Morgunblaðið - 14.10.2007, Side 65

Morgunblaðið - 14.10.2007, Side 65
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2007 65 ✝ Ingibjörg Jóns-dóttir fæddist á Dynjanda í Arnar- firði 14. apríl 1914. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ 27. september síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Guð- munda Guðmunds- dóttir og Jón Jóns- son, bændur á Dynjanda. Ingi- björg var áttunda í röð tíu systkina sem nú eru, með henni, öll gengin. Ingibjörg hélt suður til Reykja- víkur snemma á þrí- tugsaldri og stund- aði þar ýmis störf. Ingibjörg giftist árið 1962 Ágústi Jó- hannssyni, d. 1963. Hún eignaðist tvö börn, Leif Jósteins- son, f. 1940, d. 1998, og Hafdísi Ágústs- dóttur, f. 1948. Barnabörnin eru sex og barna- barnabörnin sex. Ingibjörg var jarðsungin frá Garðakirkju 4. október, í kyrr- þey. Góð vinkona og frænka, Ingibjörg Jónsdóttir frá Dynjanda, er nú látin, 93 ára að aldri, og langar mig að skrifa nokkur orð í minningu hennar. Ég mat Ingibjörgu mikils en ég kynntist henni þegar ég fór að vera með systursyni hennar, Arnþóri Kristjánssyni. Ingibjörg var þá ung kona um fertugt og urðum við fljótt bestu vinkonur þrátt fyrir aldurs- mun en ég var þá um tvítugt. Ingibjörg var mjög sérstök kona, hún var grannleit, frekar dökk yf- irlitum og lagleg, það sem gerði hana sérstaka var hve mikil listakona hún var. Segja má að hún hafi verið á undan sinni samtíð því hún gerði sér far um að nýta sem mest úr um- hverfinu og náttúrunni í sín lista- verk. Enda liggur margt fallegt handverkið eftir hana sem á vafa- laust eftir að gleðja afkomendur lengi. Það var alltaf gott að koma til Ingibjargar og hún lét mann alltaf finna hve velkominn maður var. Í „þá daga“ var maður alltaf að sauma á börnin og mikið var þá notalegt að geta komið á Kvisthagann og fengið leiðbeiningar enda tók Ingibjörg manni alltaf afskaplega vel. Af Kvisthaganum fluttu þau Ingi- björg og Ágúst í Silfurtún í Garðabæ þar sem þau byggðu sér fallegt hús við Faxatún. Börnunum okkar Arn- þórs þótti alltaf mjög gaman að fara til frænku sinnar og þegar ég spurði þau hvort þau vildu fara í Silfurtúnið kom margradda svar; já, já, já. Enda var það eins og ævintýri að fara til hennar, allt umhverfið eins og í sveit og náttúran allt um kring. Þá var farið í fjöru og tíndar skeljar og steinar, eða í móann og tíndur mosi og blóm til að þurrka. Síðan var hald- ið heim í Faxatún til að búa til mynd- ir úr þessum efnivið undir styrkri handleiðslu Ingibjargar. Ingibjörg var uppáhaldsfrænka Arnþórs mannsins míns. Minningar hans um hana tengdust ávallt Dynj- anda sem var æskuheimili hennar því hann var þar hvert sumar fram undir unglingsár hjá afa sínum og ömmu og er sá tími honum ákaflega kær. Ingibjörgu minntist oft á ferð sem hún fór vestur á Dynjanda. Þá kom hún með Súðinni frá Reykjavík til Bíldudals þar sem henni var falið að taka Arnþór með sér aðeins tveggja ára gamlan yfir að Dynjanda. Farið var á opnum bát yfir á Hjallkárseyri og dvalið um nóttina hjá frændfólki og síðan áfram inn fjörðinn að Dynj- anda næsta dag til ömmu og afa þar sem Arnþór átti að dveljast um sum- arið. Ingibjörg hafði ótrúlegt minni og fram á síðasta dag var hægt að spyrja hana um ýmislegt það sem gerst hafði í gegnum tíðina. Henni þótti líka afar vænt um fjölskylduna sem heild og fylgdist vel með hver hafði eignast barn, hver væri að gift- ast og hvernig þessi eða hinn tengd- ist inn í fjölskylduna. Elsku Hafdís og fjölskylda, við Arnþór og börnin okkar sendum ykkur innilegustu samúðarkveðjur. Ég vil sérstaklega þakka Ingi- björgu þá góðu vináttu sem við átt- um í yfir 50 ár. Bergljót Baldvinsdóttir. Ingibjörg Jónsdóttir Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919 ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug, styrk og stuðning við andlát og útför okkar ástkæru eiginkonu, móður, tengdamóður, systur, ömmu og langömmu, EDDU ÁSGERÐAR BALDURSDÓTTUR, Rjúpufelli 46, Reykjavík. Garðar Árnason, Guðný Svana Harðardóttir, Þóra Björk Harðardóttir, Ómar Bjarni Þorsteinsson, Árný Lilja Garðarsdóttir, Sigrún Jóna Baldursdóttir, Róbert Jón Jack, Helgi Gunnar Baldursson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, DÓRU S. HALLDÓRSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 3a á Grund fyrir einstaka umönnun og hlýju. Svanhildur Magnúsdóttir, Hilmar Magnússon, Ólöf Magnúsdóttir, Þórarinn Haraldsson, Málhildur Þ. Angantýsdóttir, Sigurður Angantýsson, ömmu-, langömmu- og langalangömmubörn. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, FRIÐRIKKU BJARNADÓTTUR, hjúkrunarheimilinu Sóltúni, áður til heimilis í Hæðargarði 35. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Sóltúns fyrir góða umönnun og einstaka hlýju. Bjarni Ólafsson, Rannveig Guðmundsdóttir, Bjarney Ólafsdóttir, Richard A. Hansen, Ólafur E. Ólafsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Jón S. Ólafsson, Caroline Nicholson, Dómhildur Ingibjörg Ólafsdóttir, Jón Hilmar Friðriksson, Þóra Sigríður Ólafsdóttir, Páll M. Pálsson, barnabörn og langömmubörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför, ÁSGEIRS STEFÁNSSONAR, Fagradal, Breiðdal. Stefán Stefánsson, Auður Stefánsdóttir, Birgir Einarsson og fjölskylda. ✝ Við þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu okkur hluttekningu og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra SIGURÐAR G. GUÐMARSSONAR, Ásvegi 11, Reykjavík. Sérstakar þakkir viljum við færa Slökkviliði höfuð- borgarsvæðisins og Brunavarðafélagi Reykjavíkur. Þórunn Sigurðardóttir, Ingi Þór Sigurðsson, Laufey Klara Guðmundsdóttir, Pétur Sigurðsson, Þórunn Sigurðardóttir, Joost Schrander, Einar Hansson, Birgit Hansson barnabörn og aðrir aðstandendur. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og vinsemd vegna fráfalls móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, KARENAR ELISABETHAR BRYDE, Lindarhvammi 8, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks 3. hæðar á Vífilsstöðum fyrir alúðlega umönnun og hlýju. Bent K. Bryde, Margrét Eðvalds, Leif K. Bryde, Amalía Stefánsdóttir, Inga Anna Lisa Bryde, Sveinn Halldórsson, Axel K. Bryde, Elsa Þorsteinsdóttir. ✝ Hugheilar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR ÁGÚSTU ÁGÚSTSDÓTTUR, hjúkrunarheimilinu Skjóli, áður Grandavegi 47, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Skjóls fyrir frábæra umönnun. Garðar Gíslason, Margrét Bjarnadóttir, Ögmundur Magnússon, Dóra Garðarsdóttir, Sigurður Magnússon, Hulda Friðgeirsdóttir, Hjalti Magnússon, Jónína Þorbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARÍU UNNAR SVEINSDÓTTUR frá Ólafsvík. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki á deild A3 á Hrafnistu í Reykjavík fyrir góða umönnun og hlýju. Aðalsteinn Guðbrandsson, Sigríður Aðalsteinsdóttir, Ole Dangvard Jensen, Sjöfn Aðalsteinsdóttir, Guðrún Aðalsteinsdóttir, Ævar Guðmundsson, Þórheiður Aðalsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.