Morgunblaðið - 14.10.2007, Síða 69

Morgunblaðið - 14.10.2007, Síða 69
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2007 69 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Minnum á fjögurra daga keppnina í félagsvist og er enn hægt að taka þátt. Spilað næstu mánudaga. Verðlaun í lokin. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan í Gullsmára 9 er opin mánudaga og miðvikudaga kl. 10-11.30. S. 554-1226. Skrifstofan í Gjábakka er opin á mið- vikudögum kl. 15-16. S. 554-3438. Félagsvist er í Gullsmára á mánudögum kl. 20.30, en í Gjábakka á miðvikudögum kl. 13 og á föstudögum kl. 20.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur kl. 20, Klassík leikur fyrir dansi. Menningarhátíð FEB í Borgarleikhúsinu 16. október uppl. og miðasala í Borg- arleikhúsinu og á skrifstofu FEB s. 588-2111. Námskeið í framsögn hefst 23. október, leiðbeinandi Bjarni Ingvarsson, skráning á skrifstofu FEB. Félagsheimilið Gjábakki | Anna Linda Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur verður með fræðsluerindi um heyrnarskerðingu og heyrnartæki 16. okt. kl. 20. Íþróttafélagið Glóð stendur fyrir fræðslunni. Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka daga er fjölbreytt dagskrá, m.a. opnar vinnustofur, spilasalur, sungið, dansað o.m.fl. Veitingar í hádegi og kaffitíma í Kaffi Berg. Á föstud. kl. 10.30 er leikfimi, Ringó boltaleikur o.fl. í Íþróttahúsi ÍR við Skógarsel. Vetrardagskráin er komin út. S. 575-7720. Hvassaleiti 56-58 | Sviðaveisla verður 19. október. Óskar Pétursson syngur einsöng, Þorvaldur Halldórsson leikur fyrir dansi. Húsið opnað kl. 18. Uppl. og skráning í síma 535-2720 eða á staðnum. Hæðargarður 31 | Gönguferðir, Mullersæfingar, glerlist, styrktarþjálfunarhópur í World Class, almenn leikfimi, Thai Chi, útskurður, flos, postulín, bókmennta- hópur, bútasaumur, línudans, pakkaskreytingar, myndlist, söngur, skart- gripagerð, félagsvist, magadans, skrautskrift, tölvufræðsla. 568-3132. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun, mánudag, er ganga frá Grafarvogskirkju kl. 10. Slysavarnadeildin Varðan | Fyrsti félagsfundur Slysavarnadeildarinnar Vörð- unnar verður haldinn í Gaujabúð mánudaginn 15. október kl. 20. Gestur fund- arins, Guðfinna S. Bjarnadóttir alþingismaður og sálfræðingur, ræðir um árang- ursstjórnun. Kirkjustarf Bústaðakirkja | Árlegt kirkjukaffi viðlagasjóðsnefndar Súgfirðingafélagsins verður haldið að lokinni messu í Bústaðakirkju í dag. Prestur sr. Pálmi Matt- híasson, við messu verða Súgfirðingar virkir þátttakendur. Á miðvikudögum kl. 13-16.30 er starf eldri borgara. Spilað, föndrað og handavinna. Gestur kemur í heimsókn. Fríkirkjan Kefas | Sunnudagaskóli í dag kl. 11, kennsla, söngur, leikrit og leikir. Almenn samkoma kl. 14. Björg R. Pálsdóttir prédikar. Á samkomunni verður lof- gjörð, barnastarf og fyrirbænir og að henni lokinni verður kaffi og samvera. Laugarneskirkja | TTT-hópurinn kemur saman undir handleiðslu sr. Hildar Eirar og Andra Bjarnasonar kl. 13. (5.-6. bekkur) Harðjaxlar halda fund undir hand- leiðslu Stellu Rúnar Steinþórsdóttur og Þorkels Sigurbjörnssonar kl. 16. Óháði söfnuðurinn | Kirkjudagurinn er haldinn í dag og hefst kl. 14 með messu og að henni lokinni mun kvenfélagið hafa sínu árlegu kaffisölu, verð 1.000 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn. 60ára afmæli. ÞóraÓlafsdóttir, Ljós- heimum 20, Reykjavík er sex- tug í dag, 14. október. Hún býr við bágan en batnandi hag. Þóra er að heiman í dag. 50ára afmæli. Óli JóhannKristjánsson, fram- kvæmdastjóri Iceland on Track, Fagrahjalla 92, Kópa- vogi er fimmtugur í dag, sunnudaginn 14. október. Hann mun eyða deginum í faðmi fjölskyldunnar en það má senda honum kveðju á tölvupóstfangið OliJKristjans- son@gmail.com. 85ára afmæli. Í dag, 14.október, eiga tvíbura- systurnar Svanhildur og Hlaðgerður Snæbjörnsdætur 85 ára afmæli. Þær fæddust í Svartárkoti í Bárðardal. Þær munu halda upp á afmælið í faðmi fjölskyldunnar. dagbók Í dag er sunnudagur 14. október, 287. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Því ég segi yður: Héðan í frá mun ég eigi drekka af ávexti vínviðarins, fyrr en Guðs ríki kemur. (Lk. 22, 18.) Alþjóðamálastofnun HÍ og Asíu-ver Íslands bjóða til hádeg-isfyrirlestrar á morgun,mánudag. Fyrirlesari er dr. Henry Rosemont, prófessor emeritus í heimspeki og kínverskum fræðum við St. Mary’s College og gestaprófessor við Brown-háskóla, og flytur hann erindið Kína og Bandaríkin – hver ógnar hverj- um? Henry segist ætla að fást við fjórar spurningar í erindi sínu: „Fyrst spyr ég hvort sú sýn margra Bandaríkjamanna sé á rökum reist, að Kína sé ógn bæði hernaðarlega og efnahagslega – og er svarið við spurningunni: nei. Næsta spurning varðar hvort sýn sumra Kín- verja á Bandaríkin sem efnahagslega og hernaðarlega ógn eigi rétt á sér – og er svarið: já,“ segir Henry. „Þriðja spurn- ingin er hver er mesta ógnin við Banda- ríkin í dag, og er svarið: Bandaríkin. Loks er fjórða spurningin, hver er mesta ógnin við Kína í dag, og er svarið: Kína.“ Að sögn Henrys myndu Bandaríkin og Kína bæði hagnast mjög af bættum samskiptum og aukinni samvinnu: „Fyr- irsjáanlegt er að í nánustu framtíð verði Kína orðið næststerkasta efnahagsveldi heims á eftir Bandaríkjunum. Kína er einnig að reyna að láta rödd sína heyr- ast á alþjóðavettvangi, og leggur m.a. áherslu á að vinna mikið í gegnum Sam- einuðu þjóðirnar. Aðferðir og metnaður Kína býður m.a. upp á þann möguleika fyrir Bandaríkin að létta af herðum sín- um mörgum af þeim byrðum heimsins sem landið hefur tekið að sér að axla.“ Aðspurður um þætti á borð við spill- ingu, mannréttindabrot og hernaðar- vöxt sem oft eru nefnd í umræðu um Kína er Henry allbjartsýnn: „Sú spilling sem þekkist í Kína virðist ekki hafa nei- kvæð áhrif á hagvöxt, þó vissulega þurfi að hreinsa upp spillingu á sumum svið- um. Kína er líka eftirá hvað varðar fyrstu kynslóðar mannréttindi, en Bandaríkin, að sama skapi, mættu bæta sig í annarrar kynslóðar mannrétt- indum. Veitir ekki af þrýstingi á bæði löndin hvað varðar mannréttindamál,“ segir hann. „Loks má nefna að framlög Kína til hernaðarmála eru aðeins 8% af framlögum Bandaríkjanna, og hernað- arvald þeirra miklum mun minna en hið bandaríska.“ Utanríkismál | Fyrirlestur á mánudag í Norræna húsinu kl. 12 til 13. Kína og Bandaríkin  Henry Rose- mont fæddist í Chi- cago 1934. Hann lauk doktorsgráðu í heimspeki við Washington- háskóla 1967, en hann gegndi rann- sóknarstöðu við MIT-háskóla 1969- 1971. Hann kenndi um 22 ára skeið við St. Mary’s College í Maryland, kenndi einnig við Fudan-háskóla í Sjanghæ og er nú gestaprófessor við Brown- háskóla. Henry er kvæntur JoAnn Rosemont og eiga þau fimm dætur og tólf barnabörn. Söfn Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Sýning á fágætum kínverskum list- munum. Laugardag og sunnudag, verður boðið upp á leiðsögn um sýn- inguna. Guðbjörg Kristjánsdóttir sér um leiðsögnina sem hefst kl. þrjú báða dagana. Sýningin bregður ljósi á sögu Kína allt aftur til 31. aldar fyrir Krist. Leiklist Halaleikhópurinn | Í tilefni af 15 ára af- mæli Halaleikhópsins verður kaffi- húsakvöld í Halanum, Hátúni 12. í kvöld kl. 20.30. Sólóstund leikarans, ljóða- lestur og stuttverkið „Hvað drap asn- ann“ eftir Ármann Guðmundsson. Kvikmyndir MÍR-salurinn | Kvikmyndin Tarkovskís frá 1972, Solaris, verður sýnd í MÍR, Hverfisgötu 105, í dag kl. 15. Myndin er byggð á vísindaskáldsögu pólska rit- höfundarins Stanislaws Lem um dul- arfulla atburði í rannsóknarstöð úti í geimnum. Rússneska – enskur texti. Fyrirlestrar og fundir ITC | Fundur verður í Vonarhöfn Safn- aðarheimili Hafnarfjarðarkirkju þriðju- dag 16. nóv. kl. 20.15. Þjálfun í mann- legum samskiptum. Kristniboðssalurinn | Aðalfundur KFH verður haldinn 15. október kl. 20. Á dagskrá venjuleg aðalfundarstörf. Hugvekju flytur Margrét Hróbjarts- dóttir. Fréttir og tilkynningar Færeyska sjómannaheimilið | Sam- koma á Færeyska Sjómannaheimilinu kl. 17, Árni Jacobsen frá Færeyjum tal- ar. Kaffi á eftir. Lionsklúbburinn Muninn og Ýr | Kirkjuferð klúbbanna verður farin 28. október nk. Hlýtt verður á messu hjá sr. Svavari Stefánssyni í Fellasókn. Akstur frá, Gullsmára, Kópavogsbraut 1A og 1B og Gjábakka. Skráning á þátttökulista á viðkomustöðum. Lkl. Muninn og Ýr. LEIKKONURNAR Sarah Jessica Parker, Cynthia Nixon og Kristin Davis sjást hér í hlutverkum sínum við tökur á kvikmyndagerð sjónvarpsþáttanna vinsælu Sex and the City. Myndbrotið vekur óneitanlega margar spurningar um söguþráðinn. Af hverju er Carrie með grænar strípur í hárinu? Kemur hún þessum fallega blómvendi í vatn í tæka tíð? Já, og gæti hún máski verið að fara að gifta sig – og þá hverjum? Svör við þessum spurningum ættu að fást í lok maí á næsta ári. Tökur á kvikmyndagerð Sex and the City í fullum gangi Gifting í borginni? Reuters MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira lesend- um sínum að kostnað- arlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánu- dagsblað. Samþykki afmælis- barns þarf að fylgja af- mælistilkynningum og/ eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Hægt er að hringja í síma 569-1100. Bréf skal stíla á Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. FRÉTTIR VERKEFNIÐ Framtíð í nýju landi efnir til námskeiðs í svokallaðri Rassias-aðferð við kennslu erlendra tungumála sem ætlað er kennurum í íslensku fyrir innflytjendur vikuna 15. til 19. október nk.. Leiðbeinandi á námskeiðinu er höfundur aðferð- arinnar, John A. Rassias. Í fréttatilkynningu segir m.a. að Rassias-aðferðin gangi út frá menn- ingu og tungumáli sem einni heild og tungumálinu sem lykli að því að skilja „sál“ hverrar þjóðar eða menningarheildar. Lifandi þættir í tungumálakennslunni samkvæmt aðferð Rassiasar eru leikur og leik- ræn tjáning, mikil hreyfing og tíð svörun milli nemenda og kennara – allt upp í 65 sinnum í 50 mínútna kennslustund. Þá eru mál- fræðilegar meginreglur settar fram með óhefðbundnum hætti og yfir 50 mismunandi uppbyggðar æfingar notaðar til að festa lærdóminn í sessi. Framtíð í nýju landi er verkefni sem ætlað er að aðstoða ungmenni af erlendum uppruna við að afla sér menntunar og skipuleggja líf sitt. Þannig er verkefninu ætlað að hjálpa þessum ungmennum að verða virkir þátttakendur í íslensku samfélagi. Námskeiðið fer fram í salar- kynnum Eflingar-stéttarfélags, Sætúni 1 í Reykjavík. Framtíð í nýju landi NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN hef- ur ákveðið að ganga til samninga við Urriðaholt ehf. um að reist verði 3.500 fermetra skrifstofu- og rannsóknarhúsnæði stofnunarinnar í Urriðaholti í Garðabæ. Jón Gunn- ar Ottósson, forstjóri Náttúrufræði- stofnunar segir að í kjölfar útboðs hafi verið ákveðið að ganga til samninga, og nú hilli undir að hús- næðismál stofnunarinnar verði loks leyst, en hún hefur verið í bráða- birgðahúsnæði í 48 ár. Öll starfsemi stofnunarinnar verður hýst í hinu nýja húsnæði en sýningarsafnið hefur verið flutt undir menntamálaráðuneytið og stendur því ekki til að það flytji í Garðabæinn með stofnuninni. Ráð- inn hefur verið forstöðumaður sýn- ingarsafnsins og er unnið að því að finna því stað. Jón Gunnar segir að nú taki við ferill þar sem gengið verði til samn- inga með aðstoð framkvæmdasýslu ríkisins, stefnt er á að stofnunin verði flutt í nýtt húsnæði haustið 2009, sem Jón Gunnar segir vel við hæfi, þar sem þá verði liðin hálf öld frá því að hún flutti í bráðbirgða- húsnæði við Hlemm, þar sem hún hefur síðan verið. Náttúrufræði- stofnun flytur í Garðabæ ÁRLEGT málþing Kennaraháskóla Íslands sem haldið er í samráði við Kennarasamband Íslands, Mennta- og Leikskólasvið Reykjavíkur- borgar, menntamálaráðuneyti, Þroskaþjálfafélag Íslands, Félag ís- lenskra framhaldsskóla, Heimili og skóla og Grunn – félag forstöðu- manna skólaskrifstofa, verður haldið í húsnæði KHÍ við Stakka- hlíð 18. og 19. október. Í fréttatilkynningu segir að dag- skráin sé að venju viðamikil þar sem reynt er að höfða til fagfólks sem starfar á stórum vettvangi. Auk opnunarfyrirlestrar og stærri málstofa verða flutt um 80 erindi í málstofum báða daga. Málþingið er öllum opið og aðgangur er ókeypis. Vegna prentunar dagskrár er nauðsynlegt að gestir skrái sig. Dagskrá málþingsins má nálgast á heimsíðunni www.khi.is Málþing Kennarahá- skóla Íslands
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.