Morgunblaðið - 14.10.2007, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 14.10.2007, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2007 43 menningur uppi með sárt ennið. Um þetta eru dæmi í íslenzkri viðskiptasögu. Það hefur áreið- anlega enginn þeirra, sem að þessu máli koma áhuga á því að eitthvað slíkt gerist. Samningarnir V instri grænir öðrum fremur standa nú frammi fyrir nokkrum áleitn- um spurningum, sem þeir geta ekki leyft sér að bíða í nokkra mánuði með að svara. Fyrsta spurningin snýr að kaupréttar- samningum. Fráfarandi borgarstjóri hafði þegar gert ráðstafanir til þess að jafna rétt fólks til kaupa á hlutabréfum að vissu marki. En hvað ætlar Svandís Svavarsdóttir að gera? Ætlar hún að láta það, sem eftir stendur óhreyft? Var það ekki hún, sem sagði, að forráðamenn Orkuveit- unnar væru að umgangast eigur borgarinnar eins og sjoppu, sem þeir ættu sjálfir?! Svandís verður að standa við stóru orðin enda ljóst af frásögn af fundi Vinstri grænna um þessi mál, sem birtist í Morgunblaðinu í dag, laug- ardag, að innan Vinstri grænna er megn óánægja með þann farveg, sem málið allt er komið í. Það er eins gott fyrir Svandísi að van- meta ekki útgöngu Birnu Þórðardóttur og þá merkingu, sem hún hefur. Samningarnir, sem gerðir voru um kauprétti sýna hvað það er erfitt að blanda saman opinber- um rekstri og einkarekstri. Það er nánast ómögulegt. Það sem kann að þykja eðlilegt í einkarekstri er það alls ekki í opinberum rekstri. Það er eins gott að stöðva þessa þróun í opinber- um rekstri strax. En það eru ekki bara samningarnir um kaup- réttinn, sem Vinstri grænir þurfa að taka af- stöðu til strax. Hvað segja þeir um þann ótrú- lega „þjónustusamning“ til 20 ára, sem komið hefur í ljós síðustu daga. Í Morgunblaðinu í dag, laugardag, er birtur orðréttur kafli úr þeim samningi, sem leggur svo ótrúlegar skuldbind- ingar á Orkuveitu Reykjavíkur í þágu Reykjavík Energy Invest, að með algerum ólíkindum er. Sú spurning hlýtur að vakna við lestur þess texta, hvort forráðamenn Orkuveitunnar hafi getað skuldbundið opinbert fyrirtæki með þessum hætti án þess að leggja þá samninginn fram í borgarstjórn til umræðu þar og samþykktar. Gæti stjórn Landsvirkjunar samþykkt sams konar samning um afsal á réttindum og óefn- islegum eignum Landsvirkjunar í hendur einka- aðila án þess að tala við eigendur sína? Það færi allt á annan endann á Alþingi ef slíkt yrði gert. Og hér er enginn munur á. Það hlýtur að verða eitt fyrsta verkefni Svandísar Svavarsdóttur að kanna með hvaða hætti hægt er að rifta þessum fáránlega samningi. Ætla Vinstri grænir að láta þetta yfir sig ganga? Það getur einfaldlega ekki verið. Morgunblaðið birtir líka í dag, laugardag, samrunasamning Reykjavík Energy Invest og Geysis Green Energy. Í þeim samningi er verið að ráðstafa Hitaveitu Suðurnesja, þessu mynd- arlega orkufyrirtæki, sem Suðurnesjamenn hafa byggt upp og er til algerrar fyrirmyndar og hef- ur verið frá upphafi. Reykjanesbær á að eignast meirihluta í smá- sölufyrirtæki, sem á að bera þetta nafn en hverj- ir eignast grunnstarfsemina og orkulindirnar? Það þýðir ekki fyrir Svandísi Svavarsdóttur að skoða það mál í marga mánuði. Ef einkaaðilar eru að eignast grunnstarfsemi Hitaveitu Suð- urnesja, sem 7. töluliður samrunasamningsins bendir til en hér skal ekki fullyrt að sinni er það sambærilegt við það ef einkaaðilar eignuðust grunnstarfsemi Orkuveitu Reykjavíkur í Mos- fellssveit og á Hellisheiði. Finnst borgarfulltrú- um hins nýja meirihluta í borgarstjórn Reykja- víkur það sjálfsagt? Finnst Svandísi Svavarsdóttur, sem augljóslega er þungamiðjan í hinum nýja meirihluta, það sjálfsagt? Alvarleg mistök Þ ótt spjótum sé hér beint að Svan- dísi Svavarsdóttur er auðvitað ljóst, að fyrri meirihluti í borg- arstjórn Reykjavíkur með Sjálf- stæðisflokkinn í fararbroddi hefur gert hér mjög alvarleg mistök. Það er algerlega óskiljanlegt að þeir samningar, sem hér hafa verið nefndir hafi verið gerðir í nafni hins opinbera fyrirtækis, Orkuveitu Reykjavík- ur. Það eina, sem hægt er að segja borgar- fulltrúum Sjálfstæðisflokksins til varnar er að þeir stungu við fótum á síðustu stundu. Kannski of seint. Það á eftir að koma í ljós vegna þess að það er óhugsandi annað en reynt verði að snúa þessu máli öllu við. Og það væri auðvitað öllum fyrir beztu. Það getur ekki verið að þeir einkaaðilar, sem við sögu koma hafi áhuga á að starfa í því klúð- urslega umhverfi, sem slík blöndun opinbers rekstrar og einkarekstrar kallar á. Þeir hljóta að hugsa um það eitt þessa dagana, hvernig þeir geti komizt frá málinu, þannig að þeir fái frið til þess að vinna að sínum áhugamálum á þessu sviði. Þetta er ekki umhverfi, sem hentar einka- rekstri. » Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri grænna í borg-arstjórn, sem margir innan þess flokks líta til sem framtíð- arleiðtoga er yfirleitt mjög skýrmælt. En hún hefur átt ótrúlega erfitt með að skýra afstöðu Vinstri grænna til málefna Orku- veitunnar síðustu daga eftir að nýr meirihluti hafði verið mynd- aður í borgarstjórn Reykjavíkur. rbréf Morgunblaðið/Golli Nýr meirihluti Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, svarar spurningum á blaðamannafundi, sem haldinn var við Tjörnina eftir að nýr borgarstjórnarmeirihluti var myndaður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.