Morgunblaðið - 14.10.2007, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 14.10.2007, Qupperneq 58
58 SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Hraunhamar fasteignasala hefur tekið í einkasölu/-leigu glæsilegt skrifstofu- og iðnaðarhúsnæði. Eignin er 918,7 fm, vel staðsett innst í botnlanga við Drangahraun 14 í Hafnarfirði. Húsnæðið skiptist í 3x123 fermetra með góðum innkeyrsludyrum og göngudyrum þar sem lofthæð er um 4,50 metrar, ett bil með tveimur innkeyrsludyrum sem er 186 fermetar og fylgir því skrifstofuhæð sem fyrsta hæð, 121 fm, samtals um 307 fermetrar, og tvær skrifstofuhæðir sem eru 2x121 fermetrar. Lyfta er í húsinu. Húsið afhendist fullbúið (klætt) að utan, og að innan eru skrifstofubilin fullfrágengin en iðnaðarbilin tilbúin und- ir tréverk. Lóð, sem er 1.712 fm, verður fullfrágengin. Upplýsingar veitir Þorbjörn Helgi sölumaður, s. 896-0058. DRANGAHRAUN - HF. Hraunhamar fasteignasala hefur fengið í sölu/leigu glæsilegt verslunar- og skrifstofuhúsnæði á frábærum stað við Tjarnarvelli 3, fremst í Vallahverfi í Hafnarfirði. Framhlið hússins snýr að Reykjanesbraut og býður upp á mikið auglýsingagildi. Húsið er fjórar hæðir og er nú þegar uppsteypt. Á svæðinu munu rísa mörg stór hús með mikla atvinnustarfsemi og þjónustu, sum þeirra eru nú þegar komin. Þarna verður framtíðarþjónustu- og verslunarsvæði. Næg bílastæði. Nánari upplýsingar á hraunhamar.is. Upplýsingar veita sölumenn Hraunhamars. TJARNARVELLIR - HF. ATVINNUHÚSNÆÐI Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson löggiltir fasteignasalar OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-15 ÁNALAND 2, 108 REYKJAVÍK Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 Sími 530 6500 Fallegt 263,4 fm, 2ja hæða einbýli/parhús með innbyggðum bíl- skúr á besta stað vestan megin í Fossvoginum, byggt 1983. Fjögur svefnherbergi. Tvö baðherbergi. Parket og flísar á gólfum. Arinn, sólstofa og verönd. Góð aðkoma. Bílastæði malbikuð. Skjólgóður garður í góðri rækt. Hiti í plani og stéttum. Verð 79,9 millj. Gústaf (895-7205) og Guðrún (895-3990) taka á móti öllum áhugasömum. www.heimili.is Daniel G. Björnsson Sölufulltrúi • Lögg. leigumiðlari Sími 530 6500 • daniel@heimili.is M bl .9 21 92 1 Grensásvegur 12, Reykjavík Fasteignakaup kynna Grensásveg 12 í Reykjavík, 1.576,3 fm á besta stað í borginni. Eignin í framhúsi er 1.104,5 fm og skiptist í tvær hæðir, á annarri og þriðju hæð, og 462 fm eru á fyrstu hæð í bakhúsi. Húsið hefur verið notað undir skrifstofur og kennslustofur. Hér er um góðan fjárfestingarkost að ræða. Hagstæð lán áhvílandi. Óskað er eftir tilboðum í eignina. Nánari upplýsingar gefa sölufulltrúar Fasteignakaupa, Páll Höskuldsson, s. 864-0500, og Guðmundur Valtýsson, s. 865-3022 Erna Valsdóttir lögg. fast.-, skipa- og fyrirtækjasali. Sími 515 0500 www.fasteignakaup.is Óskar R. Harðarson og Jason Guðmundsson, löggiltir fasteignasalar F A S T E I G N A S A L A N MIKLABORG Síðumúli 13 Sími 569 - 7000 www.miklaborg.is Í dag er opið hús frá kl. 15 til 16 í þessari glæsilegu íbúð í Sjálandinu í Garðabæ. Iða Brá tekur á móti gestum. Verönd og svalir. Sérlega glæsileg, um 130 fm, 4ra herb. íbúð með sól- ríkum garði, timburverönd og svölum í fallegu fjölbýlishúsi í þessu eftir- sótta hverfi. Húsið er byggt af Byggingarfélagi Gunnars & Gylfa. Eignin sem er á 1. hæð frá götu og jarðhæð frá garði skiptist m.a. í sjónvarps- hol, tvö herbergi, stofu, borðstofu, eldhús, baðherbergi og þvottahús. Sérgeymsla í kjallara. Lyfta er í húsinu. Fallegt sjávarútsýni. STRANDVEGUR 18 – GARÐABÆ Op ið h ús ÞAÐ þarf engan að undra þótt tal- meinafræðingar segi sig frá samn- ingum við Tryggingastofnun rík- isins. Í skilningi talmeinafræðinga er gert ráð fyrir að hver almenn með- ferð sé metin sem 50 mínútna vinnuframlag (í meðferð er innifal- in umsýsla, svo sem undirbúningur þjálfunar, ljósritun, símtöl eða bréf til annarra sérfræðinga, bókun og kvittun fyrir þjálfunartíma). Tryggingarstofnun stendur á því fastar en fótunum að hver meðferð skuli vara í 50 mínútur (umsýsla ekki innifalin). Það er ekki verið að hugsa um „meðferðina“ á bless- uðum börnunum. Jafnvel leik- manni hlýtur að skiljast að faglega undirbúin og hæfilega löng með- ferð hlýtur að skila betri árangri en illa undirbúin löng meðferð. Talmeinafræðingar, sem starfa samkvæmt samningi við Tryggingastofnun eru núna sex- tán. Þeir sem að gefnu tilefni sögðu sig frá samningi eru sjö. Tryggingastofnun skirrist ekki við að mismuna sjúkratryggðu fólki sínu með því að neita að end- urgreiða sumum og benda þeim á að fara á biðlista hjá þeim átta sem eftir eru á Stór-Reykjavíkursvæð- inu. Um miðjan nóvember n.k. verð- ur að líkindum enginn talmeina- fræðingur á samningi hjá Tryggingastofnun, ef ekki breytist viðhorf þeirra, sem koma að þess- ari samningsgerð og túlkun af hálfu TR, þangað til. Samningurinn við Trygginga- stofnun gildir út árið 2008. Flestir launasamningar renna út um næstu áramót. Þess vegna spyr ég heilbrigðisráðherra, hvort honum þyki gáfulegt að láta einhverja þverskalla hjá Tryggingastofnun setja þennan samning í uppnám. Finnst honum e.t.v. að það sé af hinu góða að tryggingatakar rík- isins gefist upp við að sækja lög- boðnar tryggingar sínar til ríkisins og greiði bara sjálfir. ÞÓRHALLUR HRÓÐMARSSON, Bjarkarheiði 19, Hveragerði. Talmeina- þjónusta í uppnámi Frá Þórhalli Hróðmarssyni Norræn samvinna. Norræna ráðið. Norræna ráðherranefndin. Nor- rænir samningar. Til hvers? Fyrir 45 árum síðan var sagt að allt væri það til að auðvelda frjálst flæði fólks á opnum atvinnu- markaði um öll Norðurlöndin. Einnig að tryggja réttindi manna. Til þess var 6. okt. 1997 undirritaður, í Helsinki, af fulltrúum ríkisstjórnar Danmerkur, landsstjórnar Færeyja og rík- isstjórna Finnlands, Íslands, Nor- egs og Svíþjóðar: Samningur milli Norðurlandanna til að komast hjá tvísköttun að því er varðar tekjur og eignir. Í sænska samningnum stendur: „Skatter på inkomster och på förmögenheter.“ Hvernig fór? Í Morgunblaðinu 27. nóvember 2005 er viðtal við Baldur Guð- laugsson, ráðuneytisstjóra fjár- málaráðuneytis. Svarar hann þar grein tveggja lögfræðinga 26. nóv- ember, sem gagnrýndu 30. grein laga 129/2004 „... hafi ríkisstjórnin heimild til að koma í veg fyrir að aðilum verði gert að greiða skatt af sama skattstofni bæði á Íslandi og erlendis. Skattstofn sé hugtak inn- an landsréttar og ólíklegt sé að önnur ríki skilgreini skattstofn með sama hætti og gert er í íslenskum lögum“. Telja þeir að gera verði breytingar á 30. grein ella verði gerð tvísköttunarsamninga „í al- gjörum ólestri.“ Baldur sagði að 30. grein væri áratuga gömul. Áður hafi sagt ...koma í veg fyrir tvísköttun tekna og eigna. Nú falli eignaskattur nið- ur. Því hafi orðalagi ákvæðisins verið breytt til að koma í veg fyrir túlkunarvanda.(?) Í stað ...tekjur og eignir sé talað um skattstofna. Ekki treystir undirritaður sér til að ræða þann feril sem þarna er lýst, né skilgreina hvort átt sé við túlkun laga eða túlkun milli landa. Ofangreindur samningur var undirritaður í október 1996. Og við- aukinn 6. október 1997 fjallar að mestu leyti um túlkun eða skýringu ákvæða á þessari eða hinni þjóð- tungu Norðurlandanna. Og enn versnar það. Í máli öryrkja gegn íslenska rík- inu, vegna tvísköttunar örorku hans, eftir að hann flutti heim til Íslands, vitna lögmenn beggja aðila ítrekað í tvísköttunarsamninginn og 15. 18. 25. og 26. greinar hans. En í dómnum segir að samning- urinn hafi ekki gildi í málinu! Hann hafi ekki verið staðfestur af Al- þingi. Samkvæmt 77. grein stjórn- arskrárinnar megi einungis skatt- leggja samkvæmt lögum. Hinsvegar hafi samningurinn verið staðfestur af þjóðþingum hinna Norðurlandanna og þar öðlast laga- gildi. Er ekki mál til komið? Eftir 10 ár. Eða ætlum við enn að vera stikkfrí? INGVAR KJARTANSSON, læknir. 1997 – 6. október – 2007 Frá Ingvari Kjartanssyni Ingvar Kjartansson Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.