Morgunblaðið - 14.10.2007, Side 36

Morgunblaðið - 14.10.2007, Side 36
efnahagslíf 36 SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ S íðasta uppsveifla gamla ís- lenska hagkerfisins var árin 1986-87. Hún fékk snöggan endi. Þegar á út- mánuðum 1988 varð vart við snarpan afturkipp og næstu sjö ár voru mögur fyrir íslenska þjóð. Þessi misserin voru mikilla tíðinda úti í hinum stóra heimi. Þar bar hæst gjaldþrot kommúnisma; Berl- ínarmúrinn hrundi, Sovétríkin liðu undir lok. Kalda stríðinu lauk með sigri Vesturlanda, Rússland og A- Evrópa tóku upp markaðskerfi. Á Íslandi hóf bandarískur her að taka saman föggur sínar. Stjórnvöld leit- uðu logandi ljósi að tækifærum fyrir þjóð í klípu. Ísland elskar álver og Alvör elskar það þau kyrja fyrir landann, gleyma stund og stað ‘ó, guð vors lands’ við útlent lag. Svo söng Spilverk þjóðanna. Þjóð- in hefur ávallt verið blendin í afstöðu sinni til álvers í eigu útlendinga. Þegar lífið var saltfiskur á Íslandi vildu sveitarfélög álver til þess að styrkja stoðir einhæfs atvinnulífs. Ef til vill má segja að Stína stuð, sem þráði að komast á sveitaball, hafi fangað kjarna hins gamla samfélags þar sem allt átti að reddast – líkt og á vertíð eða koma heyi í hlöðu: Heitasta óskin er sú, að hann Kalli komi kagganum í lag, strax í dag. Vonir um álver á Keilisnesi urðu að engu við upphaf tíunda áratug- arins. Það hljóp þó á snærið árið 1995 þegar tilkynnt var um stækkun ÍSALs, í kjölfarið reis álver á Grundartanga. Víðtæk sátt og sam- staða var um þessar ákvarðanir enda þjóðin langþreytt á baslinu þegar þúsundir voru án vinnu. Allir stjórnmálaflokkar lýstu stuðningi við stækkun ÍSALs. Hjól atvinnu- lífsins tóku að snúast á nýjan leik. Þó voru þessir kraftar engan veginn einir að verki. Með kvótakerfinu, en þó alveg sérstaklega frjálsu framsali veiðiheimilda, óx sjávarútvegi þrótt- ur. Með samningi um Evrópska efnahagssvæðið kom fjórfrelsi Evr- ópu. Kraftar leystust úr læðingi. Með stækkun ÍSALs og álveri á Grundartanga hvarf atvinnuleysi sem dögg fyrir sólu. Það var virkjað og jarðvarmi beislaður til raforku- framleiðslu. Áhrif stóriðju og orku- geira á íslenskt atvinnulíf komu skýrt í ljós. Hlutdeild þessara greina í fjárfestingu atvinnuveganna varð stöðugt meiri. Hagvöxtur 1995 var enginn og þúsundir án atvinnu. Strax árið 1996 nam hagvöxtur 4,8% og hlutdeild stóriðju og orkugeira í fjárfestingu atvinnuveganna nam 22%. Stóriðja og orkugeirinn sem hlutdeild af vergri landsframleiðslu fór í 2,4% 1996 og 4,9% tveimur ár- um síðar. Hlutdeild þessara greina í vergri landsframleiðslu árið 2006 var 11,5%, fjárfesting nam liðlega 130 milljörðum króna þegar fram- kvæmdir við Kárahnjúka og Fjarða- ál náðu hámarki. Íslenska orku- ævintýrið náði nýjum hæðum. Mótor þess var knúinn „olíu“ frá stóriðju. Það var þó með trega að virkjað var við Kárahnjúka þó Austfirðir gengju í endurnýjun lífdaga. Hákon Aðal- steinsson orti: Heyr vorar bænir öræfaandi óspilltra fjalla. Gef þú oss mátt til að geyma þinn fjársjóð um grundir og hjalla. Laufgaðir bakkar, lávaxinn gróður, lindir sem kliða. Burkni í skoru og blóm í lautu biðja sér griða. Um 3.500 verk- og tæknifræðingar Á Íslandi eru um 2.250 verkfræð- ingar og 1.300 tæknifræðingar. Og mikill fjöldi er á leiðinni því verk- fræðingar teljast ekki verkfræð- ingar fyrr en þeir hafa lokið meist- aranámi. Þriðjungi fleiri sóttu um verkfræðideild Háskóla Íslands vor- ið 2007 en árið áður. Umsóknir eru tæplega þrjú hundruð. Umsóknum um meistaranám fjölgaði um þriðj- ung. Hinn 16. júní 2007 útskrifuðust 135 kandídatar frá verkfræðideild HÍ. Háskólinn í Reykjavík útskrifaði kandídata í verkfræði í fyrsta sinn vorið 2007. Frá tækni- og verk- fræðideild HR útskrifaðist 121 kandídat. Háskóli Íslands, Háskól- inn í Reykjavík og Orkuveita Reykjavíkur hafa undirritað sam- komulag um alþjóðlegt framhalds- nám í orkuvísindum. Norðan heiða hefur nýr Orkuháskóli Akureyrar verið stofnaður. Í júní 2007 útskrif- uðust nærfellt helmingi fleiri kandí- datar í verkfræði en voru starfandi í landinu 1960. Fram streymir há- tækni og þekking sem beljandi ís- lenskt jökulfljót í ham. Akureyri, Dalvík, Ólafsfjörður og Siglufjörður Um 1.500 manns starfa eða munu starfa í stóriðjuverum ÍSALs, Fjarðaáli, Norðuráli og Járnblend- inu. Þegar 2,4 afleidd störf eru tekin inn í dæmið munu liðlega fimm þús- und manns hafa framfæri af stór- iðjuverum. Þetta fólk á fjölskyldur – maka og börn. Stóriðja framfleytir um 9.700 manna byggð. Samkvæmt tölum Seðlabankans nam útflutn- ingur áls árið 2006 23,5% af heildar- útflutningi eða rúmum sextíu millj- örðum króna. Hann fer hraðvaxandi þegar Norðurál og Fjarðaál ná full- um afköstum. Árið 2007 fer álút- flutningur í rétt um 100 milljarða og Sem beljandi íslenskt jökul Brot úr aldarspegli | Síðari grein Sjávarútvegur markaði fyrstu atvinnubyltinguna, stóriðja og orkugeirinn aðra og fjármálageirinn þá þriðju. Hallur Hallsson fjallar um hvernig orkugeir- inn og fjármálageirinn binda bagga sína í útrás 21. aldar; þriðju atvinnubyltingu Íslendinga. »Erindi Íslands á 21. öld verður að færa heiminum þekkingu ís- lenskra orkufyrirtækja; þekkingu sem hefur skapast með öflugum heimamarkaði sem tók að þroskast þegar Neil Armstrong spókaði sig á tunglinu. Morgunblaðið/RAX Umdeild virkjun Með Kárahnjúkavirkjun og álverinu við Reyðarfjörð breytist margt í íslenskum þjóðarbúskap. Morgunblaðið/Golli Þriðja byltingin Fjármálageirinn markar þriðju atvinnubyltinguna. 2007 Starfsmenntaverðlaunin eru veitt þeim aðilum sem eru að vinna framúr- skarandi starf í starfsmenntun. Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum: Fyrirtæki og félagasamtök Skólar og fræðsluaðilar Opinn flokkur (t.d. einstaklingar, einstök verkefni og frumkvöðlastarf) Tilnefningar skal senda á sérstökum eyðublöðum sem eru á slóðinni www.starfsmenntarad.is Frestur til að senda inn tilnefningar er til 2. nóvember nk. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Starfsmenntaráði, Hafnarhúsi v/Tryggvagötu, 101 Reykjavík, sími 515 4800, www.starfsmenntarad.is         

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.