Morgunblaðið - 26.10.2007, Page 47

Morgunblaðið - 26.10.2007, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2007 47 CRONENBERG heldur áfram á svipuðum nótum í Eastern Prom- ises og í þeirri þrælmögnuðu A Hi- story of Violance. Hún var besta mynd þessa jafnan athyglisverða leikstjóra um langt skeið, nú bætir hann um betur með grimmum, of- beldisfullum og jafnvel enn mis- kunnarlausari glæpatrylli. Cronen- berg hefur flutt sig yfir hafið ásamt eftirlætisleikaranum sínum, Mor- tensen, baksvið Eastern Promises er grá og kuldaleg veröld rúss- nesku mafíunnar í Lundúnaborg. Lítt þekkt utan innvígðra og af af- spurn, en uppgangur hennar hefur verið með ólíkindum og blossað upp líkt og djöflaveira um hinn vestræna heim eftir að Sovétið hrundi. Cronenberg hefur undirbúið sig af kostgæfni, útlit Eastern Prom- ises minnir áhorfendur lítið á heillandi heimsborgina við Tempsá, við gætum eins vel verið stödd ein- hvers staðar austan járntjaldsins fyrir aldarfjórðungi eða svo. Myrk og regnvot stræti, persónurnar tala meira og minna rússnesku, að- fluttar austan úr gamla heimsveld- inu og flestar í tengslum við fyrr- greinda glæpastarfsemi. Eina saklausa sál er að finna í mann- soranum, Önnu (Watts), ljósmóður af annarri kynslóð innfluttra Rússa. Hún kemst fyrir tilviljun að hræðilegum sannleika sem sviptir örþunnri dulunni af viðbjóðslegum verknaði sem er aðeins toppurinn á ísjaka stórvirkrar glæpastarfsemi rússnesku mafíunnar þar sem man- sal á saklausum stúlkum frá Aust- ur-Evrópu kemur mikið við sögu. Kvikmyndagerðarmennirnir eru ólíkir á flesta lund en það er freist- andi að bera Eastern Promises saman við The Godfather, annað stórvirki um skipulagða glæpi, ólýsanleg voðaverk jafnt sem heið- arleika á meðal þeirra sem láta til sín taka í undirheimunum. Myndin hans Coppola er allt að því fáguð og falleg í samanburði við nakinn ljótleikann hjá Cronenberg. Heim- urinn hefur versnað í millitíðinni, ítalskættaða mafían er kunn fyrir hörku, hin rússneska Vory Zakone er í annarri vídd dýrslegri grimmd- ar, djöfullegri pyntinga, fullkom- innar lítilsvirðingar fyrir öðrum. Um málsvara hennar næða hroll- kaldir steppuvindar sem eiga upp- runa sinn í undirheimum gamla sovétsins og fangaklefum gúlags- ins. Mortensen undirbjó sig nost- ursamlega fyrir hlutverk Nikolais og það sýnir sig í hamförum leik- arans sem stendur upp úr mann- valinu sem prýðir Eastern Prom- ises. Vinnan skilar sér ekki aðeins í málfarinu heldur jökulkaldri yf- irveguninni sem einkennir hörkutól sem allt hefur séð og reynt í haug- húsum mannlífsins. Myndin er auð- ug af framúrskarandi leik, m.a. sýnir Watts enn og aftur hvernig hún tekur gjörsamlega yfir hlut- verk og er ósvikinn senuþjófur líkt og hinn fáséði Cassel, sem stendur sig ekki aðeins eftirminnilega sem hinn vansæli og skaddaði Kyrill heldur hefur hann útlitið full- komlega með sér. Sama verður ekki sagt um Mueller-Stahl, hann ber sig óaðfinnanlega, jafnt sem sadistinn, glæpaforinginn og hinn dúnmjúki stórvert, en Þjóðverjinn er full ofarlega og útlitið vantar slavneska blæinn. Peter Suschitzky er snjall kvik- myndatökustjóri og veigamikill samstarfsmaður Cronenbergs, hann dregur upp óaðlaðandi mynd af drungalegri London, oftar en ekki studdur af þungbúnum tón- smíðum Howards Shore. Handrit Stevens Knight er hlaðið sterkum og skrautlegum persónum, syndum og sakleysi, Eastern Promises er vissulega hrollvekjandi glæpamynd í aðra röndina, en í hina er hún flugbeitt ádeila á þjóðfélag þar sem siðblind afstyrmi vaða uppi undir gegnsæju yfirvarpi. Eastern Promises á í vændum gott gengi þegar myndir ársins verða gerðar upp. Enginn gleymir nokkru sinni hnífaslagnum en öll gerð hans er með þeim ágætum að áhrifin eru miklum mun flóknari en vægðarlaust yfirbragðið. Það kæmi ekki á óvart þó Mortensen og tveir, þrír aðrir leikarar yrðu tilnefndir oft og títt, ásamt Knight, Susc- hitzky og Cronenberg, sem er að verða einn mikilvægasti leikstjóri samtíðarinnar. Moskva við Tempsá Góð „Eastern Promises á í vændum gott gengi þegar myndir ársins verða gerðar upp,“ spáir gagnrýnandi. KVIKMYNDIR Háskólabíó, Laugarásbíó, Borgarbíó Akureyri Leikstjóri: David Cronenberg. Aðalleik- arar: Viggo Mortensen, Armin Mueller- Stahl, Vincent Cassel, Naomi Watts, Si- nead Cusack, Jerzy Skolimowski.. 100 mín. Bandaríkin 2007. Eastern Promises  Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.