Morgunblaðið - 26.10.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.10.2007, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞEGAR eitthvað alvarlegt gerist í hinu daglega lífi sem krefst þess að skjótt sé brugðist við, kemur fyrst upp í hug- ann að kalla eftir að- stoð. Eðli áfallsins ræð- ur síðan hverjir kallaðir eru á vettvang . Öflug tækni gerir okkur kleift að kalla fljótt til viðbragðsaðila nánast hvar sem við er- um stödd. Í Bretlandi er t.d. verið að taka í notkun á landsvísu staðsetning- artæki tengt far- símakerfinu. Ef vegfarandi sem ekur einn í bíl fær hjartakast getur hann hringt eftir aðstoð og þeir aðilar finna hann nánast strax. Slökkvilið höfuðborg- arsvæðis er með ferilvöktun á við- bragðsaðilum og án efa mun það koma um allt land í framtíðinni. Miklar framfarir hafa átt sér stað hvað varðar viðbragð og athafnir öryggis- og viðbragðsaðila. Ný tækni hverskonar ryð- ur sér braut nánast á hverju ári og þekking manna á viðbrögðum eykst samfara. Fylgi- fiskur þessara fram- fara er að samfélagið á hverjum tíma krefst þess að þessi þekking og tækni verði hjá „okkar“ viðbragðs- aðilum hvar sem þeir eru staðsettir í landinu. Sjúkraflutningur hverskonar er eitt mikilvægt stig í viðbragðsferl- inu. Sjúkraflutningur á Íslandi hefur að stærstum hluta verið á hendi slökkviliða undanfarin ár samkvæmt samningi við heilbrigðisráðuneytið. Hefur það þótt fara ágætlega saman við rekstur slökkviliðs. Hér má nefna einnig að klippu- vinna er oft í tengslum við sjúkra- flutninga og eykur í raun samþætt- ingu slökkvistarfs og sjúkraflutninga. Ráðuneytið vinnur samninga fyrir heilsugæslustofnanir í landinu en þar er sjúkraflutningur vistaður. Þess má geta að nokkrar heilsu- gæslustofnanir á minni stöðum starfrækja sjúkraflutninga á sínum svæðum og á enn öðrum stöðum er þetta með öðrum hætti. Það hefur vantað heildstæða yf- irsýn á þessum rekstri og samræm- ingu á síðustu árum. T.d. eru starfsmenn slökkviliða sem annast þessa vinnu ekki endi- lega í nauðsynlegu sambandi við starfsbræður sína sem annast sjúkraflutninga fyrir heilsugæslu- stofnanir. Auðvitað er einhver sam- vinna og menn skiptast á skoðunum um aðferðir og nýja tækni, en þessi samvinna væri markvissari og betri ef einn aðili, ein stétt sæi um sjúkra- flutning í landinu. Það má nefna t.d. að lögreglan í Árnessýslu sá um sjúkraflutninga á sínu svæði allt til ársins 2006 þegar Heilbrigðisstofnun Suðurlands tók flutninginn að sér. Á sama tíma sáu slökkviliðsmenn á höfuðborgarsvæð- inu um sjúkraflutninga og gera enn. þarna voru á ferð tvær stéttir manna sem ekki endilega þurftu eða vildu bera saman bækur sínar. Það er ekki verið að kasta rýrð á störf lögreglunnar eða aðra aðila, aðeins verið að benda á visst sambandsleysi tveggja eða fleiri stétta sem vinna sömu störf. Er þetta fyrirkomulag gott fyrir rekstur sjúkraflutninga í landinu? Svarið er nei! Framfarir og tækninýjungar sem auka öryggi okkar sem þiggjum þessa aðstoð eru það örar og miklar að samráð og heildaryfirsýn er nauðsynleg. Það var svo á dögunum að nýr ráðherra heilbrigðismála, Guðlaugur Þór Þórðarson skipaði nefnd fólks sem skyldi fara yfir þessi mál í heild sinni. Stjórn félags slökkviliðsstjóra Ís- landi (FSÍ) hefur kallað eftir þessari vinnu undanfarin ár. Við fögnum innilega þessu fram- taki ráðherrans, hann hefur án efa séð, þegar hann leit yfir málaflokk- inn að heildarskoðun á sjúkraflutn- ingi hvort sem er á landi, láði eða legi, væri nauðsynleg. Við væntum mikils af nefndinni sem er skipuð ýmsum aðilum sem tengjast sjúkraflutningum. Vonandi verður niðurstaðan nefndarinnar okkur landsmönnum til heilla t.d. ef næst að samræma vinnu þeirra aðila sem munu annast sjúkraflutning á næstu árum og ann- arra sem gæta að öryggi lands- manna. Samnýting og samþætting á því afli sem er til staðar í dag er gíf- urlega mikilvæg í okkar fámenna landi. Sjúkraflutningur á Íslandi Kristján Einarsson veltir fyrir sér rekstri sjúkra- flutninga á landinu » Framfarir og nýj-ungar í sjúkraflutn- ingi auka öryggi okkar sem þiggjum þessa að- stoð Samráð og heildar- yfirsýn er því nauðsyn- leg hvar sem á er litið. Kristján Einarsson Höfundur er slökkviliðsstjóri Bruna- varna Árnessýslu og formaður Félags slökkviliðsstjóra á Íslandi. ER guð í pólitíkinni eða stjórn- málum? Alla vega virðist, að prestar og pólitíkusar séu ekki meðvitaðir um boðskap Krists. Kirkjuþing er í upp- siglingu. Helsta mál þar er afstaða þjóð- kirkjunnar til hugs- anlegra hjónabanda samkynhneigðra eða staðfestingu sambands þeirra. Sjálfur bisk- upinn er því andvígur og vill að heilagt hjón- band sé aðeins skil- greint milli karls og konu. Hjónaband er ekki einungis brúð- kaupsgjafir og terta. Pör eru gift undir formerkjum trú- arinnar. Hjónaband er viðurkenning brúðhjóna á trú sína á guð og guðstrú. Þegar við hjónin gengum upp að altarinu var sú hugsun of- arlega í hugum okkar. Við lýstum því yfir að við værum kristin og trú- uð. En þjóðkirkjan? Hvernig skilur hún hjónabandið? Ætla biskupinn og þjóðkirkjan að reka samkynhneigða úr röðum þeirra sem drepa á hurð guðs? Ætlar Kirkjuþing 2007 að fara í heilagt stríð gegn samkyn- hneigðum á Íslandi? Er slík bann- færing í anda guðs eða orða Krists? Ný útgáfa biblíu hefur fengið mikla umfjöllun fjölmiðla. Morg- unblaðið hefur t.d. fjallað ítarlega um útgáfuna með myndskreyttum fréttum, umfjöllun í opnu og rit- stjórnargrein. Útgef- andinn hefur komið með heilagar og stórar yfirlýsingar um sig og forlag sitt. Lítið hefur verið fjallað um inni- hald biblíunnar. Þar má m.a. finna setn- inguna „Leyfið börn- unum að koma til mín, og varnið þeim það eigi, því slíkra er Guðs ríki“ ( Lúkas 18:16). Samkvæmt biskupnum okkar og margra presta á þessi setning ekki við homma og lesbíur. Enda sennilega ekki guðsbörn að áliti kirkjunnar. Það er sem sagt komin út ný biblía í anda samtímans. Hins vegar ekki þjóðkirkja í anda sam- tímans. Þar ríkir enn drungi, kuldi og fordómar. Og menn velta fyrir sér hvers vegna ríkir stöðnun í þjóð- kirkjunni og flótti þaðan? Dóms- málaráðherra vill leggja niður kirkjumálaráðuneytið og flytja emb- ættið til forsætisráðherra. Þetta skiptir ekki miklu máli; aðeins hró- kering á skákborði stjórnsýslunnar. En trúin og boðunin skiptir máli. Dómsmálaráðherra og ráðamenn þjóðarinnar virðast einnig ólæsir á ritninguna. Jesús predikaði aðstoð við fátæka og hann barðist fyrir fé- lagslegu réttlæti. Fyrrverandi og núverandi ríkisstjórn hafa sett ramma fyrir áframhaldandi gjá milli ríkra og fátækra og sinnir illa þeim þurfandi sem hafa orðið undir í sam- félaginu. Er það kristin hugsun? Kristur gekk svo langt í andúð á rík- um og félagslegu óréttlæti, að hann sagði: „Auðveldara er úlfalda að fara gegnum nálarauga en auðmanni að komast inn í Guðsríki“ (Markús 10:25). Jóhann Páll biblíuútgefandi ætti að gefa öllum ráðherrunum, jafnvel alþingismönnum líka, nýju biblíuna með því skilyrði að þeir lesi Bók bók- anna, hugleiði og ræði innihald hennar. Kannski samfélagið batni við það. Gott og réttlátt samfélag byggist fyrst og fremst á kristinni trú. Skyldi Kirkjuþingið ræða um þá staðreynd eða einungis að reka sam- kynhneigða frá guði og spjalla um hugsanleg kaup þjóðkirkjunnar á amerískum kapellum á Keflavík- urflugvelli? Er guð á Kirkjuþingi? Í þjóðkirkjunni ríkir enn drungi, kuldi og fordómar, seg- ir Ingólfur Margeirsson Ingólfur Margeirsson » Gott og réttlátt sam-félag byggist fyrst og fremst á kristinni trú. Skyldi Kirkjuþingið ræða um þá staðreynd? Höfundur er rithöfundur og sagnfræðingur. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is OFT verður manni hugsað til þess- ara mótvægisaðgerða ríkisstjórn- arinnar og þá minnist maður þess að hvergi er minnst á neinar mótvæg- isaðgerðir fyrir íslenska sjómenn. Eiga þeir bara að fara á sveitina eins og sagt er? Er þetta þakklæti til ís- lenskra sjómanna sem hafa stuðlað að þessu þjóðfélagi er við þekkjum í dag. Ég er sannfærður um að engri stétt er meira að þakka það velmeg- unarþjóðfélag er við þekkjum en störfum og fórnum íslenskra sjó- manna á liðnum áratugum. Það er að mínu mati íslenskri ríkisstjórn til skammar að ekki sé hugsað um mót- vægisaðgerðir til handa íslenskum sjómönnum og fiskverkafólki. Engin stétt hefur á undanförnum dögum og mánuðum misst eins mikið af tekjum sínum sem íslensk sjómannastétt. Það er einnig að koma í ljós í hverju byggðarlaginu af öðru að útgerðir eru að draga saman seglin, sem þýð- ir aftur að sjómönnum og verkafólki í landi er sagt upp störfum. Hvað á þetta að ganga langt? Eiga þeir er starfa við sjómennsku og fiskverkun bara að flytjast á mölina? Þá kemur annar punktur ekki síður athygl- isverður, það virðist ekki sjálfgefið að fólk fái störf við sitt hæfi. Ekki hefur þessi ríkisstjórn að því er virð- ist haft á stefnuskrá að fjölga álver- um? Kannski að Eyjólfur hressist og menn fari að skynja að stækkun ál- vera og ný álver sé nauðsyn. Að lokum, þessi ríkisstjórn ætti al- varlega að hugsa til sjómanna og fiskverkafólks og skynja ef til vill í leiðinni að peningar vaxa ekki á trjánum. JÓN KR. ÓSKARSSON, flokksstjórnarmaður Samfylking- arinnar. Hugsað upphátt Frá Jóni Kr. Óskarssyni: V i n n i n g a s k r á 26. útdráttur 25. október 2007 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 2.000.000 kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 6 1 2 1 8 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 2 8 2 4 4 3 5 1 5 9 4 1 7 9 7 5 6 0 1 7 V i n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 5882 16808 35498 39320 51169 64366 11343 17022 37730 49702 55564 67413 V i n n i n g u r Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) 2 0 3 8 1 4 4 6 4 2 4 6 0 8 3 7 8 0 5 4 3 8 2 7 5 3 8 0 7 6 1 7 1 5 7 5 0 8 0 2 1 5 0 1 7 7 6 9 2 4 9 8 7 3 8 2 3 7 4 4 8 9 5 5 4 7 8 9 6 1 8 5 8 7 6 5 5 9 3 1 0 1 1 7 8 5 5 2 6 3 3 6 3 8 6 9 5 4 5 9 0 4 5 5 1 9 9 6 2 3 6 6 7 6 9 2 2 3 9 1 6 1 8 2 8 1 2 7 8 2 8 3 8 7 7 8 4 5 9 0 5 5 6 1 1 6 6 2 6 0 5 7 7 0 4 4 4 6 5 1 1 8 7 0 9 2 7 8 9 8 3 8 9 9 4 4 7 7 1 1 5 6 6 5 3 6 3 1 2 3 7 7 0 7 2 4 7 9 1 1 9 2 4 3 2 8 0 1 0 3 9 2 1 0 4 7 7 2 8 5 6 9 1 0 6 4 2 7 8 7 7 5 7 2 5 0 5 6 1 9 5 5 6 2 8 1 4 5 3 9 4 9 5 4 8 4 5 8 5 7 1 7 7 6 6 3 8 5 7 7 7 0 8 5 7 0 4 2 0 0 1 9 2 9 5 7 0 4 0 0 3 7 4 8 7 4 1 5 7 8 9 3 6 7 0 7 1 7 7 7 7 6 6 2 5 5 2 0 4 1 6 3 0 8 5 8 4 1 3 0 9 4 9 9 1 1 5 8 2 1 1 6 7 4 4 3 7 9 9 0 1 7 9 0 2 2 1 2 9 6 3 3 0 6 7 4 1 3 3 3 5 1 3 2 4 5 8 9 2 7 6 9 7 4 0 8 5 7 6 2 1 8 4 1 3 3 2 5 1 4 1 7 3 5 5 2 2 3 8 5 9 1 6 4 7 1 2 8 8 9 8 2 1 2 2 5 3 2 3 6 0 6 0 4 1 7 7 3 5 2 2 7 6 5 9 9 6 5 7 3 2 9 4 1 3 9 0 3 2 3 8 9 5 3 7 5 9 0 4 3 6 9 3 5 2 5 0 0 6 0 3 9 4 7 3 5 1 7 V i n n i n g u r Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur) 3 5 5 1 4 7 7 1 2 5 0 5 2 3 3 5 2 4 4 2 9 9 1 5 3 2 3 3 6 2 6 1 5 7 2 2 7 4 3 0 6 0 1 5 7 9 2 2 5 1 5 0 3 3 5 3 6 4 3 0 5 9 5 3 4 1 7 6 2 6 5 3 7 3 6 2 3 4 7 4 8 1 5 8 6 1 2 5 9 3 2 3 3 8 6 2 4 3 4 3 5 5 3 5 3 9 6 2 9 5 5 7 3 8 2 6 5 0 2 1 1 6 0 2 0 2 6 5 1 3 3 4 0 1 1 4 3 7 9 8 5 3 5 8 1 6 3 9 4 2 7 3 8 8 0 5 2 9 0 1 6 1 0 1 2 6 5 6 6 3 4 8 6 8 4 4 1 5 6 5 3 6 0 4 6 4 1 2 4 7 4 5 0 5 5 3 2 5 1 6 3 8 4 2 6 7 0 3 3 4 8 9 4 4 4 2 1 7 5 3 6 8 2 6 4 2 6 5 7 5 1 6 9 5 4 9 0 1 6 4 5 7 2 6 7 8 8 3 5 1 2 5 4 4 5 5 3 5 4 2 2 4 6 4 2 7 0 7 5 1 7 7 6 4 8 7 1 6 7 1 5 2 6 8 5 0 3 5 4 3 9 4 5 1 5 7 5 4 7 5 1 6 4 2 8 1 7 5 3 7 7 6 7 9 2 1 7 1 8 9 2 6 9 4 3 3 6 4 1 8 4 5 3 0 4 5 5 3 2 2 6 4 7 7 0 7 5 7 9 5 7 1 6 4 1 7 2 5 0 2 7 2 2 2 3 6 9 2 8 4 5 9 1 4 5 5 5 1 0 6 5 2 3 2 7 6 1 9 8 7 7 1 6 1 7 7 3 3 2 8 2 7 6 3 7 2 0 8 4 6 1 3 0 5 5 8 5 8 6 5 2 9 4 7 6 2 3 2 8 2 9 0 1 7 9 5 3 2 8 8 2 5 3 7 2 3 5 4 6 1 5 4 5 6 0 5 9 6 5 5 4 2 7 6 4 6 5 8 3 6 4 1 8 3 1 4 2 9 1 7 3 3 7 2 3 8 4 6 4 7 0 5 6 6 5 0 6 6 7 9 8 7 6 5 2 0 8 3 7 8 1 8 9 3 2 2 9 1 8 4 3 7 2 9 6 4 7 9 2 5 5 7 1 4 3 6 6 9 0 4 7 6 7 0 7 8 8 4 0 2 0 3 8 5 2 9 3 2 1 3 7 3 4 5 4 7 9 8 5 5 7 2 5 1 6 6 9 8 3 7 6 7 4 1 9 1 6 8 2 0 4 0 1 2 9 5 8 1 3 7 3 5 5 4 8 0 1 5 5 7 6 2 1 6 7 1 0 9 7 6 9 9 8 9 1 7 9 2 0 6 3 0 3 0 0 4 2 3 7 5 7 3 4 8 0 7 5 5 7 9 3 7 6 7 3 7 4 7 7 4 6 3 9 2 2 6 2 0 8 3 2 3 0 4 8 8 3 7 7 2 3 4 8 2 8 7 5 8 6 8 6 6 7 4 3 3 7 7 5 2 3 9 5 0 1 2 1 3 0 0 3 0 5 9 7 3 7 8 7 2 4 8 4 9 0 5 8 7 4 3 6 7 9 1 8 7 7 6 5 9 9 7 0 7 2 1 4 9 0 3 0 7 0 2 3 8 0 6 7 4 8 6 9 7 5 9 4 1 7 6 8 1 1 3 7 8 1 0 9 9 9 0 3 2 1 7 5 9 3 0 7 1 1 3 8 6 0 1 4 9 7 8 1 5 9 8 4 6 6 8 8 4 4 7 8 7 3 9 1 0 3 0 7 2 1 8 9 1 3 0 8 8 4 3 8 9 6 3 5 0 0 4 8 5 9 9 9 0 6 8 9 9 2 7 8 9 1 2 1 0 9 4 5 2 1 9 2 0 3 1 3 9 2 3 9 0 3 1 5 0 5 3 8 6 0 0 6 6 6 9 1 5 4 7 9 0 1 6 1 1 2 5 3 2 2 0 1 0 3 1 7 1 6 3 9 1 7 1 5 0 9 1 7 6 0 0 7 4 6 9 4 0 4 7 9 0 1 8 1 1 5 5 6 2 2 6 1 4 3 1 9 2 8 3 9 1 9 0 5 1 0 8 4 6 0 4 4 6 6 9 4 0 6 7 9 2 7 8 1 1 6 0 3 2 2 8 7 1 3 2 5 4 1 3 9 4 8 4 5 1 1 8 5 6 0 8 6 5 6 9 7 2 6 7 9 3 6 7 1 2 1 6 7 2 2 9 4 9 3 2 5 9 1 3 9 5 1 3 5 1 8 3 8 6 1 1 4 9 7 0 4 5 9 1 2 1 9 0 2 2 9 6 8 3 2 8 3 8 4 0 2 4 5 5 2 1 2 1 6 1 5 0 1 7 0 5 9 6 1 2 4 1 5 2 3 1 1 1 3 2 9 5 5 4 0 3 6 7 5 2 1 5 2 6 1 6 5 0 7 0 9 2 8 1 2 8 2 4 2 3 5 0 7 3 3 0 9 0 4 1 0 6 9 5 2 3 4 3 6 1 7 3 5 7 1 0 8 0 1 4 3 9 4 2 3 6 7 2 3 3 3 3 2 4 1 1 0 6 5 2 4 9 9 6 1 7 3 6 7 1 2 2 4 1 4 6 4 5 2 3 7 2 2 3 3 4 1 2 4 1 4 9 2 5 3 1 0 6 6 2 0 2 5 7 2 2 2 4 Næsti útdráttur fer fram 1. nóv 2007 Heimasíða á Interneti: www.das.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.