Morgunblaðið - 18.10.2007, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2007 25
Gætt hefur eftirvæntingar hjá akur-
eyrskri kvenþjóð (les: eiginkonu
minni og dætrum) hvaða verslanir
bætist við þegar Glerártorg tvöfald-
ast að stærð á næsta ári. Mér er því
ljúft og skylt að nefna að á meðal
nýrra fataverslana verða Levi’s og
Benetton og undirfataverslunin La
Sensa. Einnig verslun með húsgögn
og gjafavörur, Pier – en fyrsta versl-
un þeirrar gerðar hérlendis verður
opnuð á höfuðborgarsvæðinu innan
tíðar.
Viðræður við aðrar fataverslanir eru
á lokasprettinum. Vonandi verður
hægt að svala forvitni bæjarbúa og
upplýsa um fleira fljótlega.
Enn á ný „stel“ ég efni af heimasíðu
Sverris Páls Erlendssonar mennta-
skólakennara. Hann segir í nýjum
pistli: „Ég átti áðan leið norður Þór-
unnarstrætið og allt í einu efaðist ég
um að ég væri heima. Í hvaða land
var ég kominn? Við mér blöstu að
vísu kunnugleg hús við Glerárgöt-
una, en þegar ég leit á þau fannst
mér ég vera aftur kominn á mynd-
listarsýningu, sem var hér fyrir
nokkrum árum, þar sem listamenn
höfðu klippt saman kunnugleg sjón-
arhorn á Akureyri og myndir frá út-
lenskum breiðstrætum, þar sem
undarlegustu skilti voru komin á hús
og götumyndin hafði verið skekkt.“
Sverrir Páll segir síðan: „Við Gler-
árgötu eru talið að norðan hús með
merkinu Capacent (sem mér skilst
að þýði ekkert, það hafi bara verið
búið til smart útlenskt orð). Í næsta
húsi er svo fyrirbærið A4, þar næst
er hús sem er merkt annars vegar
Siemens og hins vegar Price Water-
house Coopers, sem mér skilst að sé
einföld endurskoðunarskrifstofa. Því
næst er komið að 66° North Iceland.
Sem sagt gamla Belgjagerðin og
Skjólklæðagerðin hafa lengi borið
nafnið Sextíu og sex gráður norður,
sem út af fyrir sig er fáránlegt fyrir-
tækisnafn, en sök sér að það heiti
svo á Íslandi. Nú er ekki lengur
svo.“ Hann nefnir einnig Office 1 Su-
perstore, sem sé „pínulítil ritfanga-
verslun. Það er ekki einungis að
nafnið sé í öskrandi ósamræmi við
innihaldið heldur þarf það líka að
vera á amerísku.“
Bendi svo áhugasömum á heima-
síðu Sverris Páls, www.svp.is en þar
er oft að finna skemmtilegar vanga-
veltur hans.
Þessa viku eru þemadagar í Tónlist-
arskólanum, hefðbundin kennsla
brotin upp og áhersla lögð á samspil
í stórum og litlum hópum. Í dag
verða fernir tónleikar í sal skólans á
Hvannavöllum; kl. 16, 17, 18 og 19 og
eru allir velkomnir. Á morgun leika
nemendur á Glerártorgi frá kl. 16.
AKUREYRI
Skapti Hallgrímsson
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Þýtur upp Framkvæmdir standa nú sem hæst á Glerártorgi – Glass River
Square?! – en verslunarrými um það bil tvöfaldast frá og með næsta hausti.
Þjóðverjar eru þó þeir semhvað mestan áhuga hafa á ís-lenskum glæpasögum. Sem
dæmi má nefna að bækur Arnaldar
Indriðasonar rata iðulega á met-
sölulistana í Þýskalandi. Þegar
þetta er skrifað er Arnaldur til
dæmis í 36. sæti, samkvæmt Spie-
gel online, yfir mest seldu kiljur í
landinu fyrir Kleifarvatn (Kälte-
zone), sem kom nýlega út á þýsku.
Bækur annarra íslenskra glæpa-
sagnahöfunda eru einnig í hávegum
hafðar og hljóta allajafna ágæta
dóma.
Nú ber svo við að 28. október
næstkomandi hefjast hinir svoköll-
uðu „Krimma-dagar“ (Krimi-tage) í
Berlín með þátttöku Ísland sem
gestalands. Er þetta í fyrsta sinn
sem þeir fara fram. Líkt og fyrstu
orð þessarar greinar bera með sér
er viðfangsefnið glæpasögur og
munu fjölmargir upplestrar fara
fram víðsvegar um borgina. Þekktir
þýskir leikarar úr leikhúsum, sjón-
varpi og kvikmyndum munu sjá um
upplesturinn en þeir íslensku höf-
undar sem þátt taka munu einnig
lesa upp á íslensku og í framhaldinu
fara fram umræður.
Innblásturshvetjandi
fyrir glæpasögur
Berlín hefir langa hefð hvað við-
kemur glæpasögum og hefir löngum
þótt innblásturshvetjandi hvort sem
það er á sviði kvikmynda, spennu-
þátta eða bókmennta. Má því leiða
líkur að því að stemning verði í það
minnsta spennandi. Einnig ætti það
að geta orðið athyglisvert fyrir ís-
lenska krimmaaðdáendur, sem eru
á leiðinni til Berlínar, að skella sér á
einn upplestur eða svo, þótt ekki sé
nema til að heyra uppáhaldsbókina
sína lesna á þýsku, eða til að upplifa
á eigin skinni útrás íslenskrar
menningar.
Þeir íslensku höfundar sem þátt
taka eru: Arnaldur Indriðason, Jón
Hallur Stefánsson,Viktor Arnar
Ingólfsson, Yrsa Sigurðardóttir og
Ævar Örn Jósepsson. Auðvitað
verða einnig þýskir krimma-
höfundar þar á ferð. Ber þar
kannski helst að nefna Andreu Mar-
iu Schenkel sem hefir, fyrir skáld-
sögu sína Tannöd, setið í fjölmargar
vikur á toppi metsölulistanna í
Þýskalandi. Tannöd kom svo ein-
mitt nýverið út hjá Bjarti í þýðingu
Ingunnar Ásdísardóttur undir titl-
inum Drápin. Mun þó nýútkomin
bók hennar, Kalteis, verða í fyr-
irrúmi á Krimma-dögunum.
Þess má svo geta að stuðningur
Símans og Icelandair gerir þessa
útrás um margt mögulega auk þátt-
töku íslenska sendiráðsins í Þýska-
landi, sem unnið hefir vel að kynn-
ingu íslenskrar menningar gegnum
tíðina.
Allavega má svo að lokum segja
að glæpir geti borgað sig, alltént í
Berlín 28. október til 1. nóvember.
Sögusvið glæpa Þýska borgin Berlín hefir langa hefð hvað viðkemur glæpasögum og hefir löngum þótt innblást-
urshvetjandi hvort sem það er á sviði kvikmynda, spennuþátta eða bókmennta.
Íslenskir glæpir í Berlín
Ekkert lát virðist vera á áhuga Íslendinga á glæpa-
sögum. En það er ekki nóg með það, segir Ólafur
Guðsteinn Kristjánsson, heldur virðist áhugi um-
heimsins á íslenskum krimmum bara aukast.
Prógrammið geta áhugasamir séð
á síðu hátíðarinnar: http://
www.krimi-tage-berlin.de. Verður
svo einnig hægt að fylgjast með
framhaldinu á netinu.
úr bæjarlífinu
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
E
i
n
n
t
v
e
i
r
o
g
þ
r
í
r
S Æ N S K -Í s l e n s k a
V i ð s k i p t a R Á Ð I Ð
Sænsk-íslenska viðskiptaráðið stendur að
hádegisverðafundi föstudaginn 19. október
kl. 12.00–14.00 í Víkingasal, Hótel Loftleiðum.
Á fundinum mun Karin Forseke fyrrverandi forstjóri
Carnegie og aðal ráðgjafi sænsku ríkisstjórnarinnar
fjalla um sænsku einkavæðinguna, framtíð norrænna
fjármálafyrirtækja og fleira.
Skráning fer fram á www.vi.is eða á birna@vi.is
Þátttökugjald er kr. 3.500 og er hádegisverður
innifalinn.
Karin Forseke
með hádegiserindi
Þvottavél verð frá kr.:
99.900
vi
lb
or
ga
@
ce
n
tr
u
m
.is
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Baldursnes 6, Akureyri | Sími 588 0200
www.eirvik.is
Íslenskt stjórnborð
Íslenskar leiðbeiningar
Stórt hurðarop
20 ára ending
Gerð Listaverð TILBOÐ
Þvottavél W1514 142.714 99.900
1400sn/mín/5 kg
Þurrkari T7644C 135.571 94.900
rakaþéttir/6 kg
Eirvík kynnir
sportlínuna
frá Miele
Miele gæði
AFSLÁTTUR30%