Morgunblaðið - 14.10.2007, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 14.10.2007, Qupperneq 68
68 SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Nýr borgarstjórnar-meirihluti undir for-ystu Dags B. Eggertssonar tekur við völdum í Reykjavík eftir helgi. Á fimmtu-daginn ákvað Björn Ingi Hrafnsson, borgar-fulltrúi Framsóknar-flokksins, að enda meirihluta-samstarf sitt við Sjálfstæðis-flokk og hefja sam-starf við Sam-fylkingu, Vinstri græna og F-lista. Björn Ingi sagði að vegna óeiningar um mál-efni Orku-veitu Reykjavíkur (OR) og hluta hennar í Reykjavík Energy Invest (REI) yrði í fram-tíðinni erfitt að vinna með sjálfstæðis-mönnum að vissum verkefnum. Björn Ingi sagði að ósamkomu-lag hefði verið milli borgar-fulltrúa Sjálfstæðis-flokks og sín um sölu á hlut OR í REI, og að líka hefði verið óeining innan borgar-stjórnarflokks sjálfstæðis-manna. Þeir segja tal um óeiningu í þeirra röðum vera fyrir-slátt af hálfu Björns Inga sem hafi komið fram af miklum óheilindum. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Reykjavíkur sem nýr meiri-hluti tekur við á miðju kjör-tímabili. Dagur verður fjórði borgar-stjórinn síðan Ingibjörg Sólrún lét af emb-ætti árið 2003. Meiri-hluti fallinn í borginni Morgunblaðið/Brynjar Gauti Nýi meiri-hlutinn hélt blaðamanna-fund við tjörnina á fimmtu-dag. Gordon Brown, forsætis-ráðherra Bret-lands, hefur til-kynnt að hann boði ekki til kosninga í haust. Í við-tali við BBC sagði hann að einnig væri ólík-legt að al-mennar kosningar yrðu á næsta ári. Hann verður þó að boða til kosninga í síðasta lagi í maí 2010. Sam-kvæmt könnun hefur dregið úr stuðningi við Verkamanna-flokkinn, en fylgi hans jókst eftir að Brown tók við em-bættinu í júní. Leið-togi Frjáls-lynda demókrata-flokksins segir að Brown hefði tekið hags-muni flokksins fram yfir hags-muni þjóðarinnar. Brown segist telja að það sé betra fyrir kjós-endur að fá meiri tíma til að kynna sér sýn hans á land og þjóð. Brown boðar ekki til kosninga Gordon Brown Sigur Rós fékk nýbreytni-verðlaun Hljóm-sveitin Sigur Rós hlaut á mánu-daginn nýbreytni-verðlaun breska tónlistar-tímaritsins Q. Á meðal annarra sem fengu verð-laun á há-tíðinni voru Kylie Minogue, Damon Albarn, Ian Brown, Muse, Amy Winehouse og bítillinn Paul McCartney sem hlaut sér-stök heiðurs-verðlaun. Verð-laun Alþjóð-legrar Kvikmynda-hátíðar Ung-verska kvik-myndin Ferð Isku eftir Csaba Bollók hlaut Gullna lundann, aðal-verðlaunin á Alþjóð-legu kvikmynda-hátíðinni í Reykjavík. Í dóm-nefnd sátu Hal Hartley, Friðrik Þór Friðriksson og Gréta Ólafsdóttir. Danska myndin Listin að gráta í kór eftir Peter Schønau Fog fékk FIPRESCI verð-launin og einnig verð-laun þjóð-kirkjunnar. Áhorfenda-verðlaunin hlaut enska kvik-myndin Stjórn sem fjallar um ævi tónlistar-mannsins Ian Curtis eftir ljós-myndarann Anton Corbijn. Dóm-nefnd Amnesty International verð-launaði síðan kvik-myndina Lög-mál hagnaðarins. Listir Á þriðju-daginn komu 27 flótta-menn frá Kólumbíu til landsins í boði íslenskra stjórn-valda. Þetta voru allt konur og börn, en þrír flótta-menn frá sama landi höfðu þegar komið. Fólkið var flutt frá Ekvador, þangað sem það hafði flúið frá heima-landi sínu vegna stríðs-átaka og of-sókna. Flótta-manna-stofnun Sam-einuðu þjóðanna fór fram á það við íslensk stjórn-völd að fólkinu yrði veitt hæli vegna að-stæðna þeirra. Reykjavíkur-borg og Rauði krossinn sjá um mót-töku fólksins, sem nú tekur þátt í 12 mánaða aðlögunar-verkefni á vegum félagsmála-ráðuneytisins. Flótta-fólk frá Kólumbíu Á þriðjudags-kvöld var kveikt á friðar-súlu Yoko Ono í Viðey, en þann dag hefði fyrrum eigin-maður hennar bítillinn John Lennon orðið 67 ára, hefði hann lifað. Hug-myndin að lista-verki sem yrði leiðar-ljós fyrir heims-frið kviknaði fyrir mörgum ára-tugum. Fyrir þremur árum ákvað Yoko Ono svo að verkið skyldi sett upp á Íslandi. Hún áleit Ísland vera vel til þess fallið landfræði-lega að senda strauma friðar eftir jarð-kúlunni, auk þess sem Ísland er her-laust land. Það skipti hana einnig máli að orkan sem þarf til að láta verkið loga er unnin úr jarð-hita en ekki olíu. Ringo Starr fyrrum trommu-leikari Bítlanna, og Olivia Harrison, ekkja bítilsins George Harrisons, voru viðstödd vísluna. Starr sagðist viss um að John Lennon hefði orðið ánægður með súluna. „Já, hann hefði orðið mjög hrifinn, og ég held reyndar að John sé með okkur. Hann er með okkur hér á Íslandi í kvöld.“ Friðar-súla tendruð í Viðey Morgunblaðið/Golli Enski rit-höfundurinn Doris Lessing hlýtur Nóbels-verðlaunin í bók-menntum í ár. Sænska akademían segir, að Lessing sé hetja hinnar kven-legu reynslu, sem hafi sett tví-skipta menningu undir mæli-ker. Lessing er 87 ára og því elsti hand-hafi verð-launanna. Lessing kom til Íslands árið 1986 á vegum Lista-hátíðar. Al Gore, fyrrum vara-forseti Banda-ríkjanna, og loftslags-nefnd Sam-einuðu þjóðanna deila friðar-verðlaunum Nóbels í ár fyrir að safna saman og koma á fram-færi þekkingu á loftslags-breytingum af manna-völdum og leggja grund-völl að nauðsyn-legum að-gerðum til að mæta þessum breyt-ingum. Lessing og Gore fá Nóbels-verðlaun REUTERS Doris Lessing Um seinustu helgi urðu FH-ingar bikar-meistarar í fyrsta skipti. Þeir unnu þá Fjölni 2:1 í fram-lengdum úrslita-leik á Laugardals-vellinum. Ólafur Jóhannesson ákvað í vikunni að láta af störfum sem þjálfari karlliðs FH í knatt-spyrnu sem hann hefur stýrt í 5 ár. Heimir Guðjónsson aðstoðar-maður Ólafs, tekur við starfinu. ,,Ég er ánægður að vera búinn að taka ákvörðun. Hún var erfið en mér fannst réttur tíma-punktur að hætta núna. Þetta er búinn að vera frá-bær tími sem ég hef átt hjá FH. Mér hefur tekist að vinna allt sem hægt er að vinna með liðinu og ég get því ekki sagt annað en að ég skilji sáttur við það,“ sagði Ólafur. FH-ingar bikar-meistarar Morgunblaðið/Sverrir Ólafur fagnar með FH. Netfang: auefni@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.