Morgunblaðið - 14.10.2007, Page 33

Morgunblaðið - 14.10.2007, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2007 33 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA - 8 1 4 6 Fyrsti bíllinn í Evrópu með sjö ára ábyrgð 2.090.000 kr. KIA cee’d Crdi dísil 115 hestöfl KIA cee’d er fyrsti bíllinn í Evrópu sem er boðinn með sjö ára ábyrgð. Þessi staðreynd undirstrikar hvers vegna KIA er sá bílaframleiðandi sem er í hvað mestum vexti í heiminum í dag. Glæsileg hönnun, gæði og hagkvæmni. Komdu og prófaðu einn athyglisverðasta fólksbílinn á markaðnum í dag. KIA umboðið á Ís landi er í e igu HEKLU. Ríkulegur staðalbúnaður: • álfelgur • loftkæling • USB-tengi fyrir iPod • 6 diska geislaspilari • aðgerðastýri • rafræn stöðugleikastýring • sex öryggisloftpúðar • upplýsingatölva 5 STJÖRNU BÍLL Á FRÁBÆRU VERÐI Eini bíllinn í Evrópu sem hlotið hefur 5 stjörnur í Euro NCAP og er með sjö ára ábyrgð KIA • Laugavegi 172 • Reykjavík • s ími 590 5700 • www.kia. is Hættumat fyrir Ísafjörð Hættumatsnefnd Ísafjarðarbæjar Í samræmi við ákvæði laga nr. 49/1997 og reglugerðar nr. 505/2000 hefur verið unnin tillaga að hættumati vegna ofanflóða fyrir Seljalandshverfi, Tunguskeið, Tungudal, Dagverðardal og Innri-Kirkjubólshlíð. Tillagan liggur nú frammi til kynningar á bæjarskrifstofunni á Ísafirði. Athugasemdum skal skilað til bæjarskrifstofu Ísafjarðarbæjar fyrir 15. nóvember 2007. þeir starfsmenn Orkuveitunnar sem tengjast útrásinni fengju kauprétt. Síðan var það stjórnar REI að vinna úr því. Ég sá ekki neina lista þar að lútandi og var ekki með puttana í því hvaða gengi ætti að vera hjá þessum aðilum. En það kom mér sérstaklega á óvart hvað forstjóri REI var með háa tölu, 30 milljónir. Í ljósi um- ræðu og þeirrar gagnrýni sem þetta mál fékk lagði ég til við Bjarna Ármannsson stjórn- arformann REI að hætt yrði við slíka kauprétti. Nú eru bara tveir aðilar með kauprétt fyrir utan annað starfsfólk, Bjarni Ármanns- son og Jón Diðrik Jónsson, en ég vissi ekki af þeim síðarnefnda.“ – Af hverju? „Mér var ekki sagt frá því. Ég hefði getað sagt í upphafi að það yrðu engir kaupréttir í þessu fyr- irtæki. En mér fannst í ljósi þess að við vildum halda í þennan mannauð sem þarna er og hefur lagt grunninn að útrásinni, þá fengju þeir kauprétt eða heimildir til að kaupa hlutabréf. En þeir mega ekki selja þennan rétt innan tveggja ára og ef þeir skila þessu innan þess tíma fá þeir bara end- urgreitt á nafnvirði að viðbættum 2% vöxtum. Ég átta mig á því að þessi mál eru viðkvæm, en þetta hefur tíðkast í fjölmörgum fyr- irtækjum, aðallega einkareknum. En þetta eru ekki upphæðir sem eru sambærilegar við það.“ – Komu fram hugmyndir um það að stjórnarmenn fengju kauprétt? „Björn Ingi ræddi það við mig hvort stjórnarmenn í Orkuveitunni og í REI, utan Bjarna Ármanns- sonar, ættu að fá að kaupa hlutafé. Hann setti ekki fram neinar til- lögur um það. En mér fannst það að sjálfsögðu ekki koma til greina.“ – Þér var borið á brýn að hafa fengið lista með nöfnum lyk- ilstjórnenda REI og Orkuveit- unnar sem átti að selja hlutafé og neitað svo að kannast við hann. „Það kemur fram í þessu,“ segir Vilhjálmur og dregur fram minn- isblað, „sem er frá Hjörleifi B. Kvaran [forstjóra Orkuveitunnar] að listanum var aðeins dreift til Svandísar Svavarsdóttur og Sig- rúnar Elsu Smáradóttur á stjórn- arfundi, en ekki til annarra stjórn- armanna enda málið ekki til afgreiðslu á fundinum og ekki skráð í fundargögn þessa stjórn- arfundar.“ – Þú vissir um kauprétt Bjarna? „Já, ég hafði ekki lagst gegn því að Bjarni fengi kauprétt, en eftir á að hyggja var það ekki gott inn- legg í þetta mál í heild sinni. Bjarni óskaði eftir því, hafði trú á fyrirtækinu og taldi mikilvægt að hann sem stjórnarformaður gæti sýnt öðrum sem hann talaði við að hann hefði trú á fyrirtækinu. Þetta tíðkast víða erlendis, en er vissu- lega viðkvæmt þegar um er að ræða opinbera aðila í samstarfi við einkaaðila. En aðkoma minnihlutans er at- hyglisverð, því af minnisblaði Hjörleifs til borgarstjóra má ráða að Svandís hafi fyrir sitt leyti sam- þykkt að kaupréttur forstjóra yrði 30 milljónir eftir að hann hafði lækkað úr 100 milljónum. Svandís tekur því þátt í þessu sjálf og kem- ur með tillögur um tölur og gengi og hvaðeina.“ Og Vilhjálmur heldur áfram: „Aðalatriði í árásum hennar á mig var að ég hefði logið því að ég hefði ekki séð listann, eins og haft var eftir henni á Visir.is, en svo dró hún það til baka í borg- arstjórn. Enda er búið að staðfesta af öllum sem þekkja til málsins að ég fékk aldrei listann. Ég var ekk- ert með puttana ofan í þessu sér- staklega, treysti fulltrúum borg- arinnar í stjórn REI til að afgreiða málið á þessum nótum, en skipti mér ekki af gengi eða nákvæmri upphæð. En það var greinilegt að minnihlutinn hafði áhuga á því, einkum að finna út hvað kosn- ingastjóri Björns Inga, sem var kominn til starfa í REI, væri að fá mikið og þau réðust hart að Birni Inga út af því. En núna er ekkert meira talað um það.“ Hvað verður um flugvöllinn? – Hvernig verður framhaldið? „Það var athyglisvert að fylgjast með Svandísi í Kastljósi á fimmtu- dag. Þar forðaðist hún að gefa Birni Inga stuðningsyfirlýsingu, sagðist hafa handsalað að meiri- hlutinn myndi ganga vel, en án þess að ræða málefnin. Og neitaði í þrígang að ræða hvort hún myndi samþykkja samruna REI og Geysis Green Energy ef endurtaka þyrfti atkvæðagreiðsluna. Annað stórmál sem engu hefur verið svarað um er flugvallarmálið. Samfylkingin og Vinstri grænir gerðu að sínu stærsta kosninga- máli að losna við flugvöllinn úr Vatnsmýrinni og það var stærsta kosningamál Frjálslynda flokksins að innanlandsflugið yrði áfram í Vatnsmýrinni. Út á það fengu þeir fylgi fyrst og fremst að mínu mati.“ Þegar Vilhjálmur kveður segir hann og lítur ögn alvarlegur á blaðamann: „Þrátt fyrir allt undr- ast ég hvað ég tek þessu með mik- illi ró. Ég hef haldið innra jafnvægi – og þó er þetta stór viðburður í Íslandssögunni. Þessu hafa vissu- lega fylgt erfiðar stundir, en ég á gríðarlega marga vini og kunn- ingja sem hafa stutt mig í mínu pólitíska starfi og hingað komu 200 manns á heimili mitt á fimmtu- dagskvöld til að hitta mig og fara yfir málin.“ Það færist blik í augun. „Það koma tímar og það koma ráð. Og við sjáum hvað setur.“ pebl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.