Morgunblaðið - 14.10.2007, Side 83

Morgunblaðið - 14.10.2007, Side 83
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2007 83 OPIÐ HÚS FLJÓTSMÖRK 6-12, HVERAGERÐI í dag sunnudag kl. 16 - 17 Stórglæsileg nýleg 4. herbergja íbúð, nr. 305 Upplýsingar í 694 3401 LARRY FARRELL OG UPPSKRIFTIN AÐ FARSÆLLI NÝSKÖPUN A›eins me› flví a› örva n‡sköpun og efla frumkvö›laanda me›al íslensku fljó›arinnar er hægt a› auka hagvöxt og skapa vi›varandi velmegun á Íslandi. fietta er sko›un Larry Farrells en hann hefur veitt ríkisstjórnum, fyrirtækjum, samtökum og einstaklingum rá›gjöf um allan heim. Nánari uppl‡singar um Larry Farrell er a› finna á vef SA: www.sa.is DAGSKRÁ 8:00 Morgunver›ur og skráning 8:30 Framsögur: Uppskriftin a› farsælli n‡sköpun Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA Creating An Entrepreneurial Economy In Iceland – To Succeed In The 21st Century Global Economy Larry Farrell Fyrirspurnir og umræ›ur 10:00 Fundi l‡kur Allir velkomnir – skráning og nánari uppl‡singar á www.sa.is fiátttökugjald kr. 1.500 me› morgunver›i fiátttakendur fá riti› THE NORDIC RECIPE FOR SUCCESSFUL INNOVATION gefi› út af samtökum atvinnulífsins á Nor›urlöndum. Frumkvöðlamót á Hótel Borg Föstudaginn 19. október - Gyllta salnum - kl. 8:00-10:00          B reska rokksveitin Radio- head braut blað í breskri rokksögu þegar sveitin gaf nýja plötu sína, In Rainbows, út á eigin vef- setri. Ekki er bara að platan var þar tiltæk áður en hún birtist annars stað- ar, heldur gaf sveitin áhugasömum sjálfdæmi um hve mikið þeir greiddu fyrir. Þó álíka hafi verið reynt með ýmsum tilbrigðum ríður Radiohead á vaðið sem fyrsta sveitin sem eitthvað kveður að sem selur tónlist sína með þessum hætti, en fjölmargar munu ef- laust fylgja í kjölfarið. 1,2 milljónir eintaka á dag Ekki hefur verið gefið upp hve mörg eintök menn hafa sótt af plöt- unni, tölur hafa heyrst um allt að fjór- ar milljónir eintaka, en að sögn breska vefsetursins Gigwise sóttu áhugasamir alls um 1,2 milljónir ein- taka fyrsta daginn. Ekki var gefið upp hve margir borguðu ekki fyrir plöt- una, en það var heimilt, Times heldur því fram að þriðjungur hafi ekki borg- að, en meðalverð á plötu er um 500 krónur þannig að hljómsveitin hefur fengið í sinn hlut um 600 milljónir króna. Frá því dregst svo kostnaður við dreifinguna, bandvíddin kostar sitt, en ólíkt fyrri verkum þeirra fé- laga rennur ekkert til útgáfufyr- irtækis. Ekki liggur fyrir hvernig samn- ingum Radiohead við Parlophone- útgáfuna var háttað, en þeir sem gerst þekkja segja líklegt að hlutur hljómsveitarinnar af hverju seldu ein- taki af geisladisk sé ríflega 100 krón- ur og því einfalt að reikna út hve miklu meira hljómsveitin fær í sinn snúð en ef hún hefði farið hefðbundna útgáfuleið. Þess má og geta að síðustu skífur sveitarinnar fóru mun hægar af stað; af Hail to the Thief, sem kom út 2003, seldust 300.000 eintök í fyrstu útgáfuviku, Amnesiac, sem kom út 2001, seldist í 231.000 eintökum fyrstu vikuna og Kid A, sem kom út 2000, seldist í 207.000 eintökum fyrstu vik- una. (Síðan má setja þessa sölu í sam- hengi við það sem gerist á markaði í dag; Magic, breiðskífa Bruce Springs- teen, fór beint á toppinn vestan hafs með 335.000 eintaka sölu.) Fleiri feta sömu slóð Í þessu ljósi er augljóst að þetta verkefni Radiohead hefur skilað sveit- inni umtalsvert meiri hagnaði en ella, en ekki er allt upp talið, því á vefsetr- inu er líka hægt að kaupa plötuna í sérstökum kassa sem hefur að geyma In Rainbows á geisladisk og á tveimur vínylplötum. Í kassanum er líka sér- útgáfa af disknum með aukalögum, ljósmyndum og öðru myndefni, en einnig eru í kassanum myndverk og textar í innbundinni bók. Herlegheit- in kosta um 5.000 kr. sem þykir varla mikið, en kostnaði er meðal annars haldið niðri með því að ekki er fram- leitt meira en selst = ekki þarf að leggja í framleiðslukostnað til að dreifa kassanum, óseldum, í versl- anir víða um heim. Ekki er langt síðan Prince sýndi fram á að hann þyrfti ekki plötufyr- irtæki til að hagnast, en hann seldi dagblaði réttinn til að dreifa nýrri plötu sinni með hverju seldu eintaki. Þetta skilaði honum talsverðu fé í kassann, en enn meira fékk hann þó útúr auglýsingunni sem gerði honum kleift að halda tónleika í O2-höllinni, 21 tónleika alls og uppselt á þá alla. Gera má því skóna að tónlistarmenn víða um heim hafi fylgst af athygli með því hvernig Prince kom ár sinni fyrir borð í Bretlandi og enn fleiri liggja yfir fréttum af Radiohead ef að líkum lætur. Þegar hafa ýmsir listamenn lýst því yfir að þeir hyggist fara viðlíka leið og Radiohead til að selja sína tónlist, nú síðast Oasis, sem ætlar að gefa næstu skífu sína út á sama hátt og Radiohead, og eins Jamiroquai og Trent Reznor / Nine Inch Nails, sem lýsti því yfir á vefsetri hljómsveit- arinnar fyrir skemmstu að hann væri ekki lengur samningsbundinn út- gáfufyrirtæki og hygðist ekki semja við slíkt fyrirtæki í bráð. Meira að segja Madonna hefur sagt skilið við útgáfufyrirtæki og gerði samning við tónleikafyrirtæki um dreifingu á hljóðversskífum, skipulagningu tón- leika og sölu varnings sem merktur er henni. Geisladiskurinn lifir! (í bili) Að þessu sögðu er ekki líklegt að geisladiskurinn hverfi eins og dögg fyrir sólu – líklegt verður að teljast, til að mynda, að In Rainbows verði fáanleg víða um heim sem geisla- diskur áður en langt um líður, hugs- anlega uppúr áramótum segja heim- ildir í útgáfuheiminum, en ekki er ljóst hvort það verður plötufyrirtæki sem gefur út; hugsanlega fara þeir Radiohead-menn aðra leið í dreifingu og jafnvel ólíka eftir löndum eða markaðssvæðum. Í öllum hamaganginum í kringum dreifingu á skífunni gleymist kannski aðalatriðið – hvernig er platan. Skemmst er frá því að segja að In Rainbows er einkar vel heppnuð Ra- diohead-plata. Raftónlist, suð, brak og brestir eru ekki eins áberandi á skífunni og á síðustu plötum, hún stendur einna næst OK Computer hvað varðar hljóðaheiminn sem nýtt- ur er á skífunni, en hún er að sama skapi lágstemmdari en síðustu verk. Þó platan hafi verið býsna lengi í smíðum, upptökur hófust víst 2005, hafa menn ekki misst einbeitinguna, In Rainbows er frábær plata og ástæða til að hvetja áhugasama til að sækja sér eintak og borga ríflega fyrir. Radiohead rokkar rafrænt Séðir Breska rokksveitin Radiohead fetar nýjar slóðir. TÓNLIST Á SUNNUDEGI Árni Matthíasson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.