guðjónsdóttir.
Elsku Guðjón, þú ert farinn og ég
gat ekki kvatt þig.
Ég reyndi að skrifa þér bréf í
sumar en fann ekki réttu orðin. Nú
er það orðið of seint en vonandi
færðu þessi skilaboð þrátt fyrir allt.
Mér þykir svo leiðinlegt hversu
stopult samband okkar var en ég vil
að þú vitir að ég hugsaði alltaf til þín
og vonaði að þú fyndir aftur leiðina
til sjálfs þín. Af því þú sjálfur varst
svo góður og blíður. Mér þykir svo
sárt að hafa ekki getað hjálpað þér
en ég vissi ekki hvernig. Það eina
sem ég get núna gert er að lofa að
vera til staðar fyrir dóttur þína þeg-
ar hún þarf á mér að halda.
Þessi nokkur ár, þegar allt gekk
vel hjá þér, eru árin sem ég ætla að
muna eftir. Þá hugsaðir þú svo vel
um Evu Lind og komst líka oft og
heimsóttir mig. Ég ætla að muna
eftir þegar þú dansaðir við mig í
brúðkaupinu mínu, þegar þið Eva
Lind komuð í heimsókn eftir að Nói
fæddist, og þegar við vorum lítil og
lékum okkur saman.
Ég ætla að gleyma að hverju
heimur fíkniefnanna gerði þig, því
það varst ekki þú. Þú varst klár,
myndarlegur, duglegur strákur og
hvers manns hugljúfi. Fyrir mig
verður þú alltaf bróðir minn, sem
mér þykir svo vænt um, og á alltaf
eftir að þykja vænt um.
Ég vona að þú sért kominn í betri
heim, í heim þar sem möguleikarnir
bíða enn handan við hornið. Mögu-
leikar sem voru ekki lengur til stað-
ar í okkar heimi.
Guðjón Björgvin
Guðmundsson