Morgunblaðið - 26.10.2007, Síða 18

Morgunblaðið - 26.10.2007, Síða 18
18 FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Dalvegi 10-14 • Sími 577 1170 Innrettingar Fataska´par X E IN N IX 0 7 10 0 20 25%afsla´ttur ...af lagerstaerðum MEISTARAVERK! A N T O N Y B E E V O R STALÍNGRAD Orrustan um Stalíngrad kostaði meira en milljón mannslíf. Hér lýsir Antony Beevor þessari grimmu orrustu og byggir hann frásögn sína að verulegu leyti á áður óbirtum gögnum í söfnum í Þýskalandi og Rússlandi. Orrustan um Stalíngrad var ekki einungis sálfræðilegur vendipunktur síðari heims- styrjaldarinnar – hún breytti einnig nútímahernaði. holar@simnet.is M bl 9 27 25 7 HERNAÐARUMSVIFUM Atlants- hafsbandalagsins (NATO) í Afgan- istan var mótmælt fyrir framan fundarstað varnarmálaráðherra NATO í Noordwijk í Hollandi í gær en efst á dagskrá fundarins var ein- mitt þörfin á fleiri hermönnum í Afganistan. Vegna þess hversu mjög hefur reynst erfitt að manna stöður hjá NATO í Afganistan var á fundinum í gær ákveðið að rifa seglin hjá svonefndu hraðliði NATO, sem meiningin var að yrði 25.000 manna lið sem senda mætti með hraði hvert á land sem er. Deilt er um verkefni NATO í Afg- anistan en m.a. lét Paddy Ashdown, fyrrverandi erindreki Sameinuðu þjóðanna í Bosníu, hafa eftir sér í gær að stríðið þar gegn talibönum væri tapað. „Ég tel að við séum bú- in að tapa, sigur er nú orðinn afar ólíklegur,“ sagði Ashdown í samtali við The Daily Telegraph. Lýsti hann þeirri skoðun að afleiðing ósigurs í Afganistan gæti orðið verri en í Írak. Hætta væri á óöld í Pakistan í kjölfarið sem gæti haft áhrif á öryggi borgaranna á Vest- urlöndum. Reuters Stríðsrekstri NATO í Afganistan mótmælt Ankara. AFP. | Leiðtogar Tyrklands áréttuðu hótun sína um að senda hermenn til Norður-Íraks þegar írösk sendinefnd kom til Ankara í gær til að freista þess að afstýra slíkri innrás. Abdullah Gül, forseti Tyrklands, krafðist þess að Írakar og Banda- ríkjamenn létu til skarar skríða gegn kúrdískum skæruliðum sem eru með bækistöðvar í Norður-Írak og hafa gert árásir þaðan á tyrkneska her- menn innan landamæra Tyrklands. Forsetinn sagði að þolinmæði Tyrkja væri á þrotum. Recep Tayyip Erdogan, forsætis- ráðherra Tyrklands, tók í sama streng og sagði að herinn myndi láta til skarar skríða gegn kúrdísku skæruliðunum um leið og þörf krefði. Þing Tyrklands samþykkti í vik- unni sem leið með miklum meirihluta atkvæða að heimila stjórninni að senda hermenn yfir landamærin til að ráðast á bækistöðvar skæruliða Verkamannaflokks Kúrdistans í Norður-Írak. Stjórnvöld í Banda- ríkjunum og Írak hafa skorað á Tyrki að ráðast ekki yfir landamær- in en tyrknesk stjórnvöld hafa svar- að þeim áskorunum með því að krefj- ast þess að Bandaríkjamenn og Írakar standi við loforð sín um að grípa til aðgerða gegn kúrdísku skæruliðunum. „Við virðum landamæri og einingu Íraks en þolinmæði okkar er á þrot- um og við látum það ekki viðgangast að íraskt landsvæði sé notað til hryðjuverkastarfsemi,“ sagði Gül. Þolinmæði Tyrkja „á þrotum“ Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is STJÓRN George W. Bush Banda- ríkjaforseta hefur gripið til nýrra refsiaðgerða gegn írönskum stjórn- völdum sem hún sakar um að styðja hryðjuverkastarfsemi og reyna að framleiða kjarnavopn. Þetta eru hörðustu refsiaðgerðir Bandaríkj- anna gegn Íran í tæpa þrjá áratugi, eða síðan íranskir námsmenn tóku sendiráð Bandaríkjanna í herskildi og héldu 52 Bandaríkjamönnum í gíslingu. Nýju refsiaðgerðirnar beinast gegn Byltingarverðinum – úrvals- sveitum íranska hersins – þremur af stærstu bönkum landsins, fyrirtækj- um sem tengjast Byltingarverðinum og átta mönnum sem sagðir eru hafa aðstoðað íslamska öfgamenn í Mið- Austurlöndum. Þetta er í fyrsta skipti sem Bandaríkjastjórn grípur til refsiaðgerða gegn her ríkis og hefur það vakið vangaveltur um að þær kunni að vera undanfari hern- aðar gegn klerkastjórninni í Íran dugi viðskiptaþvinganirnar ekki. Refsiaðgerðirnar felast m.a. í því að eignir írönsku fyrirtækjanna í Bandaríkjunum verða frystar og Bandaríkjamönnum verður bannað að eiga viðskipti við þau. Erlendum fyrirtækjum verður einnig refsað eigi þau viðskipti við þá sem aðgerð- irnar beinast að. Condoleezza Rice, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, og Henry Paulson fjármálaráðherra sögðu að refsiaðgerðirnar myndu einangra klerkastjórnina í Íran og verða til þess að erlend fyrirtæki hættu öllum viðskiptum við írönsku fyrirtækin. Rice og Paulson lögðu áherslu á að Bandaríkjastjórn væri enn tilbúin að semja við Írana um kjarnorkudeil- una og refsiaðgerðirnar væru ekki undanfari hernaðar gegn Íran. Bandaríkjastjórn hefur lengi sak- að Írana um að styðja hryðjuverka- starfsemi og beitt sér fyrir því að ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna herði refsiaðgerðirnar gegn klerkastjórn- inni. Öryggisráðið hefur samþykkt tvær ályktanir um refsiaðgerðir gegn Íran en Kínverjar og Rússar hafa hindrað þriðju ályktunina. Sérfræðingar í málefnum Írans telja að refsiaðgerðirnar hafi lítil áhrif á klerkastjórnina nema önnur ríki taki þátt í þeim. „Ég er efins um að þetta þjóni nokkrum tilgangi, einkum vegna þess að Bandaríkin hafa mjög lítil áhrif á ríkisvaldið, efnahaginn og herinn í Íran,“ hafði fréttastofan AFP eftir Alex Vatanka, sérfræðingi hjá hugveitunni Jane’s Information Group. „Menn þurfa bara að líta á hegðun Rússa, Kínverja og að nokkru leyti Evrópuríkja til að fyll- ast efasemdum um að önnur ríki taki höndum saman með Bandaríkja- mönnum í þessu máli.“ Skref í átt að stríði? Vatanka bætti við að hann teldi refsiaðgerðirnar gegn Byltingar- verðinum geta orðið til þess Banda- ríkin færðust nær stríði við Íran. George W. Bush lét þau orð falla í vikunni sem leið að yrði Írönum leyft að framleiða kjarnavopn gæti það leitt til „þriðju heimsstyrjaldarinn- ar“. Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, sagði á sunnudaginn var að það gæti haft „alvarlegar af- leiðingar“ ef ekki yrði komið í veg fyrir að Íranar eignuðust kjarna- vopn. Íranar neita því að þeir hyggist framleiða kjarnavopn og segjast að- eins vilja hagnýta kjarnorkuna í frið- samlegum tilgangi, þ.e. til orkufram- leiðslu. Þjarmað að her klerkanna í Íran Efasemdir um að hertar refsiaðgerðir Bush gegn Íran hafi tilætluð áhrif Í HNOTSKURN » Byltingarvörðurinn er holl-ur klerkastjórninni í Íran og var stofnaður skömmu eftir ísl- ömsku byltinguna 1979. » Talið er að hann sé skipaður125.000 hermönnum. » Efnahagsleg og pólitískáhrif Byltingarvarðarins hafa aukist í Íran á síðustu árum. » Fyrirtæki í eigu Bylting-arvarðarins hafa aukið um- svif sín, einkum verktökufyr- irtæki sem tengjast verkfræðideild hans. » Mahmoud Ahmadinejad, for-seti Írans, og tugir þing- manna eru fyrrverandi liðsmenn Byltingarvarðarins. Hanoi. AP. | Það fór allt á annan end- ann í Víetnam þegar það spurðist út að á netinu væri að finna myndband þar sem vinsæl sjónvarpsstjarna sæ- ist stunda ástaleiki. Viðbrögðin þykja til marks um þá íhaldssemi sem ræður ríkjum í Víetnam en fyrir suma er uppákoman vísbending um að hefðbundnum gildum Víetnama stafi ógn af hnattvæðingunni, nefni- lega að ungt fólk hafi tapað áttum í spilltum (net)heimi nútímans. Hoang Thuy Linh er nítján ára gömul og hefur leikið aðalhlutverkið í vinsælum sjónvarpsþætti, „Dag- bækur Vang Anh“. Þar leikur hún fyrirmynd annarra ungra kvenna, siðprúða og hreinskiptna stúlku. Á einni nóttu breyttist hins vegar ímynd Thuy Linh. Sextán mínútna langt myndband af henni og fyrrver- andi kærasta hennar, Vu Hoang Viet, birtist á netinu 15. október og allt varð vitlaust. Jafnvel á þjóð- þinginu mátti heyra menn pískra um myndbandið, sem sýnir þau skötuhjú í ástarleik. Uppákoma þessi hefur þegar haft alvarlegar afleiðingar fyrir Thuy Linh. Hún kom fram í sjónvarpi og baðst grátandi afsökunar, sagðist harma að hún hefði valdið fjölskyldu sinni skömm og aðdáendum sínum vonbrigðum. Þáttur hennar hefur verið tekinn af dagskrá og kunnugir fullyrða að ferli Thuy Linh sé lokið. Uppnámið sem mál þetta hefur valdið virðist varpa ljósi á togstreitu milli þess nýja og gamla í Víetnam. Yngra fólk hugsar öðruvísi um kynlíf og hlutverk kynjanna en eldri kyn- slóðir. Sumpartinn hefur þetta kommúníska samfélagi átt erfiðara með að meðtaka hugmyndir um frjálsar ástir en frjálsan markað. „Krakkarnir í dag eru ruglaðir,“ segir Nguyen Thi Khanh, kennari í Hanoi. „Þeir fara út yfir mörk þess siðsamlega. Þeir stunda kynlíf ... allt of snemma.“ Khanh segir að í gamla daga hefði konu, sem stundaði kynlíf fyrir hjónaband, verið útskúfað – og það réttilega. „Góð stúlka verður að halda sér hreinni uns hún er gift. Það ber að fordæma Thuy Linh. Ef ég sé hana aftur í sjónvarpi þá mun ég slökkva á því.“ Kvenréttindakonan Tran Minh Nguyet segir ósanngjarnt að reiðin beinist aðeins að Thuy Linh en ekki Viet. Það sé sorgleg staðreynd en Víetnamar telji í lagi að drengur stundi kynlíf fyrir tvítugt en ekki stúlka. „Víetnam er að breytast hratt en það er enginn möguleiki að Thuy Linh verði fyrirgefið. Það tek- ur aðra kynslóð.“ Kynlífsmyndband ungstirnis skekur víetnamskt samfélag AP Hneyksli Hoang Thuy Linh var vin- sæl en nú er ferill hennar í rúst. EHUD Barak, varnarmálaráðherra Ísraels, samþykkti í gær refsiað- gerðir gegn Gaza-svæðinu til að reyna að stemma stigu við flug- skeytaárásum uppreisnarmanna á landið. Ísraelar ætla meðal annars að draga úr flutningi eldsneytis til Gaza og takmarka dreifingu raf- magns. Leiðtogar Palestínumanna segja að allir íbúar Gaza verði fyrir barðinu á aðgerðum Ísraela. Ísraelar útvega um 60% þess raf- magns sem notað er á Gaza-svæðinu, en þar býr um ein og hálf milljón Pal- estínumanna. Takmarka orkudreifingu ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.