Morgunblaðið - 14.10.2007, Síða 84

Morgunblaðið - 14.10.2007, Síða 84
SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 287. DAGUR ÁRSINS 2007 Heitast 8 °C | Kaldast 1 °C  Norðaustan 13–18 m/s norðvestantil og rigning eða slydda en annars hægari aust- anátt og rigning. » 8 ÞETTA HELST» Hækkun lægstu taxta  Samiðn, samband iðnfélaga, legg- ur höfuðáherslu á hækkun lægstu taxta og viðspyrnu vegna fjölgunar ófaglærðra starfsmanna í iðngrein- um, í komandi kjarasamningum, en sambandið var með kjaramálaráð- stefnu í gær og í fyrradag til að und- irbúa kjarasamningagerðina. »2 Misvísandi orðalag  Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segir að orðalag hafi verið misvísandi í til- lögu á eigendafundi þar sem hafi staðið að OR samþykkti fyrirliggj- andi samning við REI „um aðgang að tækniþjónustu o.fl.“ og að for- stjóra yrði veitt heimild til undirrit- unar hans. » Forsíða Átak í umhverfismálum  Það vantar valdboð um að fólk taki sér tak í umhverfismálum, því annars er hættan sú að við fljótum sofandi að feigðarósi, segir um- hverfisfræðingur og kennari við Fjölbrautaskólann í Ármúla. » Forsíða Írak er martröð  Ricardo Sanchez, fyrrverandi yfirmaður bandaríska heraflans í Írak, segir bandaríska ráðamenn hafa sýnt vanrækslu í starfi vegna málefna Íraks og hann lýsir stríðinu í Írak sem martröð sem engan enda taki. » 6 Mannréttindi brotin  Louise Arbour, Mannréttinda- fulltrúi Sameinuðu þjóðanna, gagn- rýnir harkalega stefnu stjórnvalda á Sri Lanka en hún lýsti í gær efa- semdum um að þau hygðust bæta stöðu mannréttindamála í landinu. Fullyrt er að hundruð manna hafi horfið sporlaust á Sri Lanka á und- anförnum mánuðum. Stjórnvöld í Colombo hafna hins vegar óskum Arbour um að mannréttindafull- trúar SÞ fái að halda til eftirlits- starfa á Sri Lanka. SKOÐANIR» Ljósvakinn: Glæpurinn teygir anga sína víða Staksteinar: Að hefna harma? Forystugrein: Ábyrgðin er okkar UMRÆÐAN» Viðhald er mikilvægt Fjársjóðir náttúrunnar Glitrandi grjót og fossandi veggir Listahönnun á boðstólum Missýnir og glæfrahugmyndir Önnur úrræði í miðbænum Hvaðan kemur auður Orkuveitu? Áfengisgjald FASTEIGNIR» MYNDLIST» Álfar og kornflexpakkar hjá Steingrími. » 75 Hljómsveitin með skrítna nafnið er á leiðinni til landsins. Við heyrðum í gítar- leikaranum Mario Andreoni. » 74 TÓNLIST» !!! spila á Airwaves GJÖRNINGAR» Curver losar sig við rusl í Listasafninu. » 78 MYNDLIST» Vestur til Vesturs, frá Íslandi til Kanada. » 79 Sjónvarpsrás ein- mana ferðalanga má finna á netinu. Þar má sjá indverska rakara og tyrkneska leigubílstjóra. » 81 Í miðju veraldar VEFSÍÐA VIKUNNAR» reykjavíkreykjavík 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT Í LAUSASÖLU 300 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 VEÐUR» » VEÐUR mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Úthlutaði sjálfum sér 106 millj. 2. Veggjatítlur útbr. í borginni 3. Var ríkasti maður Noregs í 5 tíma 4. Holl. banna ofskynjunarsveppi ÞRJÚ umferðaróhöpp urðu aðfara- nótt laugardags á Reykjanesbraut- inni milli Grindavíkurafleggjara og Vogavegar. Enginn slasaðist þó al- varlega Versta óhappið var bílvelta sem varð í kjölfar þess að ökumaður missti stjórn á bíl sínum. Ökumaður einnar bifreiðarinnar sem lenti í ógöngum á þessum vegarkafla er grunaður um ölvun en hann ók bíl sínum í gjótu sem er til komin vegna framkvæmda við veginn á þessu svæði. Hafði ökumaðurinn villst inn á lokaðan vegarkafla og endaði öku- ferðina á vinnusvæðinu ofan í gjótu. Auk þessa var annar ökumaður kærður til Lögreglunnar á Suð- urnesjum fyrir meinta ölvun við akst- ur en þrír ökumenn voru jafnframt kærðir fyrir of hraðan akstur í um- dæminu. Kona var síðan handtekin fyrir utan skemmtistað í Reykja- nesbæ vegna óspekta og var hún vist- uð um stund á lögreglustöðinni í bæn- um. Henni var síðan sleppt. Óhöpp á Reykja- nesbraut NÝ plata Radio- head, In Rain- bows, seldist í 1,2 milljónum ein- taka fyrsta út- gáfudaginn. Platan kemur eingöngu út á netinu og fólk ræður hvort eða hversu mikið það borgar fyrir nið- urhalið en hingað til hafa þó nógu margir borgað til þess að sveitin græði miklu meira en Bruce Springsteen, sem á söluhæstu plöt- una í almennri sölu vestra um þess- ar mundir. | 83 Plata Radio- head rokselst Thom Yorke söngvari. FULLTRÚAR Íslands á Special Olympics, sem haldn- ir voru í Shanghai í Kína, voru væntanlegir heim seint í gær en leikunum lauk með formlegum hætti á fimmtudag. Mál manna var að lokahátíð leikanna hefði verið sérlega glæsileg og einnig að Íslendingar hefðu notið einstakrar gestrisni meðan á dvöl þeirra stóð í Kína. Sérlega vönduð dagskrá hafði verið skipulögð fyrir Íslendingana, þar sem m.a. var farið í heimsókn til kínverskra fjölskyldna og í skóla fyrir fatlaða. Glæsilegum leikum lokið Fulltrúar Íslands á Special Olympics afar sáttir Ljósmynd/Anna Karólína Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að úr- skurðarnefnd vegna hollustuhátta og mengunarvarna beri að rannsaka sérstaklega aflífun tveggja hunda og gjaldtöku vegna þeirra. Hafði heil- brigðiseftirlitið talið að eiganda hundanna bæri að greiða eftirlits- gjald vegna hundanna þótt þeir hefðu verið aflífaðir. Aðdragandi málsins er að hund- arnir voru aflífaðir í mars 2005. Taldi heilbrigðiseftirlitið hins vegar að til- kynning vegna þessa hefði ekki bor- ist fyrr en í október 2006. Gerði það því kröfu vegna árlegs eftirlitsgjalds til eiganda hundanna, en það er 9.600 krónur á hund, fram til október 2006. Eigandinn taldi sig hins vegar hafa tilkynnt um aflífun hundanna sím- leiðis og með tölvupósti árið 2005. Heilbrigðiseftirlitið kannaðist hins vegar ekki við þetta og taldi það engu skipta þótt dýralæknir vottaði um af- lífunina. Greiða þyrfti fyrir eftirlit sem haft hefði verið með hinum aflíf- uðu hundum. „Það er ekki verið að rengja þig. Málið snýst um kostnað- inn og vinnuna sem framkvæmd hef- ur verið,“ sagði m.a. í svari eftir- litsins til fv. eiganda hundanna. Ýmsu ósvarað í málinu Hann brást við með því að kæra gjaldtökuna til sérstakrar úrskurð- arnefndar sem starfar á grunni laga um hollustuhætti og mengunarvarn- ir. Hún taldi hins vegar að málið heyrði ekki undir starfssvið sitt þar sem það snerist um sönnun á atburð- um og væri því ekki í hennar verka- hring. Umboðsmaður Alþingis taldi hins vegar ýmislegt í málinu sem úr- skurðarnefndin hefði mátt skoða frekar. T.d. þyrfti að svara þeirri spurningu hvort heimild til gjaldtöku væri enn til staðar ef sýnt væri fram á að hundarnir væru aflífaðir og hvernig tilkynningu um það atriði hefði verið háttað. Benti umboðs- maður á að væri stjórnvöldum al- mennt heimilt að neita að taka mál til efnismeðferðar og taka í þeim ákvarðanir vegna óljósra málsatvika þá gætu lægra sett stjórnvöld og aðr- ir aðilar sífellt komið í veg fyrir um- fjöllun úrskurðaraðila með því einu að mótmæla staðhæfingum aðila. Tók gjald fyrir eftirlit með aflífuðum hundum Í HNOTSKURN » Hundaeigendur greiða 9.600krónur í eftirlitsgjald fyrir hvern hund. » Heilbrigðiseftirlitið hafðisett málið í innheimtu þótt hundarnir hefðu verið aflífaðir. »Umboðsmaður Alþingis taldiað frávísun úrskurðarnefnd- arinnar hefði ekki verið í sam- ræmi við lög og úrskurðarnefnd- inni bæri að rannsaka málið frekar. ♦♦♦ TVEIR ökumenn voru handteknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi Lög- reglunnar á Selfossi aðfaranótt laugardagsins. Annar ökumannanna var stöðvaður við hefðbundið eftirlit en hinn gaf sig sjálfur fram eftir að hafa ekið bifreið sinni út af veginum. Varð lögreglumönnum sem komu á staðinn strax ljóst að ökumaðurinn var ófær um að aka. Auk þessa barst tilkynning um slagsmál á veit- ingastaðnum Kaffi Krús þar sem lít- ilsháttar meiðsl urðu á mönnum. Drukkinn og keyrði útaf ♦♦♦
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.