Morgunblaðið - 18.10.2007, Síða 8

Morgunblaðið - 18.10.2007, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ALLT iðar af lífi í Húsdýragarð- inum. Í vikunni bar kýrin Blökk myndarlegum nautkálfi. Kálfurinn sem er rauður var 44 kg við burð og braggast vel. Kálfurinn hefur feng- ið nafnið Ulrik. Í fjósinu búa auk kúnna og kálfanna gylturnar Freyja og Frigg og gölturinn Gull- inbursti og svo grísirnir þeirra Friggjar og Gullinbursta. Rauður Ulrik ÁRSFUNDUR Alþýðusambands Íslands verður haldinn á Hótel Nordica í dag og á morgun. Grét- ar Þorsteinsson, forseti ASÍ, flyt- ur stefnuræðu kl. 10 í dag og fé- lagsmálaráð- herra, Jóhanna Sigurðardóttir, flytur ávarp. Helstu viðfangsefni fundarins eru: Efnahags- og kjaramál og Nor- ræna velferðarsamfélagið og vinnumarkaðsmódelið. Framsaga og fyrri umræða um efnahags- og kjaramál fer fram fyrir hádegi í dag. Framsaga og fyrri umræða um norræna velferðarsamfélagið og vinnumarkaðsmódelið verður eftir hádegi. Nánar á www.asi.is. Kjaramál rædd á ársfundi ASÍ Grétar Þorsteinsson SAMÞYKKTAR hafa verið í bæjar- stjórn Seltjarnarness breytingar á deiliskipulagi íþrótta- og skóla- svæðis sem áætlað er á Hrólfs- skálamel við Suðurströnd. Gert er ráð fyrir stækkun á aðstöðu til fim- leikaiðkunar í íþróttamiðstöð. Þá verður byggt vallarhús með dóm- araherbergi, félags- og búningaað- stöðu, einnig verður reist yfir 300 manna stúka við gervigrasvöll. Framkvæmdir við vallarhús og stúku hefjast á næstu vikum. Bætt aðstaða STJÓRN Ellimálaráðs Reykjavík- urprófastsdæma og nokkur hópur eldri borgara gengu á fund Páls Magnússonar útvarpsstjóra í dag með undirskriftalista þar sem ósk- að er eftir að dagskrárliðurinn Orð kvöldsins komi inn aftur, en hann var felldur út úr vetrardagskránni á rás 1, segir í fréttatilkynningu. Orð kvöldsins FOLALDASÝNING Hrossaræktar- félags A-Landeyja fór fram í hlöð- unni á Skíðbakka III á laugardag. Efnilegasta folaldið að mati dóm- ara var Leikdís Leiknisdóttir frá Borg. Glæsilegasta folaldið, valið í kosningu áhorfenda, var Rós Gusts- dóttir frá Skíðbakka IA. Báðar höfðu þessar hryssur til að bera jafna byggingu, mikla mýkt, leik- gleði og fallegan fótaburð. Mikið efni Ljósmynd/ Sigríður Elka Guðmundsdóttir Leikdís Jöfn bygging og mikil mýkt. Eftir Andra Karl andri@mbl.is MARGT bendir til þess að munntób- aksnotkun sé að aukast hér á landi, sér í lagi meðal karlmanna á aldr- inum 18-34 ára. Bann hefur legið við innflutningi og sölu á fínkorna munn- tóbaki frá árinu 1997, en algengt er að íslenskt neftóbak sé notað sem munntóbak. Í sölutölum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins má sjá að nokkur aukning hefur verið í sölu á neftóbaki. Lýðheilsustöð hefur látið útbúa vefsvæði þar sem fjallað er um munn- tóbak og neikvæð áhrif þess – auk þess sem hægt er að taka þátt í vef- leik – og var vefurinn kynntur í gær. Um leið var ýtt úr vör verkefni sem miðar að því að kynna vefinn og skað- semi munntóbaksnotkunar. Notkun ekki bundin við íþróttir Talið er að á Íslandi noti um 3.700 manns munntóbak daglega. Af þeim eru langflestir í aldurshópnum 18-34 ára og er munur milli kynja mikill. Um 16% karlmanna í umræddum aldurhópi nota munntóbak, annað- hvort daglega eða öðru hvoru, en að- eins 1,6% kvenna. Hafsteinn Viðar Jensson, verkefn- isstjóri tóbaksvarna hjá Lýðheilsu- stöð, segir það vissulega tíðindi að svo stór hluti ungra karla skuli nota tób- akið og telur að notkunin hafi aukist töluvert að undanförnu. Spurður út í hvort að notkunin sé meiri hjá íþróttafólki segir Hafsteinn Viðar það hafa loðað við umræðuna, en sé í raun einföldun þar sem tengingin milli ungs fólks í forvarnarstarfi eða íþróttum og tóbaksnotkun stingi í augun – vandamálið sé í raun stærra. Engum dylst að skaðsemi munn- tóbaks er mikil en þrátt fyrir það vantar tilfinnanlega langtímarann- sóknir á skaðseminni. Í árslok 2005 kom þó út sænsk skýrsla sem þykir traust þegar meta á áhrif á heilsuna. Þar kemur m.a. fram að notkun munntóbaks getur valdið krabba- meini í munnholi og brisi. Sala jókst um 20 þúsund dósir Erfitt getur verið að nálgast fín- korna munntóbak hér á landi, þó svo að töluvert sé um ólöglegan innflutn- ing, og notast því margir við íslenskt neftóbak. Hafsteinn Viðar segir aukningu í neyslu á íslensku nef- tóbaki og nefnir hana falda munn- tóbaksneyslu. „Fólk notar það ef það kemst ekki í ólöglega innflutt munn- tóbak og salan hefur aukist meira en í öðru tóbaki.“ Á síðasta ári seldust 14,4 kg af nef- tóbaki hjá ÁTVR en það er um fjór- um prósentum meira en árið á undan – þá seldust 13,8 kg. Til samanburðar seldust 12,7 kg árið 2004. Mest er aukningin í 50 g dósum og á milli ár- anna 2004 og 2005 jókst salan um ríf- lega 20 þúsund dósir. Skýrar vísbendingar um aukn- ingu í notkun munntóbaks Morgunblaðið/Frikki Leikur Frjálsíþróttakonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir var fyrst til að skrá sig til leiks. Hafsteinn Viðar Jensson stendur henni við hlið. Í HNOTSKURN »Lýðheilsustöð hefur látiðútbúa vefsvæði þar sem fjallað er um munntóbak, nei- kvæð áhrif þess og mikla ánetjan. »Á vefsvæðinu eru einnigleiðbeiningar um hvernig beri að hætta notkuninni.  3.700 manns nota munntóbak daglega, sextán prósent 18-34 ára karla TENGLAR .............................................. http://www.lydheilsustod.is/ munntobak MÁLÞING um hjónabandið og staðfesta samvist verður haldið í Þjóðminjasafninu á morgun og hefst kl. 13.30. Að málþinginu stendur hópur presta í samvinnu við Samtökin ’78. Málþingið er haldið daginn fyrir kirkjuþing svo kirkjuþingsmenn geti sótt það. Umræðuefni mál- þingsins mun verða til umfjöllunar á kirkjuþingi. Málshefjendur á málþinginu eru fimm talsins. Fyrst mun dr. Sólveig Anna Bóasdóttir siðfræð- ingur fjalla um hjónabandið og mæla með þeirri skoðun að hjónabandið skuli standa opið öllu full- veðja fólki sem vill lifa saman í skuldbindandi ást- artengslum. „Ég hef lagt upp það sem kjarnaatriði að það sé ekki kynhneigðin heldur kærleikurinn sem sé að- alatriðið í hjúskap og hjúskap- arlöggjöf,“ sagði Sólveig. Þá mun Hulda Guðmunds- dóttir, kirkjuþingsmaður og MA í guðfræði, mæla með þeirri leið að hjónaband karls og konu og staðfest samvist fólks af sama kyni verði ekki sameinuð heldur haldi sér- kennum sínum sem jafngild sambúðarform sem prestar fái umboð til að stað- festa að lögum. Loks mun Lára V. Júlíusdóttir lög- fræðingur lýsa lagaumhverfi hjónabands og stað- festrar samvistar. Feðgarnir Kristján Kolbeins og Eyjólfur Krist- opher Kolbeins munu lýsa samskiptum sínum, en sonurinn er hommi. Tónlistarmennirnir Páll Ósk- ar Hjálmtýsson og Monika Abendroth munu flytja sálma og ástarljóð. Málþinginu lýkur með pall- borðsumræðum þar sem framsögumenn sitja fyrir svörum ásamt fulltrúum frá Samtökunum ’78. Stefnt er að málþingslokum um kl. 16.30. Fundarstjóri málþingsins er Ólafur Stephensen og styrktaraðili þess er Gunnþórunn Jónsdóttir. Hjónaband og staðfest samvist Sólveig Anna Bóasdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.