Morgunblaðið - 18.10.2007, Side 32

Morgunblaðið - 18.10.2007, Side 32
32 FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Þuríður LindaAlfreðsdóttir fæddist í Reykjavík 17. febrúar 1959. Hún lést á heimili sínu 7. október síð- astliðinn. Foreldrar hennar eru Rakel G. Magnúsdóttir hús- móðir, f. í Reykjavík 19. ágúst 1925, og Alfreð Ólafur Odds- son sjómaður, f. í Hákoti í Innri- Njarðvík 1. júní 1927, d. 14. maí 1968. Þau bjuggu í Reykjavík. Systkini Lindu eru: Helga Berg- ljót f. 1942, Reynir f. 1945, Grétar Örn f. 1949, Ragnar Geir f. 1951, Erla f. 1953, Halldóra Kolbrún f. 1953, Magnús Helgi f. 1956, Hel- ena Katrín f. 1960, Alfreð f. 10. febrúar 1962, d. í júlí 1962, Alfreð Emil f. 1963 og Ásta Berglind, f. 1968. Maki Lindu er Ragnar B. Fjeld- sted stýrimaður, f. 5. febrúar 1958. Foreldrar hans eru Kristinn Fjeldsted fyrrv. verkstjóri, f. í Raknadal á Patreksfirði 4. janúar 1930 og Sigríður (Stella ) Bjarna- dóttir húsmóðir, f. í Sumarliðabæ í Árnessýslu 7. des- ember 1932, d. 10. janúar 1976. Þau bjuggu á Patreks- firði. Börn Þuríðar Lindu og Ragnars eru: 1) Stella Björk Fjeldsted, f. 26. maí 1981, maki Elmar Már Einarsson, f. 25. febrúar 1980, 2) Kristinn Fjeldsted, f. 28. nóvember 1983, og 3) Alfreð Már Fjeldsted, f. 23. október 1992. Sonur Ragnars er Kristófer, 22. júní 1976. Linda og Ragnar bjuggu ásamt börnum sínum á Patreks- firði í 26 ár. Linda tók Öldunginn í kvöld- skóla, tók svo seinna grunn- námskeið á tölvum. Var síðustu ár í fjarnámi í Verkmenntaskólanum á Akureyri að læra sálfræði, fé- lagsfræði, ensku, íslensku og fleira. Linda stundaði ýmis störf á Patreksfirði, t.d. hjá Póstinum, leikskóla og Grunnskólanum. Linda verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku mamma mín. Elsku fallega, yndislega og góða mamma mín. Ég bara trúi ekki að ég sitji hér með tárin í augunum að skrifa minn- ingargrein um þig, nei ekki elsku mömmu mína. Á þessari stundu á ég svo erfitt með að skilja af hverju þú varst tekin frá okkur, hver sé sann- girnin í að móðir í blóma lífsins sé á einu augabragði tekin frá ástvinum sínum. Eflaust á ég aldrei eftir að skilja það, en sagt er að tíminn lækni öll sár og kannski er það rétt, þó svo að sár okkar séu stór og mikil. Ég var ekki bara að missa móður mína, heldur var ég líka að missa bestu vinkonu mína, við vorum svo nánar mæðgur. Það leið varla sá dagur sem við töluðum ekki saman í síma svo tímunum skipti um allt og ekki neitt, það var svo gott að tala við þig og fá ráðleggingar hjá þér. Það er skrítið að hugsa til þess að eiga aldrei eftir að tala við þig aftur, faðma þig eða sjá fallega brosið þitt á góðum stundum. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þig sem móður, ég get ekki ímyndað mér betri móður en þig. Þú varst svo góð kona og vildir alltaf allt fyrir alla gera, það skipti ekki máli hvað það var. Þú varst alltaf tilbúin til að hjálpa öðrum og þú hafðir svo stórt og hlýtt hjarta, ég er svo stolt af því að vera dóttir þín. Ég átti svo góða æsku og fékk gott uppeldi hjá ykkur pabba, hjarta mitt er fullt af góðum minningum sem verða aldrei teknar frá mér. Eins og t.d. á kvöldin þegar pabbi var á sjón- um, þá fórstu alltaf með mér og Kristni upp í rúm og við fengum að sofa í hjónarúminu hjá þér og fyrir svefninn fórum við alltaf með bæn- irnar og báðum guð að passa pabba á sjónum og alla ástvini okkar og svo lastu bók fyrir okkur. Það var svo mikið af skemmtilegum sögum sem þú last fyrir okkur og hlakkaði mað- ur alltaf til að fara upp í rúm til að geta haldið áfram með söguna, þú hafðir líka svo mikla unun af því að lesa. Svo eftir að Alfreð fæddist þá fannst mér alltaf svo gaman að hjálpa þér með hann, enda treystir þú mér líka fullkomlega fyrir honum. Framtíðin var svo björt, við vorum farin að hlakka svo til komandi stunda, þið pabbi búin að selja húsið á Patró og draumur þinn um að flytja suður var loksins að verða að veruleika, ég hlakkaði svo til að geta farið að eyða meiri tíma með ykkur. Svo vorum við byrjaðar að plana jól- in, við hlökkuðum svo til, við Elmar ætluðum að vera hjá ykkur þessi jól og ég ætlaði að koma í byrjun des- ember svo við gætum undirbúið jólin saman, við vorum meira að segja farnar að plana hvað við ætluðum að baka. Ég hlakka ekki lengur til jólanna, ég veit að þau verða erfið og skrítin. Ég er svo þakklát fyrir að við höf- um öll verið fyrir vestan og getað fylgt þér síðustu spor þín í þessu lífi. Það var búið að vera svo gaman hjá okkur um helgina, allir svo ham- ingjusamir og mikið um hlátur og gleði, þér leið alltaf best í faðmi fjöl- skyldunnar. Takk fyrir að vera mamma mín. Ég elska þig og sakna þín svo mik- ið, þín dóttir Stella Björk. Elsku Linda mín. Ég trúi ekki ennþá að ég sé að byrja að skrifa minningargrein um tengdamóður mína sem var tekin frá okkur ekki nema 48 ára gömul. Þetta er svo ósanngjarnt að kona í blóma lífsins sé hrifsuð svona fyrirvara- laust frá okkur. Þú sem varst svo hamingjusöm og glöð. Þú varst sko ekki tilbúin til að yfirgefa þennan heim, það var svo mikið sem þú áttir eftir að gera. Alveg frá því að ég fór að venja komur mínar inn á heimili ykkar Ragga hefur alltaf mætt mér svo mikil hlýja og væntumþykja, aldrei mátti maður hjálpa neitt til heldur var stjanað við mann eins og maður væri konungborinn. En svona varst þú bara, Linda mín, settir allt- af alla aðra en sjálfa þig í fyrsta sæti. Mér þótti alltaf jafn ótrúlegt að þeg- ar við Stella komum vestur að heim- sækja ykkur var alltaf búið að baka og tekinn fram fínasti maturinn sem til var í öllu þorpinu því þú vildir gera svo vel við okkur í þessi (alltof) fáu skipti sem við komum að heim- sækja ykkur vestur á Patreksfjörð. Ég er samt svo þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast þér og líka fyrir að fá að vera með ykkur síðustu dagana sem þú lifðir en auðvitað var það svo fjarlægt í huga manns að þú skyldir vera næst til fá kallið. Takk fyrir allt. Þinn Elmar. Núna er hún Linda systir mín lát- in, langt fyrir aldur fram, þín er sárt saknað. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald.Briem) Hvíldu í friði, elsku Linda mín. Þinn bróðir Grétar Örn. Elsku Linda, þú ert farin frá okk- ur svona snögglega og alltof fljótt. Það veit enginn hvenær kallið kemur en ég vil trúa því að það sé tilgangur með þessu öllu. Mér finnst samt óréttlátt að kallið skuli koma núna, þegar svo miklar breytingar voru framundan hjá þér og þinni fjöl- skyldu. Þegar ég minnist þín, Linda mín, þá var alltaf svo stutt í húm- orinn og grallaraskapinn. Þú varst góður vinur og hjálpsöm, hörkudug- leg og mikil handverkskona. Stolt varstu af þínum börnum, enda eru þau duglegir og góðir einstaklingar. Linda mín, ég veit að vel verður tek- ið á móti þér á nýja staðnum, og við sem erum hérna megin munum allt- af hugsa hlýtt til þín. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Elsku Raggi, Stella, Elmar, Krist- inn og Alfreð Már, megi Guð vera með ykkur og styrkja í þessari miklu sorg og þessum stóra missir. Þín systir Erla. Elsku systir mín, hún Linda, eins og hún var alltaf kölluð, er farin frá okkur. Það er margt sem maður spyr sig en fær engin svör. Linda mín var fjórða yngst af 11 systkinum. Hún eyddi öllum upp- vaxtarárum sínum í Reykjavík, fyrir utan 3 ár sem hún bjó í Innri Njarð- vík, árin 1971-1973. Linda var frekar hlédrægt og feimið barn, hugsaði margt en sagði fátt, blíð og góð. Svona man ég hana þegar við vorum litlar, hún einu ári eldri. En feimnin eltist af henni að mestu og kom þá orðheppnasta, stríðnasta, hlýjasta og skemmtilegasta Lindan fram. Linda kláraði gagnfræðapróf í Ár- múlaskólanum á saumabraut. Í jan- úar 1979 fór hún á vertíð til Horna- fjarðar og kynntist hún á 20 ára afmælisdegi sínum manni sínum, Ragnari B. Fjeldsted frá Patreks- firði. Var hún á Hornafirði þar til í ágúst það sama ár. Fór þá Raggi með Lindu til Reykjavíkur, þar byrj- uðu þau sinn fyrsta búskap saman. Kláraði Raggi það sem hann átti eft- ir af Stýrimannaskólanum. Fluttu þau svo vestur sumarið 1981 til Pat- reksfjarðar, þá með sitt pínulitla stúlkubarn, hana Stellu sem fæddist 2 mánuðum fyrir tímann, aðeins 8 merkur. Svo eignuðust þau prinsana Kristin og Alfreð Má. Linda var eitt af þeim systkinum sem áttu auðvelt með að læra, enda skilaði það sér í hvað hún lagði mik- inn metnað í að börnin þeirra mennt- uðu sig. Búið var að ákveða að þau flyttu suður næsta vor og talaði Linda um að hún gæti hugsað sér að vinna sem stuðningsfulltrúi, og hefði hún svo sannarlega verið rétta manneskjan í það, alltaf tilbúin að hjálpa öðrum. Við vorum öll farin að hlakka til að fá þau suður eftir 26 ára búsetu fyrir vestan enda flest systk- ini Lindu og Ragga fyrir sunnan. Það var samt alltaf gaman að koma til þeirra í heimsókn, svo heim- ilislegt og hlýlegt. Linda var svo mikil búkona. Og þegar við komum fleiri en ein systirin í heimsókn til þeirra þá vorum við allt í einu orðnar voða flinkar að prjóna og hekla með henni, sem við vorum ekki vanar að gera heima hjá okkur, því að þá var Linda að gera eitthvað spennandi í höndunum. Símasamband var nán- ast á hverjum degi hjá okkur og sagði Linda stundum í gríni að hún hefði verið að baka kleinur og hvort ég vildi ekki skjótast í kaffi til henn- ar? Við drekkum kaffið okkar saman seinna. Elsku Raggi, Stella, Kristinn og Alfreð, ég get ekki hugsað til enda sorgina sem þið eruð að ganga í gegnum, það eina sem ég get sagt er að vegir Guðs eru órannsakanlegir og bið ég Guð um að blessa og gefa ykkur styrk í sorginni. Og bið ég Guð um styrk fyrir mömmu og okk- ur öll. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snert- ir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar í lífinu. (Kahlil Gibran) Elsku Linda mín, ég á eftir að sakna þín meira en orð fá lýst og er ég þakklát fyrir að hafa átt og eiga þig sem systur. Ég trúi því og treysti að við munum hittast aftur. Minning þín er ljósið í lífi okkar. Þín systir Helena. Sunnudaginn 7. október sl. hringdi svili minn Ragnar í mig og tilkynnti mér lát konu sinnar, mág- konu minnar Lindu. Ég sat og heyrði hvað hann sagði, en trúði ekki mínum eigin eyrum. Þetta virtist allt svo óraunverulegt, hún Linda! Það gat ekki verið. En svona er lífið, við vitum víst aldrei hvenær við heyrum eða sjáum hvert annað í hinsta sinn. Það er komið skarð í stóra systk- inahópinn. Linda var næstelst af- börnum þeirra Rakelar og Óla heit- ins. Þau eignuðust sex börn en misstu son á fyrsta ári. Systkinin búa flest fyrir sunnan, eins og við köllum það, en þau Linda og Maggi hafa verið búsett sitt á hvorum hluta Vestfjarða hátt á þriðja áratug. Þau kynntust bæði Vestfirðingum og sannfærðum við þau um ágæti þess að búa með okkur fyrir vestan. Það var ánægjulegt þegar við höfðum tækifæri til að skjótast á milli til að heimsækja hvert annað, en Linda og fjölskylda stóðu sig mun betur í þeim efnum og voru dugleg að skreppa til okkar á Ísafjörð. Við eigum margar góðar minning- ar frá samverustundum okkar og heimsóknum þeirra til okkar. Ég hef verið orðuð við að vera alltaf að taka myndir, en sé ekki eftir því þegar lit- ið er til baka, það er hægt að skoða hvernig fjölskyldan stækkaði og fólkið þroskaðist. Linda var góð móðir og stolt af börnunum sínum. Kristinn vinnur nú hjá frænda sínum á Ísafirði og skrapp heim þessa ör- lagaríku helgi, einnig þau Stella og Elmar sem komu að sunnan. Linda og Raggi höfðu nýverið selt húsið sitt fyrir vestan og hugðust flytja suður næsta vor eftir að Alfreð Már útskrifast úr 10. bekk grunnskóla. Því miður hittumst við ekki nema einu sinni á þessu ári, í janúar þar sem haldið var upp á afmæli bróð- ursonar þeirra. Þar tók ég mynd af Rakel í hópi barna sinna. Það er erfitt fyrir tengdamóður mína að sjá nú á eftir dóttur sinni, en stóri hópurinn hennar stendur þétt saman. Linda var mjög trygglynd og hélt góðu sambandi við fjölskylduna. Hún reyndist yngstu systur sinni Ástu og börnum hennar ómetanlega, þeirra söknuður verður mikill. Systkinin sóttu mikið til hennar og voru dugleg að heimsækja hana til Patreksfjarðar. Það var oft þéttskip- að á heimili þeirra Ragga og Lindu á Patró. Við fórum í fermingarveislu þegar Alfreð Már yngsti sonur þeirra fermdist í fyrra og var það yndisleg- ur dagur. Systkin þeirra höfðu fjöl- mennt ásamt fjölskyldum og urðu þar miklir fagnaðarfundir. Eins var það um sumarið þegar þau komu í afmælisveislu til Magga, auk nokk- urra systkinanna og maka. Í veisl- unni stóðu þær systurnar Linda og Helena upp og sögðu frá nokkrum prakkarastrikum Magga bróður þeirra á æskuárunum. Linda var glettin og mér fannst hún oft viðhafa annað orðalag en hin systkinin, hún hafði sinn einstaka stíl! Við Linda skiptumst reglulega á tölvupósti síðustu misserin, en því miður verða þær skeytasendingar ekki fleiri. Kæru Raggi, Stella, Kristinn, Al- freð, Elmar, Rakel, systkin og fjöl- skyldur, mínar innilegustu samúðar- kveðjur til ykkar allra. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt lit og blöð niður lagði líf mannlegt endar skjótt. (Hallgrímur Pétursson) Áslaug. Sunnudagurinn 7. október rann upp eins og flestir aðrir dagar, ég mætti til vinnu minnar og átti ekki von á að dagurinn yrði öðrum dögum frábrugðinn. En það var öðru nær. Upp úr hádegi barst mér sú harma- fregn að Linda mágkona mín væri látin. Hún hafði farið að sofa hraust og kát nóttina áður en vaknaði ekki aftur að morgni. Ég hafði hugsað mér að hringja í Ragnar bróður minn strax og ég kæmi heim, vildi getað talað við hann í ró og næði. En dagurinn var ekki búinn. Ekki virtist nóg hafa gengið yfir fjölskyldu okk- ar því seinnipart sama dags, áður en ég náði að hringja í bróður minn, fékk ég aðra harmafregn, Sveinn fyrrverandi mágur minn hafði einnig látist þá hinn sama dag. Linda var bróður mínum góð kona og börnum sínum góð móðir. Ég kem aldrei til með að gleyma brosinu sem færðist alltaf yfir andlit hennar er minnst var á börnin hennar, svo stolt var hún af þeim, ekki að ástæðulausu. Hún hugsaði ekki bara vel um börnin sín, heldur einnig börn annarra og var ég síðast vitni að því er við systkinin og fjölskyldur okkar hittumst síðastliðið sumar í útilegu á Snæfellsnesi. Þar mætti Linda með systurson sinn og mátti halda að þar væri hennar eigið barn, svo vel hugs- aði hún um þennan litla frænda sinn. Ég vil þakka Lindu fyrir allan þann áhuga og velvild sem hún sýndi mínum börnum, aldrei hitti ég hana eða heyrði í henni í síma, að hún spyrði ekki um þau og léti sig varða velferð þeirra. Hún bjó fjölskyldu sinni notalegt og gott heimili og hafði gaman af því taka á móti gest- um, gerði vel við þá, enda snillingur á því sviði. Hún var einstaklega hjálpleg við alla, mátti hvergi aumt sjá og var vel liðin af öllum sem hana þekktu. Það kemur ýmislegt upp í huga manns þegar Linda mágkona mín er kölluð burt úr þessum heimi á besta aldri og engin skýring er til staðar. Ég er eins og flestir aðrir hef mína barnatrú og mætti vafalaust rækta hana betur. En á þessari stundu, þegar sorgin hellist yfir fjölskyldu okkar, leitar maður í trúna, vill leita til Guðs því maður trúir því að hann sé til staðar til að styrkja og hugga. Mig langar svo mikið til að styrkja og hugga Ragnar bróður minn, börnin hans og Lindu en finn van- mátt minn og get víst lítið annað gert en að vera til staðar með viljann að vopni. Elsku Ragnar, Stella, Elm- ar, Kristinn og Alfreð, ég votta ykk- ur mína dýpstu samúð og bið Guð að varðveita ykkur og styrkja í ykkar miklu sorg. Einnig vil ég senda sam- úðarkveðjur til móður Lindu, systk- ina hennar, tengdaföður hennar og annarra aðstandenda. Sigursteinn Steinþórsson. Mikið er það sárt að þurfa að kveðja Lindu mágkonu svona fljótt og skyndilega. Hún skilur eftir sig Linda Alfreðsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.