Morgunblaðið - 18.10.2007, Page 4

Morgunblaðið - 18.10.2007, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Jarðhiti til kælingar  Forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands telur hugmynd um nýtingu á afgangsorku frá jarðhitavirkjunum til að knýja kælikerfi áhugaverðan kost Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is NÝTA má afgangsorku frá jarðhitavirkjunum til að knýja kælikerfi. Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Ís- lands, telur það mjög áhugaverðan kost fyrir Ís- lendinga að skoða nánar, ekki síst með tilliti til út- rásar á sviði jarðhitanýtingar í löndum með heitu loftslagi. Það kann að hljóma sem öfugmæli að framleiða kulda með hita en það má m.a. gera með svo- nefndri ísogs/frásogs (absorbtion/desorbtion) kælitækni. Í samtali við Morgunblaðið kvaðst Þor- steinn hafa áhuga á að láta skoða kælitækni sem nýtir jarðhita sem orkugjafa hjá Nýsköpunarmið- stöð Íslands. Hann telur að það muni styðja útrás- arverkefni á sviði jarðhitanýt- ingar að geta boðið upp á kælingu til viðbótar við raforku og upphitun. Þorsteinn benti á að við raf- orkuframleiðslu með jarðhita nýtist um 12% af orkunni sem kemur úr iðrum jarðar. Hin 88% fari út í umhverfið, fyrst og fremst í mynd varmaorku. „Mér finnst þetta ekki forsvar- anleg nýting á auðlindinni,“ sagði Þorsteinn. Verði hægt að nýta hluta þeirra 88% sem nú eru ónýtt afgangsorka til kælingar verði til vara eða afurð sem sé eftirsóknarverð og til margs nýtileg í hitabeltislöndum. Þorsteinn segir að ýmsar leiðir séu færar að þessu marki, en ísogs/frásogs-kælitæknin sé mjög spennandi möguleiki. Hún byggir á samspili varmaorku og hamskipta (uppgufunar og þétting- ar) vökva. Þorsteinn nefndi notkun zeolíta og hydríða í því sambandi. Zeolítar eru mjög vatns- drægnar steindir en hydríð eru vetnisdræg. T.d. kólna vatnsmettaðir zeolítar þegar vatnið í þeim gufar upp og hafa zeolítar m.a. verið notaðar í til- raunum með ísogs-kælitækni. Vandinn hefur verið að búa til samfellda ferla með notkun þeirra. Nýlega benti Birgir Dýrfjörð rafvirkjameistari á það í grein í Morgunblaðinu að afgangsorku frá jarðvarmavirkjunum hér á landi mætti nýta til að kæla netþjónabú með ísogs-tækni. Þorsteinn Ingi taldi það vissulega geta komið til greina, þótt kalt loftslag hér sé einnig mjög ákjósanlegt með tilliti til kælingar netþjónabúa. Þorsteinn Ingi Sigfússon NÝJA Grímseyjarferjan verður máluð hvít, að sögn Gunnars Gunnarssonar aðstoðarvegamálastjóra. Aðspurður um nafn á nýju ferjunni sagði Gunnar að gengið hafi verið út frá því að ferjan muni heita Sæfari, en tók jafnframt fram að ekki hafi enn verið tekin form- leg ákvörðun um nafnið. Ferjan verður afhent 28. nóvember næstkomandi, að sögn Eiríks Orms Víglundssonar, framkvæmdastjóra Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf. Hann sagði að gerður hafi verið nýr verksamningur og verkáætlun þegar framkvæmdir hófust aftur af krafti við ferjuna. „Við erum frekar á undan áætlun þannig að það er alveg klárt að 28. nóvember ætlum við að skila henni,“ sagði Eiríkur. Nú vinna um 20 manns við ferjuna og er unnið í hverju horni skipsins. Eiríkur sagði að skipið yrði nánast eins og nýtt að viðgerð lokinni, þrátt fyrir að vera gamalt. „Skipið kemur til með að líta út eins og nýtt bæði að innan og utan og að gæðum,“ sagði Eiríkur. „Þetta er breitt skip og stöð- ugt – þetta er hörkuskip.“ Byrjað er að mála ferjuna að utan og ef vel viðrar verður málning- arvinnan langt komið um helgina. Einnig er verið að setja upp innrétt- ingar. Allur vélbúnaður var tekinn upp og vinnu við það lokið. Búið er að gangsetja allar vélar en reynslusigl- ing er eftir. „Þetta er allt að koma. Við erum bara bjartir,“ sagði Eiríkur. Grímseyjarferjan verður hvít og mun líklega heita Sæfari Morgunblaðið/Brynjar Gauti Frágangur Nýja Grímseyjarferjan er nú að taka á sig endanlegan lit, en reiknað er með að lokið verði við að mála skipið um helgina, haldist veður þokkalegt. Einnig er unnið af krafti við innréttingar og vinnu við vélar er lokið. ENDURBÓTUM á nýju Grímseyjarferjunni á að ljúka 28. nóvember næstkomandi samkvæmt núgildandi verkáætlun. Sú tímasetning mun standast að því er Ei- ríkur Ormur Víglundsson, framkvæmdastjóri Vél- smiðju Orms og Víglundar segir. Fyrsta áætlun gerði ráð fyrir að vinnu við ferjuna lyki 31. október 2006. Ferjan var keypt notuð frá Írlandi árið 2005 og hét áður Oileáin Árann. Skipið hefur verið endurnýjað hátt sem lágt og því breytt í veigamiklum atriðum. Ferjan Sæfari, sem þjónað hefur Grímseyingum und- anfarin ár, siglir á undanþágu sem rennur út um mitt ár 2009. Ferjan er loks á áætlun LEIKRITIÐ um þær Skoppu og Skrítlu hefur verið valið besta barnaefni helgarinnar af tímaritinu Time Out New York og einnig er umfjöllun um leikritið í New York Times. Í kjölfarið sendu Linda Ás- geirsdóttir og Hrefna Hallgríms- dóttir, sem leika þær Skoppu og Skrítlu, myndband af Þjóðleikhús- uppfærslu leikritsins og verður brot úr þeirri uppfærslu sýnt í barnatíma CBS-sjónvarpsstöðvarinnar. Þær stöllur fljúga til New York á morgun en þar í borg er uppselt á 17 sýningar af 21. Í kjölfarið verður svo ný sýning – Skoppa og Skrítla í álfa- leit – frumsýnd í Scandinavian House í New York hinn 1. nóvember á listahátíð fyrir börn. Þar eru þær stöllur fulltrúar Íslands og í af- bragðs félagsskap; Lína langsokkur mætir fyrir Svíþjóð, Múmínálfarnir koma fram fyrir hönd Finnlands og Tröllasögur koma frá Noregi. Skoppa og Skrítla orðnar sjónvarpsstjörnur Morgunblaðið/Ásdís Leikhús Skoppa og Skrítla hafa m.a. verið á fjölunum í Þjóðleikhúsinu. ÖKUMAÐUR sem ók á bíl í Blika- hjalla í Kópavogi í gærkvöldi ók á brott af slysstað á ofsahraða og bárust lögreglunni fregnir af ferð- um hans víðsvegar um Kópavog og inni í Hafnarfirði. Í bílnum sem ekið var á voru kona og ungt barn. Sjúkrabíll var kallaður til. Að sögn lögreglu þurfti barnið aðhlynningu en ekki er talið að meiðslin séu al- varleg. Lögregla höfuðborgarsvæðisins náði síðan manninum sem er talinn hafa valdið árekstrinum á Nýbýla- vegi við Reykjanesbraut og var hann í annarlegu ástandi sem og drukkinn. Ók á ofsa- hraða eftir að hafa keyrt á MAÐURINN sem lést í bif- hjólaslysi á Krýsuvíkurvegi á mánudag hét Magnús Jónsson, til heimilis í Jöklaseli 1 í Reykjavík. Hann fæddist 21. apríl 1975. Magnús lætur eftir sig sam- býliskonu. Lést í bifhjólaslysi VELTA í dagvöruverslun jókst um 5% í september síðastliðnum frá sama mánuði í fyrra á breytilegu verðlagi, en minnkaði á milli mán- aðanna ágúst og september um 9,4%. Þetta er í fyrsta sinn síðan í apríl að ekki verður vöxtur í veltu dagvöruverslunar á milli mánaða. Þetta kemur fram í mælingu Rann- sóknaseturs verslunarinnar. Verð á dagvöru hækkaði um 0,6% á milli mánaðanna ágúst og september sl., en sambærileg verð- hækkun á síðasta ári var 1,6% á milli ágúst og september, sam- kvæmt verðmælingum Hagstofu Ís- lands. Árstíðasveiflur í verði virð- ast því heldur minni nú en í fyrra. Sala áfengis minnkaði um 26% á milli mánaðanna ágúst og sept- ember á breytilegu verðlagi en minnkaði um 0,8% á milli ára, þ.e. milli september sl. og sama mán- aðar í fyrra. Óvenjumikil aukning varð í áfengissölu í sumar, sem skýrir að einhverju leyti þessa miklu lækkun núna. Merki um sam- drátt í verslun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.