Morgunblaðið - 07.10.2007, Síða 77

Morgunblaðið - 07.10.2007, Síða 77
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 2007 77 Lau. 13. október kl. 17.00 Kristallinn – kammertónleikaröð SÍ í Þjóðmenningarhúsinu. Franz Schubert: Oktett ■ Fim. 18. október kl. 19.30 Ófullgerða sinfónían. Tónlist eftir Schubert, Nielsen og Veigar Margeirsson ■ Fim. 25. október kl. 19.30 Sígildar perlur. Þekktustu perlur tónbókmenntanna frá Bach til Piazolla Hljómsveitarstjóri: Esa Heikkilä Einleikari: Alison Balsom Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is Þjóðleikhúsið Á öllum sviðum lífsins Afgreiðsla miðasölu á Hverfisgötu er opin frá kl. 12.30–18.00 mán. og þri. Aðra daga frá kl. 12.30–20.00. Símapantanir frá kl. 10.00 virka daga. Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Gott kvöld „Gott kvöld er eins konar lofgjörð til ímyndunaraflsins, lýsing á lækningarmætti þess og krafti.“ Jón Viðar Jónsson, DV Sími 5 700 400 - www.salurinn.is MIÐVIKUDAGUR 10. OKT. KL. 20. GÍTARTÓNLEIKAR MANUEL BARRUECO. Miðaverð 2500/1600 kr. FIMMTUDAGUR 11. OKT. KL. 20. FJÖLSKYLDUFERÐ TIL AFRÍKU. Miðaverð 1500 kr / ókeypis f. börn. FÖSTUDAGUR 12. OKT. KL. 20. TÍBRÁ: ÓPERUTÓNLEIKAR FRÁ ÞJÓÐARÓPERUNNI Í RIGA. Miðaverð 2000 kr / 1600. SUNNUDAGUR 14. OKT. KL. 20. TÍBRÁ: SÖNGBÓK JAZZINS TÓNLIST RICHARDS RODGERS. Miðaverð 2000/1600 kr. MIÐASALA HAFIN! Auk einsögu þeirra hjóna og fjölskyldu eru ættir þeirra raktar. Gerð er grein fyrir uppvexti og skólagöngu hins stóra barnahóps Jens Sigurðssonar rektors og Ólafar Björnsdóttur. Bókin verður til sölu hjá Eymundsson, Kringlunni, Laugavegi og Austurstræti og einnig hjá höfundi í síma 552 5422. Komin er út bókin Handverkshefð í hönnun Sýnd eru verk 34 hönnuða, lista- og handverksfólks og óhætt er að fullyrða að sýningin endurspegli þá miklu grósku og kraft sem er ríkjandi á þessum vettvangi í dag. Leiðsögn á hverjum sunnudegi kl. 14. Einnig er boðið upp á leiðsögn fyrir hópa eftir samkomulagi. Netfang: gerduberg@reykjavik.is, sími: 575-7700 Ertu með eitthvað NÝTT á prjónunum? Prjónanámskeið fyrir byrjendur fjögur mánudagskvöld 8. - 29. okt. kl. 19:30-22:30. Skráning á www.heimilisidnadur.is, s. 551 7800 og 895 0780 Úr ríki náttúrunnar Guðmunda S. Gunnarsdóttir, alþýðulistakona, sýnir málverk og myndverk úr rekaviði og steinum. Listakonan tekur á móti gestum um helgina! Vissir þú... að í Gerðubergi er góð aðstaða fyrir ráðstefnur, námskeið, fundi og móttökur. Sjá www.gerduberg.is Sýningar eru opnar virka daga frá 11-17 og um helgar frá 13-16. Sími 575 7700. GERÐUBERG www.gerduberg.is MILLARNIR hafa bætt við enn einni plötu í safnið. Á henni koma fram, auk þeirra sjálfra og Bogomils Fonts, þeir Bjarni Ara, Raggi Bjarna, Laddi og Stefán Hilmarsson. Ég get nú ekki sagt að Alltaf að græða sé tímamótaverk íslenskrar tónlistar. Platan er vissulega hress- andi, sérstaklega þar sem hún er sumarlegri en haustveðrið sem bíður okkar fyrir utan gluggann á morgn- ana. Textarnir eru mjög skemmti- legir á köflum – íslensk fyndni í bland við háfleyga ástaróða. Tónlist- in er, eins og hefðin segir til um, með suður-amerísku ívafi. Ég ímynda mér að það sé stórskemmtilegt að dansa við Millana á almennilegu balli. Að öðrum ólöstuðum fer Raggi Bjarna á kostum í laginu ,,Lífið er (á meðan er)“ auk þess sem Bogomil Font sýnir enn og aftur hvers megn- ugur sem söngvari hann er. Flutn- ingur hans er alveg hreint dásam- legur og fullur af lífi. Það sem gerir Millana skemmti- lega er leikgleði þeirra og metnaður. Þeir hafa greinilega gaman af vinnunni sinni. Helsti galli plötunnar þykir mér vera sá að útsetningarnar eru svo útspekúleraðar að lítið pláss er fyrir tilviljanakennda atburði. Það vantar stundum persónuleika í flutninginn eða að minnsta kosti hrárri tengingu við uppruna tónlist- arinnar. Þrátt fyrir að platan sé svo- lítið studíó-leg er þetta ágætis verk – algerlega eins og við var að búast. Millar eru alltaf að græða Tónlist Geisladiskar Millarnir – Alltaf að græða  Helga Þórey Jónsdóttir SAXÓFÓNLEIKARANN Einar Braga Bragason hefur lengi langað að gefa út safn laga eftir sjálfan sig en alltaf strandað á textagerðinni. Hann fékk því að nota ljóð skáldsins og bóndans Hákonar Aðalsteinssonar og úr hefur nú orðið platan Skuggar. Tónlistin á Skuggum fetar slóð hefð- bundinnar íslenskrar dægurlaga- hefðar á tuttugustu öldinni. Þetta eru dægurlög eins og þau hljómuðu áður en rokkið kom til sögunnar, með væn- um skammti af djassi annars vegar og stafrænni upptökutækni hins veg- ar. Lögin eru prýðileg, en útsetn- ingar eru oft á tíðum skelfilegar. Gagnrýnandi taldi t.a.m. að engum dytti í hug á þessu herrans ári 2007 að nota strengjalíki úr hljóðgervlum nema í gríni Besta lagið á skífunni er ballaðan ósungna „Á.B.E. (Ásdís Birta Ein- arsdóttir)“, ekki síst vegna þess að þar sér hefðbundinn djasskvartett um flutninginn og misgóðir söngv- arar og misheppnað daður við hljóð- gervla eða hetjugítara er víðs fjarri. Bassaleikur Jóhanns Ásmundssonar er sérstaklega góður og hljómurinn er sömuleiðis svalur. Lagið er einnig afhjúpandi því að lagið „Örlagaþræð- ir“ sem fylgir í kjölfarið er með sömu laglínu, nema að hún er útsett fyrir hljóðgervlastrengi, tinflautu og (alltof ómmikinn) ljóðalestur. Lagið er hið sama en útsetningin önnur og það er ótrúlegt hversu miklu það breytir. Því miður eru útsetningarnar oftar í ósmekklegu áttina en þá smekklegu stefnu sem tekin er í „Á.B.E.“ Það væri eflaust skemmtilegt að heyra þessi lög flutt af góðu djassbandi, en í þeim búningi sem þau klæðast á Skuggum er ekki hægt að mæla með þeim. Slakar út- setningar Atli Bollason TÓNLIST Geisladiskur Hákon Aðalsteinsson og Einar Bragi – Skuggar  MYNDIR hafa birst í fjöl- miðlum frá upptökustað Sex and the City-kvikmyndarinn- ar sem verður frumsýnd á næsta ári. Þar sést m.a. Car- rie í brúðarkjól og Charlotte ólétt. Nú hefur Chris Noth, sem leikur Mr. Big, varað aðdá- endur við að draga ályktanir um söguþráð myndarinnar af þessum ljósmyndum. „Þetta er ekki eins og fólk heldur. Það eru margir farnir að draga rangar ályktanir af myndum sem sýna ekki það sem fólk held- ur,“ sagði Noth sem er ánægður með að vera kom- inn aftur í hlutverk Mr. Big. Ekki er allt sem sýnist Fréttir á SMS Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.