Morgunblaðið - 18.10.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.10.2007, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN RAUÐI krossinn hefur und- anfarna viku staðið fyrir kynningu á starfsemi sinni um allt land. Við von- umst til að almenningur þekki nú betur það fjölbreytta starf sem er borið uppi af sjálfboðaliðum Rauða krossins, og að við höfum náð til þeirra sem vilja ganga til liðs við okkur og gerast sjálfboðaliðar eða félagar. Það er þó ekki síður mik- ilvægt að þeir sem geta nýtt sér þjónustu okkur viti hvað við höfum í boði og hvernig þeir geti leitað til okkar. Í kynningarátaki Rauða krossins var lögð áhersla á fimm verkefni sem flestar deildir um allt land hafa að bjóða: heimsóknarþjónustu, starf með fólki með geðraskanir, ung- mennastarf, fataflokkun og Hjálp- arsímann 1717 sem er samstarfs- verkefni á landsvísu. Þau falla öll undir áhersluverkefni Rauða kross Íslands um að vinna gegn einangrun og einsemd í samfélaginu. Deildir Rauða krossins í Hafn- arfirði og á Akureyri sinna öllum þessum verkefnum með öflugum hópi sjálfboðaliða. Starfsemin end- urspeglar þó þá þörf sem er í hverju byggðarlagi fyrir sig, og getur því verið áherslumunur á hvernig þessi verkefni eru framkvæmd. Heimsóknavinir eru stærsta verkefni Rauða kross Íslands. Hundr- uð manna um allt land fá heimsóknavin frá Rauða krossinum reglulega til sín. Sjálf- boðaliðar heimsækja alla þá sem eftir því óska. Þar má nefna sjúka, aldraða, lang- veik börn, fanga, fólk með geðraskanir og svo heimsóknir til hæl- isleitenda sem Hafn- arfjarðardeild sér um. Sjálfboðaliðar verja fáeinum klukkustundum á mánuði í heimsóknirnar. Rauði krossinn leitast einnig við að fá innflytjendur í lið með sér í þetta verkefni, bæði sem heimsókna- vini og notendur þjónustunnar. Deildir Rauða krossins á Norður- landi hafa til að mynda gert könnun á stöðu innflytjenda á sínu svæði í því skyni að móta ný verkefni sem byggð verða á þeim ábendingum sem koma fram í könnuninni. Þó um eitt verkefni sé að ræða er það engu að síður ákaflega fjöl- breytt. Í raun má segja að verkefnið sé sniðið að þörfum hvers ein- staklings sem nýtur þjónustunnar því margbreytileiki heimsóknanna fer eftir óskum og þörfum hvers gestgjafa og heimsóknavinar fyrir sig. Deildir Rauða krossins á Akureyri og í Hafnarfirði reka einnig athvörf fyrir fólk með geðraskanir í sam- vinnu við viðkomandi bæjarfélög, Geðverndarfélag Akureyrar og Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Reykjanesi. Í athvörfunum er haft að markmiði að auka lífsgildi gest- anna sem þau sækja og efla andlega, líkamlega og félagslega vellíðan þeirra. Þar, eins og í annarri starf- semi Rauða krossins, gegna sjálf- boðaliðar lykilhlutverki. Fjöldi þeirra sem sækir athvörf Rauða krossins, Læk í Hafnarfirði og Laut á Akureyri, hefur vaxið með hverju ári og hefur Rauði krossinn á Ak- ureyri nýlega tekið stærra og betra húsnæði í notkun til að geta sinnt þessari starfsemi betur. Rauði krossinn leggur einnig mik- ið upp úr ungmennastarfi þar sem ungu fólki gefst sjálfu tækifæri til að móta verkefnin sem það tekur sér fyrir hendur. Ungmennahreyfingin leggur áherslu á að vinna gegn for- dómum og mismunun í samfélaginu. Í Hafnarfirði er blómlegt ungmenn- astarf sem börn og unglingar af er- lendum uppruna hafa átt mikinn þátt í að byggja upp. Á Akureyri hefur Rauði krossinn í samstarfi við Ak- ureyrarbæ, Vinnumálastofnun og verkalýðsfélögin á svæðinu stofnað Fjölsmiðju þar sem ungu fólki á krossgötum gefst tækifæri til að feta sig að nýju í námi eða starfi. Á annað hundrað sjálfboðaliða um land allt leggja fram vinnu við fata- verkefni Rauða krossins, svo sem fatasöfnun, fataúthlutun, flokkun, hleðslu gáma og sölustarf í Rauða kross-búðunum í Reykjavík og Hafn- arfirði. Í Hafnarfirði er starfræktur prjónahópur sem kemur saman til að prjóna ungbarnaföt, sem eru ýmist send utan í verkefni Rauða krossins eða seld í Rauða kross-búðunum, og á Akureyri hittist hannyrðahópur reglulega. Á hverju ári safnast um 1.000 tonn af notuðum fatnaði sem nýtist fólki sem býr við bág kjör eða lendir í áföllum, bæði innanlands og utan. Hér hefur aðeins verið tæpt á nokkrum af fjölmörgum verkefnum Rauða krossins. Öll miða þau að því að vinna gegn einsemd og einangrun fólks. Það eru þó ekki aðeins not- endur þjónustunnar sem njóta þess- ara verkefna heldur gefa þau sjálf- boðaliðum oft á tíðum jafn mikið. Verkefni Rauða krossins byggjast á samskiptum fólks og eru því gagn- virk. Það geta allir sem vilja orðið sjálf- boðaliðar Rauða krossins, og við hvetjum þá sem hafa áhuga að ganga til liðs við okkur eða gerast félagar í Rauða krossinum að leggja okkur lið við að byggja betra samfélag. Byggjum betra samfélag með Rauða krossinum Ingibjörg Ásgeirsdóttir og Sigurður Ólafsson fjalla um starf Rauða krossins »Rauði krossinn hefurstaðið fyrir liðsöflun vikuna 14.-20. október, og hvetur fólk um allt land að gerast sjálf- boðaliðar eða félagar. Sigurður Ólafsson Höfundar eru formenn deilda Rauða krossins í Hafnarfirði og á Akureyri. Ingibjörg Ásgeirsdóttir ELSKU Jóhanna. Ástæðan fyrir því að ég skrifa þér þetta bréf er að ég hef fylgst með þér undanfarið og hef óbilandi trú á þér og því sem þú getur áorkað. Á þessu heimili hér gengur lífið sinn vana- gang. Allir hressir og kátir. Sérstaklega þessi einhverfi. Hann Ian Anthony. Þú hefur nú aldrei hitt hann. Hann er 9 ára síðan í september. Ofboðslega flottur strákur. Hefur farið langt fram úr væntingum hvað varð- ar getu og skilning. Og hann veit svo sem minnst um þá stöðugu baráttu sem hefur þurft að heyja fyrir hans velferð, allt frá greiningu. Svo hann hefur litlar áhyggjur. En þó skapar þetta ár- lega vandamál … þú veist, dagvist- unin … töluverða tog- streitu. Puuhh, segir núna eldri kynslóðin. Það voru nú engin frí- stundarheimili í okkar ungdæmi. Þá voru mæður heima með börnin sín og ólu þau upp sjálfar. Þetta eru ekkert nema geymslu- staðir fyrir börn. Um það ætla ég ekki að ræða hér og nú. Enda efni í allt annan pistil. En það get ég sagt þér, Jóhanna mín, að börnin í Öskjuhlíðarskóla þurfa á frístunda- heimilinu sínu, Vesturhlíð, að halda. Þar hafa þau kost á að nálgast önn- ur börn á öðrum forsendum en í skólastofunni. Andlega fötluð börn koma ekki heim úr skólanum og fara út að leika eins og „venjulegir“ krakkar gera. Í Vesturhlíð eiga þau þess kost að leika sér, bæði úti og inni, undir eftirliti frábærs starfs- fólks. Þau geta teiknað og málað, spilað í tölvu, leikið sér með dúkkur og bíla og gert næstum hvað sem hugurinn girnist. Stundum er popp- að og horft á skemmtilega mynd og stundum er farið í sund eða göngu- túra. Rúntur með strætó niður að tjörn eða ferð í húsdýragarðinn er ekki heldur amalegur kostur. Þess- ar upplifanir eru þeim dýrmætar og verða oft tilefni til tjáskipta sem annars yrðu ekki. Frá því í haust hefur ekkert barn verið með pláss í Vest- urhlíð alla daga. Ráð- endur þar hafa þó, eft- ir bestu getu, útdeilt plássum jafnt til barnanna. Flest ef ekki öll andlega fötluð börn eiga í vandræð- um með að breyta sí- fellt út af dagskránni. Í mörgum tilfellum getur það skapað gíf- urlega vanlíðan og tog- streitu sem hefur áhrif á alla fjölskylduna. Því er afar óheppilegt þeg- ar barnið á einn dag- inn að fara í vistun eft- ir skóla og annan daginn ekki. Þegar verst lætur er fjöl- skyldulífið undirlagt af kvíða og spennu. Hvernig tekur hann/ hún morgundeginum? Ian Anthony hefur pláss mánud. til miðvi- kud. Á fimmtudögum er hann ringlaður. Þá er honum ekið beint heim eftir skóla í skólabílnum. Hann kemur oft grátandi inn úr dyrunum. Á föstu- dögum er hann nokkuð ánægður með fyr- irkomulagið. Svo kemur helgin. Þá skottast hann um á uppáhalds stuttbuxunum sínum og er ekki spenntur fyrir neinum stór- framkvæmdum. Vill bara tjilla, eins og unglingarnir segja og það kostar mikil átök að fá guttann út fyrir hússins dyr. Á sunnudegi er hann enn fínn, enda duglegur að dunda sér og finna sér eitthvað að gera innan veggja heimilisins. Það er ansi langt frá því að það eigi við um mörg af hans skólasystkinum, sem segir sitt um nauðsyn Vesturhlíðar. Á sunnudagseftirmiðdegi þarf að byrja að búa hann undir að á morg- un (mánudag) eigi hann að fara í Vesturhlíð eftir skóla. Það fellur ekki í kramið get ég sagt þér. Þér kann að þykja það skrýtið í ljósi þess hversu gaman honum þykir að vera þar, en svona er þetta. Breyt- ing á dagskrá er ekki vinsæl og sjaldnast tekið með þegjandi þögn- inni. Jóhanna, ég verð að segja þér hversu þreyttir foreldrar barna í Öskjuhlíðarskóla eru orðnir á ástandinu. Á hverju hausti er kvíða- hnútur í mörgum mögum. Það er feikinóg að þurfa að takast á við að- lögun að skóla á hverju hausti, svo ekki bætist við angist yfir dagvist- armálunum. Ofan á allt annað þurf- um við að huga að atvinnunni okk- ar. Ég er ein af þessum heppnu. Á hverjum degi lofa ég heppni mína. Yfir einstaklega vel gerðum dreng sem er ótrúlega meðfærilegur á mælikvarða barns með einhverfu, svo ekki sé minnst á hversu skemmtilegur ormurinn er. Og á hverjum degi lofa ég skilning vinnuveitenda minna og samstarfs- fólks. Án þess veit ég ekki hvar ég stæði í dag. En því fer fjarri að allir sitji við sama borð í þessum efnum. Foreldrar hafa þurft að segja starfi sínu lausu af þessum sökum og fjár- hagur fjölskyldunnar fer í rúst. Og hvert leiðir það okkur? Þetta er allt saman keðjuverkandi út í þjóðfélag- ið, en það þarf ég auðvitað ekki að segja þér, Jóhanna mín. Nú er svo komið að starfsfólk Vesturhlíðar hefur fengið nóg af þeirri neikvæðu umræðu sem öll þessi skrif og tal um manneklu og vinnuálag hefur skapað. Þau óttast að það fæli fólk frá því að sækja um starf á, því sem þau kalla, skemmti- legasta vinnustað í heimi. Nk. föstudag kl. 15-17 verður blásið til Vetrarhátíðar í Vesturhlíð þar sem börn, foreldrar og starfsfólk ætla að skemmta sér saman. Ég hvet þig, kæra Jóhanna, til að kíkja á hátíðina og sjá með eigin augum hversu þarft og skemmtilegt starf fer þar fram. Ekki væri verra ef þú tækir vinnufélaga þína með. Við höfum öll gott af því að upplifa eitt- hvað nýtt. Ertu ekki sammála? Við Ian Anthony hlökkum til að sjá þig. Kær kveðja. Opið sendibréf til Jóhönnu Sigurðardóttur Jóna Á. Gísladóttir skrifar um aðstöðu einhverfra barna »Ég hvet þig,kæra Jó- hanna, til að kíkja á hátíðina og sjá með eigin augum hversu þarft og skemmtilegt starf fer þar fram. Ekki væri verra ef þú tæk- ir vinnufélaga þína með. Jóna Á. Gísladóttir Höfundur er móðir nemanda í Öskjuhlíðarskóla. „VIÐ eigum ekki að biðja um und- anþágur“ sagði umhverfisráðherra við setningu Umhverfisþings 2007 og átti þá við þá skipan sem við tek- ur eftir Kyoto-bókunina 2012. Ég er algerlega sammála ráðherran- um. En við eigum að gera annað. Við eigum að leita samstarfs við ríki þar sem mikil ál- vinnsla á sér stað með raforku úr endurnýj- anlegum orkulindum, eins og hér á landi, um að tryggja nýja stöðu áliðnaðarins í þeirri skipan sem við tekur af Kyoto. Sú nýja staða ætti að fela í sér að áliðnaðurinn sjálf- ur, þ.e. framleiðsla áls í álverum, sé algerlega utan þeirrar skipanar. Rökin fyrir þeirri tilhögun eru þau að sjálf framleiðsla álsins hefur ekki í för með sér nettó losun gróð- urhúsalofttegunda í heiminum. Starfsemi sem ekki gerir það á eðli máls samkvæmt ekkert erindi í sam- þykktir sem miða að því að tak- marka slíka losun. Notkun á hluta álsins í farartækjum í stað þyngri efna gerir nefnilega meira en að vega á móti þeirri losun sem fylgir framleiðslu þess alls í álverunum. Um raforkuna til álvinnslunnar gegnir öðru máli. Hún er aðkeyptur framleiðsluþáttur í ál- vinnslu eins og önnur aðföng. Losun vegna framleiðslu hennar á því heima í arftaka Kyoto með sama hætti og losun vegna fram- leiðslu á öðrum aðföng- um álvinnslu. Ef raf- orkan er framleidd úr endurnýjanlegum orku- lindum eins og vatns- orku, jarðhita, vindorku o.s.frv., eða úr kjarn- orku, fylgir vinnslu hennar engin losun gróðurhúsa- lofttegunda að heita má. Ef hún er framleidd úr eldsneyti á losun vegna framleiðslu rafmagnsins að teljast með í losunarbókhaldinu, að frátal- inni leiðréttingu fyrir því sem notk- un á hluta álsins í farartæki gerir betur en að spara losun sem fylgdi framleiðslu þess alls í álverinu. Þetta ákvæði myndi ekkert snerta Ísland sérstaklega heldur taka til ál- vinnslu um allan heim. Eðlilegt má telja að í bókun sem við tekur af Kyoto-bókuninni verði ákvæði þar sem ríki sem hýsir álver innan sinnar lögsögu skuldbindur sig til að krefjast af nýjum álverum þeirrar bestu vinnslutækni sem er tæknilega og efnahagslega nothæf á hverjum tíma. Frammistaða íslenska áliðnaðar- ins í að takmarka losun gróðurhúsa- lofttegunda frá framleiðslu sinni hef- ur verið frábær á umliðnum árum. Þannig hefur hann minnkað losun sína á fjölflúorkolefnum, sem eru mjög öflugar gróðurhúsaloftteg- undir, á kg framleidds áls, um 90% á árabilinu 1998 til 2005 samkvæmt gögnum frá Umhverfisstofnun, og heildarlosun sína á kg áls um 41% á sama tíma. Áliðnaðurinn eftir Kyoto Jakob Björnsson vill endur- metna stöðu áliðnaðarins í þeirri skipan sem við tekur af Kyoto Jakob Björnsson » Frammistaða ís-lenska áliðnaðarins í að takmarka losun gróð- urhúsalofttegunda frá framleiðslu sinni hefur verið frábær á umliðn- um árum. Höfundur er fyrrverandi orkumálastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.