Morgunblaðið - 14.10.2007, Page 84

Morgunblaðið - 14.10.2007, Page 84
SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 287. DAGUR ÁRSINS 2007 Heitast 8 °C | Kaldast 1 °C  Norðaustan 13–18 m/s norðvestantil og rigning eða slydda en annars hægari aust- anátt og rigning. » 8 ÞETTA HELST» Hækkun lægstu taxta  Samiðn, samband iðnfélaga, legg- ur höfuðáherslu á hækkun lægstu taxta og viðspyrnu vegna fjölgunar ófaglærðra starfsmanna í iðngrein- um, í komandi kjarasamningum, en sambandið var með kjaramálaráð- stefnu í gær og í fyrradag til að und- irbúa kjarasamningagerðina. »2 Misvísandi orðalag  Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segir að orðalag hafi verið misvísandi í til- lögu á eigendafundi þar sem hafi staðið að OR samþykkti fyrirliggj- andi samning við REI „um aðgang að tækniþjónustu o.fl.“ og að for- stjóra yrði veitt heimild til undirrit- unar hans. » Forsíða Átak í umhverfismálum  Það vantar valdboð um að fólk taki sér tak í umhverfismálum, því annars er hættan sú að við fljótum sofandi að feigðarósi, segir um- hverfisfræðingur og kennari við Fjölbrautaskólann í Ármúla. » Forsíða Írak er martröð  Ricardo Sanchez, fyrrverandi yfirmaður bandaríska heraflans í Írak, segir bandaríska ráðamenn hafa sýnt vanrækslu í starfi vegna málefna Íraks og hann lýsir stríðinu í Írak sem martröð sem engan enda taki. » 6 Mannréttindi brotin  Louise Arbour, Mannréttinda- fulltrúi Sameinuðu þjóðanna, gagn- rýnir harkalega stefnu stjórnvalda á Sri Lanka en hún lýsti í gær efa- semdum um að þau hygðust bæta stöðu mannréttindamála í landinu. Fullyrt er að hundruð manna hafi horfið sporlaust á Sri Lanka á und- anförnum mánuðum. Stjórnvöld í Colombo hafna hins vegar óskum Arbour um að mannréttindafull- trúar SÞ fái að halda til eftirlits- starfa á Sri Lanka. SKOÐANIR» Ljósvakinn: Glæpurinn teygir anga sína víða Staksteinar: Að hefna harma? Forystugrein: Ábyrgðin er okkar UMRÆÐAN» Viðhald er mikilvægt Fjársjóðir náttúrunnar Glitrandi grjót og fossandi veggir Listahönnun á boðstólum Missýnir og glæfrahugmyndir Önnur úrræði í miðbænum Hvaðan kemur auður Orkuveitu? Áfengisgjald FASTEIGNIR» MYNDLIST» Álfar og kornflexpakkar hjá Steingrími. » 75 Hljómsveitin með skrítna nafnið er á leiðinni til landsins. Við heyrðum í gítar- leikaranum Mario Andreoni. » 74 TÓNLIST» !!! spila á Airwaves GJÖRNINGAR» Curver losar sig við rusl í Listasafninu. » 78 MYNDLIST» Vestur til Vesturs, frá Íslandi til Kanada. » 79 Sjónvarpsrás ein- mana ferðalanga má finna á netinu. Þar má sjá indverska rakara og tyrkneska leigubílstjóra. » 81 Í miðju veraldar VEFSÍÐA VIKUNNAR» reykjavíkreykjavík 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT Í LAUSASÖLU 300 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 VEÐUR» » VEÐUR mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Úthlutaði sjálfum sér 106 millj. 2. Veggjatítlur útbr. í borginni 3. Var ríkasti maður Noregs í 5 tíma 4. Holl. banna ofskynjunarsveppi ÞRJÚ umferðaróhöpp urðu aðfara- nótt laugardags á Reykjanesbraut- inni milli Grindavíkurafleggjara og Vogavegar. Enginn slasaðist þó al- varlega Versta óhappið var bílvelta sem varð í kjölfar þess að ökumaður missti stjórn á bíl sínum. Ökumaður einnar bifreiðarinnar sem lenti í ógöngum á þessum vegarkafla er grunaður um ölvun en hann ók bíl sínum í gjótu sem er til komin vegna framkvæmda við veginn á þessu svæði. Hafði ökumaðurinn villst inn á lokaðan vegarkafla og endaði öku- ferðina á vinnusvæðinu ofan í gjótu. Auk þessa var annar ökumaður kærður til Lögreglunnar á Suð- urnesjum fyrir meinta ölvun við akst- ur en þrír ökumenn voru jafnframt kærðir fyrir of hraðan akstur í um- dæminu. Kona var síðan handtekin fyrir utan skemmtistað í Reykja- nesbæ vegna óspekta og var hún vist- uð um stund á lögreglustöðinni í bæn- um. Henni var síðan sleppt. Óhöpp á Reykja- nesbraut NÝ plata Radio- head, In Rain- bows, seldist í 1,2 milljónum ein- taka fyrsta út- gáfudaginn. Platan kemur eingöngu út á netinu og fólk ræður hvort eða hversu mikið það borgar fyrir nið- urhalið en hingað til hafa þó nógu margir borgað til þess að sveitin græði miklu meira en Bruce Springsteen, sem á söluhæstu plöt- una í almennri sölu vestra um þess- ar mundir. | 83 Plata Radio- head rokselst Thom Yorke söngvari. FULLTRÚAR Íslands á Special Olympics, sem haldn- ir voru í Shanghai í Kína, voru væntanlegir heim seint í gær en leikunum lauk með formlegum hætti á fimmtudag. Mál manna var að lokahátíð leikanna hefði verið sérlega glæsileg og einnig að Íslendingar hefðu notið einstakrar gestrisni meðan á dvöl þeirra stóð í Kína. Sérlega vönduð dagskrá hafði verið skipulögð fyrir Íslendingana, þar sem m.a. var farið í heimsókn til kínverskra fjölskyldna og í skóla fyrir fatlaða. Glæsilegum leikum lokið Fulltrúar Íslands á Special Olympics afar sáttir Ljósmynd/Anna Karólína Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að úr- skurðarnefnd vegna hollustuhátta og mengunarvarna beri að rannsaka sérstaklega aflífun tveggja hunda og gjaldtöku vegna þeirra. Hafði heil- brigðiseftirlitið talið að eiganda hundanna bæri að greiða eftirlits- gjald vegna hundanna þótt þeir hefðu verið aflífaðir. Aðdragandi málsins er að hund- arnir voru aflífaðir í mars 2005. Taldi heilbrigðiseftirlitið hins vegar að til- kynning vegna þessa hefði ekki bor- ist fyrr en í október 2006. Gerði það því kröfu vegna árlegs eftirlitsgjalds til eiganda hundanna, en það er 9.600 krónur á hund, fram til október 2006. Eigandinn taldi sig hins vegar hafa tilkynnt um aflífun hundanna sím- leiðis og með tölvupósti árið 2005. Heilbrigðiseftirlitið kannaðist hins vegar ekki við þetta og taldi það engu skipta þótt dýralæknir vottaði um af- lífunina. Greiða þyrfti fyrir eftirlit sem haft hefði verið með hinum aflíf- uðu hundum. „Það er ekki verið að rengja þig. Málið snýst um kostnað- inn og vinnuna sem framkvæmd hef- ur verið,“ sagði m.a. í svari eftir- litsins til fv. eiganda hundanna. Ýmsu ósvarað í málinu Hann brást við með því að kæra gjaldtökuna til sérstakrar úrskurð- arnefndar sem starfar á grunni laga um hollustuhætti og mengunarvarn- ir. Hún taldi hins vegar að málið heyrði ekki undir starfssvið sitt þar sem það snerist um sönnun á atburð- um og væri því ekki í hennar verka- hring. Umboðsmaður Alþingis taldi hins vegar ýmislegt í málinu sem úr- skurðarnefndin hefði mátt skoða frekar. T.d. þyrfti að svara þeirri spurningu hvort heimild til gjaldtöku væri enn til staðar ef sýnt væri fram á að hundarnir væru aflífaðir og hvernig tilkynningu um það atriði hefði verið háttað. Benti umboðs- maður á að væri stjórnvöldum al- mennt heimilt að neita að taka mál til efnismeðferðar og taka í þeim ákvarðanir vegna óljósra málsatvika þá gætu lægra sett stjórnvöld og aðr- ir aðilar sífellt komið í veg fyrir um- fjöllun úrskurðaraðila með því einu að mótmæla staðhæfingum aðila. Tók gjald fyrir eftirlit með aflífuðum hundum Í HNOTSKURN » Hundaeigendur greiða 9.600krónur í eftirlitsgjald fyrir hvern hund. » Heilbrigðiseftirlitið hafðisett málið í innheimtu þótt hundarnir hefðu verið aflífaðir. »Umboðsmaður Alþingis taldiað frávísun úrskurðarnefnd- arinnar hefði ekki verið í sam- ræmi við lög og úrskurðarnefnd- inni bæri að rannsaka málið frekar. ♦♦♦ TVEIR ökumenn voru handteknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi Lög- reglunnar á Selfossi aðfaranótt laugardagsins. Annar ökumannanna var stöðvaður við hefðbundið eftirlit en hinn gaf sig sjálfur fram eftir að hafa ekið bifreið sinni út af veginum. Varð lögreglumönnum sem komu á staðinn strax ljóst að ökumaðurinn var ófær um að aka. Auk þessa barst tilkynning um slagsmál á veit- ingastaðnum Kaffi Krús þar sem lít- ilsháttar meiðsl urðu á mönnum. Drukkinn og keyrði útaf ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.