Morgunblaðið - 14.10.2007, Síða 37

Morgunblaðið - 14.10.2007, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2007 37 árið 2008 flytja landsmenn í fyrsta sinn í sögunni út meira ál en fisk. Þá flytja þeir út ál fyrir 139 milljarða og 150 milljarða 2009.1 Álútflutningur fer þá yfir 40% af útflutningi lands- manna. Þetta er auðvitað kúvending, bylting sem stendur á herðum ákvörðunar sem tekin var fyrir rúm- um 40 árum. Gróskumikill orkugeiri hefur þróast og þroskast í tengslum við áliðju. Á árunum 2001-2006 varði orku- geirinn alls um fimmtán milljörðum króna í rannsóknir og hönnun, auk 500 milljónum í styrki til rannsókna- og vísindastarfa. Innan orkugeirans starfa 330 manns með háskóla- og tæknimenntun, þar af 226 verk- og tæknifræðingar. Aðkeypt sérfræði- þjónusta árið 2006 nam 400 árs- verkum háskólamenntaðs fólks, þar sem ætla má að séu meðal annars 273 ársverk verk- og tæknifræðinga, auk fjölda ársverka viðskiptafræð- inga, jarðfræðinga og fleiri hópa. Samtals gerir þetta 730 ársverk há- skólafólks, þar af 499 ársverk verk- og tæknifræðinga. Þá voru 475 árs- verk iðnaðarmanna innt af hendi fyrir orkugeirann árið 2006. Þar áttu í hlut rafvirkjar, vélsmiðir, vélfræð- ingar og fleiri. Loks voru 600 ófag- lærðir starfsmenn á vegum fyrir- tækjanna.2 Samtals starfa liðlega 1.800 manns í orkuiðnaði og séu 2,4 afleidd störf tekin með í dæmið hafa 6.100 manns beina afkomu af orku- iðnaði. Starfsfólkið á fjölskyldur. Samtals byggja um 11.600 manns af- komu sína á orkuiðnaði landsmanna. Stóriðju- og orkugeirinn stendur undir liðlega 21 þúsund manna byggð – það er tæplega Hafnar- fjörður en jafnstór Akureyri, Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði. Þekkingin byggist ört upp og seytlar um ís- lenskt atvinnulíf. Bankarnir fjár- mögnuðu stækkun Grundartanga og fjármagna álver við Helguvík. Bank- arnir hafa tekið höndum saman við orkugeirann, íslenskt háskólafólk mælir, reiknar og teiknar, verktakar framkvæma. Fjármálageirinn markar þriðju atvinnubyltinguna Ríkisvaldið stóð fyrir umfangs- mikilli einkavæðingu sem náði há- marki með sölu ríkisbankanna. Ný atvinnugrein tók vaxtarkipp. Fjár- málastarfsemi hefur orðið ein af meginstoðum hins nýja hagkerfis – leitt útrás íslenskra fyrirtækja. Kaupþing, Landsbankinn, Glitnir og Straumur – bankarnir fjórir á aðal- lista Kauphallarinnar – högnuðust um á þriðja hundrað milljarða árið 2006. Fjármálastarfsemi knýr mót- orana í þriðju atvinnubyltingu Ís- lendinga. Útrás orkufyrirtækja og verk- fræðistofa hefur tekið flug; hátækni- og verkkunnátta sem risið hefur á grunni orkugeirans og stóriðju. Öfl- ugur heimamarkaður hefur skapað Íslendingum einstakt tækifæri til út- rásar í orkuþyrstan heim. Allt er þetta reist á herðum 40 ára gamallar ákvörðunar. Orkugeirinn – stofninn í annarri atvinnubyltingu íslensku þjóðarinnar – hefur tekið höndum saman við fjármálageirann, stofninn í þriðju atvinnubyltingunni. Orkugeirinn er sem vakur gæð- ingur sem ólmur er að taka á sprett. Geysir Green Energy var stofnað af Glitni, FL Group, VGK hönnun og Reykjanesbæ. Félagið á hlut í Enex og Exorku sem hasla íslenskri orku- útrás vettvang í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu – ekki síst Kína. Ás- geir Margeirsson, forstjóri Geysis, segir Íslendinga í einstakri stöðu: [V]egna þess að mesta þróun sem orðið hefur í jarðhitamálum í heiminum á seinustu árum hefur verið hér á landi. Þessu forskoti megum við ekki glutra niður. Þetta er bara eins og í öllum keppnisíþróttum. Maður verður ekki lengi bestur ef maður hættir að æfa. HydroKraft Invest er fjárfesting- arfélag sem Landsbankinn og Landsvirkjun stofnuðu í febrúar 2007. „Kröfuharður heimamarkaður á Íslandi skapar öflug fyrirtæki, fjárhagslega, tæknilega og rekstr- arlega og byggir að auki undir al- þjóðlega samkeppnishæfni fyrir- tækjanna,“ sagði Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Lands- bankans.3 Hátæknifélagið Enex er dæmi um afsprengi íslenskrar stór- iðju. Fyrirtækið hefur vaxið og dafn- að. Í júlí 2006 gerði dótturfélag Enex – Iceland America Energy – stóran samning við Pacific Gas & Electric Ltd. í Bandaríkjunum um 50 MW raforkuorkuver sem stækk- að verður í 150 MW. Samningur Enex og PG&E hljóðar upp á 600 milljónir dollara eða 40 milljarða króna. „Þetta er mikilvægt skref í útrás félagsins og sýnir að sókn okk- ar undanfarin ár er að skila árangri í formi virkjanaverkefna,“ sagði Lár- us Elíasson, framkvæmdastjóri Enex, í tilkynningu félagsins í júlí 2006. PG&E er stærsta orkuveita Kaliforníu. Enex vinnur að verk- efnum í Kína, Þýskalandi, Ungverja- landi, Filippseyjum og El Salvador. Félagið boðaði „margföld umsvif í Kína,“ að því er Morgunblaðið greindi frá í júlí 2007. Icelandic Energy Group gerði samning við lýðveldi Serba í Bosníu upp á 30 milljarða króna í Höfða Morgunblaðið/RAX Táknmynd Bláa lónið hefur orðið táknmynd fyrir hið vistvæna Ísland. fljót í ham  Alþjóðabankinn: DOING BUSINESS 2008 Ísland í alþjóðlegum samanburði www.utflutningsrad.is www.utn.stjr.is P IP A R • S ÍA • 71825 Útflutningsráð og viðskiptaþjónusta utanríkisráðuneytisins halda morgunverðarfund á Grand Hótel, Hvammi, 17. október kl. 08.15-09.30. Framsögumenn: • Melissa Johns, sérfræðingur Alþjóðabankans - Skýrsla Alþjóðabankans „Doing Business 2008“ kynnt. - Áhersla er lögð á rekstrarumhverfi Íslands, Indlands, Kína, Víetnam, Búlgaríu, Rúmeníu og Brasilíu. • Carmen Niethammer, sérfræðingur Alþjóðabankans - Doing Business and Gender projects. • Guðjón Svansson, forstöðumaður hjá Útflutningsráði - Viðskiptasendinefnd til Indlands. Fundarstjóri: Júlíus Hafstein, skrifstofustjóri, utanríkisráðuneytinu Fundargjald með morgunverði og eintaki af skýrslunni er 3.500 kr. Háskólanemar eru velkomnir á fundinn og hvattir til að kynna sér skýrsluna á www.doingbusiness.org. Vinsamlega tilkynnið þátttöku til Útflutningsráðs í síma 511 4000 eða með tölvupósti á utflutningsrad@utflutningsrad.is. Nánari upplýsingar veita Berglind Sigmarsdóttir hjá viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins, berglind@mfa.is og Inga Hlín Pálsdóttir hjá Útflutningsráði, inga@utflutningsrad.is. WWW.N1.ISN1 BÍLAÞJÓNUSTA Komdu með bílinn fyrir 20. október og þú bæði sparar og losnar við alla bið. Hjólbarðaþjónusta N1er búin fyrsta flokks tækjakosti og hefur á að skipa reynslumiklu starfsfólki. EKKI BÍÐA EFTIR FYRSTA SNJÓNUM... Vetrarpakki fylgir dekkja- umgangi til 20. október Þeir sem kaupa umgang af dekkjum fyrir 20. október fá sérstakan kaupauka; bílabón, bílasápu, svamp, tjöruhreinsi og sköfu. Mættu tímanlega og vertu klár í veturinn. 15% afsláttur til 20. október Afsláttur af umfelgun, vetrardekkjum og þjónustu. 10% afsláttur fyrir Viðskiptakorts- hafa auk 5% í formi punkta fyrir Safnkorts- hafa – samtals 15%. Þú getur sótt um kort á staðnum og nýtur þá afsláttarins.-15 % Dekkjahótel Notaðu bílskúrinn í eitthvað skemmtilegt og láttu okkur geyma fyrir þig sumar- dekkin.Tekið er við dekkjum á öllum afgreiðslustöðum hjólbarðaþjónustu N1. Í vor mætirðu einfaldlega á sama verkstæði og sumardekkin bíða tilbúin.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.