Morgunblaðið - 18.10.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.10.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2007 31 Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is SMIÐJUDAGAR 2007 verða haldnir í 13. sinn og að þessu sinni um borð í Sæbjörginni og nágrenni Hafnar- fjarðarhafnar, núna um helgina, 19.- 21. október nk. Að þessu sinni er þemað „Á sjó“ en megintilgangurinn með mótinu er að gefa eldri skátum færi á að taka þátt í 50. alþjóðlega skátamótinu JOTA (Jamboree on the Air) og 11. Alþjóðlega skátamótinu JOTI (Jamboree on the Internet) auk skemmtunar. Metþátttaka er að þessu sinni, en tæplega tvö hundruð eldri skátar á aldrinum 13-18 ára verða á mótinu, sem sett verður með „rómantískri sundferð“ í Hafnarfjarðarsundlaug á föstudagskvöld. Landsbjörg kemur mjög öflug að mótinu að þessu sinni og lánar m.a. Sæbjörgina sem móts- stað, en hún mun liggja við festar all- an tímann við hliðina á Grímseyjar- ferjunni nýju og verður þar aðsetur fyrir námskeið, mötuneyti og svefn- stað á meðan á mótinu stendur. Sjó- björgunarsveitir taka þátt í þessu með því að kynna þátttakendum sjó- björgun og siglingar, en þátttakend- ur eru einmitt á þeim aldri sem gætu hugsanlega byrjað í unglingadeildum björgunarsveitanna á næstunni og væntir Landsbjörg þess að þeir fái góða nýliða í björgunarsveitastarfið í kjölfar Smiðjudaga. Smiðjuhópurinn, sem stendur að mótinu, hefur sl. árstaðið fyrir svona mótum víða á landinu auk þess sem þeir hafa skipulagt Smiðjuleika á enn fleiri stöðum á höfuðborgarsvæðinu sem og úti á landi. Í smiðjuhópnum eru margir fv. félagsforingjar og allir eru meðlimirnir Gilwell-skátar. Móts- stjóri að þessu sinni kemur úr röðum þátttakenda undanfarin ár og þekkir vel hvað unglingarnir vilja, en hann heitir Andri Týr Kristleifsson, úr skátafélaginu Kópum í Kópavogi. Mótið hefst á föstudagskvöld og verða menn að koma á milli kl. 19 og 20.30 til að fá aðgangsskírteini, en enginn fær að fara á mótssvæðið án þess að hafa slíkt. Rómantíska sund- ferðin er síðan kl. 22 og þar verður mótið sett, áður en haldið er til skips að nýju og talstöðvar og tölvur settar í gang til að hitta skátasystkin um víða veröld, en á síðasta ári tóku yfir 650.000 skátar um allan heim þátt í JOTA-JOTI-mótinu. Á laugardag og sunnudag verða fjörugir póstar sem björgunarsveit- irnar stjórna, bæði á sjó og landi og auðvitað verður kvöldvaka haldin kl. 20 á laugardagskvöld, þar sem bæj- arstjórn Hafnarfjarðar, hafnarstjórn og aðrir mætir gestir eru hjartanlega velkomnir en bæjaryfirvöld í Hafn- arfirði hafa ætíð stutt vel við bakið á skátastarfinu og ber að þakka það. GUÐMUNDUR JÓNSSON, er í Smiðjuhópnum. Smiðjudagar haldnir í 13. sinn Frá Guðmundi Jónssyni: GUÐNI formaður lýsti því yfir á vordögum, að ófarir Fram- sóknar ættu rætur sínar að rekja til Íraksstríðs og þátttöku fyrr- verandi ríkisstjórnar í því. Auðvitað var það dauðasök, en menn misminnir ekki, þegar þeir rifja upp, að áður hafði formað- urinn lýst því að Bush hinn bandaríski hefði í óleyfi sett nafn Íslands á lista hinna stríðsfúsu þjóða og bæri forsetanum þess vegna að biðja Íslandsmenn af- sökunar á þeim verknaði. Ekki er öll vitleysan eins á Framsóknarbænum fremur en fyrri daginn. Flestir aðrir þykjast sjá, að það séu óbótamenn í fjármálum, sem riðið hafa gömlu Framsókn um þvert bak sl. áratug. Hafa þar farið fremstir Halldór Ásgríms- son og Finnur Ingólfsson. Eftir aðfarir þeirra og vikapilta þeirra í hinni svokölluðu einka- væðingu – undir verndarvæng og með fullri þátttöku Sjálfstæð- isflokksins – mátti helftin af fylgi Framsóknar ekki vatni halda, enda alin upp við önnur viðhorf af mönnum á borð við Eystein Jóns- son, sem aldrei mátti vamm sitt vita í meðferð opinbers eða ann- arra fjár. Enn á ný getur undirritaður ekki orða bundizt vegna „sölu“ bankaráðsmanna Landsbanka Ís- lands á helmingi hlutafjár í Vá- tryggingafélagi Íslands. Á þeirri „sölu“ báru beina ábyrgð Helgi S. Guðmundsson, formaður banka- ráðs, og varaformaður, Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Og aðal „kaupendur“ Finnur Ingólfsson og Helgi S. sjálfur! Þegar þessi þjófnaður fór fram, var ríkisendurskoðandi – Rendi gamli – Sigurður Þórð- arson, endurskoðandi Lands- banka Íslands. Hann hefur því skrifað þegjandi og hljóðalaust upp á afbrot Helga og Kjartans. Enda afgreiddi hann mál bank- ans eftir pöntunum banka- málaráðherra Framsóknar, Finns Ingólfssonar og Valgerðar Sverrisdóttur. „Sölu“verð bréfa Landsbank- ans í VÍS var kr. 6,8 milljarðar. Innan þriggja ára seldu „kaup- endurnir“ bréfin fyrir 31,5 millj- arða króna. Gróði gripdeild- armanna tæpir 25 milljarðar. Og svo valsa „kaupendurnir“ um: Kaupa flugfélög; fara í tíu hnattreisur; leggja undir sig sjóði Samvinnutrygginga upp á 30 milljarða, og eru meðal þeirra, sem gera nú tilraun til að ná und- ir sig orkuauðlindum Íslands. Ef lögum væri framfylgt, myndu Helgi og Kjartan nú sitja af sér eins og ein sextán ár í rasphúsi. Þar sem undirritaður var einn af eigendum í Landsbankanum, þegar þessi afbrot voru framin, hyggst hann, þótt seint sé, leita réttar síns vegna meðferðar þess- ara kóna á eignum bankans. Í leiðinni mun hann snúa sér til forsetadæmis Alþingis og óska eftir rannsókn þess á aðild und- irsáta þess – Renda – að málinu. Sverrir Hermannsson Rasphúsmenn Höfundur er fv. bankastjóri Landsbanka Íslands. FRIÐUR er verðmætasta eign hverrar þjóðar og forsenda hagsæld- ar og hamingju. Það að stilla til friðar og endurbyggja grunnviði samfélags í lok ófriðar er ein mikilvægasta hjálp, sem hægt er að veita nokkurri þjóð. En að undanförnu hafa ýmsir spurt spurninga sem þessara: Eiga Íslendingar erindi í frið- argæslu á erlendri grund? Eigum við að taka þátt í að stilla til friðar á átakasvæðum, hafa eftirlit með því að friður haldist eða vinna að því að tryggja varanlegan frið? Svörin við þessum spurningum eru tvímælalaust jákvæð. Ísland er vel í stakk búið að leggja fram borg- aralega starfsmenn til friðargæslu- verkefna en þörfin fyrir slíka starfs- menn hefur stóraukist í breyttu alþjóðaumhverfi eftir lok kalda stríðsins. Íslendingar hafa tekið virk- an þátt í friðargæslu síðan 1994. Friðargæsla, sem Ísland tekur þátt í, miðar að flestu því sem talið var hér að framan nema þeim þætti sem lýt- ur að því að stilla til friðar með beinni íhlutun. Þar sem slíkt ástand er þarf íhlutun herliðs til að tryggja öryggi og afvopna stríðandi aðila. Íslenskir friðargæsluliðar sinna hins vegar margvíslegum störfum í þágu friðar sem snúa m.a. að því að halda gang- andi lykilþáttum samgangna, til dæmis flugvallarmannvirkjum, byggja upp þekkingu og getu í stjórnkerfi og innviðum ríkja, hafa eftirlit með vopnahléi, stuðla að framþróun, mannréttindum, jafn- rétti og lýðræði í ríkjum þar sem átök hafa verið. Friðargæsluliðar starfa nú í níu löndum við mjög fjölbreytt störf og á hverju ári starfa um 50-60 manns fyrir ís- lensku friðargæsl- una víða um heim við skemmri eða lengri verkefni, oft við mjög erfiðar að- stæður. Þátttaka kvenna í friðar- gæslustörfum hefur aukist verulega á seinni árum og er það eðlilegur hluti af aukinni áherslu á uppbyggingu með þátttöku kvenna í stríðshrjáðum löndum. Með þátttöku okkar í frið- argæslu tökum við ábyrgð á al- þjóðavettvangi og leggjum okkar skerf til að stuðla að var- anlegum friði, uppbygg- ingu og vernd mannrétt- inda. Friðargæslan verður til umfjöllunar í Háskólanum á Bifröst næstkomandi föstudag, en það er hluti af fyrirlestraröð um Ísland á alþjóðavettvangi, sem ut- anríkisráðuneytið og há- skólarnir í landinu standa fyrir í vetur. Ég hvet þá sem áhuga hafa til að sækja fundinn og taka þátt í að ræða þátttöku Íslands í al- þjóðlegri friðargæslu. Starf í þágu friðar Anna Jóhannsdóttir skrifar um gildi friðargæslu Anna Jóhannsdóttir »Með þátttöku okkar ífriðargæslu tökum við ábyrgð á alþjóða- vettvangi og leggjum okkar skerf til að stuðla að varanlegum friði, uppbyggingu og vernd mannréttinda. Höfundur er forstöðumaður Íslensku friðargæslunnar. Traustur kaupandi hefur beðið okkur að útvega heilsárs Frístundahús í Grímsnes og Grafningshreppi eða í næsta nágrenni. Húsið þarf að vera full- búið með heitu og köldu vatni o.fl. Stærð má vera frá 70 fm til 120 fm. Lóð þarf að vera gróin. Kostur ef stutt er í þjónustu. Staðgreiðsla í boði. Nánari upplýsingar gefur Heiðar Birnir sölumaður í síma 824 9092 Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. Frístundarhús í Grímsnes og Grafningshreppi Mb l 92 28 01 Námsstefna í Safnaðarheimili Háteigskirkju 20. október 2007 kl. 9-16 Fyrirlesarar: Svanhildur Svavarsdóttir M.Sc. ccc SLP Boðskiptafræðingur og Einhverfu sérfræðingur. Arizona State Department of Education. Björg T. LeSueur MA Ed Sérkennari og Einhverfu ráðgjafi. Kyrene School District, Arizona. Kynntar verða: • Rannsóknir um nám, hegðun og mikilvægi leiksins. • Rannsóknir sem sýna fram á að leikurinn eflir tilfinningalegt jafnvægi og færni í námi. • Kenningar um áhrif leiks fyrir börn með • Einhverfu og alvarlegar málhamlanir. • Leiðir til að efla leik hjá börnum. • Leiðir til að skoða og meta leikfærni. • Sýndar verða myndir frá ýmsum leikskólum og skólum bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi. Sendið svar á sigsvany13@yahoo.com Upplýsingar og pantanir í síma 663 8719. Verð 7.000. Málþingið er fyrir alla sem áhuga hafa á kennslu og þjálfun barna og unglinga með einhverfu. Leikurinn er Svarið Leikur Boðskipti Félagstengsl Skynjun Ímyndun Hegðun Setja sig í spor annarra M b l 9 24 33 3 17.nóv. frá kr. 59.990 Kúbuveisla Mjög takmarkaður fjöldi herbergja Heimsferðir bjóða frábært tilboð á vikuferð til Kúbu 17. nóvember þar sem dvalið er í hinni einstöku Havanaborg eða á hinni vinsælu Varaderoströnd. Kúba er ævintýri sem lætur engan ósnortinn. Ekki aðeins kynnist þú stórkostlegri náttúrufegurð eyjunnar, heldur einnig þjóð sem er einstök í mörgu tilliti. Gríptu tækifærið og njóttu lífsins á Varaderoströndinni á frábærum kjörum. Athugið aðeins takmarkaður fjöldi herbergja á hverjum gististað í boði á þessu verði! Ótrúlegt tilboð! Vikuferð Verð kr. 59.990 - vikuferð Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli í viku á Hotel Villa Tortuga **+ með morgunverði, 17. nóv.. Aukalega fyrir allt innifalið í viku kr. 10.000 (valkvætt). Verð kr. 69.990 – Arenas Doradas *** Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli í viku á Hotel Arenas Doradas *** með morgunverði, 17. nóv. Aukalega fyrir allt innifalið í viku kr. 10.000 (valkvætt). Verð kr. 69.990 – Occidental Miramar **** Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli í viku á Hotel Occidental Miramar í Havana **** með morgunverði, 17. nóv. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is MasterCard Mundu ferðaávísunina!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.