Morgunblaðið - 14.10.2007, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 14.10.2007, Blaðsíða 70
70 SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Kalvin & Hobbes ERU NOKKUR SKRÍMSLI UNDIR RÚMINU MÍNU? NEI ENGIN NEI EN EF ÞAÐ VÆRU SKRÍMSLI UNDIR RÚMINU MÍNU. HVERSU STÓR VÆRU ÞAU? BARA MJÖG LÍTIL MAMMA! Kalvin & Hobbes KALVIN, HEFUR VERIÐ BREYTT Í PÖDDU. HANN RÉTTIR BLAÐIÐ AF MEÐ ERFIÐIS MUNUM EINA LEIÐIN FYRIR HANN AÐ BJARGA SÉR, ER AÐ SKRIFA BRÉF TIL FJÖLSKYLDU SINNAR Á ÞESSA RITVÉL HANN HOPPAR Á MILLI TAKKANNA HVER SKRIFAÐI „HJÁLP ÉG ER PADDA“ Á BRÉFIÐ TIL ÖMMU? GREINI- LEGA EINHVER PADDA Kalvin & Hobbes FRAM OG TIL BAKA FRAM OG TIL BAKA ÉG VEIT ÞAÐ EKKI. ÆTLI BAÐKARIÐ LEKI EKKI FLÓÐ- BYLGJA Risaeðlugrín © DARGAUD HVAÐ Á ÞETTA EIGINLEGA AÐ ÞÝÐA? HVERNIG EIGUM VIÐ AÐ HANDSAMA MORÐINGJANN EF FÓRNARLAMBIÐ ER RISIÐ UPP FRÁ DAUÐUM? ÞETTA ER ALVEG HREINT SKAMMARLEGT! ÞAÐ ER RÉTT! HVERNIG STENDUR Á ÞVÍ AÐ ÞÚ VARST DAUÐUR FYRIR FIMM MÍNÚTUM SÍÐAN EN ERT LIFANDI NÚNA? Ö... ÉG SKIL EKKI ALVEG HVAÐ ÞÚ ERT AÐ FARA. ÉG KOM HINGAÐ Í MORGUN TIL ÞESS AÐ VEIÐA BJELEMIT VEIÐA HVAÐ? BJELEMIT ERU SKELJAR SEM ÉG NOTA OFT Í SALAT EÐA SÚPU. ÉG HEF AÐ ÖLLUM LÍKINDUM BORÐAÐ OF MIKIÐ AF ÞEIM, ÞVÍ MÉR VARÐ ILLT Í MAGANUM OG ÞESS VEGNA LAGÐI ÉG MIG OG ÞETTA! HVAÐ ER ÞETTA?! ÞETTA ER SKELIN UTAN AF BJELEMINUM. ÞAÐ ER EKKI HÆGT AÐ BORÐA HANA ANSANS! ÞAÐ ÞÝÐIR AÐ ÞÚ ERT... FÓRNARLÖMBIN Í ÞESSU MÁLI ERU GREINI- LEGA SKELFISKARNIR. ÞAÐ HEFUR VERIÐ FRAMIÐ FJÖLDAMORÐ! OG MORÐINGINN ER... HANN!! HVAÐ?!? BEINA LEIÐ Í STEININN MEÐ ÞIG! STJÓRI, GÆTIRÐU NOKKUÐ KALLAÐ Á LIÐSAUKA TIL ÞESS AÐ GERA ÚTLÍNUR Í KRINGUM ÖLL FÓRNARLÖMBIN dagbók|velvakandi Gott fólk á Íslandi ÉG varð fyrir því óhappi í gær að detta fyrir utan Rúmfatalagerinn í Skeifunni. Þar var brugðið skjótt við og kallaður út sjúkrabíll og fólkið, bæði viðskiptavinir og starfsfólk, veitti mér mikla umhyggju og brást hárrétt við. Sömuleiðis lögregla og sjúkraflutningamenn. Ég vil þakka öllu þessu fólki kær- lega fyrir og sömuleiðis fólkinu á gjörgæslu Borgarspítalans. Það er oft verið að gagnrýna þessar starfs- stéttir og tala um sinnuleysi fólks við svipaðar aðstæður og mér finnst sjálfsagt að fram komi það sem vel er gert. Kærar þakkir enn og aftur, Venjuleg húsmóðir Guðríður Hannesdóttir. Skattalækkanir HVAÐ er eiginlega í gangi? Loksins þegar forsætisráðherra tilkynnir skattalækkanir til almennings auk hækkunar á persónufrádrætti sem er auðvitað alveg frábært þá koma einhverjir sjálfskipaðir hagfræð- ingar verkalýðshreyfingarinnar og telja að vaxtabætur og barnabætur komi sér betur fyrir almenning því þær nái til allra. Það vill nú þannig til að það eru mörg þúsund manns sem kaupa ekki íbúð fyrr en eftir tvítugt og fjölmargir eru þeir sem kaupa aldrei íbúð heldur leigja. Þarna fara þúsundir á mis við vaxtabætur. Það vill líka þannig til að langflestir eign- ast sín fyrstu börn eftir tvítugt og ansi margir eignast alls ekki börn og aðrir eiga uppkomin börn. Þarna eru þúsundir sem fá engar barnabætur. Hvað skyldu hagfræðingar meina með því að vaxta- og barnabætur komi sér best fyrir alla? Almennar skattalækkanir og hækkun per- sónufrádráttar kemur öllu vinnandi fólki til góða og því velur forsætis- ráðherra alveg hárrétta leið og vil ég þakka honum fyrir það og vonandi fer hann ekki að taka of mikið mark á svokölluðum hagfræðingum verka- lýðshreyfingarinnar. Lesandi. Litlaus Spaugstofa ÓSKÖP finnst mér Spaugstofan, lit- laus þessa dagana. Nær allt spaug horfið og fíflagangur yfirsterkari öðru. Aukaleikarar hafa komið vel út, samt finnst mér meðhöndlun Þór- halls Sigurðssonar sl. laugardags- kvöld á íslenska fánanum ómerkileg og til skammar fremur en skemmt- unar. Vonandi verður Spaugstofan betri í framtíðinni. Svanur Jóhannsson. Góð þjónusta MIG, undirritaða, langar að þakka fyrir mjög góða þjónustu í Gler- augnabúðinni í Hagkaupum í Skeif- unni. Svo langar mig að vita hvort einhver eigi bókina Eintal með Gísla á Uppsölum, útg. 1987. Ég óska eftir að fá þessa bók annaðhvort gefins eða ódýrt, eða þá í skiptum fyrir bók- ina Völvu Suðurnesja. Vinsamlegast hafið samband við Laufeyju í síma 581-3973. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is ÞESSI fagra mynd var tekin ljósaskiptunum í smábátahöfninni í Keflavík á sunnudaginn sl. Blankalogn og sléttur sjór og það eina sem gáraði hafflöt- inn var þessi litli bátur sem stímdi út fjörðinn. Ljósmynd/Arnór Ragnarsson Á haf skal nú haldið til veiða FRÉTTIR DR. MAMDOUH G. Salameh, olíu- hagfræðingur og ráðgjafi World Bank, mun heimsækja Háskóla Ís- lands þriðjudaginn 16. október nk. Í fréttatilkynningu segir að af því tilefni muni hann halda erindi sem hann nefnir: „Peak Oil: Myth or Rea- lity?“ og fjallar um stöðu olíuvinnslu í heiminum, framtíð hennar og þróun. Þar kemur m.a. fram að hámarks- framleiðslu olíu í heiminum var náð á sl. ári og búist er við að hún fari minnkandi næstu ár með hækkandi olíuverði í kjölfarið. Í umræðum um framtíð eldsneytis á Íslandi er forvitnilegt að heyra sjónarmið eins helsta sérfræðings heims á þessu sviði. Erindið verður flutt kl 17 í húsa- kynnum Nýsköpunarmiðstöðvar Ís- lands á Keldnaholti (áður húsakynni Iðntæknistofnunar), í tilefni af því að starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar í samvinnu við Háskóla Íslands o.fl. er að hefjast undir verkefnisheitinu „Carbon Center“. Allir eru velkomnir. Framtíð olíuvinnslu í heiminum FORSVARSMENN Vopnafjarðar- hrepps, Borgarfjarðarhrepps, Seyð- isfjarðarkaupstaðar, Breiðdals- hrepps og Djúpavogshrepps fjölluðu á fundi sínum 12. október 2007 um vandamál þessara byggðarlaga, sem stafa m.a. af fólksfækkun, ónógum tekjum og fyrirsjáanlegum sam- drætti í kjölfar ákvörðunar um nið- urskurð á fiskveiðiheimildum. Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt: Lagt er til að strax verði skipað í sérstaka verkefnastjórn um byggða- áætlun byggðarlaga á Austurlandi sem standa utan áhrifasvæðis álvers- framkvæmda. Í verkefnastjórninni eigi sæti fulltrúar ríkisvaldsins, fulltrúar hlutaðeigandi sveitarfélaga og fulltrúar atvinnulífsins. Frum- kvæði að því að koma verkefnisstjórn- inni á laggirnar verði á höndum byggðamálaráðherra og starfið kostað af opinberu fjármagni. Hlutverk verkefnisstjórnar verði að vinna tillögur um hvernig stuðla megi að uppbyggingu atvinnuveganna í framangreindum byggðarlögum. Brýnt er að þessari vinnu verði flýtt eins og frekast er kostur. Staða jaðarbyggða á Austurlandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.