Morgunblaðið - 07.10.2007, Qupperneq 75
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2007 75
!" #! $ # % &
$' & (&)
*
) (&
+& , (
!"
#
$
"
%
%
$
!" $$
#&%
%"
'
'
( )(( )
(
*
+,
-.
/0
-
$$122)3435
$
+ 6
7
8199):
%
.
%
Hönnunarsvið
Bókagerð
Kennari: Anna Snædís Sigmarsdóttir
Tímasetning: 12 kennslust., kl. 18–22.15.
Þri. 23. okt. og fim. 25. okt.
Staðsetning: Iðnskólinn í Reykjavík, stofa 418.
Lýsing: Unnar verða 2–3 bækur ýmis konar.
Nemendur fá einnig að vinna áferð á pappír
fyrir bækurnar, annars koma þeir sjálfir með
þann pappír sem þeir vilja nota.
Verð: 12.000 kr.
Gríska myndastyttan
Kennari: Þór Rögnvaldsson.
Tímasetning: 6 kennslust., kl. 10.30–12.30.
Lau. 20. og 27. okt.
Staðsetning: Iðnskólinn í Reykjavík, stofa 407.
Lýsing: Fyrst verður farið stuttlega í
forsöguna og list Egyptalands. Því næst
verður farið í list Grikklands (frá upphafi
sögunnar og fram að endalokum
hellenismans) með megináherslu á
myndastyttuna.
Til hliðsjónar verður höfð Saga listarinnar eftir
E.H. Gombrich. Skyggnusýningar.
Verð: 7.000 kr.
Silfursmíði fyrir byrjendur
Kennari: Harpa Kristjánsdóttir.
Tímasetning: 30 kennslust., kl. 18–21.40þ
Þri. 9. okt. til 13. nóv.
Staðsetning: Iðnskólinn í Reykjavík,
stofa 239 (gullsmíðastofa).
Lýsing: Einföld í skartgripasmíði hringar,
hálsmen eyrnalokkar og/eða nælur.
Námsefni: Frá kennara.
Verð: 33.000 kr.
Silfursmíði fyrir byrjendur, frh.
Kennari: Harpa Kristjánsdóttir.
Tímasetning: 30 kennslust., kl. 18–til 21.40.
Þri. frá 11. okt. til 15. nóv.
Staðsetning: Iðnskólinn í Reykjavík,
stofa 239 (gullsmíðastofa).
Lýsing: Einföld skartgripasmíði – hringar,
hálsmen, eyrnalokkar og/eða nælur.
Forkröfur: Silfursmíði fyrir byrjendur
Námsefni: Frá kennara.
Verð: 33.000 kr.
Collage-gerð eða klippitækni
Kennari: Anna Snædís Sigmarsdóttir
Tímasetning: 12 kennslust., kl. 18–22.15.
Þri. 6. nóv. og fim. 8. nóv.
Staðsetning: Iðnskólinn í Reykjavík, stofa 412.
Lýsing: Nemendur læra að vinna með klippi-
myndatækni og allt sem fylgir því, t.d. búa
til myndir og gjafakort
Verð: 12.000 kr.
Hönnun og gerð barnajakka
Kennari: Hrönn Traustadóttir.
Lýsing: Notast er við eitt grunnsnið sem er
breytt eftir efnum og aðferðum.
Tímasetning: 24 (4x6) kennslust., kl.18.
Fim., 18. og 25. okt. og 1. og 8. nóv. 2007.
Fyrir hverja er námskeiðið: Fólk sem eitthvað hefur
fengist við að sauma og hefur vél til umráða
(þarf að mæta með saumavél).
Staðsetning: Iðnskólanum í Reykjavík, stofu 205.
Verð: 7.000 kr.
Inngangur að tölvustuddri hönnun
og framleiðslu
Kennari: Skúlína Hlíf Kjartansdóttir.
Lýsing á námskeiðinu: Kynnt verða grunnatriði
tölvustuddrar hönnunar og framleiðslu
(CAD-CAM) – allt frá hugmynd til frumgerðar.
Veitt verður innsýn í virkni eins tóls til þrívíddar-
mótunar (Rhinocerus) og nokkrar helstu
teikniaðferðir þjálfaðar. Stefnt er að því að
nemendur vinni eitt einfalt hönnunarverkefni
sem lokið verði með gerð frumgerðar (rapid
prototyping) og prentað í þrívíddarprentara.
Tímasetning: 30 kennslut., kl. 9–16.
Lau., 3., 10. og 17. nóv.
Fyrir hverja er námskeiðið: Fyrir þá sem hafa
áhuga á að kynna sér grunnatriði iðnhönnunar,
fá innsýn í tölvustudda hönnun og mótun í
þrívíðu rými, framleiðslu og ferli við gerð
frumgerða.
Forkröfur: Góð almenn þekking á tölvum
og tölvuvinnslu.
Stofur og búnaður: Stofa 415, með fartölvuvagni.
Verð: 33.000 kr.
Andlit og hár
Teiknikennsla auk fyrirlestrar
um andlit með gullinsniði
Kennari: Hrönn Traustadóttir.
Lýsing: Kynntir mismunandi blýantar og aðferðir
til að ná fram tónum og skyggingu í andlits-
og hárteikningu. Til frekari útskýringa verður
fyrirlestur um mismunandi andlit.
Tímasetning: 18 (3x6) kennslust., kl.18.
Fim., 15., 22. og 29 nóv.
Fyrir hverja er námskeiðið: Byrjendur
og lengra komna.
Staðsetning: Iðnskólanum í Reykjavík,
stofu 205
Verð: 7.000 kr.
SKRÁNING Á WWW.IR.IS/NÁMSKEIÐ
UPPLÝSINGAR Í SÍMA 522 6500.
.
VEFSÍÐA VIKUNNAR: www.foundmagazine.com»
Eftir Gunnhildi Finnsdóttur
gunnhildur@mbl.is
Vefritið FOUND hóf göngu sína
sem hefðbundið tímarit á pappír,
sem rithöfundurinn Davy Rothbart
og ljósmyndarinn Jason Bitner
föndruðu heima hjá sér. Þeir fengu
hugmyndina að tímaritinu eitt
kvöldið þegar Rothbart fann miða
undir rúðuþurrkunni á bílnum sín-
um sem var greinilega ekki ætlaður
honum. Á honum stóð:
Mario,
Ég hata þig,
þú sagðist vera að fara að vinna
svo af hverju er bíllinn þinn HÉR
heima hjá HENNI?
Þú ert helvítis
LYGARI ég hata þig
ég fokking hata þig.
Amber
P.S. Hafðu samband á eftir.
Þegar Rothbart og Bitner sýndu
vinum sínum þetta bréf fengu þeir
að heyra ótal svipaðar sögur um
skilaboð sem rötuðu aldrei til réttra
viðtakenda, fjölskyldumyndir sem
fundust innan í bókasafnsbókum,
gömul heimaverkefni barna og ým-
islegt fleira smálegt sem fólk hafði
skilið eftir sig hér og þar. Þessi litlu
brot gáfu óvænta innsýn í líf
ókunnugra frá sjónarhorni sem fólk
sýnir umheiminum vanalega ekki.
Mynd sem er of asnaleg til þess að fá
inni í fjölskyldualbúminu er skilin
eftir á glámbekk, hjartalínurit dett-
ur út úr sjúkrabíl fyrir utan spítala,
innkaupalista er fleygt fyrir utan
búðina og sumt af þessu ratar á end-
anum í hendurnar á fólki sem kann
að meta þessi pappírssnifsi og rifr-
ildi og litlu sögurnar sem fylgja
þeim.
Upp úr þessu varð tímaritið til,
fyrst sem handgert smárit sem þeir
Rothbart og Bitner klipptu og límdu
í efni, en síðan hefur það vaxið og
getið af sér vefsíðu og nokkrar bæk-
ur með sama efni. Orðrómurinn hef-
ur borist víða og nú fá aðstandendur
síðunnar senda fundna fjársjóði alls
staðar að úr heiminum. Á hverjum
degi er ein mynd eða texti birtur á
vefsíðunni með skýringum um það
hvar fundurinn var gerður.
Vefsíðan www.foundmagaz-
ine.com gefur forvitnum kost á að
gægjast inn í líf ókunnugra án þess
þó að ryðjast inn í einkalíf neins, því
efnið á síðunni er nafnlaust og til-
heyrir engum, eða kannski frekar
öllum.
Fundnir fjársjóðir
Fundin Þessi ljósmynd fannst inni í orðabók í fornbókabúð í Rio de Janeiro
og endaði í vefritinu Found. Á bakhlið hennar er ártalið 1889.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn