Morgunblaðið - 26.10.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.10.2007, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Týndar drengjahúfur Tvær ástsælar barnahúfur hafa horf- ið á dularfullan hátt í gönguferðum okkar síðustu vikur. Ljósblá heima- prjónuð glimmerhúfa yngri drengs- ins tapaðist í Hlíðunum þann 9. októ- ber og blá og rauð Postman Pat húfa þess eldri þann 24.október á Lauga- vegi/Skólavörðustíg. Ef einhver hefur fundið þær má sá hinn sami endilega láta vita í síma 847-4943. Berglind Björk & drengir. Vígsla samkynhneigðra – málfræðivandamál? Í ÞEIM umræðum sem fram hafa farið að undanförnu um vígslu sam- kynhneigðra í „hjónaband“ , ekki síst á kirkjuþingi, hefur það vakið athygli mína að deilan virðist standa fyrst og fremst um eitt orð, orðið hjón. Orðið hjón sem er hvorugkynsorð og táknar karl og konu sem vígð eru í hjónaband er því miður ekki hægt að nota um tvo karlmenn eða tvær kon- ur, það táknar einfaldlega karl og konu. Maður segir hjón, ekki hjónar eða hjónur. Þetta er einfalt mál. Hins vegar virðist mikill meirihluti þjóðarinnar, prestar þar með taldir, vera sammála því að leyfa eigi vígslu samkynhneigðra til hjúskapar líkt og gert er með fólk af gagnstæðu kyni og að þau eigi að njóta allra þeirra réttinda sem slíkri vígslu gagnkyn- hneigðra fylgir í dag. Vandamálið virðist því fyrst og fremst standa um notkun orðsins hjón. Ef við lítum á hvaða orð eru notuð um hjón í tungumálum nágranna okkar þá er fróðlegt að sjá hvernig því er varið hjá þeim. Í skandinav- ískum málum er notað orðið ægtepar, en orðið ægte þýðir m.a. hreinn, sannur og ósvikinn en par þýðir ein- faldlega tveir. Í þýsku er notað orðið ehepaar sem er af sama stofni og í ensku eru hjón a married couple sem þýðir einfaldlega gift par. Hvað getum við lært af þessu? Jú einfaldlega það að hætta að nota orðið hjón um gift pör. Presturinn gæti því einfaldlega sagt að lokinni vígslu: Ég lýsi ykkur hér með gift par eða ektap- ar! Nú stendur upp á íslenskufræð- inga og aðra áhugasama um notkun hins ástkæra og ylhýra að koma með betri hugmyndir. Hvað eigum við að láta það heita? Hermann Þórðarson, fyrrverandi flugumferðastjóri. Þakkir til Droplaugarstaða Undanfarin mánuð hef ég verið í hvíldarinnlögn á 3ju hæð á hjúkr- unarheimilinu Droplaugarstöðum. Mig langar að koma á framfæri þakklæti til alls starfsfólks fyrir góða umönnun og hlýtt viðmót. Ég vil líka segja það að mér fannst maturinn sem eldaður er á staðnum bæði fjöl- hæfur og góður. Ég þakka innilega fyrir mig. G.G. Fæðubótarefnið Now ófáanlegt Nú er búið að taka fæðubótarefnið Now af markaðnum. Þetta er glúkósamín sem unnið er úr skelfiski og styrkir brjósk í liðum, sérstaklega í hnjám, og eldra fólk hef- ur notað þetta mikið. Í apótekum er mér sagt að þetta fæðubótarefni sé núna flokkað sem lyf, og ekki fáanlegt hér á landi. Það er fjöldi fólks sem saknar þess að hafa ekki aðgang að þessu. Ásta. EKKERT lát virðist vera á haustlægðunum sem renna sér núna hver af annarri yfir landið. Rok og rigning er í kortunum, en síðan fer að kólna. Það er kannski við hæfi því innan skamms mun Vetur konungur formlega taka við völdum. Morgunblaðið/Frikki Búist er við stormi... Afmælisþakkir Ég undirritaður þakka öllum þeim sem glöddu mig í tilefni sjötugsafmælis míns 4. október sl. Ég þakka sérstaklega eiginkonu minni frú Jórunni Þ. Bergsdóttur, stórfjölskyldunni, tengdafólki, Lúðrasveit Vestmannaeyja, Bæjarstjórn, minni- og meirihluta, sundfélögum, göngufélaga, nikkurum, flautuleikurum og trom- murum og öðrum sem gerðu mér það kleyft að sletta svolítið úr klaufunum í tilefni dagsins. Þakka velvild í minn garð á þessum tímamótum. Bjarni Jónasson, útvarpsstjóri og fyrrum fluglmaður. Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ROP! ROP! MUNIÐ ÞAÐ, KRAKKAR... MAÐUR Á ALLTAF AÐ BYRJA Á ÞVÍ AÐ HITA UPP ALLT Í LAGI, LÍSA... HVAÐ VILTU SEGJA? AF HVERJU HELDUR ÞÚ AÐ HANN EIGI EFTIR AÐ PRENTA HANA? KÆRI RITSTJÓRI... Í ÞESSU BRÉFI ER MJÖG PÓLITÍSK TEIKNIMYNDASAGA SEM ÉG TEIKNAÐI FYRIR BLAÐIÐ... TREYSTU MÉR... RITSTJÓRAR ÞOLA EKKI AÐ MISSA ÁSKRIFENDUR ANSANS! ENGAR PÖDDUR HÉR HELDUR ÉG TRÚI ÞVÍ EKKI AÐ ÞÚ SÉRT AÐ GERA ÞETTA SPURÐU STRÁKINN ÞARNA HVORT HANN EIGI PÖDDUR ÞÉR Á ALDREI EFTIR AÐ TAKAST AÐ BÚA TIL HEILT SKORDÝRA- SAFN Á LEIÐINNI Í SKÓLANN! ÆI... ÞAÐ ER RÉTT HJÁ ÞÉR HVAÐ VILTU FÁ MIKIÐ FYRIR SAFNIÐ ÞITT? FIMMTÍUKALL? ÉG SKAL BORGA ÞÉR SEXTÍUKALL! ÉG EYDDI MÁNUÐI Í AÐ BÚA ÞAÐ TIL! STANS! HVER FER ÞAR?!? VINUR EÐA ÓVINUR? FYRIR SUMUM ER ÉG VINUR EN ÖÐRUM ÓVINUR. EN ÞEGAR Á BOTNINN ER HVOLFT ER ÉG BARA MANNESKJA AÐ REYNA AÐ LIFA LÍFINU SEM BEST ÉG GET EINS OG ALLIR AÐRIR... HVAÐ ER HEIMSPEKINGUR AÐ GERA HÉR? ÞAÐ LÍTUR ÚT FYRIR AÐ MAMMA HAFI SETT ÞIG Á DAGBLAÐIÐ AFTUR JÁ, ÉG ER BÚINN AÐ EYÐA SVO MIKLUM TÍMA Á DAGBLÖÐUM... AÐ ÉG ER FARINN AÐ GETA GERT KROSSGÁTURNAR MEÐ PENNA ÉG GET EKKI TENGST NETINU ÉG ER BÚINN AÐ PRÓFA AÐ ENDURRÆSA MÓDEMIÐ, BREYTA STILLINGUNUM OG BÚA TIL NÝJA TENGINGU... EN EKKERT GENGUR PASSAÐU ÞIG BARA AÐ LEGGJA EKKI Á MIG. ÉG BEIÐ Í TVO KLUKKU- TÍMA... NEI! SÆLL... HVERNIG GET ÉG AÐSTOÐAÐ ÞIG? ALLT Í LAGI... ÉG ÞARF AÐ LEYFA ÞÉR AÐ TALA VIÐ MANN SEM ÞEKKIR ÞETTA BETUR KLIKK... ÞETTA NÚMER ER ÓTENGT. VINSAM- LEGAST... ÞAÐ KEMUR ENGIN GIRÐING Í VEG FYRIR AÐ ÉG HITTI KONUNA MÍNA ÉG VONA BARA AÐ ÉG HITTI EKKI NEINN SEM... ! FARÐU VARLEGA... dagbók|velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.