Morgunblaðið - 07.10.2007, Page 73
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2007 73
Krossgáta
Lárétt | 1 krummi, 4 álút,
7 stygg, 8 gangi, 9 laun-
ung, 11 lögmætt, 13 sála,
14 oddhvasst ísstykki, 15
gaffal, 17 glötuð, 20 lág-
vaxin, 22 ljósfærið, 23
blaði, 24 híma, 25 fugl.
Lóðrétt | 1 í samræmi við,
2 kærleikshót, 3 nálægð,
4 skemmtun, 5 andvarinn,
6 hafna, 10 sigruðum, 12
kvendýr, 13 rödd, 15
ágjörn, 16 hjólaspelar, 18
fiskinn, 19 kjarklausa, 20
venda, 21 svanur.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 kunngerir, 8 letur, 9 iðnar, 10 Rín, 11 norpa, 13
senna, 15 hollt, 18 frísk, 21 ell, 22 látum, 23 erill, 24 bana-
stund.
Lóðrétt: 2 urtur, 3 nýrra, 4 efins, 5 innan, 6 flón, 7 orka,
12 pól, 14 eir, 15 hola, 16 litla, 17 temja, 18 flest, 19 ísinn,
20 kúla.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Þú hefur sjálfsagann sem allir
aðrir vilja hafa – en ekki gleyma að vera
sveigjanlegur líka. Að skipta auðveldlega
um gír gæti gefið gull í mund.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þú bæði elskar að taka áskorunum
og að vinna auðveldlega – og ert því í
klípu. Veldu áhættu í stað öryggis. Þegar
þú þarft að sýna þig, fer eitthvað fyrst að
gerast.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þú veist hvert þú vilt fara, en
ekki flýta þér. Þú átt ekki að komast
þangað fljótt. Krókaleiðir og tafir sjá til
þess að þú mætir reiðubúinn á áfanga-
stað.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Farðu í gegnum símaskrána þína
og kíktu á nöfnin. Er mögulegt að einhver
sem þar er skráður eigi bágt og hafi þörf
fyrir þig núna?
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Þú færð yfir þig kraft sem segir:
„Kýldu á það, sama hvað það kostar.“ Það
er auðvelt að hoppa af stökkbrettinu.
Líttu bara niður og vittu út í hvað þú ert
að henda þér.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Slakaðu á! Ekki láta vandann vaxa
þér svona í augum, hann er ekki jafn
slæmur og hann sýnist vera. Í kvöld
skaltu kveikja upp í ástararninum þínum.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Ástarlífið nú er meiri lognmolla en
þú kýst. En þú lætur það yfir þig ganga,
því þú veist að spennan eftir að eitthvað
gerist er oft það skemmtilegasta!
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Gjöf stjarnanna til þín er
óbrigðult og barnalegt traust. Reynslu-
boltar segja þér hvað er ekki hægt að
gera og af hverju. Reyndu að hlæja ekki
of mikið þegar þú gerir það samt.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þú sérð að framlag þitt kemur
að góðum notum, og það er góð tilfinning.
Þú dáist að því hvernig einhver úr næstu
kynslóð þróar áfram tillögur þínar.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Allir vilja vera hylltir. Ef þú
vilt hylla aðra, svara þeir í sömu mynt.
Vertu fyrri til. Það þýðir ekkert að ætla
sér hlutina, það þarf að framkvæma þá.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Samböndum sem þurfa á því
að halda að endurbyggjast, mun vegna
vel. Makinn er mun opnari fyrir því en þú
álítur. Það færir fólk saman að vinna í
húsinu.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Stórar hugmyndir láta á sér
kræla. Að vera opinn og æstur yfir fram-
tíðinni er nauðsyn þess að hugsa á fersk-
an hátt. Breytingarnar hafa góð áhrif á
alla.
stjörnuspá
Holiday Mathis
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 Bb4+ 4. Bd2
De7 5. Rc3 O-O 6. Hc1 d6 7. a3 Bxc3 8.
Bxc3 Re4 9. g3 Rd7 10. Bg2 Rdf6 11.
O-O Bd7 12. d5 Rxc3 13. Hxc3 e5 14. b4
a5 15. Rd2 axb4 16. axb4 Ha2 17. Dc1
Hfa8 18. c5 e4 19. c6 bxc6 20. dxc6 Bg4
21. e3 d5 22. Hc5 h5 23. Rb3 Be2 24.
He1 Rg4 25. Hxd5 Df6 26. Hd2 Dxf2+
27. Kh1
Staðan kom upp á franska meist-
aramótinu sem lauk fyrir nokkru í Aix-
les-Bains. Stórmeistarinn Andrei
Sokolov (2582) hafði svart gegn koll-
ega sínum Robert Fontaine (2567).
27... Bf3! 28. Bxf3 hvítur hefði einnig
haft tapað eftir 28. Hxf2 Rxf2+ 29.
Kg1 Rd3. 28... exf3 29. Hed1 Dxh2+!
drottningarfórn sem leiðir til máts. 30.
Hxh2 Hxh2+ 31. Kg1 Hg2+ 32. Kf1
Rh2+ 33. Ke1 He2#.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Svartur á leik.
Blekking Moraths.
Norður
♠K43
♥KG983
♦743
♣Á4
Vestur Austur
♠Á ♠92
♥102 ♥D64
♦KG1065 ♦D98
♣KD982 ♣G7653
Suður
♠DG108765
♥Á75
♦Á2
♣10
Suður spilar ♠
Vestur sýnir láglitina með 2G við
spaðaopnun suðurs og það verður til
þess að AV fórna í fimm lauf. Fórnin er
2-3 niður, en með sjölit í spaða er skilj-
anlegt að suður reyni fimm spaða. Það
gerðu báðir suðurspilararnir í leik
Brasilíu og Svíþjóðar á HM.
Örlög samningsins ráðast af íferð-
inni í hjartað. Í sætum suðurs voru Ny-
ström fyrir Svía og Brenner fyrir
Brasilíu. Vörnin sótti tígulslaginn og
báðir sagnhafar biðu með hjartaíferð-
ina til loka. Spiluðu svo litlu undan ásn-
um þriðja að KG9 í borði. Vestur var
upptalinn með tvíspil svo að tvennt
kom til álita: spila upp á Dx eða 10x.
Nyström valdi vinningsleiðina, tók á
kóng og gleypti tíuna með gosanum.
Brennar virtist á sömu leið, en þegar
Morath í vestur fylgdi lit með TÍUNNI
skipti Brenner um skoðun – tók tvo
efstu í von um D10 í vestur. Einn niður.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
1 Kiwanis gekkst fyrir sölu á K-lyklinum svonefnda. Tilstyrktar hvaða málefni?
2 Hvaða sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu hefur tek-ið upp skattlausar beingreiðslur til foreldra barna
sem ekki hafa náð leikskólaaldri eða bíða rýmis?
3 Bandarískt öryggisþjónustufyrirtæki í Írak hefur veriðmjög til umræðu. Hvað heitir það?
4 Söngsveitin Fílharmonía flytur gyðingatónlist meðsystkinunum Hauki og Ragnheiði Gröndal. Hvað kall-
ast tónlistin?
Svör við spurningum gærdagsins:
1. Þrjú listaverk voru flutt úr vinnustofu Magnúsar heitins Kjart-
anssonar og þurfti krana til. Hvar er vinnustofan? Svar: Í Álafossi
í Mosfellsbæ. 2. Hljómsveitin Amiina vann með kunnum tónlistar-
manni rétt áður en hann lést. Hver var hann? Svar: Lee Hazlewo-
od. 3. Bjarni Vestmann lenti í sviðsljósinu vegna heimsóknar til tí-
granna á Srí Lanka. Bjarni var áður í öðru sviðsljósi. Hvaða? Svar:
Hann var sjónvarpsfréttamaður. 4. Samtök verslunar og þjónustu
vilja taka hart á þjófagengjum erlendis frá. Hver er fram-
kvæmdastjóri SVÞ? Svar: Sigurður Jónsson.
Spurter… ritstjorn@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
dagbók|dægradvöl
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
SÍÐASTLIÐIÐ vor stóð SFR í sam-
vinnu við VR að launakönnun meðal
ríkisstarfsmanna sem eru fé-
lagsmenn í SFR.
Í fréttatilkynningu segir að launa-
könnunin gefi ítarlegar upplýsingar
um kaup og kjör ríkisstarfsmanna og
veitir mikilvægar upplýsingar um
kynbundinn launamun hjá rík-
isstarfsmönnum sem og launamun á
opinberum og almennum vinnumark-
aði. Þannig kemur í ljós að kynbund-
inn launamunur hjá ríkinu er 15% og
launamunur milli opinbera og al-
menna markaðarins er 20%, rík-
isstarfsmönnum í óhag.
Formaður og framkvæmdastjóri
SFR hittu fjármálaráðherra á dög-
unum og afhentu honum skýrsluna
um leið og þeir kynntu honum nið-
urstöðu hennar. Var sérstaklega rætt
um þann kynbundna launamun sem
viðgengst hjá ríkinu og launamuninn
sem er á milli starfsmanna ríkisins og
starfsmanna á almenna markaðnum.
Meðal annars kom til umræðu hvern-
ig meta mætti til launa ýmis réttindi
sem starfsmenn ríkisins hafa og á
móti ýmis hlunnindi sem starfsmenn
á almennum markaði njóta, segir í
frétt frá SFR.
Niðurstöður könnunarinnar eru
sláandi hvað þessa þætti varðar.
Upplýsingar er að finna á www.sfr.is.
Afhentu fjármálaráðherra
niðurstöðu launakönnunar
Kjör Árni St. Jónsson, formaður SFR, afhendir Árna Mathiesen fjármála-
ráðherra launakönnunina sem gefur upplýsingar um kjör ríkisstarfsmanna.
MORGUNBLAÐINU hefur bor-
ist eftirfarandi ályktun frá stjórn
60+ í Hafnarfirði:
„Á stjórnarfundi 60+ í Hafn-
arfirði 4. október var samþykkt
ályktun þar sem lýst er eindregn-
um stuðningi við ríkisstjórnar-
samstarf sem nú hefur tekist.
Stjórnin krefst þess að nýmynduð
ríkisstjórn hlúi betur að hags-
munamálum eldri borgara hér á
landi og tekur heilshugar undir
áskoranir Landssambands eldri
borgara í baráttumálum þeirra.
„Eitt er alveg á hreinu að
fylgst verður vel með störfum
þessarar ríkisstjórnar fyrir bætt-
um kjörum eldri borgurum til
handa. Við munum mjög vel eftir
loforðum stjórnmálaflokkanna
fyrir Alþingiskosningar 2007,“
segir í ályktun stjórnar 60+ í
Hafnarfirði.
Ályktun
stjórnar 60+
í Hafnarfirði