Morgunblaðið - 18.10.2007, Síða 37

Morgunblaðið - 18.10.2007, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2007 37 ✝ Borgþór Gúst-avsson fæddist í Reykjavík 22. nóv- ember 1963. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Foss- vogi að kvöldi 7. október síðastliðins. Foreldrar hans voru Karólína Borg Krist- insdóttir, f. 24.10. 1936, d. 12.7. 2005, og Gústav Reinholt Leifsson, f. 3.8. 1931, d. 25.12. 1990. Systk- ini Borgþórs eru: 1) Ólafía Margrét, f. 1953, maður hennar Sigurður Eyjólfsson, f. 1949, þau eiga þrjú börn. 2) Páll Guðfinnur, f. 1956, maki Iðunn Ámadóttir, f. 1958, þau eiga tvö börn, 3) Kristinn Jóhann Björgvin, f. 1958, kona hans er Ragna Hrönn Jó- hannesdóttir, f. 1960, þau eiga þrjú börn. 4) Hall- grímur Pétur, f. 1959, hann á þrjú börn. 5) Gústav Reinholt, f. 1962, kona hans er Rann- veig Pálsdóttir, f. 1964, hann á sex börn. 6) Ágúst Elís, f. 1965. Kona hans er Sigríður Ásta Guðmundsdóttir, f. 1970, þau eiga tvö börn. Útför Borgþórs verður gerð frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Að Bogga látnum hrúgast upp margar minningar, einkum frá æskuárum okkar. Ofarlega í huga mínum er heimsókn að Árnesi á Ströndum með foreldrum okkar, sem var farin í tilefni af fermingu hans. Hann hafði dvalið þar í nokkur ár. Í þessari stórkostlegu náttúru var margt sem Boggi hafði gaman af að sýna mér, og er mér einkum minn- isstætt á sjálfan fermingardaginn, er hann ákvað að sýna mér undur fjör- unnar. Skemmtilegast þótti okkur þó að glíma við rekaviðardrumbana, það svo að við gleymdum stund og stað. Var nú fólk farið að undrast um okk- ur. Ekki var gott í efni þar sem sjálft fermingarbarnið vantaði. Við fund- umst þó í tæka tíð og piltur fermdur var með pomp og prakt. Síðar er Boggi kom suður í foreldrahús fór hann á vinnumarkaðinn og stundaði ýmis störf til sjós og lands. Á þessum árum ,,brölluðum“ við sitthvað sam- an, bæði í leik og starfi. Meðal þess sem við tókum okkur fyrir hendur var að vinna í sláturhúsum. Fórum við t.d saman á Borðeyri, í Búðardal og á Hellu. Oft var líf og fjör meðal starfsfólks á þessum stöð- um, og kom húmor Bogga berlega í ljós er hann reytti af sér brandarana og var þá gjarnan hrókur alls fagn- aðar. Þrátt fyrir létta lund átti Boggi bróðir ekki alltaf sjö dagana sæla og leitaði þá gjarna félagsskapar þeirra sem svipað var ástatt fyrir. Boggi var hjálpsamur og greiðvikinn við vini sína, sem berlega kom í ljós er hann fékk húsnæði til umráða. Þá stóðu dyr hans opnar fyrir þá sem hvergi áttu höfði sínu að að halla. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Kveðja, þinn bróðir Ágúst. Í dag er til moldar borinn elsku- legur bróðir minn sem varð fyrir árás á heimili sínu og lést af sárum sínum að kvöldi sunnudagsins 1. október sl. Það voru þung spor sem við systk- inin stigum er við kvöddum hann í hinsta sinn á gjörgæsludeildinni. Ég minnist Bogga sem góðs manns sem vildi öllum gott eitt gera. Hann leitaði oft í trúna og bað fyrir fólki ef hann vissi að það ætti um sárt að binda. Hann var mjög félagslyndur og gat talað við alla. Hann hafði gaman af að segja sögur og brandara og hafði fólk gaman af. Hann var hagmæltur og átti gott með að semja vísur og heilu kvæða- bálkana. Boggi slasaðist alvarlega í ágúst- mánuði 2005 og beið þess ekki bætur en samt var góða skapið og grínið alltaf til staðar. Við vorum oft í símasambandi og alltaf kvaddi hann mig með þessum orðum, „ég elska þig“. Og ég segi það sama, ég elska þig, Boggi minn, og bið Guð að varðveita þig og geyma. Þín systir Ólafía. Elsku Boggi minn. Það er skrítið að setjast niður og skrifa minning- argrein um þig. En svona er lífið víst. Ég kynntist þér árið 1998 og höfum við verið vinir síðan. Það gekk nú á ýmsu í okkar lífi, en þú varst alla tíð góður og hjartahlýr strákur, sem vildi allt fyrir alla gera. Líf þitt var ekki auðvelt og margar stórorrustur þurftir þú að heyja. Ég mun aldrei gleyma þér og þú munt lifa áfram í minningum mínum. Ég vil þakka þér fyrir allar okkar samverustundir sem voru bæði í meðbyr og mótbyr. Eins og þú sagðir alltaf „Við sjáumst síðar“. Þetta sagðir þú síðast við mig fyrir mjög stuttu þegar þú varst að tala við mig og Björn litla frænda þinn um fugl- inn Gorm, sem þú vildir endilega gefa Birni. Það var svo fyndið að hlusta á ykkur. Þú að segja Birni að fuglinn héti Gormur og Björn end- urtók, ha Ormur. En svona er þetta Boggi minn. „Við sjáumst síðar“. Hvíl í friði, elsku vinur minn, og mundu, mundu, mundu, ég man allt. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr.) Þín vinkona, Heba Lind Björnsdóttir. Borgþór Gústavsson Elsku mamma. Nú er rúmur mánuður síðan þú varst tek- in frá okkur. Þú hefðir átt afmæli í dag, og mikið hefði nú verið gaman að halda upp á daginn með þér. Enn þér var víst ætlað annað og ert komin á góðan stað. Það er sárt að sakna þín, og erfitt að trúa því að geta ekki skroppið til þín eða spjallað við þig á hverjum degi eins og við vorum vön, þú skilur eftir stórt gat í tilveru okk- ar, en við lærum að lifa með því með tímanum. Við munum þig hlæjandi og káta og alltaf eitthvað að „bardúsa“. Það var alltaf svo mikill kraftur í þér og kláraðir allt sem var byrjað á, en mikið fannst þér samt gott þegar verkin voru búin. Þú varst okkur svo góð móðir, alltaf til staðar og vildir allt fyrir okkur gera. Við vitum að þú lítur til með okkur systkinunum og pabba sérstaklega, þið voruð svo miklir vinir og alltaf jafnástfangin í 34 ár. Takk fyrir allt, mamma. Guð þig leiði sérhvert sinn sólarvegi alla. Verndarengill varstu minn vissir mína galla. Sólrún Sverrisdóttir ✝ Sólrún Sverr-isdóttir fædd- ist á Eyrarbakka 18. október 1958. Hún andaðist á Heilbrigð- isstofnun Suður- lands 3. sept- ember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Eyrarbakkakirkju í kyrrþey 8. sept- ember. Hvar sem ég um foldu fer finn ég návist þína. Aldrei skal úr minni mér mamma ég þér týna. (Jón Sigfinnsson.) Þín Jóhanna, Sigurður, Hafsteinn og Ás- geir. Allt hefur sinn tíma. Öllu er afmörkuð stund. Í dag 18. október hefði hún Sólrún Sverris, eða Sóla eins og hún var oftast nefnd, orðið 49 ára en hún kvaddi þetta jarðlíf 3. sept- ember síðastliðinn eftir fremur stutt en erfið veikindi. Mig langar að fara nokkrum orðum um Sólu, góða og elskulega mágkonu mína. Hún einkenndist af hlýju og bros- andi viðmóti, æðraðist ekki yfir hlut- unum. Hún barðist hetjulega í veik- indum sínum ásamt Ara og börnunum og fjölskyldunni allri. Allt frá því hún greindist og þar til yfir lauk fann maður hjá henni innri frið og æðruleysi svo af mátti læra. Það var eins og hún hugsaði meira um okkur hin, að allt væri í lagi, en sjálfa sig, hún sagðist alltaf hafa það gott. Það var einmitt þessi friður sem mað- ur fann í sveitinni á Lækjargarði hjá Sólu og Ara yfir kaffibollanum og spjallinu. Vel var manni þakkað fyrir kom- una á sjúkrahúsið „gaman að fá ykk- ur“, þar kom glöggt fram viðmótið hlýtt og brosandi. Ég horfi í ljóssins loga sem lýsir í hugskot mitt og sé á björtum boga brosandi andlit þitt. (Snjólaug Guðmundsdóttir) Með Sólu er enn höggið stórt skarð í fjölskyldu elskulegrar tengdamóður minnar Lillu. Að missa eiginmann, tvo tengdasyni og dóttur í blóma lífsins á 15 árum er mikill missir. Auk þessa misstu þau hjónin sitt fyrsta barn, Jónínu sem aðeins var á þriðja ári. Fjölskyldan hefur staðið þétt sam- an í sorginni og á svona stundum er gott þegar hópurinn er stór en það er hann svo sannarlega. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgrímur Pétursson) Elsku Sólrún, takk fyrir samfylgd- ina. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, (Vald. Briem.) En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran) Elsku Ari, börnin og fjölskyldan öll, Lilla og systkini Sólu. Ég finn það og veit að við erum ei ein að almættið vakir oss yfir, því ljósið á kertinu lifir. (Kristján Stefánsson frá Gilhaga.) Megi góður Guð vaka yfir okkur öll- um og styrkja, látum ljósið lýsa og minningu lifa um góða konu í skamm- deginu. María Gestsdóttir. ur, það er óskiljanlegt. Þú sem alltaf hugsaðir fyrst um aðra og sem svo margir stóluðu á. Þú varst alltaf vinur í raun. Það fann ég strax þegar við kynntumst fyrst fyrir meira en 20 árum. Enda hefur þú átt alveg ótrúlegan fjölda af góðum vinum í gegnum tíðina. Það gat tekið upp í tvo tíma að ná sambandi við þig í síma stundum, ég spurði þig oft að því hvort það væri ekki sjóðheitt símtólið stundum þegar ég var búin að reyna að hringja í óratíma og náði svo loks sambandi. Þegar ég rifja upp okk- ar samleið í gegnum lífið man ég eftir því hvað við gátum hlegið að fáránleg- ustu hlutum sem öðrum fannst ekkert fyndnir. Ég minnist þess hversu sterk þú varst þegar Helena fæddist löngu fyrir tímann og styrksins núna í veik- indunum. Ég minnist þess hversu glæsileg þú varst í fertugsafmælinu þínu og allra góðu stundanna sem við áttum saman. Ég vil þakka fyrir árin sem ég var svo lánsöm að eiga þig að og kveð þig að sinni kæra vinkona. Elsku Gaui, Helena og Rakel, ég votta ykkur og foreldrum og systkin- um Jóhönnu mína hlýjustu og dýpstu samúð, megi góður Guð gæta ykkar og hugga í þessari miklu sorg. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. (Bubbi Morthens) Þórunn. Nú er Jóhanna vinkona mín farin frá okkur og minningarnar streyma gegnum hugann. Af svo miklu er að taka en ég geymi vel í hjarta mínu þegar við urðum vin- konur þegar hún flutti á Seltjarnar- nesið aðeins 13 ára gamlar. Við náðum að eiga hvor aðra að í 28 ár en samt er eins og það hafi ekki verið nægur tími. Þegar ég hugsa til dagsins þegar Jó- hanna sagði mér að hún væri orðin veik þá hugsaði ég um hversu óréttlátt þetta væri nú þegar mér finnst mitt líf rétt að byrja. Það sem stendur upp úr þegar ég minnist vinkonu minnar er hversu dásamlega traust og heiðarleg hún var. Hún var afskaplega þrjósk og er alveg öruggt að sá eiginleiki hjálp- aði henni yfir margan hjallann. Hún var hin fullkomna vinkona, sagði manni til syndanna þegar þess var þörf og ef hún gerði mér eitthvað sem henni þótti miður samdi hún fal- leg fyrirgefningarljóð. Hún sagði örugglega oftar fyrirgefðu en tilefni var til því nú á ég þykkt umslag af fyr- irgefningarljóðum eftir vinkonu mína. Jóhanna var mikil húsmóðir og áttu hún og Gaui mjög fallegt heimili sem hún var stolt af og gott var að heim- sækja. Hún var afskaplega stolt af báðum stelpunum sínum og líka stelp- unum sem Gaui eignaðist áður en þau kynntust, þær urðu líka dætur henn- ar. Jóhanna gat munað alla afmælis- daga og sem dæmi þá hringdi hún í Gunnar manninn minn áður en hann átti afmæli nú síðast ef hún skyldi ekki lifa afmælisdaginn hans. Við Jóhanna fluttum saman til Nor- egs 1988 og bjuggum þar ásamt Maríu Liv, dóttur minni, í tvö ár. Sjaldan var logn í kringum Jóhönnu og gustaði og geislaði af henni alls staðar þar sem hún kom, þessi útgeisl- un dró að sér marga félaga og vini og þannig var það alveg fram til síðasta dags. Ég og María erum fjölskyldu Jó- hönnu afar þakklát fyrir að hafa fengið að njóta síðustu daganna með þeim og Jóhönnu, það var okkur dýrmætur tími. Ég bið góðan guð að styrkja elsku Gauja, Helenu, Rakel, Alex- öndru, Karlottu, foreldra og systkini á þessum erfiðu tímum. Þín vinkona Arna. Elsku Jóhanna mín. Mér finnst hann kaldur þessi veruleiki, að sitja hér og skrifa minningarorð um þig. Það er engin leið að búa sig undir að ung kona eins og þú sé tekin frá fjöl- skyldunni og það er bæði sárt og hræðilega erfitt að trúa að sú sé raun- in. Við kynntumst í gegnum dætur okkar á síðasta árinu þeirra í leikskól- anum. Þegar þær fóru svo síðar að leika sér saman eftir skóla og ég kom heim til þín tók ég strax eftir því hversu mikla rækt þú lagðir við heim- ilið þitt sem er einstaklega fallegt. Þú lagði líka mikla rækt við uppeldi dætra þinna og námið þeirra. Þú kenndir þeim svo vel en varst þér líka svo meðvitandi um að þær þyrftu að verða sjálfstæðar. Við spjölluðum oft um stelpurnar okkar og veikindin þín og ég dáist að því enn í dag hversu já- kvæð og dugleg þú varst, Jóhanna mín. Þvílík dugnaðarkona sem þú varst. Dugnaður þinn kom þó best í ljós síðustu dagana þína. Þú ætlaðir að lifa áfram og sigra þennan óvætt. Þú gafst ekki auðveldlega upp og þú barðist með reisn og bjartsýni eins og þér var lagið. En að lokum hafði þessi hræðilegi sjúkdómur betur. Líf þitt var alltof stutt og þín verður sárlega saknað, Jóhanna mín. En ég er þakk- lát fyrir að hafa átt þess kost að kynn- ast þér og ég geymi í minningunni mynd af stórglæsilegri og duglegri konu. Þú barst með þér lífið og kraft- inn þar sem þú komst, Jóhanna mín. Elsku Guðjón, Helena, Rakel, Alexandra, Karlotta og aðrir ástvinir. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Jóhönnu. Sigrún Harpa. Elsku Jóhanna, mikið getur lífið verið undarlegt og margt sem okkur finnst óréttlátt. Það seinna var mér efst í huga í apríl þegar þú sagðir mér að þú værir með lungnakrabba. Ég hefði svo gjarnan viljað geta tekið þennan viðbjóð frá þér en okkur er ekki allt gefið og ég stóð ráðþrota gangvart duttlungum lífsins. Við höfum brallað margt saman og ég á óteljandi minningar, allt frá því að við vorum 16 ára gamlar í Versló. Leiðir okkar hafa skilist í gegnum ár- in, þú fluttir í tvígang til Noregs, en við tókum upp þráðinn eins og ekkert hefði í skorist þegar þú komst heim aftur. Þannig eru vinir og þannig vin- kona varst þú. Við hlógum saman og við grétum saman og við glöddumst saman þegar hamingjan heimsótti aðra hvora okkar. Þú snertir hjörtu allra þeirra sem urðu svo lánsamir að kynnast þér og það eru margir sem munu varðveita minningu þína um ókomin ár. Þú varst vinmörg og sannkallaður gleði- gjafi hvar sem þú komst. Ég mun sakna þín, Jóhanna, en ég veit líka að við munum hittast aftur seinna, þegar minn tími hér er liðinn. Þú býrð í huga mínum og hjarta, þar til þá. Elsku Guðjón, Helena, Rakel, Alexandra og Karlotta, ég á engin orð að gefa ykkur til að lina sársaukann. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð og bið að guð gefi ykkur frið og styrk um ókomin ár. Elsku Þorbjörn, Maddý, Sandra, Jón, makar og börn, Brynja og allir aðrir sem um sárt eiga að binda vegna fráfalls Jóhönnu. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð og bið að guð gefi ykkur styrk. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Guðrún. Trú, von og kærleikur Eins og stjarnan lýsir í myrku himinhvolfinu lýsir trúin í myrkri angistar okkar. Eins og fræið liggur í moldinni og vaknar að vori lifir vonin í djúpi sálar okkar. Eins og glóðin lifir í öskunni og kveikir bálið vermir kærleikurinn hjörtu okkar. Missum ekki trúna, vonina og kærleikann, leyfum þeim að lýsa upp líf okkar. (Kristjana Emilía Guðmundsdóttir) Kristjana og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.