Morgunblaðið - 14.10.2007, Side 37

Morgunblaðið - 14.10.2007, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2007 37 árið 2008 flytja landsmenn í fyrsta sinn í sögunni út meira ál en fisk. Þá flytja þeir út ál fyrir 139 milljarða og 150 milljarða 2009.1 Álútflutningur fer þá yfir 40% af útflutningi lands- manna. Þetta er auðvitað kúvending, bylting sem stendur á herðum ákvörðunar sem tekin var fyrir rúm- um 40 árum. Gróskumikill orkugeiri hefur þróast og þroskast í tengslum við áliðju. Á árunum 2001-2006 varði orku- geirinn alls um fimmtán milljörðum króna í rannsóknir og hönnun, auk 500 milljónum í styrki til rannsókna- og vísindastarfa. Innan orkugeirans starfa 330 manns með háskóla- og tæknimenntun, þar af 226 verk- og tæknifræðingar. Aðkeypt sérfræði- þjónusta árið 2006 nam 400 árs- verkum háskólamenntaðs fólks, þar sem ætla má að séu meðal annars 273 ársverk verk- og tæknifræðinga, auk fjölda ársverka viðskiptafræð- inga, jarðfræðinga og fleiri hópa. Samtals gerir þetta 730 ársverk há- skólafólks, þar af 499 ársverk verk- og tæknifræðinga. Þá voru 475 árs- verk iðnaðarmanna innt af hendi fyrir orkugeirann árið 2006. Þar áttu í hlut rafvirkjar, vélsmiðir, vélfræð- ingar og fleiri. Loks voru 600 ófag- lærðir starfsmenn á vegum fyrir- tækjanna.2 Samtals starfa liðlega 1.800 manns í orkuiðnaði og séu 2,4 afleidd störf tekin með í dæmið hafa 6.100 manns beina afkomu af orku- iðnaði. Starfsfólkið á fjölskyldur. Samtals byggja um 11.600 manns af- komu sína á orkuiðnaði landsmanna. Stóriðju- og orkugeirinn stendur undir liðlega 21 þúsund manna byggð – það er tæplega Hafnar- fjörður en jafnstór Akureyri, Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði. Þekkingin byggist ört upp og seytlar um ís- lenskt atvinnulíf. Bankarnir fjár- mögnuðu stækkun Grundartanga og fjármagna álver við Helguvík. Bank- arnir hafa tekið höndum saman við orkugeirann, íslenskt háskólafólk mælir, reiknar og teiknar, verktakar framkvæma. Fjármálageirinn markar þriðju atvinnubyltinguna Ríkisvaldið stóð fyrir umfangs- mikilli einkavæðingu sem náði há- marki með sölu ríkisbankanna. Ný atvinnugrein tók vaxtarkipp. Fjár- málastarfsemi hefur orðið ein af meginstoðum hins nýja hagkerfis – leitt útrás íslenskra fyrirtækja. Kaupþing, Landsbankinn, Glitnir og Straumur – bankarnir fjórir á aðal- lista Kauphallarinnar – högnuðust um á þriðja hundrað milljarða árið 2006. Fjármálastarfsemi knýr mót- orana í þriðju atvinnubyltingu Ís- lendinga. Útrás orkufyrirtækja og verk- fræðistofa hefur tekið flug; hátækni- og verkkunnátta sem risið hefur á grunni orkugeirans og stóriðju. Öfl- ugur heimamarkaður hefur skapað Íslendingum einstakt tækifæri til út- rásar í orkuþyrstan heim. Allt er þetta reist á herðum 40 ára gamallar ákvörðunar. Orkugeirinn – stofninn í annarri atvinnubyltingu íslensku þjóðarinnar – hefur tekið höndum saman við fjármálageirann, stofninn í þriðju atvinnubyltingunni. Orkugeirinn er sem vakur gæð- ingur sem ólmur er að taka á sprett. Geysir Green Energy var stofnað af Glitni, FL Group, VGK hönnun og Reykjanesbæ. Félagið á hlut í Enex og Exorku sem hasla íslenskri orku- útrás vettvang í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu – ekki síst Kína. Ás- geir Margeirsson, forstjóri Geysis, segir Íslendinga í einstakri stöðu: [V]egna þess að mesta þróun sem orðið hefur í jarðhitamálum í heiminum á seinustu árum hefur verið hér á landi. Þessu forskoti megum við ekki glutra niður. Þetta er bara eins og í öllum keppnisíþróttum. Maður verður ekki lengi bestur ef maður hættir að æfa. HydroKraft Invest er fjárfesting- arfélag sem Landsbankinn og Landsvirkjun stofnuðu í febrúar 2007. „Kröfuharður heimamarkaður á Íslandi skapar öflug fyrirtæki, fjárhagslega, tæknilega og rekstr- arlega og byggir að auki undir al- þjóðlega samkeppnishæfni fyrir- tækjanna,“ sagði Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Lands- bankans.3 Hátæknifélagið Enex er dæmi um afsprengi íslenskrar stór- iðju. Fyrirtækið hefur vaxið og dafn- að. Í júlí 2006 gerði dótturfélag Enex – Iceland America Energy – stóran samning við Pacific Gas & Electric Ltd. í Bandaríkjunum um 50 MW raforkuorkuver sem stækk- að verður í 150 MW. Samningur Enex og PG&E hljóðar upp á 600 milljónir dollara eða 40 milljarða króna. „Þetta er mikilvægt skref í útrás félagsins og sýnir að sókn okk- ar undanfarin ár er að skila árangri í formi virkjanaverkefna,“ sagði Lár- us Elíasson, framkvæmdastjóri Enex, í tilkynningu félagsins í júlí 2006. PG&E er stærsta orkuveita Kaliforníu. Enex vinnur að verk- efnum í Kína, Þýskalandi, Ungverja- landi, Filippseyjum og El Salvador. Félagið boðaði „margföld umsvif í Kína,“ að því er Morgunblaðið greindi frá í júlí 2007. Icelandic Energy Group gerði samning við lýðveldi Serba í Bosníu upp á 30 milljarða króna í Höfða Morgunblaðið/RAX Táknmynd Bláa lónið hefur orðið táknmynd fyrir hið vistvæna Ísland. fljót í ham  Alþjóðabankinn: DOING BUSINESS 2008 Ísland í alþjóðlegum samanburði www.utflutningsrad.is www.utn.stjr.is P IP A R • S ÍA • 71825 Útflutningsráð og viðskiptaþjónusta utanríkisráðuneytisins halda morgunverðarfund á Grand Hótel, Hvammi, 17. október kl. 08.15-09.30. Framsögumenn: • Melissa Johns, sérfræðingur Alþjóðabankans - Skýrsla Alþjóðabankans „Doing Business 2008“ kynnt. - Áhersla er lögð á rekstrarumhverfi Íslands, Indlands, Kína, Víetnam, Búlgaríu, Rúmeníu og Brasilíu. • Carmen Niethammer, sérfræðingur Alþjóðabankans - Doing Business and Gender projects. • Guðjón Svansson, forstöðumaður hjá Útflutningsráði - Viðskiptasendinefnd til Indlands. Fundarstjóri: Júlíus Hafstein, skrifstofustjóri, utanríkisráðuneytinu Fundargjald með morgunverði og eintaki af skýrslunni er 3.500 kr. Háskólanemar eru velkomnir á fundinn og hvattir til að kynna sér skýrsluna á www.doingbusiness.org. Vinsamlega tilkynnið þátttöku til Útflutningsráðs í síma 511 4000 eða með tölvupósti á utflutningsrad@utflutningsrad.is. Nánari upplýsingar veita Berglind Sigmarsdóttir hjá viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins, berglind@mfa.is og Inga Hlín Pálsdóttir hjá Útflutningsráði, inga@utflutningsrad.is. WWW.N1.ISN1 BÍLAÞJÓNUSTA Komdu með bílinn fyrir 20. október og þú bæði sparar og losnar við alla bið. Hjólbarðaþjónusta N1er búin fyrsta flokks tækjakosti og hefur á að skipa reynslumiklu starfsfólki. EKKI BÍÐA EFTIR FYRSTA SNJÓNUM... Vetrarpakki fylgir dekkja- umgangi til 20. október Þeir sem kaupa umgang af dekkjum fyrir 20. október fá sérstakan kaupauka; bílabón, bílasápu, svamp, tjöruhreinsi og sköfu. Mættu tímanlega og vertu klár í veturinn. 15% afsláttur til 20. október Afsláttur af umfelgun, vetrardekkjum og þjónustu. 10% afsláttur fyrir Viðskiptakorts- hafa auk 5% í formi punkta fyrir Safnkorts- hafa – samtals 15%. Þú getur sótt um kort á staðnum og nýtur þá afsláttarins.-15 % Dekkjahótel Notaðu bílskúrinn í eitthvað skemmtilegt og láttu okkur geyma fyrir þig sumar- dekkin.Tekið er við dekkjum á öllum afgreiðslustöðum hjólbarðaþjónustu N1. Í vor mætirðu einfaldlega á sama verkstæði og sumardekkin bíða tilbúin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.