Morgunblaðið - 18.10.2007, Síða 20

Morgunblaðið - 18.10.2007, Síða 20
20 FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is MEÐ tilkomu hins nýja háhýsis á Smáratorgi verða þó nokkrar breyt- ingar á aðkomunni að svæðinu við Smáralind og Smáratorg. Þær má nefna helstar að nokkurs konar brú (rampi) mun tengja Reykjanesbraut við sameiginlegt bílastæði Smáralind- ar og Smáratorgs og þar með verður hægt að fara þar á milli án þess að fara krókaleiðir um Fífuhvammsveg. Sú vinna er langt komin. Auk þess er fyrirhugað að lengja Lindarveg og mun hann liggja samsíða Reykjanes- braut og tengjast brúnni milli Breið- holts og Kópavogs á frárein frá Reykjanesbraut. Í tengslum við þetta verður lagður nýr vegur, Skógarlind. Sá vegur mun liggja frá Lindarvegi, undir Reykjanesbrautina, þar sem nú er göngustígur, og tengjast Dalvegi. Vegurinn mun liggja rétt fyrir ofan húsnæði Rúmfatalagersins, þ.e.a.s. sjávarmegin við Reykjanesbraut. „Brúin verður til þess að létta að- gengi að Smáralind frá Reykjanes- braut,“ segir Einar K. Jónsson, for- maður skipulagsnefndar Kópavogs. „Svo megum við heldur ekki gleyma því að þetta verður meiri samnýting á svæðunum,“ bætir hann við og vísar þar í Smáralindarsvæðið og vænt- anlega tengingu við Smáratorgið. Brú og göng undir Reykja- nesbraut Gatnakerfinu við Smáralind og Smára- torg gjörbylt til að létta á umferðarálagi                 !                  "   $%  !   "  #&'  ()*    &'  ()* +' * !             , -      ./0 1 !  & & &'    Í gangi er skipulagsvinna sem snýst um að tengja hverfið ofan Smáralindar, hinum megin Reykja- nesbrautar á svokölluðu Gustssvæði (Glaðheimasvæði), við hverfin Smára- lindarmegin. Ýmsar hugmyndir eru uppi um þær tengingar og að því er Einar upplýsir er m.a. rætt um að tengja svæðin um undirgöng. „Skipu- lagsvinnan sem nú er í gangi tengist Gustssvæðinu. Þá munu þessar götur taka einhverjum breytingum og hug- myndir hafa verið uppi um að setja stokk (undirgöng) þvert á Reykjanes- brautina sem myndi tengja Glað- heimasvæðið og Smáralindina,“ segir Einar Kristján. Engar deiliskipulags- ákvarðanir hafa þó verið teknar þar um. Framkvæmdir á Dalvegi Þær framkvæmdir sem þegar eru komnar í gang snúa m.a. að göngustíg sem liggur frá Lindahverfi, svæðið hefur verið kallað Lindir 4, og undir Reykjanesbrautina. Sá stígur endar rétt við Dalveg og kemur niður ná- lægt Rúmfatalagernum. Þar verður lagður nýr vegur, Skógarlind, sem tengjast mun Dalvegi. Lengdur Lind- arvegur mun liggja samsíða Reykja- nesbraut og tengjast frárein frá henni og þannig verður til bein leið upp á brúna sem tengir Breiðholt og Kópa- vog; Mjódd og Breidd. Smári Smárason, skipulagsstjóri Kópavogs, segir að deiliskipulag fyrir framkvæmdirnar hafi verið samþykkt, Vegagerðin hafi þegar samþykkt þær „og við gerum þessar tengingar sem allra fyrst,“ segir hann. „Þetta er stór liður í að minnka álagið á Dalvegi og sérstaklega á Fífuhvammsvegi.“ Allt í allt eru þetta 26 aðgerðir og þær eru allar liður í því að bæta al- mennt umferðarástandið í Kópavogs- dal. „Undirgöngin yfir á Lindarveg og rampinn frá Reykjanesbraut á bílastæði Smáralindar eru þannig bara einn liður í þessum aðgerðum,“ segir Smári. Dalvegurinn verður tvö- faldaður á kafla og nú standa yfir framkvæmdir við breikkun vegar milli hringtorga á Dalvegi. „Í viðbót við þetta eru mörg önnur áform um að bæta umferðarástandið þarna,“ segir Smári. Stefnt er að því framkvæmdunum sem nú standa yfir verði lokið „fyrir Jónsmessu,“ að því er Einar, formað- ur skipulagsnefndar, upplýsir. AKUREYRI Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is AKUREYRI er ekki bara fallegasti bær á Íslandi heldur hefur alla möguleika á að verða mjög fallegur í samanburði við hvaða bæ sem er í Evrópu, verði rétt haldið á spöðun- um við áframhaldandi uppbyggingu, að mati Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar, doktors í skipulagsfræð- um. Hann flutti erindi í Háskólanum á Akureyri í gær og fyrradag, um skipulagsmál. Sigmundur segir ekkert bæjar- félag hér á landi í betri aðstöðu en Akureyri til áframhaldandi upp- byggingar, en er reyndar ekki sér- lega hrifinn af öllu sem nú er verið að gera í bænum. „Hvað nýbygg- ingahverfin varðar finnst mér það sama vera að gerast á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu; býsna mikið er byggt og hratt, án þess að spáð sé í heildarmynd og gæði, bæði fagur- fræðileg og önnur gæði,“ sagði Sig- mundur í samtali við Morgunblaðið. „Hér er grunnur að fallegu bæj- arumhverfi og sérstök byggingar- arfleifð; gömlu húsin á Akureyri eru sérstök að því leyti hve mikið var lagt í þau á sínum tíma og hve mikil áhersla lögð á að fegra þau á ýmsan hátt,“ sagði hann. Sigmundur hefur kynnt sér ræki- lega uppbyggingu í Austur-Evrópu síðustu ár; borgir sem fóru mjög illa í heimsstyrjöldinni og þær sem voru í niðurníðslu eftir valdatíma komm- únista. Og hann nefndi líka nokkur dæmi um borgarhluta, byggða á sov- éttímanum, sem þættu einfaldlega svo ljótir að verið væri að rífa þá. Enginn hefði viljað búa þar! En bætti svo við að ámóta uppbygging ætti sér stað sums staðar hér á landi nú, og nefndi Hafnarfjörð og Ak- ureyri sem dæmi … Sigmundur sagði að í austurhluta Evrópu hefði þeim borgum vegnað best eftir hrun kommúnismans þar sem áhersla var lögð á að mynda fal- legan miðbæ. Það væri ekki atvinna – eins og flestir hefðu talið – sem skipti mestu máli þegar fólk ákvæði hvar það vildi búa. Fallegur og að- laðandi bær drægi að sér fólk; ferða- menn og íbúa, og síðan fjárfesta og fyrirtæki. Ekki öfugt. „Það eru mikil verðmæti fólgin í fagurfræðinni.“ Hann sagði það skipta allt bæj- arfélagið máli að miðbærinn væri aðlaðandi. Rannsóknir sýndu að ástand í úthverfum væri einnig betra í þeim bæjum; fólki liði betur og húsnæðisverð væri hærra þar en ella. Hann nefndi sem dæmi að „víta- mínsprautuleiðin“ virkaði ekki þeg- ar verslunarmiðstöð væri byggð í miðbæ til þess að lífga upp á hann. „Það eyðileggur frekar götulífið í kring. Fólk sem býr í úthverfi keyrir ekki framhjá tveimur eða þremur verslunarmiðstöðvum til þess að fara í verslunarmiðstöð sem er í miðbænum.“ Sigmundur bjó um tíma í Oxford á Englandi og sagði stóra verslunarmiðstöð hafa verið byggða í miðri borginni fyrir nokkr- um árum en búið væri að ákveða að rífa hana í því skyni að lífga aftur upp á miðbæinn! Hann leggur áherslu á að þróunin sé sú að verslunarmiðstöðvar rísi, en það þýði ekki að miðbæir þurfi að drabbast niður. Þar eigi að leggja áherslu á sérkenni en ekki keppa við verslunarmiðstöðvarnar á þeirra forsendum. „Varðandi framkvæmdir í miðbæ Akureyri og þar í grennd tel ég mik- il tækifæri fyrir hendi,“ sagði Sig- mundur aðspurður, en nýtt miðbæj- arskipulag hefur verið mikið í deiglunni á Akureyri undanfarin misseri. Hann telur farsælast að byggja á arfleifðinni og huga að fagurfræði og heildarsýn. Og mikilvægt sé að byggt sé í samræmi við umhverfið. „Mikil verðmæti fólgin í fagurfræðinni,“ segir doktor í skipulagsfræðum Hvergi eru betri aðstæður til uppbyggingar en á Akureyri Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gamalt og gott Mörg falleg hús eru á Akureyri, m.a. þessi tvö í Inn- bænum. Annað er tiltölulega nýuppgert og hitt er verið að laga. Í HNOTSKURN»Sigmundur Davíð Gunn-laugsson er doktor í skipu- lagsfræðum. Hann starfaði um tíma sem fréttamaður á frétta- stofu Sjónvarpsins. »Sigmundur lærði við-skiptafræði við HÍ og nam svo í Moskvu þar sem hann skoð- aði þróun efnahagsmála í Aust- ur-Evrópu. Að því loknu stundaði hann stjórnmálafræðirannsóknir við Kaupmannahafnarháskóla með áherslu á opinbera stjórn- sýslu. Árið 2002 hóf Sigmundur meistaranám í Oxfordháskóla á Bretlandi. Rannsóknir hans þar þróuðust yfir í doktorsverkefni um skipulagsmál. LÍKT og fyrri ár mun gestum Amtsbókasafnsins bjóðast að hlusta á höfunda lesa upp úr verkum sín- um. Amtsbókasafnið verður í sam- starfi við Skáldaspíruna (Benedikt S. Lafleur) í vetur en hún (hann) ríður á vaðið í dag kl. 17.15. Lesið verður úr tveimur bókum, önnur er Ný sýn í pólitík, sem kom út í vor fyrir kosningar, og Dýrasögur fyrir börn á öllum aldri, 3. bindi. Lesið úr tveim- ur nýjum bókum DR. Brynjólfur Ingvarsson geð- læknir og lektor fjallar um sjálfs- víg og vísvitandi sjálfsskaða á málstofu heil- brigðisdeildar Háskólans á Akureyri í dag kl. 12.10-12.55. Þar kynnir hann nið- urstöðu rannsóknar um þau mál sem gerð hefur verið á Akureyri sem hann og fleiri gerðu. Læknar á FSA hafa undanfarin ár haft áhyggjur af tíðni sjálfsvígstilrauna á svæðinu sem virðist hafa farið vaxandi, og því var ákveðið að hefja rannsókn á stöðu þessara mála. Í þeim tilgangi var farið í gegnum allar skráðar sjálfsvígstilraunir á FSA hjá einstaklingum 15 ára og eldri á árabilinu 1985 til 2003. Mál- stofan verður í stofu L101 á Sól- borg.  Melissa Johns sérfræðingur Al- þjóðabankans fjallar um „Doing business“ skýrslu ársins 2008 á sama stað, stofu L101, kl. 15, í tengslum við lotu í meistaranámi í viðskiptafræði. Ræðir sjálfsvíg og vísvitandi sjálfsskaða

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.