Morgunblaðið - 26.10.2007, Page 2

Morgunblaðið - 26.10.2007, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is HÆSTIRÉTTUR þyngdi í gær dóm yfir þremur mönnum vegna aðildar þeirra að innflutningi á rúmum 15 kílóum af amfetamíni og rúmum 10 kg af kannabisefnum til landsins á vormánuðum á síðasta ári. Efnin voru falin í bensíntanki BMW-bif- reiðar sem flutt var til landsins frá Rotterdam í Hollandi. Dómurinn lengdi refsingu allra sakborninga um eitt ár. Sá sem þyngstan dóm hlaut var Ólafur Ágúst Hraundal Ægisson sem fékk 9½ árs fangelsi, tveir meðákærðir í málinu, Hörður Eyjólfur Hilmarsson og Ársæll Snorrason, fengu sjö og fimm ára fangelsi. Fjórði maðurinn í málinu, Johan Hendrik Engelsman, áfrýjaði ekki máli sínu en hlaut sex ára dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hörður Eyjólfur var sakfelldur fyrir að hafa staðið að innflutningn- um en Ólafur Ágúst og Ársæll fyrir að taka á móti bifreiðinni og hafa hana í vörslum sínum. Í dómi Hæstaréttar segir m.a. að brotin, sem ákærðu áttu hlut að, eigi sér fáar hliðstæður í dómafram- kvæmd að því er varðar magn fíkni- efna og að þeir eigi sér engar máls- bætur. Styrkur efnisins var einnig til refsiþyngingar en amfetamínið var sterkara en í meðalsýni og kannabis- efnin töluvert sterk. Við ákvörðun refsingar Ársæls var m.a. litið til þess að ríkissaksókn- ari lagði fram í Hæstarétti gögn um að hann hefði verið dæmdur í fjög- urra ára fangelsi í janúar 2000 í Haarlem í Hollandi vegna innflutn- ings á 15,7 kg af kókaíni. Hafði sá dómur því ítrekunaráhrif. Framburður óstöðugur Þá var litið til þess að Ólafur Ágúst var dæmdur í júní 2000 til að sæta fangelsi í níu ár fyrir fíkniefna- brot. Honum var veitt reynslulausn í febrúar 2004 og rauf hann hana því með broti sínu. Í dómi Hæstaréttar segir að fyrra brot hafi ítrekunar- áhrif auk þess sem beri að dæma refsingu í einu lagi, þ.e. einnig eft- irstöðvar refsingar fyrra brots. Þá leit Hæstiréttur einnig til for- sendna héraðsdóms en í niðurstöðu dómsins í héraði sagði m.a. að skýr- ingar allra hefðu verið ótrúverðugar og framburður á reiki og óstöðugur. Dómar þyngdir vegna fíkniefnainnflutnings Þyngsti dómurinn 9½ ár en tveir sakborninga fengu 7 og 5 ár Í HNOTSKURN »Málið dæmdu hæstarétt-ardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Markús Sig- urbjörnsson og Páll Hreins- son. »Verjendur mannanna voruJón Magnússon hrl., Ólaf- ur Thoroddsen hdl., Björgvin Þorsteinsson hrl., Jóhann Pét- ursson hdl. og Sveinn Andri Sveinsson hrl. Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is SKIPVERJAR skipa í Reyðarfjarð- arhöfn brugðust skjótt við í fyrri- nótt þegar einn þeirra féll niður á milli skips og bryggju. Ekki var hann fyrr kominn upp á bryggjuna en sá þeirra sem lengst hafði reynt að ná honum upp hneig niður vegna hjartaáfalls. „Það kemur bara peyi til okkar seint um nóttina og kallar að það sé maður milli skips og bryggju. Þá fórum við nokkrir þeim til að- stoðar,“ segir Birgir Þór Sverr- isson, skipstjóri á Vestmannaey VE-444. Skipið hafði komið til Fjarðabyggðar í Reyðarfirði seint um kvöldið og lá þar ásamt nokkr- um fleiri skipum frá Vest- mannaeyjum. Birgir fór ásamt þremur öðrum skipverjum að þeim stað þar sem maðurinn hafði dottið niður á milli skips og bryggju. Þar hékk maðurinn nokkuð þrekaður í fríholtum, dekkjum sem hanga ut- an á bryggjunni, en félagi hans lá á bryggjukantinum og hélt honum uppi. Voru kraftlausir Sú hætta skapast alltaf þegar menn lenda í þessum aðstæðum að skipið þrýstist að bryggjunni í sjó- gangi með hræðilegum afleiðingum fyrir þann sem lendir á milli. Á þessum tíma í fyrrinótt var hins vegar tiltölulega stillt veður inni í höfninni. Birgir segir augljóst að mennirnir tveir hafi verið búnir að bíða nokkra stund eftir aðstoð. Báð- ir hafi verið þreyttir að sjá og höfðu ekki krafta til að koma þeim sem féll niður í öryggi. Lítið pláss var milli skipsins og bryggjunnar og afar þröng aðstaða fyrir menn að at- hafna sig. Skipverjar á Vestmanna- eyinni og fleiri menn, sem dreif að, ýttu skipinu frá. Einn skip- verjanna fór ofan í sjóinn og lyfti manninum upp og menn á bryggjunni tóku á móti honum og drógu hann upp. Ekki var öllu lokið enn því átökin höfðu reynt verulega á þann sem haldið hafði manninum uppi í lang- an tíma. „Hann var orðinn svo þrekaður að hann hneig bara út af eftir að við vorum búnir að ná hin- um upp,“ segir Birgir. „Við fundum engan púls á honum þannig að við hófum bara hjartahnoð og hringd- um á Neyðarlínuna.“ Tókst að koma hjarta mannsins til að slá að nýju en stuttu síðar hneig hann aft- ur út af. Þegar sjúkraflutn- ingamenn bar að hafði aftur tekist að koma hjartslætti mannsins af stað. Voru báðir mennirnir fluttir á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaup- stað og heilsast þeim vel, eftir því sem næst verður komist. Skipin frá Vestmannaeyjum voru hins vegar veðurteppt það sem af var gærdeginum enda mikið hvass- viðri. Þegar rætt var við Birgi í gær vildi hann lítið gera úr atburða- rásinni. Viðbrögð allra þeirra sem bar að bryggjunni um nóttina hefðu verið fumlaus og atburðarásin hefði tekið skamma stund. Frétta- vefur Morgunblaðsins ræddi við yf- irlögregluþjóninn á Eskifirði vegna málsins í gær og sagði hann ljóst að hætta hefði verið á ferðum og mannslífi hefði verið bjargað. Dreginn á land og úr lífshættu Skjót viðbrögð þegar einn björgunar- manna hneig niður vegna hjartaáfalls Birgir Þór Sverrisson RÚMLEGA 80 kindur drápust þeg- ar fjárflutningabíll valt í Helgafells- sveit á Snæfellsnesi í gær. Eftir því sem næst verður komist voru u.þ.b. 230 kindur í vagninum og þurftu björgunarsveitarmenn að bjarga þeim sem eftir lifðu af tengivagni bílsins. Slysið varð um klukkan tvö í gær en verið var að safna saman sláturfé í Helgafellssveit. Hafði bíllinn sótt fé af fimm bæjum þegar slysið varð og var þá staddur í heimreiðinni að Arn- arstöðum. Vegkanturinn gaf sig und- an bílnum með þeim afleiðingum að bíllinn og tengivagninn fóru á hlið- ina. Tveir menn voru í flutningabíln- um og sluppu þeir án meiðsla. Björgunarsveitin Berserkir í Stykkishólmi og Slökkvilið Stykkis- hólms komu fljótt á slysstað. Að- koma þar var ófögur en kindurnar, bæði lifandi og dauðar voru fastar í einni þvögu á tengivagninum og þurftu björgunarsveitarmenn að handlanga kindurnar úr vagninum. Dýralæknir svæðisins mat síðan ástand þeirra sem lifðu slysið af. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Ófögur aðkoma Margar kindur höfðu drepist eða voru í slæmu ásigkomu- lagi þegar björgunarsveitarmenn og slökkvilið komu á vettvang. Rúmlega 80 kindur drápust í bílveltu HLUTI af þaki svokallaðs Hilm- ishúss, sem heitir eftir útgerð sem eitt sinn var umsvifamikil á Fá- skrúðsfirði, fauk af upp úr hádegi í gær, en gríðarlegt hvassviðri geis- aði þá í firðinum. Brakið fauk bein- ustu leið til hafs og olli engu tjóni. Mikið vatnsveður var á Suðaust- urlandi í gær og fram á kvöld. Á Fá- skrúðsfirði sló vindmælir í 39 metra á sekúndu um hádegisbilið en þakið á Hilmishúsi lét undan nokkru síðar eða nokkru fyrir klukkan 14. Útihús skemmdist Á bænum Randversstöðum í Breiðdal stórskemmdist útihús af völdum hvassviðris en þar sem vindurinn stóð af öðrum húsum varð ekki frekara tjón. Þá flæddi yfir hringveginn í Álftafirði við Rannveigarstaði en vegurinn lokaðist þó ekki af þeim sökum, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Fauk til hafs DORRIT Moussaieff forsetafrú dáðist að listrænum borðskreytingum úr ávöxtum og grænmeti í veislu sem boðið var til í nýjum salarkynnum baðstaðarins við Bláa lónið í gærkvöldi. Forseti Íslands var heið- ursgestur samkomunnar. Húsnæði baðstaðarins tvö- faldast með opnun nýbyggingarinnar. | 22 Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Dáðst að borðskreytingum Salarkynni baðstaðarins við Bláa lónið tvöfaldast

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.