Morgunblaðið - 14.10.2007, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 14.10.2007, Qupperneq 10
Jörðin er í höndum okkar mannanna og það hlýtur að vera metnaður okkar að skila henni ekki til kom- andi kynslóða í verra ástandi en hún var í þegar við tókum við henni. En nú eru blikur á lofti. Loftslagsbreyt- ingar af mannavöldum eru stað- reynd að dómi flestra vísindamanna, enda þótt andmælendur og efasemda- menn verði væntanlega alltaf á kreiki. Og það er ekki seinna vænna að grípa í taumana. Verstu spár gera ráð fyrir því að verði ekkert að gert muni lífsskilyrði versna hratt á komandi áratugum. Vitaskuld mæðir á stjórnvöldum þessa heims að láta ekki sitt eftir liggja en hvað getur venjulegur dauðlegur maður uppi á Íslandi – ég og þú – gert til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda? Morg- unblaðið mun í greinaflokki, sem hefur göngu sína í dag, leita svara við þeirri spurningu. Sett hefur verið saman ósköp venjuleg fjögurra manna íslensk fjöl- skylda og verður henni fylgt eftir á næstu vikum. Í upphafi lætur hún sér lofts- lagsmál í léttu rúmi liggja en síðan snúast seglin þannig að hún kemst smám saman til vitundar og breytir um lífsstíl. Á leiðinni stendur fjölskyldan frammi fyrir óteljandi spurningum sem reynt verður að svara í hliðargrein- um hverju sinni með staðreyndum og samtölum við sérfræðinga. Út í loftið Nafn: Hreinn Loftsson Aldur: 13 ára Starf: Nemi Stjörnumerki: Ljón Áhugamál: Fótbolti, tónlist og kvikmyndir Nafn: Ísafold Jökulsdóttir Aldur: 37 ára Starf: Hjúkrunar- fræðingur Stjörnumerki: Meyja Áhugamál: Ferðalög, heilsurækt, hönnun og góður matur Nafn: Loftur Hreinsson Aldur: 38 ára Starf: Tölvunar- fræðingur Stjörnumerki: Sporð- dreki Áhugamál: Fótbolti, tölvur, ferðalög og Formúlan Nafn: Snæfríður Sól Loftsdóttir Aldur: 7 ára Starf: Nemi Stjörnumerki: Naut Áhugamál: Bratz, hest- ar og fimleikar við að raska þessu jafnvægi verulega. Og það eru alveg hreinar línur að ef magn gróðurhúsa- lofttegunda eykst í andrúmsloftinu – þá hlýnar.“ Tíuþúsund ára jafnvægi. Varla neitt áhlaupa- verk fyrir arma mannskepnu að raska því, eða hvað? Staðreyndin er sú að nútímalifnaðarhættir eru óhemju orkufrekir og sú orka er að stærst- um hluta fengin með bruna á svokölluðu jarð- efnaeldsneyti, svo sem olíu og kolum. Við þann bruna myndast koltvísýringur (CO2, einnig kall- að koldíoxíð) sem er mjög öflug gróðurhúsa- lofttegund og sú sem mest er rætt um í tengslum við loftslagsbreytingar. Ekki að ástæðulausu því það tekur koltvísýring óratíma að eyðast úr lofthjúpnum þegar hann á annað borð er kominn þangað, mörg hundruð ár. Hið sama gildir um lofttegundirnar metan (CO4) og köfnunarefnisoxíð (N2O). Áhrif þess koltvísýr- ings sem við látum frá okkur í dag koma því ekki að fullu fram fyrr en eftir nokkur ár eða áratugi. Milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar (IPCC) sem starfar á vegum Sameinuðu þjóðanna setti fram á árinu nýja úttekt á loftslagsbreytingum, afleiðingum þeirra og tiltækum lausnum. Þar segir ótvírætt að hlýnun eigi sér stað og að yf- irgnæfandi líkur séu á því að maðurinn eigi þar hlut að máli. Því er spáð að hitastig á jörðinni muni hækka um 1,1 – 6,4°C á næstu 100 ár- um. Þó er talið líklegast að hækkunin verði á bilinu 1,8 – 4,0°C. „Í raun er tvenns konar óvissa í þessu,“ út- skýrir annar Halldór. Sá er Þorgeirsson og er plöntulífeðlisfræðingur sem starfar sem for- stöðumaður hjá skrifstofu loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. „Annars vegar er óvíst hvernig veðrakerfin bregðast við auknum gróð- urhúsalofttegundum í andrúmsloftinu en hin óvissan, sem er meiri, snýst um hversu hratt okkur mun takast að draga úr losun gróð- urhúsalofttegunda. Almennt tala menn um að ásættanleg hlýnun sé ekki meira en tvær gráð- ur frá upphafi iðnbyltingarinnar. Til að hafa ein- hvern möguleika á að halda hlýnuninni innan tveggja gráða þarf heildarlosun jarðarbúa að ná hámarki innan tíu til fimmtán ára og árið 2050 þarf hún að vera einungis helmingur af því sem hún var árið 2000.“ Stórkostleg lygi? Því virðist óumflýjanlegt að við munum upp- lifa heitari stundir í framtíðinni. Eða hvað? „Ég er þeirrar trúar að áhrif mannsins á veðurfar séu ofmetin. Hvernig ætlar loftslagsöfgafólk að skýra hlýtt veðurfar fyrr á öldum þegar mannfólkið var miklu færra og ekki voru til nein farartæki sem gengu fyrir jarðefnaeldsneyti?“ segir einn lesandi bloggsíðu Einars Sveinbjörnssonar veð- B ara svo eitt sé á hreinu: Gróður- húsaáhrifin eru ekki af hinu slæma. Þvert á móti þá gera þau þessa plánetu okkar, jörðina byggilega yfirhöfuð. Nyti þeirra ekki við mætti búast við því að hér væri hitastig um 33 gráðum lægra en nú er. Eitthvað fyrir þá, sem kvarta undan köldu landi að hugsa um. Engu að síður valda þessi sömu gróðurhúsa- áhrif því að yfir okkur hafa dunið hálfgerðar heimsendaspár sem um margt minna á kjarn- orkuvána sem vofði yfir framtíðarbörnum heims á kaldastríðstímunum. Fellibyljir, stórflóð, þurrkar og hungursneyðir, bráðnandi jöklar og deyjandi ísbirnir, súrt haf og hverfandi golf- straumur þar sem ísöld gæti skollið á á aðeins tíu árum er meðal annars í framtíðarkortum þeirra allra svartsýnustu. En hvað eru þá þessi gróðurhúsaáhrif? Með einföldum hætti má segja að sólin sendi geisla sína gegn um lofthjúp jarðar. Þetta hitar jörðina sem sendir þá sína geisla á móti út í geiminn. Hluti geislanna kemst hins vegar ekki framhjá títtnefndum gróðurhúsalofttegundum í loft- hjúpnum, heldur gleypa þær geislana og geisla svo sjálfar hluta þeirra til baka og hita upp yf- irborð jarðar. Þannig tryggja þær að þar sé byggilegt. Eftir því sem magn gróðurhúsaloftteg- undanna eykst verða fleiri geislar eftir innan lofthjúpsins með þeim afleiðingum að loftslag hlýnar meira en ella. Lofttegundirnar virka sumsé líkt og gler í gróðurhúsi og af þeirri lík- ingu draga þær nafn sitt. Þannig mætti draga þá ályktun að í þessum efnum gildi gamla gullna reglan um að allt sé best í hófi. Við viljum hafa gróðurhúsaáhrif, bara ekki of mikið af þeim. Tvenns konar óvissa Raunar er erfitt að fá vísindamenn til að tala um of mikið eða of lítið í þessum efnum. Þegar Halldór Björnsson veðurfarsfræðingur hjá Veð- urstofu Íslands er spurður að því hvort málið snúist ekki einfaldlega um að nú séum við að upplifa of mikil gróðurhúsaáhrif grettir hann sig svolítið og svarar: „Tja, við skulum orða það svo að gróðurhúsaáhrifin séu náttúrulegt ferli sem hafi verið í jafnvægi síðastliðin tíu- þúsund ár. Núna erum Tími efans er liðinnEftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur | ben@mbl.is og Orra Pál Ormarsson | orri@mbl.is Teikningar: Andrés Andrésson Ljósmyndir: Kristinn Ingvarsson Grafík: Guðmundur Ó. Ingvarsson Fjölskyldan 
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.