Morgunblaðið - 26.10.2007, Side 23

Morgunblaðið - 26.10.2007, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2007 23 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ SENDUM Í PÓSTKRÖFU www.simnet.is/heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lífsins Lind í Hagkaupum, Maður Lifandi Borgartúni 24, Maður Lifandi Hæðarsmára 6, Lyfja, heilsuvörudeild, Selfossi, Yggdrasil Skólavörðustíg 16 og Fjarðarkaupum, Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka, Krónan Mosfellsbæ Nóatún Hafnarfirði Spirulina Orkugefandi og brennsluaukandi. SC378mfx Smeg helluborð og ofn 60 sm breitt spanhelluborð. Fjölkerfaofn með heitum blæstri. Ryðfrítt stál Verð áður kr. 175.000 stgr. Frábært tilboð Smeg spanhelluborð og blástursofn *Tilboðið gildir meðan birgðir endast. AFSLÁTTUR 20% GLÆSILEG TVENNA -hágæðaheimilistæki Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Baldursnes 6, Akureyri | Sími 588 0200 www.eirvik.is Kr. 140.000*stgr vi lb or ga @ ce nt ru m .is AUSTURLAND Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is „Í KJÖLFAR þess að tekin var ákvörðun um Kárahnjúkavirkjun og álversbyggingu mótuðum við stefnu til að styrkja heilbrigðisþjónustuna á svæðinu,“ sagði Halla Eiríksdóttir hjúkrunarstjóri Heilbrigðisstofn- unar Austurlands í Egilsstaðalækn- ishéraði, á opnum fundi um málefni heilbrigðisþjónustunnar á Egils- stöðum á miðvikudagskvöld. Ljóst er að heilsugæslan glímir við stór- felld vandræði í mönnun og að- stöðuleysi og álag hefur margfaldast með þensluástandinu í fjórðungnum, þó mesti kúfurinn fari senn af. „Sem lið í að styrkja heilsugæsl- una komum við með tillögu um að það þyrfti að byggja nýtt sjúkrahús á Egilsstöðum og endurnýja eða byggja heilsugæslustöð. Þessar til- lögur lögðum við fyrir okkar yf- irstjórn, sem gerði þær að sinni og fórum að undirbúa þessi áform. Sveitarstjórn kom að þessu og við unnum skýrslu sem var lögð fyrir heilbrigðisráðuneytið. Þetta var í stjórnartíð Jóns Kristjánssonar heil- brigðisráðherra. Í stuttu máli sagt hefur ekkert gerst frá þessum tíma.“ Hún rifjaði upp þegar íbúar á Hér- aði afhentu Siv Friðleifsdóttur þáv. heilbrigðisráðherra áskorun um að bæta aðbúnað aldraðra á svæðinu. Málefni HSA á Egilsstöðum séu hins vegar öll enn í lokaðri skúffu í heil- brigðisráðuneytinu. „Eins og staðan er nú höfum við sjúkradeild sem uppfyllir ekki þær húsnæðiskröfur sem til hennar eru gerðar, enda var hún ekki hönnuð sem slík í upphafi. Deildin er með 26 rúm og þar eru einstaklingar með mjög mismunandi þjónustuþarfir. Aldraðir langlegu- sjúklingar eiga 18 rými og 8 rými eru ætluð annarri þjónustu, svo sem bráðveikum, slösuðum, endurhæf- ingu og hvíldarinnlögnum.“ Þarfir aldraðra í forgangi Halla segir HSA á Egilsstöðum sl. 3 ár hafa valið að setja þarfir aldr- aðra í forgang. Vegna aðstöðuleysis hafi jafnframt þjónusta við bráð- veika, slasaða og þá sem þurfi að leggjast inn í styttri tíma orðið tak- markaðri. Því hafi þurft að senda fleiri annað en ella. Loka hefur þurft fyrir innlagnir sl. þrjú ár yfir sum- artímann, þar sem starfsfólk hefur ekki fengist til starfa. Halla segir heilbrigðisþjónustu fyrst og fremst byggjast á starfsfólki og það fáist ekki. „Okkar stóri vandi á lands- byggðinni er að fá fólk til starfa. Það er mesta ógnunin við heilbrigð- isþjónustuna.“ HSA hefur ásamt sveitarfélaginu unnið sameiginlega stefnumótum í öldrunarþjónustu fyrir svæðið. Þarf- ir aldraðra verða settar sem for- gangsmál í byggingarmálum. „Kröf- ur okkar ganga út á að byggt verði húsnæði fyrir um það bil 50 ein- staklinga þar sem hugsað er til að þeir geti notið einkalífs og fengið breytilega þjónustu frá einum tíma til annars. Við gætum með þessu tæmt núverandi sjúkradeild, breytt henni án mikils tilkostnaðar og farið að byggja upp þjónustu á sjúkra- hússsviði. Það er sameiginlegt álit okkar langflestra í HSA að á Egils- stöðum þurfi að vera sjúkrahús. Frá faglegu sjónarmiði viljum við setja byggingu fyrir aldraða í forgang í okkar málarekstri.“ Halla segir í það minnsta fjögur ár líða frá ákvörðun til þess að hafist sé handa um byggingarframkvæmdir. Skv. því má í fyrsta lagi búast við einhverjum breytingum á aðstöðu heilbrigðisþjónustu á Egilsstöðum árið 2012. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Umræður Borgarafundur um málefni Heilbrigðisstofnunar Austurlands í Egilsstaðalæknishéraði var haldinn á Egilsstöðum í vikunni og mættu um 80 manns. Almenningi þykir sem margt megi bæta í þjónustunni á svæðinu. HSA bónleitt til búðar í heilbrigðisráðuneyti Hafnarfjörður | Vinnu er að ljúka við frágang á götu, undirgöngum og umhverfi við íþróttahús Hauka á Ásvöllum í Hafnarfirði. Mikið er lagt í yfirborðsfrágang, meðal annars með hellulögn- um, miðeyjum og gróðri í beðum við götuna og setur svæðið nú svip á umhverfi Haukasvæð- isins. Verktakar Magni ehf. vinna verkið fyrir Hafn- arfjarðarbæ. Hafist var handa í byrjun júní og er vinnu að ljúka um þessar mundir, eins og að var stefnt. Verkið fólst í endurnýjun um 600 metra langrar Ásbrautar sem liggur meðfram nýju íþróttasvæði Hauka á Ásvöllum og sundlaug sem þar er í byggingu. Steypt voru undirgöng undir Ásbrautina og lagðir göngu- og hjólreiða- stígar. Nýtt hringtorg, Haukatorg, var útbúið á miðri Ásbrautinni. Þessu fylgja nauðsynlegar veitulagnir. Eiga að fara um undirgöngin Gangstígar eru beggja vegna götunnar sem eiga að tryggja flæði um undirgöng. Þarna fara meðal annars um nemendur Hvaleyrarskóla, gangandi og hjólandi, þegar þeir sækja íþróttir í Haukahúsið sem og margir fleiri notendur íþróttaaðstöðunnar. Nemendurnir eiga greini- lega eftir að venja sig við breytta leið því þeir hjóla enn og hlaupa jöfnum höndum yfir götuna og um undirgöngin. Töluverð umferð er um göt- una vegna iðnaðarsvæðis og nýrra hverfa. Girð- ing er með götunni en eftir er að loka henni við blómabeðin. Heildarkostnaður var áætlaður rúmar 140 milljónir kr. Verktaki hefur staðist tímaáætlanir þrátt fyrir ýmsar breytingar sem gerðar hafa verið á verkinu, samkvæmt upplýsingum Harðar Gauta Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Verk- taka Magna, sem segir verkið allt hið glæsileg- asta og að það lífgi upp á umhverfi Haukasvæð- isins. Nýtt yfirbragð á umhverfi Haukasvæðisins Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Á leið í íþróttir Hönnun svæðisins miðar að því að beina gangandi og hjólandi vegfarendum um und- irgöngin við Haukahúsið. Göngu- og reiðhjólastígar liggja að göngunum beggja vegna Ásbrautar. Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.