Morgunblaðið - 14.10.2007, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 14.10.2007, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 280. TBL. 95. ÁRG. SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is SUNNUDAGUR GLUGGI AÐ UMHEIMI BÓK DAVÍÐS LOGA UM ÁTAKASVÆÐI BÆKUR >> 34 ÓTRÚLEG UPPLIFUN HAMRAHLÍÐARKÓR- INN VAR Í KÍNA FERÐALÖG >> 40 Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur og Orra Pál Ormarsson „EF enginn vekur okkur munum við fljóta sof- andi að feigðarósi. Eins og staðan er kemur nær ekkert að ofan. Það vantar valdboð um það að fólk verði að taka sér tak. Ég er ekki bara að tala um hvatningu frá stjórnvöldum heldur líka að stjórnvöld verði öðrum fyrirmynd. Það vantar fræðslu inn í skólana, ríkið getur líka sýnt gott fordæmi með því að kaupa spar- neytna bíla fyrir stofnanir sínar og niðurgreiða þá fyrir almenning. Við getum montað okkur af vistvænu orkunni en engu öðru. Er ekki tími til kominn að leggja línurnar?“ segir Heiða Björk Sturludóttir, umhverfisfræðingur og kennari við Fjölbrautaskólann við Ármúla, þegar hún er spurð um viðbúnað Íslendinga vegna lofts- lagsbreytinga af mannavöldum en flestum vís- indamönnum ber nú saman um að þar sé raun- veruleg vá fyrir dyrum. Morgunblaðið hleypir í dag af stokkunum greinaflokki um þessi mál þar sem leitað verð- ur svara við því hvað venjulegur Íslendingur getur gert til að sporna við vandanum. Vistvernd í verki er alþjóðlegt umhverfis- verkefni fyrir heimili en Heiða Björk hefur verið meðal leiðbeinenda á námskeiðum verk- efnisins. Markmið Vistverndar í verki er að styðja og hvetja fólk til að taka upp vistvænni lífsstíl skref fyrir skref á þeim hraða sem hver velur sér. Meira en 700 heimili hafa nú þegar tekið þátt í verkefninu á Íslandi. Verkefnið er sannkallað grasrótarstarf og segir Heiða Björk það lýsa viðhorfinu hér á landi vel. Þetta hefur hún reynt á eigin skinni en hún sótti um þróunarstyrk til menntamála- ráðuneytisins fyrir um þremur árum til að koma á umhverfisstefnu í skólanum en fékk höfnun. Hún gafst þó ekki upp og nú hefur skólinn hlotið umhverfisviðurkenninguna Grænfánann. Heiða Björk kennir nú val- áfanga, umhverfisfræði 103, í FÁ annað árið í röð. „Það var alfarið mín hugmynd að bjóða upp á þennan áfanga. Í fyrra voru nemend- urnir tíu. Nú eru þeir 28.“ | 10 Fljótum sofandi að feigðarósi  Stjórnvöld þykja sýna loftslagsbreytingum af mannavöldum lítinn áhuga  Er tíminn að hlaupa frá okkur?  Frumkvæðið hjá einstaklingum  Kennari í FÁ kom sjálfur á áfanga í umhverfisfræði Í HNOTSKURN »Nútímalifnaðarhættir eru óhemjuorkufrekir og sú orka er að mestu fengin með bruna á jarðefnaeldsneyti. » Íslendingar þykja standa öðrum þjóð-um í Norður-Evrópu langt að baki hvað varðar upplýsta umræðu um málið. Út í loftið VEFVARP mbl.is Bandaríski rithöfundurinn Mark Winegardner hefur skrifað tvær bækur í framhaldi af Guðföður Mario Puzo, sem Marlon Brando túlkaði í samnefndri kvikmynd. Framhaldslíf Guðföðurins Rétt eins og búddatrúarmenn hafa hætt lífi sínu til að taka afstöðu með lýð́ræði í Búrma hafa margir kristnir menn látið að sér kveða í öðrum löndum. Þegar trúin verður afl til góðs VIKUSPEGILL Alltaf fjör á fjölunum - allar sýningar á einum stað! >> 76 Leikhúsin í landinu irtæki í Kauphöllinni. Ég hef heyrt eftir á að þetta kunni að hafa tengst fundi sem FL Group var með í Lond- on. Mér var ekki kunnugt um það á neinu stigi að hraðinn hefði miðast við það. Kannski væri rétt að spyrja Bjarna Ármannsson að því. Það kom aldrei til umræðu.“ Aðspurður hvort hugmyndir hafi komið fram um kauprétt til stjórn- armanna segir Vilhjálmur: „Björn Ingi ræddi það við mig hvort stjórn- armenn í Orkuveitunni og í REI, utan Bjarna Ármannssonar, ættu að fá að kaupa hlutafé. Hann setti ekki fram neinar tillögur um það. En mér fannst það að sjálfsögðu ekki koma til greina.“ Hvað varðar fund sem forysta flokksins hélt með borgarstjórn- arflokknum án Vilhjálms segir hann: „Það kom mér mjög á óvart. Og ég tel að það sé umhugsunarefni hvort hún hefði átt að gera það með þessum hætti. Þetta gaf tilefni til margskonar vangaveltna.“ VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson segir að orðalag hafi verið misvísandi í til- lögu á eigendafundi, þar sem hafi stað- ið að Orkuveita Reykjavíkur sam- þykkti fyrirliggjandi samning við Reykjavík Energy Invest hf. „um að- gang að tækniþjónustu o.fl.“ og að for- stjóra yrði veitt heimild til undirrit- unar hans. „Samningurinn sem lá þar til grundvallar var ekki ræddur á fund- inum og er mun víðtækari en orðalagið gefur til kynna. Ég held að ekki hafi margir stjórnarmenn gert sér grein fyrir að þetta væri einkaréttarsamn- ingur til tuttugu ára sem útilokaði í raun og veru Orkuveituna frá því að veita öðrum fyrirtækjum sérfræðiað- stoð á erlendri grundu án þess að fara í gegnum REI. Það er ekki í tillögunni að um sé að ræða einkaréttarsamn- ing.“ Var bara talað um aðgang að tækniþjónustu – Hefði það breytt einhverju? „Ég hugsa að menn hefðu velt þessu vandlega fyrir sér. Fullyrt er að þetta sé ekki einsdæmi hér á landi. En það má deila um hvort rétt sé að gera þetta svona. Og það gafst engum tæki- færi til að taka afstöðu til þess. Það var bara talað um aðgang að tækni- þjónustu í þeim tillögum sem lágu fyr- ir fundinum, en ekki einkarétt á að- gangi að „Svæðinu“, sem er heimurinn utan Íslands! Orkuveitan er bundin af þessu í tuttugu ár og það má velta því fyrir sér hvort það sé eðlilegt.“ Vilhjálmur segir um hraða atburða- rásarinnar að það hefði örugglega ver- ið hægt að standa að málum með betri og skilvirkari hætti. „Málið var unnið í samstarfi REI, Orkuveitunnar og Geysis Green Energy. Ef til vill var erfitt að vera með undirbúning máls- ins á opinberum vettvangi. Það getur verið viðkvæmt þegar í hlut á fyr- Einkaréttarsamningur til 20 ára ekki í tillögum á eigendafundi Morgunblaðið/Golli Borgarstjórinn Vilhjálmur segir mikla fjölmiðlaumræðu hafa gert borg- arstjórnarflokknum erfiðara fyrir að útkljá sín mál. Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is  Sameining og sundrung | 30
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.