Morgunblaðið - 14.10.2007, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 14.10.2007, Qupperneq 36
efnahagslíf 36 SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ S íðasta uppsveifla gamla ís- lenska hagkerfisins var árin 1986-87. Hún fékk snöggan endi. Þegar á út- mánuðum 1988 varð vart við snarpan afturkipp og næstu sjö ár voru mögur fyrir íslenska þjóð. Þessi misserin voru mikilla tíðinda úti í hinum stóra heimi. Þar bar hæst gjaldþrot kommúnisma; Berl- ínarmúrinn hrundi, Sovétríkin liðu undir lok. Kalda stríðinu lauk með sigri Vesturlanda, Rússland og A- Evrópa tóku upp markaðskerfi. Á Íslandi hóf bandarískur her að taka saman föggur sínar. Stjórnvöld leit- uðu logandi ljósi að tækifærum fyrir þjóð í klípu. Ísland elskar álver og Alvör elskar það þau kyrja fyrir landann, gleyma stund og stað ‘ó, guð vors lands’ við útlent lag. Svo söng Spilverk þjóðanna. Þjóð- in hefur ávallt verið blendin í afstöðu sinni til álvers í eigu útlendinga. Þegar lífið var saltfiskur á Íslandi vildu sveitarfélög álver til þess að styrkja stoðir einhæfs atvinnulífs. Ef til vill má segja að Stína stuð, sem þráði að komast á sveitaball, hafi fangað kjarna hins gamla samfélags þar sem allt átti að reddast – líkt og á vertíð eða koma heyi í hlöðu: Heitasta óskin er sú, að hann Kalli komi kagganum í lag, strax í dag. Vonir um álver á Keilisnesi urðu að engu við upphaf tíunda áratug- arins. Það hljóp þó á snærið árið 1995 þegar tilkynnt var um stækkun ÍSALs, í kjölfarið reis álver á Grundartanga. Víðtæk sátt og sam- staða var um þessar ákvarðanir enda þjóðin langþreytt á baslinu þegar þúsundir voru án vinnu. Allir stjórnmálaflokkar lýstu stuðningi við stækkun ÍSALs. Hjól atvinnu- lífsins tóku að snúast á nýjan leik. Þó voru þessir kraftar engan veginn einir að verki. Með kvótakerfinu, en þó alveg sérstaklega frjálsu framsali veiðiheimilda, óx sjávarútvegi þrótt- ur. Með samningi um Evrópska efnahagssvæðið kom fjórfrelsi Evr- ópu. Kraftar leystust úr læðingi. Með stækkun ÍSALs og álveri á Grundartanga hvarf atvinnuleysi sem dögg fyrir sólu. Það var virkjað og jarðvarmi beislaður til raforku- framleiðslu. Áhrif stóriðju og orku- geira á íslenskt atvinnulíf komu skýrt í ljós. Hlutdeild þessara greina í fjárfestingu atvinnuveganna varð stöðugt meiri. Hagvöxtur 1995 var enginn og þúsundir án atvinnu. Strax árið 1996 nam hagvöxtur 4,8% og hlutdeild stóriðju og orkugeira í fjárfestingu atvinnuveganna nam 22%. Stóriðja og orkugeirinn sem hlutdeild af vergri landsframleiðslu fór í 2,4% 1996 og 4,9% tveimur ár- um síðar. Hlutdeild þessara greina í vergri landsframleiðslu árið 2006 var 11,5%, fjárfesting nam liðlega 130 milljörðum króna þegar fram- kvæmdir við Kárahnjúka og Fjarða- ál náðu hámarki. Íslenska orku- ævintýrið náði nýjum hæðum. Mótor þess var knúinn „olíu“ frá stóriðju. Það var þó með trega að virkjað var við Kárahnjúka þó Austfirðir gengju í endurnýjun lífdaga. Hákon Aðal- steinsson orti: Heyr vorar bænir öræfaandi óspilltra fjalla. Gef þú oss mátt til að geyma þinn fjársjóð um grundir og hjalla. Laufgaðir bakkar, lávaxinn gróður, lindir sem kliða. Burkni í skoru og blóm í lautu biðja sér griða. Um 3.500 verk- og tæknifræðingar Á Íslandi eru um 2.250 verkfræð- ingar og 1.300 tæknifræðingar. Og mikill fjöldi er á leiðinni því verk- fræðingar teljast ekki verkfræð- ingar fyrr en þeir hafa lokið meist- aranámi. Þriðjungi fleiri sóttu um verkfræðideild Háskóla Íslands vor- ið 2007 en árið áður. Umsóknir eru tæplega þrjú hundruð. Umsóknum um meistaranám fjölgaði um þriðj- ung. Hinn 16. júní 2007 útskrifuðust 135 kandídatar frá verkfræðideild HÍ. Háskólinn í Reykjavík útskrifaði kandídata í verkfræði í fyrsta sinn vorið 2007. Frá tækni- og verk- fræðideild HR útskrifaðist 121 kandídat. Háskóli Íslands, Háskól- inn í Reykjavík og Orkuveita Reykjavíkur hafa undirritað sam- komulag um alþjóðlegt framhalds- nám í orkuvísindum. Norðan heiða hefur nýr Orkuháskóli Akureyrar verið stofnaður. Í júní 2007 útskrif- uðust nærfellt helmingi fleiri kandí- datar í verkfræði en voru starfandi í landinu 1960. Fram streymir há- tækni og þekking sem beljandi ís- lenskt jökulfljót í ham. Akureyri, Dalvík, Ólafsfjörður og Siglufjörður Um 1.500 manns starfa eða munu starfa í stóriðjuverum ÍSALs, Fjarðaáli, Norðuráli og Járnblend- inu. Þegar 2,4 afleidd störf eru tekin inn í dæmið munu liðlega fimm þús- und manns hafa framfæri af stór- iðjuverum. Þetta fólk á fjölskyldur – maka og börn. Stóriðja framfleytir um 9.700 manna byggð. Samkvæmt tölum Seðlabankans nam útflutn- ingur áls árið 2006 23,5% af heildar- útflutningi eða rúmum sextíu millj- örðum króna. Hann fer hraðvaxandi þegar Norðurál og Fjarðaál ná full- um afköstum. Árið 2007 fer álút- flutningur í rétt um 100 milljarða og Sem beljandi íslenskt jökul Brot úr aldarspegli | Síðari grein Sjávarútvegur markaði fyrstu atvinnubyltinguna, stóriðja og orkugeirinn aðra og fjármálageirinn þá þriðju. Hallur Hallsson fjallar um hvernig orkugeir- inn og fjármálageirinn binda bagga sína í útrás 21. aldar; þriðju atvinnubyltingu Íslendinga. »Erindi Íslands á 21. öld verður að færa heiminum þekkingu ís- lenskra orkufyrirtækja; þekkingu sem hefur skapast með öflugum heimamarkaði sem tók að þroskast þegar Neil Armstrong spókaði sig á tunglinu. Morgunblaðið/RAX Umdeild virkjun Með Kárahnjúkavirkjun og álverinu við Reyðarfjörð breytist margt í íslenskum þjóðarbúskap. Morgunblaðið/Golli Þriðja byltingin Fjármálageirinn markar þriðju atvinnubyltinguna. 2007 Starfsmenntaverðlaunin eru veitt þeim aðilum sem eru að vinna framúr- skarandi starf í starfsmenntun. Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum: Fyrirtæki og félagasamtök Skólar og fræðsluaðilar Opinn flokkur (t.d. einstaklingar, einstök verkefni og frumkvöðlastarf) Tilnefningar skal senda á sérstökum eyðublöðum sem eru á slóðinni www.starfsmenntarad.is Frestur til að senda inn tilnefningar er til 2. nóvember nk. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Starfsmenntaráði, Hafnarhúsi v/Tryggvagötu, 101 Reykjavík, sími 515 4800, www.starfsmenntarad.is         
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.