Morgunblaðið - 14.10.2007, Síða 25

Morgunblaðið - 14.10.2007, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2007 25 Auður Jónsdóttir og Þórarinn Leifsson audur@jonsdottir.com og totil@totil.com Þessi kona er stórkostleg, skríkti Þórarinn yfirgrein um Doris Lessing á news.bbc.co.uk/2/hi/entertainment. Hún brosir krúttleguömmubrosi en státar af svipaðri orðfimi og Guðbergur Bergsson á góðum degi. Með hausinn ofan í tölvunni tautaði Auður að orðfimin ætti sinn þátt í að hún hlyti bókmenntaverðlaun Nóbels. Doris hefur sína skýringu á því, sagði Þórarinn. Eftir að tilkynnt hafði verið að hún hlyti verðlaunin sagði hún að ekki væri hægt að veita þau einhverjum sem væri dauður svo líklega hefði nefndarmönnum þótt ráðlegt að veita henni þau áður en hún hrykki upp af. Hins vegar er hún ánægð með heiðurinn, ekki síst í ljósi þess að fyrir rúmum fjörutíu árum kom til hennar sérstakur sendi- boði til að segja að nóbelsverðlaunanefndinni líkaði ekki við hana svo hún kæmi aldrei til með að fá þau! Auður flissaði: Til hvers að senda svoleiðis skilaboð? Kannski flæktist það fyrir þeim að Doris er kona, giskaði Þórarinn. Hún er aðeins ellefta konan til að hljóta nóbelsverðlaunin í bókmenntum síðan þau voru stofnuð árið 1901. En hún tek- ur þeim með ró og segir bara að þau verði efni í mikið af ræðum og veislum. Svo var líka gaman að kynnast orðkynngi Dorisar í suð- ur-afrísku blöðunum. Á fréttasíðu elsta dag- blaðs Jóhannesarborgar www.thestar.co.za er að finna dásamlega umfjöllun um hana með fyrirsögn- inni: ,,Ég hef unnið öll verðlaun í Evrópu“ – og í viðtalinu botnar hún setninguna í þessum dúr: „Allt heila draslið.“ Veistu hvort Al Gore sagði eitthvað kjarngott þegar hann hlaut friðarverðlaunin? spurði Auður. Hann er hvorki Doris né Guðbergur, sagði Þórarinn. Á news.bbc.co.uk er haft eftir Gore að verðlaunin séu mun merkilegri af því hann deildi þeim með loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna. Auður yppti öxlum. Svona hljómar orðvar maður í góðu skapi, sagði hún. Þórarinn samsinnti því og bætti hugsi við að Katalónar hefðu gott af því að eignast glað- beittan nóbelsverðlaunahafa á næstu árum. Samkvæmt El Periodico.com hafi ekki blásið byrlega fyrir þeim sem gestaþjóð á bókamessunni í Frankfurt til að byrja með. Þar var vitnað í virt breskt fagblað thebookseller.com sem sló því upp að fámennt hefði verið á fyrsta frétta- mannafundi gestaþjóðarinnar og hringborðsumræð- urnar aðeins verið sóttar af örfáum hræðum og engum útlendingum. Að auki hefði urgur verið á meðal spænsku- mælandi rithöfunda í Katalóníu þar sem í fyrstu átti aðeins að bjóða þeim sem skrifa á katalónsku. Það hafði orðið til þess að frægir spænskumælandi rithöfundar á borð við Carlos Ruiz-Zafón, sem skrifaði metsölubókina Skuggi vindanna, hótuðu að sniðganga messuna. Skipuleggjendur gesta- þjóðarinnar verja sig með því að þeir hafi ætl- að að púrra upp katalónskar bókmenntir til mótvægis við þær spænsku sem sækja styrk í hálfan milljarð sálna meðan þeir sem mæla á katalónska tungu eru rétt rúmar átta miljónir. Þórarinn þagnaði eitt augnablik og dæsti síðan: Þetta er nú meiri menningarslagurinn alltaf hreint! Auður leit loksins upp út tölvunni. Sem Íslendingur skil ég þá vel. Hvernig eiga Spánverjar að skilja hvernig að það er að vernda fámennt málsvæði? Katalónía er ólíkt fjölmennara málsvæði en Ísland, muldraði Þórarinn. En maur undir fílsfæti ef maður ber katalónsku saman við spænsku, sagði Auður. Þess vegna styð ég heilshugar að bæði Katalónía og Ísland fái að kynna menningu sína sem gestaþjóðir á bókamessunni. Æj, mig langar bara að taka lífinu með ró, sagði Þór- arinn. Svona eins og Doris Lessing sem hélt að verið væri að taka upp sápuóperu í götunni hennar þegar hún kom heim úr búðinni og mætti þar fréttamannastóði sem til- kynnti að hún hefði hlotið nóbelinn. Kannski er hann út af fyrir sig sápuópera! FÖST Í FRÉTTANETI» Sápuópera í bókmenntum Hún er aðeins ell- efta konan til að hljóta nóbels- verðlaunin í bók- menntum. Höfundar eru heimavinnandi hjón í Barcelona. Viðurkenning til framúrskarandi menningarstarfs • Úthlutunarnefnd tilnefnir þrjú verkefni úr hópi umsækjenda um Eyrarrósina 2008 • Eitt þeirra hlýtur viðurkenninguna, 1.500.000 kr. og verðlaunagrip til eignar • Viðurkenningin verður afhent í ársbyrjun 2008 á Bessastöðum • Verkefnið sem hlýtur viðurkenninguna fær sérstaka kynningu í tengslum við Listahátíð í Reykjavík 2008 • Verndari Eyrarrósarinnar er Dorrit Moussaieff forsetafrú HÉR MEÐ ER AUGLÝST EFTIR UMSÓKNUM UM EYRARRÓSINA 2008 Lýsing á verkefninu Lögð skal fram greinargóð lýsing á verkefninu; umfangi þess, sögu og markmiðum. Tíma- og verkáætlun Gerð skal grein fyrir stöðu og áætlaðri framvindu verkefnisins og áformum á árinu 2008. Skilyrði er að verkefninu hafi nú þegar verið hleypt af stokkunum. Upplýsingar um aðstandendur Lagðar skulu fram ítarlegar upplýsingar um helstu aðila sem að verkefninu standa og grein gerð fyrir þeirra þætti í því. Fjárhagsáætlun Tilgreina skal tekjur og gjöld verkefnisins á þessu ári. Uppgjör ársins 2006 fylgi umsókn. • Ef umsókn fylgja ekki ofangreindar upplýsingar verður hún ekki tekin til greina • Umsækjendur geta verið m.a. stofnun, safn, tímabundið verkefni eða menningarhátíð • Umsóknarfrestur er til 19. nóvember 2007 og verður öllum umsóknum svarað • Viðurkenningin verður veitt í janúar 2008 • Umsóknir skal senda til Listahátíðar í Reykjavík, pósthólf 88, 121 Reykjavík, merktar Eyrarrósin UMSÓKNUM SKAL FYLGJA: Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Listahátíðar í Reykjavík í síma 561 2444, hrefna@artfest.is www.listahatid.is Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Flugfélag Íslands standa saman að Eyrarrósinni, viðurkenningu sem veitt er árlega einu afburða menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar á landsbyggðinni. Eyrarrósin hefur verið afhent þrisvar sinnum og hafa eftirtaldir hlotið viðurkenninguna: Þjóðlagahátíðin á Siglufirði árið 2005, LungA – Listahátíð ungs fólks á Austurlandi árið 2006 og Strandagaldur árið 2007. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Álfabakka 16, 109 Reykjavík sími 585-1300 www.heilsugaeslan.is Bólusetning gegn inflúensu Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins vill vekja athygli almennings á því að skipulögð bólusetning gegn inflúensu hefst á öllum heilsugæslustöðvunum mánudaginn 15. október 2007. Hverjum er einkum ráðlagt að láta bólusetja sig? • Öllum sem orðnir eru 60 ára. • Öllum, bæði börnum og fullorðnum, sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum. • Starfsfólki heilbrigðisþjónustu og öðrum sem daglega annast fólk með aukna áhættu. Þeir sem tilheyra ofangreindum hópum fá bóluefnið sér að kostnaðarlausu en greiða komu- gjald samkvæmt reglugerð nr. 1090 2006. Í síðasttalda hópnum á það einungis við um heilbrigðisstarfsmenn. Fyrirkomulag bólusetningar getur verið mismunandi milli heilsu- gæslustöðva. Vinsamlegast leitið upplýsinga á vef Heilsugæslunnar www.heilsugaeslan.is eða hafið samband við hlutaðeigandi heilsugæslustöð. Heilsugæslan Árbæ, Reykjavík s: 585 7800 Heilsugæslan Efra-Breiðholti, Reykjavík s: 513 1550 Heilsugæslan Efstaleiti, Reykjavík s: 585 1800 Heilsugæslan Fjörður, Hafnarfirði s: 540 9400 Heilsugæslan Garðabæ s: 520 1800 Heilsugæslan Glæsibæ, Reykjavík s: 599 1300 Heilsugæslan Grafarvogi, Reykjavík s: 585 7600 Heilsugæslan Hamraborg, Kópavogi s: 594 0500 Heilsugæslan Hlíðum, Reykjavík s: 585 2300 Heilsugæslan Hvammi, Kópavogi s: 594 0400 Heilsugæslan Miðbæ, Reykjavík s: 585 2600 Heilsugæslan Mjódd, Reykjavík s: 513 1500 Heilsugæsla Mosfellsumdæmis s: 510 0700 Heilsugæslan Seltjarnarnesi s: 561 2070 Heilsugæslan Sólvangi, Hafnarfirði s: 550 2600 Heilsugæslan Lágmúla 4, Reykjavík s: 595 1300 Heilsugæslan Salahverfi, Kópavogi s: 590 3900 Búast má við að bólusetning geti veitt a.m.k. 70% vörn gegn sjúkdómnum auk þess sem hann verður vægari hjá þeim í hópi bólusettra sem veikjast. Þeim sem leita vilja ráðgjafar er bent á sína heilsugæslustöð. Upplýsingar er að finna á vef Heilsugæslunnar, www.heilsugaeslan.is Fræðsluefni um inflúensu má finna á vef Landlæknisembættisins, www.landlaeknir.is Reykjavík 14. október 2007.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.