Morgunblaðið - 14.10.2007, Side 41

Morgunblaðið - 14.10.2007, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2007 41 ræðuhöldum og gjafaskiptum sem tilheyra slíkum athöfnum. Skilja mátti á fylgdarfólkinu frá borginni hvílíkur ótrúlegur heiður okkur þótti sýndur. Ekki þótti minna um þegar tilkynnt var að daginn eftir myndi sjálfur leiðtogi Kommúnistaflokks- ins í héraðinu vera viðstaddur tón- leika kórsins. Til að ekkert færi úr- skeiðis fékk kórstjóri leiðbeiningar um hvernig bæri að taka við gjöfum og gefa gjafir við slík tilefni. Á nefndum tónleikum var heldur en ekki viðhöfn vegna veru flokks- manna í salnum, því áður en kórinn fékk að stíga á svið þurfti nær þrjú kortér til að kynna hvern og einn þeirra, auk almennra ræðuhalda og gjafaskipta. Þriðja mikilmennið sem hinni íslensku sendinefnd auðnaðist að hitta var svo borgarstjórinn sjálf- ur. Sá var talsvert afslappaðri en hinir, hló og tók myndir í kveðju- kvöldverði kórfélaga í Xianyang, og allir fengu smágjöf frá borginni í far- teskið. Á Kínamúrnum Kína hefur upp á ótrúlega margt að bjóða, hin forna menningar- arfleifð og mannvirki eru meðal þeirra þekktustu í heimi. Skoð- unarferðir skipuðu því eðlilega stór- an sess í þéttri dagskrá kórsins, hér verður þó aðeins minnst á nokkrar þeirra. Fyrst lá leiðin í Forboðnu borgina, keisarahöll Kína frá tímum Ming-keisaraveldisins á fram- anverðri 15. öld. Þar bjó keisarinn ásamt fjölskyldu sinni þar til sá síðasti var hrakinn frá völdum árið 1924. Forboðna borgin er stærsti hallargarður heims sem enn stendur, en hún nær yfir 72 hektara svæði. Í Kína lifa margir og hugsa stórt, Kínamúrinn stendur enn því til stuðnings. Múrinn er meira en sex þúsund kílómetra lang- ur, lengsta mannvirki heims, og markar syðri mæri Innri-Mongólíu. Haft er eftir Maó Zedong að sá sem hafi ekki gengið Kínamúrinn sé ekki sannur karlmaður. Við Íslendingar fengum rúman hálftíma til að reyna að sanna karlmennsku okkar áður en við þurftum að rjúka aftur til Pek- ing til tónleikahalds. Við stórborgina Xi’an, nálægt Xia- nyang, er annan stórmerkan forn- leifafund að sjá, nefnilega Terra- cotta-leirherinn. Fyrsti Qin-keisarinn lét smíða um átta þús- und hermenn og gæðinga úr leir og koma þeim fyrir í grafhýsi sínu, þeir skyldu vera honum til varnar í næsta lífi. Herinn þykir ekki aðeins merki- legur fyrir hversu fjölmennur hann er heldur einnig vegna þess að engir tveir hermenn eru eins. Stórbrotin mannvirki bera hinu gífurlega valdi og mannafla keis- aranna vitni, en heimilislíf þeirra og dægrastyttingar eru líka áhugaverð skoðunarefni, ekki síst sú tónlist sem þeir hlustuðu á. Flutningur kín- verskrar hirðtónlistar lá niðri frá falli síðasta keisaraveldisins allt fram á 9. áratug síðustu aldar, og nú er reynt að byggja upp þennan menningararf eins og annan. Í Wuhan kynnti ung kona okkur hvert fornt tónverkið af öðru sem flutt var á endurgerðir fornra hljóð- færa. Þeirra á meðal var safn brons- bjallna sem fundust snemma á síð- ustu öld, en hver bjalla getur gefið frá sér tvo mismunandi tóna. Íslensk lög og ljóð Tónlistin, reyndar íslensk tónlist, er auðvitað forsenda og tilgangur ferðarinnar allrar. Á efnisskrá Hamrahlíðarkórsins kennir ýmissa grasa, en tilgangurinn með ferðum sem þessari er fyrst og fremst að sýna ákveðna breidd íslenskrar tón- listar. Mismunandi áhorfendahópar krefjast auðvitað ólíkra efnisatriða, en fyrir ferðina voru upplýsingar um áhorfendur oft takmarkaðar. Úr varð ákveðin blanda léttari og þyngri tónlistar. Nefna má fjögur ís- lensk þjóðlög í útsetningu Hafliða Hallgrímssonar, Vorvísu Jónasar Hallgrímssonar eftir Atla Heimi Sveinsson og tvær stemmur eftir Jón Ásgeirsson, Kveðið í bjargi eftir Jón Nordal, Vorið það dunar eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Fögnuð, við ljóð Matthíasar Johannessen, sem Haukur Tómasson afhenti kórn- um árið 2004. Hamrahlíðarkórinn, oft kynntur sem kórinn frá Íslandi, Bing Dao, hélt átta tónleika í Kína. Þrátt fyrir vissan skort á tengingu sem hlýtur að fylgja þegar ókunn tónlist er flutt við óskiljanlegan texta var jafnan góður andi í salnum og íslensku þjóðbúningarnir sem stelpurnar skörtuðu vöktu mikla lukku. Kór í þjóðbúningum og áhorf- endur í hermannabúningum Vettvangar fyrstu tvennra tón- leikanna voru um margt líkir, um tvö þúsund manna tónleikasalir Pek- ingháskóla og Háskóla fólksins. Gestgjafar okkar í Daxing- framhaldsskólanum í Peking sátu þriðju tónleikana, veifandi íslensk- um fánum, og reyndar einnig þeim kínverska sem og ólympíufánanum. Í Xianyang voru einir tónleikar í Listaháskóla héraðsins, sem Komm- únistaflokkurinn var viðstaddur, og aðrir í Fjöltækniskóla héraðsins, fyrir framan fullan sal af ungmenn- um í hermannabúningum. Alvarleik- anum sem ríkti í báðum sölunum létti þó stórlega að tónleikum lokn- um, en þá þustu kínverskir há- skólanemar upp að kórnum með myndavélasímann í hendi. Svo var keppst um að fá mynd af ljós- hærðum stelpum með skotthúfu á höfði og sætum strákum í hvítum skyrtum. Frábærir tónleikasalir og opnir áhorfendur einkenndu síðustu þrenna tónleikana í Wuhan og Qingdao. Ætla má að meðalaldur áhorfenda í Wuhan hafi verið sjö til átta ár, börnin sátu stillt og prúð en jafnframt spennt í skólabúningunum sínum. Í Qingdao voru einnig börn í salnum, en þó aðallega fullorðið tón- listarfólk sem nýtti margt tækifærið til að fá mynd af sér með ungum Ís- lendingum að tónleikum loknum, líkt og í Xianyang. Ferðin var erfið á köflum en mjög ánægjuleg, enda gekk tónleikahaldið vel og móttökurnar voru til fyr- irmyndar. Sérstaklega ber að nefna mikinn stuðning starfsmanna ís- lenska sendiráðsins, sendiherrans Gunnars Snorra Gunnarssonar og fylgd hinnar frábæru Yan Ping Li um borgir Kína. Hin opinbera sendi- nefnd frá Íslandi er orðin reynslunni ríkari, betri í að borða með prjónum og hefur öðlast ómetanlega sýn inn í kínverskt samfélag. Kínaglíma Splunkuný Kínaglíma að hætti tenóranna fór í fyrsta sinn opinberlega fram í Xianyang við Gulafljót. hlíðarkórsins til Kína Höfundur er félagi í Hamrahlíðarkórnum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.