Morgunblaðið - 26.10.2007, Síða 24

Morgunblaðið - 26.10.2007, Síða 24
|föstudagur|26. 10. 2007| mbl.is daglegtlíf Jarðfræðiáhuginn dró Kate Taylor Smith fyrst til Íslands. Nú slær hún á heimþrána með skoskum þjóðarréttum. »26 matur Það kenndi margra grasa á tískuvikunni í Mexíkó þar sem vor- og sumartískan var sýnd á dögunum. »27 tíska Eftir Þuríði Magnúsínu Björnsdóttur thuridur@mbl.is H andboltaáhugi er smitandi og jafnvel svo bráðsmitandi að lesandi gæti smitast við að lesa lengra en þetta orð (já, þetta!) um líf og ættir Björgvins Hólmgeirssonar sem er haldinn bakteríunni á háu stigi. Þegar blaðamaður slær á þráðinn til föður hans, ÍR-ingsins Hólmgeirs Einarssonar, jánkar hann því stoltur að þrjú börn hans hafi landsliðsnafnbót í handbolt- anum, Björgvin, Einar og Guðrún Drífa. Hinn tvítugi Björgvin verður í fyrsta sinn í landsliðshópi karla í vináttuleikjunum við Ungverja í kvöld og á morgun og það er aug- ljóslega spenna í loftinu en fyrstu viðbrögð nýliðans bera þó vott um hógværð: „Maður fær tækifæri því það eru margir meiddir í hópnum en mér líst mjög vel á þetta. Við höfum æft tvisvar á dag frá því á mánudag,“ segir hann og bætir við að létt sé yfir hópnum. Tækifæri bræðranna til að spila saman verður ekki að veruleika, vegna meiðsla Einars, en það hefði verið gullið tækifæri því í framtíðinni gætu þeir myndað stæðilegt par rétt- og örvhentrar skyttu. „Það er stefnan, ef engin meiðsli koma upp.“ Oft fylgja breytingum misviður- kvæmilegir hlutir og það gildir svo sannarlega hjá nýjum landsliðs- mönnum í handbolta: „Ef maður fær að spila er maður vígður inn í þetta á viðeigandi hátt … það er sársaukafullt … og varla prent- hæft. Það er rassskelling frá öll- um í liðinu á beran bossann, það er ekkert flóknara en það,“ fæst hann loks til að segja. Með góða spilamennsku að markmiði báða leikina verði vígslan sennilegast ekki fyrr en eftir laugardagsleik- inn. Spurður um hvort hann sé smeykur við „gömlu landsliðsref- ina“ segist hann augljóslega halda að hann verði stressaður „en þeg- ar á hólminn er komið verður maður bara að gleyma því“. Vikureglan stýrir skemmtanalífinu Líf Björgvins hverfist um hand- boltann en hann spilar með úr- valsdeildarliði Stjörnunnar og hvað hann gerir um helgar helgast af þéttskipaðri dagskránni: „Ef það er leikur á sunnudögum er maður rólegur og fer kannski í bíó á laugardagskvöldum en það gef- ast ekki mörg tækifæri til skemmtanalífs yfir tímabilið. Við æfum á föstudögum og laugar- dagsmorgnum og ef það er leikur á laugardögum þá er oftast leikur á þriðjudögum líka.“ Hann segist þó geta kíkt út á lífið þegar vika sé í næsta leik, menn verði að fylgja svokallaðri vikureglu. En það er líf utan handboltans, merkilegt nokk. Björgvin stundar nám í kennslufræði- og lýðheilsu- deild Háskólans í Reykjavík, í samstarfi við Íþróttaakademíuna í Reykjanesbæ, og hann segist mæta góðum skilningi skólans nú þegar hann geti ekki mætt vegna landsliðsæfinganna. Önnur áhuga- mál unga mannsins koma tæplega á óvart: „Maður fær ekki nóg af því að hreyfa sig! Ég hef verið að „fíflast“ í golfinu á sumrin. Ég hélt fyrst að þetta væri snobb- íþrótt en þetta er ótrúlega skemmtilegt og maður fær auð- veldlega þessa bakteríu – en það getur verið svolítið pirrandi að hitta ekki á kúluna. Svo spila ég stundum með utandeildarliði í fót- bolta, það er hægt að sprikla þar,“ segir hann léttur í bragði. Og hver er svo stemningin fyrir Evrópukeppninni í Noregi í jan- úar? „Hún er fín held ég, það er bara vonandi að Gaui, Einsi og Logi verði búnir að ná sér eftir meiðsli. Þá ættu þeir alveg að geta náð langt, miðað við styrk- leika liðanna sem leikmenn okkar spila með.“ Hugsunin „við lands- liðið“ er sem sagt ekki komin inn hjá Björgvini en lið Stjörnunnar er hins vegar örugglega líka hans: „Við erum efstir – aleinir!“ segir hann og útskýrir hlæjandi að það þurfi ekkert að fylgja sögunni að þrjú lið séu í næsta sæti með einu stigi minna. Nú hefur lesandi næstum lesið alla greinina (!) og er mögulega kominn með bakteríu Björgvins í sig – þó ekki væri nema vott af óskýranlegri hreyfiþörf … Morgunblaðið/Kristinn Óstöðvandi Björgvin Hólmgeirsson á landsliðsæfingu í handbolta en hann er einn þriggja nýliða í hópnum. Í framtíðinni gætu Björgvin og bróðir hans Einar myndað stæðilegt skyttupar á báðum vængjum. Býst við rassskellingu á morgun Drífðu þig á landsliðsleikina í handbolta í Laugardalshöllinni í kvöld eða á morgun, ef þú kemst ekki horfðu á þá í sjónvarpinu. Það er samt sem áður miklu skemmtilegra að fá fleiri áhorfendur. Maður verður að fara reglulega á American Style, það klikkar aldrei að fá sér tvöfaldan ostborgara; hrikalega gott! Á sunnudagskvöldum er skylda að fara í bíó, það er mjög þægilegt. Fínt að hreyfa sig, t.d. skokka í Elliðaárdalnum. Hefði sagt fólki að fara léttan golfhring, það er bara alltaf svo vont veður, í góðu veðri er nefni- lega hægt að vera heilu klukkutímana í golfi. Farðu út á lífið ef þú hefur tíma til þess. Skemmtu þér um helgar en ekki gleyma að læra … en maður mælir kannski ekki með því að læra ef maður þarf þess ekki … Björgvin mælir með… Þeir foreldrar sem hafa áhyggjur afof þungum unglingum ættu aðslaka aðeins á því þungar áhyggj-ur geta einmitt gert illt verra. Ný rannsókn sem vefmiðillinn msnbc.com greinir frá sýnir sumsé að besta leiðin til að hjálpa krökkunum að takast á við ofþyngd- ina er að elda heilsusamlegan mat á sunnu- dögum og einblína ekki á aukakílóin. Stríðni yfir vigtinni og eilíft megrunartal gerir of þungum unglingnum ekkert nema vont. Foreldrar ættu öllu heldur að leggja sig í líma við að skapa notalegt andrúmsloft í kringum mat og að fjölskyldan sameinist oftar yfir matarborðum, auk þess að stuðla að því að unglingurinn hreyfi sig meira og styrkja sjálfsmat hans. Rannsókn Minnesota-háskóla í Bandaríkj- unum á heilsu 2.500 unglinga þykir sýna merkilegar niðurstöður sem mark sé tak- andi á enda gerð á fimm ára tímabili. Í ljós kom að 44% stúlkna og 20% stráka voru of þung, stunduðu ofát eða höfðu lagt mikið á sig til að grennast, eins og að nota hægða- lyf og taka inn megrunarpillur. Fjórðungur af þeim stúlkum sem voru í ofþyngd hafði farið í stranga kúra og 10% tiltóku bæði megrunarkúra og ofát en á móti höfðu „ein- ungis“ 12% of þungra stráka farið á megr- unarkúr. Lágt sjálfsmat helsta orsökin Niðurstöðurnar sýna auk þess fram á að rót vandans getur verið hin sama hjá þeim sem glíma við offitu og þeim sem eru of grannir; lágt sjálfsmat og óánægja með lík- amann ásamt slæmum matarvenjum. Slá- andi þykir að hafi unglingi verið strítt á of- þyngd og hann hvattur til að fara í megrun er hættan á offitu og ofáti mun meiri fimm árum síðar. Þannig voru stúlkur sem var strítt um helmingi líklegri til að vera of þungar og 1,5 sinnum líklegri til að stunda ofát og leggja á sig stranga megrun. Mikil áhersla á offitu barna er sögð hafa haft neikvæðar afleiðingar í för með sér. Það framferði leikfimikennara, sem er tí- undað á vefsíðunni, að vigta nemendur fyr- ir framan allan hópinn getur a.m.k. ekki verið til eftirbreytni. Foreldrar eru að síð- ustu hvattir til að gefa krökkunum sínum önnur skilaboð en „megrun, megrun …“. Of mikið látið með ofþyngd unglinga Reuters Sjálfsálit Sé unglingum strítt á ofþyngd og þeir oftsinnis hvattir til að fara í megrun er miklu meiri hætta á offitu síðar meir. heilsa

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.