Morgunblaðið - 14.10.2007, Síða 24

Morgunblaðið - 14.10.2007, Síða 24
24 SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Sá nýi Mark Wine- gardner þykir takast vel upp við framhald Guðföðursins. Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is S umar sögupersónur lifa höfund sinn þannig að þær halda sínu löngu eft- ir að sá sem bjó þær til er kominn yfir móðuna miklu. Aðrar eru færðar nýjum rit- höfundum í fang til þess að eignast framhaldslíf. Höfundur James Bond, Ian Flem- ing skrifaði 14 bækur um njósnar- ann 007, fjórir aðrir bættu röskum tuttugu við og nú bíður ný bók fimmta höfundarins; Sebastian Faulks, þess að koma út á næsta ári, þegar Fleming hefði orðið 100 ára. Alistar MacLean varð margfaldur metsöluhöfundur 29 bóka og nafn hans dugði vel einum átta bókum að honum gengnum, sem dánarbúið fékk Alastair MacNeill til að skrifa upp úr hugmyndum og handrits- brotum sem MacLean var sagður hafa látið eftir sig. Nú hefur bandaríski rithöfundur- inn Mark Winegardner skrifað tvær bækur í framhaldi af Guðföður Mar- io Puzo. Winegardner er eins og aðr- ir sporgöngumenn ráðinn til verks- ins af útgáfufyrirtæki, sem græðir áfram á tá og fingri á því að spenna nýjan og nýjan klár fyrir vagninn. Það er þó langt í frá eitthvert létti- verk að feta í fótspor meistaranna, því útkoman verður að vera slík að hæfi bókum þeirra og sögupersónum og hún verður að falla lesendum í geð. Í tilfelli Guðföðurins er það ekki aðeins bók Mario Puzo sem eftir- maðurinn þurfti að taka með í reikn- inginn, heldur og samnefnd kvik- mynd Francis Ford Coppola, sem var byggð á handriti Puzo og Cop- pola, og tvær framhaldskvikmyndir; Guðfaðirinn II og III, sem Coppola gerði eftir handritum þeirra Puzo. „Ferill“ handan grafar Jonathan Karp, sem var ritstjóri Mario Puzo hjá útgefanda hans, hef- ur sagt, að hann hafi ítrekað reynt að fá Puzo til þess að skrifa framhalds- bók Guðföðurins, en rithöfundurinn alltaf hafnað hugmyndinni, þótt hann legði sitt til handritanna að kvikmyndum Coppola. En einn góð- an veðurdag lagði hann blessun sína yfir bókarframhald og sagði fjöl- skyldu sína hafa frjálsar hendur að sér látnum. Karp segir þetta hafa verið í fyrsta skipti sem rithöfundur ræddi hreinskilnislega við hann um „feril sinn“ handan grafar. Þegar tilhlýðilega langt var liðið frá brotthvarfi Puzo úr þessum heimi og þau tvö handrit, sem hann lét eftir sig, voru komin út á bók, létu menn til skarar skríða og hófu leit- ina að manni sem gæti haldið áfram með sögu Corleoneættarinnar. Framboðið var mikið, margir vildu verða næsti Puzo, en fáir voru út- valdir. Þegar hópurinn var kominn niður í fjóra segir Karp að hver þeirra sem er hefði getað hlotið hnossið, en á endanum varð Mark Winegardner fyrir valinu. Karp seg- ir það hafa ráðið úrslitum að Wine- gardner var á líku reki og Puzo, þeg- ar Guðfaðirinn kom út og eins og Puzo hafði Weingardner skrifað tvær skáldsögur. Þær fjalla um skipulagða glæpastarfsemi og fengu góða dóma. Winegardner ákvað að taka áskoruninni, sem var bundin til- hlýðilegri virðingu fyrir Puzo og per- sónum hans og kvikmyndum Ford Coppola. Fyrsta bókin; Guðfaðirinn snýr aftur ( The Godfather Returns) kom út 2004 og þótti Winegardner yfir- leitt takast vel upp í fótsporum Puzo. Þrátt fyrir að vera bundinn í báða skó þótti Winegardner takast að skapa sér svigrúm til að beita ímyndunaraflinu og kímninni til að prjóna söguefnið á sinn hátt og tæk- ist það svo að ekki væri bara um framhald að ræða, heldur spennandi og skemmtilega bók. Winegardner sagði Guðföðurinn vera meistara- verk en Puzo hefði að ósekju mátt hafa meiri húmor í sögunni, því maf- íugæjarnir væru þrátt fyrir allt ekki sneyddir öllum húmor. Hins vegar sló Winegardner ekkert af grimmd- inni í glæponunum og þótti í þeim efnum sem öðrum halda svo vel á spöðunum að betur yrði varla gert. Tilboð sem þú getur ekki hafnað og Framhald sem lesandinn getur ekki hafnað sögðu gagnrýnendur og vísuðu þar til frægrar setningar Guðföðurins, Vito Corleone: „Ég ætla að gera honum tilboð, sem hann getur ekki hafnað.“ Þessi setning lenti í öðru sæti, þegar Bandaríska kvikmyndastofnunin valdi fleygustu setningar kvikmyndasögunnar, en í fyrsta sæti urðu orðin, sem Rhett Butler sagði við Scarlett O’ Hara í Á hverfanda hveli: Mér er einfaldlega alveg sama, væna mín. Heitt járnið hamrað Eins og bókarheitið ber með sér tók Winegardner upp þráðinn, þar sem Puzo hafði sleppt honum í Guð- föðurnum, og skrifaði bókina þar í frá og fram í fyrri framhaldsmynd Coppola. Tíminn eru árin 1955-62 Tími Guðföðurins voru árin 1945-55, og bók Winegardner gerist á árun- um 1955-62. Gott brautargengi bókarinnar sýndi að menn höfðu veðjað á réttan hest og sjálfsagt að hamra járnið meðan það væri heitt. Önnur bók Weingardner; Hefnd Guðföðurins (The Godfather’s Revenge); kom út 2006. Þar tók Winegardner upp þráðinn eftir Guðföðurinn II og sag- an gerist 1963-64. Bókin hlaut ekki síðri móttökur en sú fyrri; hún stað- festi að Winegardner kunni að slá rétta tóninn og hafði sem fyrr kjark til þess að fara sínar eigin leiðir án þess að segja upp trúnaði við þá Puzo og Coppola. Guðfaðirinn stendur í ströngu Þegar fyrri bók Winegardners hefst hefur Michael Corleone fest sig í sessi sem höfuð fjölskyldunnar; nýr Guðfaðir. Meginsvið bókarinnar er Las Vegas og barátta Michael til þess að þvo blóðið af fjölskyldunafn- inu. Weingardner er með kvikmynd- ina Guðföðurinn II hangandi yfir höfði sér, og verður að skrifa þannig, að sagan raski engu í kvikmyndinni. Þetta tekst honum svo, að bókin fell- ur að þungamiðju kvikmyndarinnar eins og flís við rass. En hann tekur sér allt það frelsi sem hann má og er fundvís á göt til þess að stoppa svo lesandinn fær fyllri mynd af per- sónum sögunnar og forsendur til að skilja betur framvindu hennar. Hefnd Guðföðurins gerist eftir Guðföðurinn II og talsvert löngu fyr- ir Guðföðurinn III, sem gerist 1979- 80. Þarna er greinilega gat sem get- ur dugað til bókar eða bóka, ef áhugi á slíku framhaldi er fyrir hendi. Sem fyrr sækir margt að Guðföð- urnum. Dómsmálaráðherrann hefst handa gegn mafíunni og setur Mich- ael Corleone undir þann hatt, því þótt hann hafi hamast við að hreinsa fjölskyldunafnið, var hann með í þeim mafíuráðum sem tryggðu bróð- ur ráðherrans forsetaembættið. Tíminn og fjarlægðin hafa unnið til þess að Winegardner þarf ekki að tipla í kringum menn eða málefni, heldur getur næsta opinskátt fjallað um mafíuna, Frank Sinatra og Ken- nedybræðurna, því þótt nöfnum sé breytt fer ekkert á milli mála hverjir eru þar á ferð. En sem fyrr er það nafnið Corleone sem hæst ber. Einkalífið er Guðföðurnum ekki síður þungt í skauti, afturganga Fredo bróður hans, sem hann lét taka af lífi fyrir að gaspra um mál fjölskyldunnar við utanaðkomandi, sækir að honum og Tom Hagen, að- alráðgjafi hans og „bróðir“ lendir í havaríi út af kvennamálum sínum. En þótt margt sé Guðföðurnum mótdrægt er hefnd hans blóðug og afdráttarlaus sem fyrr. Steve Warmbir, gagnrýnandi Chi- cago Sun-Times, segir að Winegar- dner standi í sporum sérfræðingsins sem lagar málverk gamals meistara. Menn telji sig þekkja málverkið út og inn og við það verði engu bætt, en Weingardner sé svo góður penni að honum takist að varpa á það nýju ljósi og auka á dýpt þess. Grein sem þú getur ekki hafnað BÆKUR» Mafía? Guðfaðirinn og aðalráðgjafi hans og „bróðir“; Michael Corleone (Al Pacino) og Tom Hagen (Robert Duvall) við yfirheyrslur fyrir þingnefnd. Í HNOTSKURN »Mark Winegardner fædd-ist 24. nóvember 1961 í Bryan, Ohio, þar sem hann ólst upp. »Hann útskrifaðist fráMiami-háskólanum og nam skapandi skrif við George Mason háskóla. »Winegardner var 26 áraþegar fyrsta bókin hans kom út. »Hann hefur kennt viðýmsa háskóla, síðast pró- fessor í skapandi skrifum við háskólann í Tallahassee í Florida. Bækur | Þótt Mario Puzo, skapari Guðföðurins, sé látinn heldur rithöfundurinn Mark Winegardner merkjum beggja á lofti. Trúarbrögð | Búrmískir munkar bjóða öryggissveitum einnar mestu ógnarstjórnar heims byrginn. Sam- félagið | Á Bretlandi er deilt um réttmæti þeirrar ákvörðunar verslunarkeðju að veita íslömsku starfsfólki undanþágu frá að afgreiða áfengi. VIKUSPEGILL» Kvikmyndajöfurinn Francis Ford Coppola hefur gert þrjár myndir um Guðföðurinn. Guðfaðirinn Al Pacino í hlutverki Michael Corleone, sem nýju bækurnar fjalla um. Tvær framhaldsbækur um Guðföðurinn eru komnar út. Höfundurinn varð að halda í heiðri bók Puzo og kvikmyndir Coppola Don Vito Marlon Brando lék Guðföðurinn í fyrstu mynd og hlaut Óskarinn fyrir sem hann reyndar tók ekki við. Höfundurinn Mario Puzo höfundur Guðföð- ursins vildi ekki skrifa framhaldsbók um Cor- leoneættina.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.