Morgunblaðið - 26.10.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.10.2007, Blaðsíða 28
Margrét Hallgrímsdóttirþjóðminjavörður segirað það sé mikill fengurað því að fá heim 800 ís- lenska forngripi frá Svíþjóð, en mun- irnir koma heim í næsta mánuði. Gripirnir hafa verið í Nordiska Mu- seet í Svíþjóð frá því á seinni hluta 19. aldar. Verið er að pakka munum niður og ganga frá þeim til flutnings. Margrét segir að meðal munanna séu hlutir sem séu ekki til hjá okkur. Munirnir verða til sýnis á sýningu sem opnuð verður í Bogasalnum í Þjóðminjasafninu á þjóðhátíðardegi Svíþjóðar, 6. júní á næsta ári. „Þetta eru 800 munir sem margir hverjir eru mjög merkir. Þeir hafa verið í geymslum úti á landi í Svíþjóð og hafa ekki verið rannsakaðir neitt að ráði,“ segir Margrét. Fluttir til Svíþjóðar á 19. öld „Mununum var safnað á 19. öld af Arthur Feedersen sem fór um Ís- land og safnaði munum. Einnig sendi séra Helgi Sigurðsson, prestur á Melum í Melasveit, muni til Sví- þjóðar, en hann átti sinn þátt í að Þjóðminjasafnið var stofnað. Mun- um var safnað til að vera hluti af nor- rænu safni. Matthías Þórðarson þjóðminja- vörður skráði munina árið 1922 og helstu fræðimenn á Þjóðminjasafn- inu hafa því vitað af þessu safni og haft þetta með í sínum rannsóknum, en að öðru leyti er þetta mjög lítið rannsakað efni. Það verður mikill fengur að því að fá þetta til okkar og við gerum okkur vonir um að þetta opni leið til nýrrar þekkingarsköp- unar.“ Heimflutningur munanna frá Sví- þjóð er búinn að eiga sér talsverðan aðdraganda. „Málið fór af stað þegar ég og for- stöðumaður danska þjóðminjasafns- ins, Carsten Larsen, ræddum um það árið 2002 að nauðsynlegt væri að stofna samráðshóp safnstjóra Norð- urlandanna til að fara yfir ýmis mál. Á fyrsta fundi ræddum við þetta, ég og Christina Mattsson, forstöðu- maður Nordiska Museet. Hún var mjög opin fyrir því að afhenda þessa muni til framtíðarvarðveislu hér á landi. Munirnir verða áfram í eigu norræna safnsins en koma hingað til framtíðarvarðveislu. Jafnframt ræddum við um að við myndum í sameiningu velja 5-10% af munum sem yrðu áfram í Svíþjóð. Fyrirhug- að er að setja upp sýningu á þeim í Svíþjóð. Í svona málum gengur ekki að horfa á sína muni sem eyland heldur verður að sjá þetta í stærra sam- hengi. Mér finnst það sjálfsagt og eðlilegt mál að það verði eftir munir í Svíþjóð og að Svíar geri menningar- arfi okkar skil.“ Sýning opnuð í vor Munirnir sem nú eru á heimleið eru af ýmsu tagi. „Þarna er m.a. búningaskart og búningar, sem eru um margt merkilegir. Þarna eru út- skornir hlutir eins og kistlar, rúm- fjalir og trafakefli. Svo er þarna ým- islegt sem varðar hestinn, t.d. söðlar, söðulsáklæði og koparhlutir sem tengjast reiðtygjum. Þetta er því gott úrval alþýðlegra hluta sem tengjast 18. og 19. öld. Sumt gæti þó verið eldra eins og t.d. útskurðar- munirnir. Strax og þessir munir koma för- um að undirbúa sýningu á hlutunum og þessari sögu. Þar verður útskýrt hvers vegna þessir munir fóru til Svíþjóðar á sínum tíma og fjallað al- mennt um hvers vegna hlutir voru fluttir á milli landa. Eins verður varpað fram spurningum um hvers vegna eigi að skila þeim og hvers vegna eigi ekki að skila þeim. Þetta eru allt áhugaverðar spurningar en um leið viðkvæmar. Þær tengjast ís- lenskum munum sem enn eru í Dan- mörku. Þó að ekki sé á döfinni að flytja hingað íslensku gripina frá Dan- mörku er fullur áhugi á sam beggja hálfu. Danir hafa t okkur merka muni á sýning minjasafninu og þar ha vandamál komið upp. Það mikill áhugi á að fara af sameiginleg rannsóknarve sýningar, m.a. til að varpa á þessa sögu.“ Margrét sagði að Nord seet hefði sýnt mjög nútím horf með því að samþykkja munina til Íslands. Þetta væ ræmi við hugsun alþjóðle taka safna (ICOM), að söf stuðla að aukinni þekking og betra aðgengi að mennin mætum. Hún sagði að h 28 FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. HVERJIR FÓRU MEÐ KVÓTANN? Íræðu sinni á aðalfundi LÍÚ í gærsagði Björgólfur Jóhannsson,formaður samtakanna m.a.: „Á íslenzkan sjávarútveg er lagður sérstakur skattur, svokallað auð- lindagjald. Þessi „snilldar“-uppfinn- ing var af fræðimönnum rökstudd sem gjald á umframhagnað í sjávar- útvegi – þ.e. hagnað umfram það, sem gerist í öðrum atvinnugreinum. En hvar er þessi umframhagnaður? – Við sem störfum í greininni höfum að minnsta kosti ekki orðið vör við hann. Það sem við sjáum er sérstakur landsbyggðarskattur, sem dregur máttinn úr sjávarútvegsfyrirtækjum og landsbyggðinni í samkeppni við annan atvinnurekstur. Til hvers? Hvaða rök eru fyrir því að skatt- leggja þann litla hagnað, sem er í greininni, um tugi prósenta umfram skattlagningu hagnaðar í öðrum at- vinnugreinum? Spyr sá, sem hvorki veit né skilur.“ Er þetta ekki stórkostlegur mál- flutningur hjá þeim, sem telja sig sér- staka verndara landsbyggðarinnar?! Hverjir voru það, sem keyptu kvót- ann frá Bolungarvík og Ísafirði? Voru það ekki félagsmenn í LÍÚ? Hverjir eru það, sem hafa rústað sjávarþorp um land allt með því að kaupa kvóta og flytja hann á brott? Hafa það ekki verið félagsmenn í LÍÚ? Talsmaður hverra er Björgólfur Jóhannsson? Hann er talsmaður þeirra, sem hafa lagt þungar byrðar á lítil sjávarþorp um land allt með því að láta greipar sópa um þorpin, hirða kvótann og fara með hann á brott. Svo koma þessir sömu menn og tala um það sem sérstakan skatt á lands- byggðina að fólkið í landinu, eigendur auðlindarinnar í hafinu, ætlist til þess að þeir sem vilja nýta hana borgi gjald fyrir aðganginn að henni. Það hafa verið lagðar þungar byrð- ar á sjávarþorpin um Ísland allt. En þeir sem það hafa gert eru fé- lagsmenn í LÍÚ, sem hafa ýmist selt kvótann í burtu eða keypt og flutt hann í burtu. Þessir menn eiga sízt af öllum að tala um landsbyggðarskatt, þegar rætt er um auðlindagjald. Útgerðarmenn eru augljóslega að skera upp herör gegn auðlindagjald- inu. Sumir í þeirra röðum hafa hagn- azt um milljarðatugi ef ekki hundruð milljarða á því að selja kvóta og flytja peningana til útlanda í mörgum til- vikum og jafnvel skattlausa á meðan þau vitlausu ákvæði voru í íslenzkum skattalögum. Aðrir hafa safnað til sín kvóta og flutt hann úr byggðarlögum jafnvel þótt þeir hafi lofað því opinberlega að það mundu þeir aldrei gera. Útgerðarmenn eiga ekki að tala jafn gáleysislega og Björgólfur Jó- hannsson gerði á aðalfundi LÍÚ í gær. Slíkt tal hittir þá sjálfa fyrir. Það er sjálfsagt að rifja upp kvóta- flutningana úr sjávarþorpunum hafi þeir áhuga á. SÓKN Í ÞÁGU NEYTENDA Neytandinn hefur löngum átt und-ir högg að sækja hér á landi og Ísland myndi seint kallast neyt- endaparadís. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hélt í fyrradag blaðamannafund þar sem hann boð- aði nýja sókn í neytendamálum. Björgvin hefur undirritað samning við þrjár stofnanir Háskóla Íslands um að gera skýrslu, sem yrði grunnur að lagasetningu og markmiðið væri að „vinna gegn háu verðlagi, auð- velda almenningi að takast á við breytta verslunarhætti og styrkja og auka vitund neytenda um sinn rétt“. Íslenskir neytendur hafa nokkurn veginn möglunarlaust látið margt yf- ir sig ganga í tímans rás. Virðisauka- skattur lækkar án þess að það skili sér nema að hluta til í lægra vöru- verði. Peningastofnanir nota bæði belti og axlabönd til að bera sem minnsta áhættu í viðskiptum við al- menning. Skortinn á neytendavitund má ef til vill rekja til þess hversu óstöðugt verðlag hefur verið á Ís- landi. Verð á helstu neysluvörum hélst á árum áður sjaldnast óbreytt nógu lengi til að það næði að síast inn hvað þær kostuðu. Á þessu hefur orð- ið nokkur breyting upp á síðkastið og gæti það orðið til þess að auka vitund neytenda um verðlag. Ástæðan getur einnig verið sú að neytandanum finn- ist hann einfaldlega ekki hafa næg áhrif til að breyta umhverfinu sér í hag. Einstaklingunum takist ekki að sýna vald sitt í samtakamætti heild- arinnar. Viðskiptaráðherra nefndi sérstak- lega að ráðgert væri að lækka verðlag og tolla og afnema vörugjöld, stimp- ilgjöld og uppgreiðslugjald lána. Tryggja á að sjálftaka í gjaldtöku fjármálastofnana eigi sér ekki stað, til dæmis í formi seðilgjalda og van- skilagjalda. Eins og Grétar Þorsteinsson, for- seti Alþýðusambands Íslands, segir í frétt í Morgunblaðinu í gær hefur um árabil verið boðað að stimpilgjöld yrðu aflögð og er það löngu tímabær ráðstöfun. Þar er á ferð gjaldtaka, sem á sér engar rökréttar skýringar. Sömu sögu er að segja um upp- greiðslugjald lána. Hvernig getur lánastofnun borið skaða af því að ein- staklingur endurgreiði lán á einu bretti? Þýðir það ekki einfaldlega að bankinn hafi meira fé handbært til ávöxtunar með frekari lánum eða öðrum hætti? Björgvin lýsti einnig yfir því að að- hald í þágu neytenda yrði eflt og eft- irlit með samkeppni styrkt. Það ætti lítil pólitísk hætta að fylgja því að taka upp málstað neytenda. Hér er um að ræða hag allra kjósenda og gott betur. Frumkvæði Björgvins G. Sigurðssonar í þágu neytandans er löngu tímabært. Verði rétt að málum staðið getur skapast lag til að knýja fram grundvallarbreytingu í neyt- endamálum. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HVERS vegna arfleiddi Englendingurinn Philip Verrall Þjóðminjasafn Íslands að 70 milljónum króna? Þessari spurningu hafa starfsmenn safnsins og gestir velt fyrir sér frá því að vitneskja barst um að Verrall hefði arfleitt safnið. Eina svarið sem blasir við er að Verrall hafi hrifist af safninu og viljað taka þátt í uppbyggingu þess. Verrall fæddist í Kent á Englandi 1929 og starf- aði lengst af sem endurskoðandi í Eastbourne. Talið er að hann hafi komið fyrst til Íslands í lok sjöunda áratugarins og ferðaðist þá með strandskipum milli kaupstaða landsins og vann fyrir farinu um borð. Hann kom upp frá því nánast á hverju ári til lands- ins og lærði með tímanum að tala og skrifa ís- lensku. Á sínum yngri árum var Verrall trúlofaður konu sem lést í bílslysi nokkrum dögum áður en þau höfðu ætlað að ganga í hjónaband. Hann kvæntist aldrei og eignaðist ekki börn. Verrall var hæglátur maður og einfari. Hann var mjög ljós yfirlitum og þjáðist af ofnæmi. Flest bend- ir til að hann hafi þolað illa heitt loftslag og líklega hefur hann þess vegna farið að leggja leið sína til Íslands á sumrin. Hann bjó alla tíð í fjölbýlishúsi, en þegar hann kom til Íslands leyfði hann sér þann munað að búa á Hótel Holti. Verrall gerði erfðaskrá árið 2002 og arfleiddi þá Þjóðminjasafnið að stórum hluta e Aug inu, en að han ur safn því að tekst a lands á að það þjóðmi af því ar sýni Stofn um þá eftir. M slíkan nýjar m Einnig magna efni se Meðal ilsaum eftir Þ ensk þ – Menn 2004. Mikill fengur a gripina heim fr Í næsta mánuði koma um 800 forngripir til Ís- lands sem hafa verið í Svíþjóð síðan á síðari hluta 19. aldar. Egill Ólafsson ræddi við Mar- gréti Hallgrímsdóttur þjóðminjavörð um munina. Þjóðminjasafnið Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður seg gripunum sem koma heim frá Svíþjóð í Bogasalnum. Sýningin ve Kistilskraut Þetta útskorna sk af kistli eftir Hallgrím Jónss (1717-1785) kemur heim í n mánuði. Í sýningarskrá um inguna „Þjóð í mótun“ sem var upp árið 2003 segir að H grímur hafi búið með fjölsky sinni á ýmsum stöðum á No landi, fyrst í Naustum á föð sinni, síðan á Kjarna í Eyja þá á Halldórsstöðum og Kas hvammi í Laxárdal og loks á um. Hallgrímur er sagður h verið gáfu- og vitsmunamað mikill smiður og ber tvímælalaust að telja hann til merkus listamanna landsins á 18. öld. Hvers vegna gaf Verra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.