Morgunblaðið - 26.10.2007, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 26.10.2007, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ - Kauptu bíómiðann á netinu - Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir Þriðji hlutinn í fram- tíðartryllinum með Millu Jovovich í toppformi! Dark is Rising kl. 3:45 - 5:50 - 8 - 10:15 B.i. 7 ára Heartbreak Kid kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára Heartbreak Kid kl. 5:30 - 8 - 10:30 LÚXUS Good Luck Chuck kl. 3:45 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 14 ára Resident Evil kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára Superbad kl. 5:30 B.i. 12 ára Hákarlabeita m/ísl. tali kl. 3:50 The Simpsons m/ísl. tali kl. 3:45 (Síðustu sýn) 300 kr. Eastern Promises kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára Resident Evil kl. 10:10-KRAFTSÝNING B.i. 16 ára Heartbreak Kid kl. 6 - 8 B.i. 12 ára Good Luck Chuck kl. 6 B.i. 14 ára Sími 564 0000Sími 462 3500 Dark is Rising kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára 4 Months Enskur texti kl. 5:40 - 8 B.i. 12 ára The Edge of Heaven Enskur texti kl. 5:40 B.i. 12 ára Halloween kl. 10:20 B.i. 16 ára Superbad kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára Good Luck Chuck kl. 8 - 10:20 B.i. 14 ára * Gildir á allar sýningar í Regn- boganum merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ * Sími 551 9000 Brjálæðislega fyndin mynd!! Frá gaurnum sem færði okkur The 40 Year Old Virgin og Knocked Up - Dóri DNA, DV- T.S.K., Blaðið - H.J., MBL - J.I.S., FILM.IS- LIB, Topp5.is DÓMSDAGURDJÖFULSINS! FRÁ MEISTARA ROB ZOMBIE KEMUR EIN SVAKALEGASTA MYND ÁRSINS! eee Dóri DNA - DV STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA Ver ð aðeins 600 kr. SÍ ÐU ST U SÝ N. Ver ð aðeins 300 kr. HANN BEIÐ ALLT SITT LÍF EFTIR ÞEIRRI RÉTTU... VERST AÐ HANN BEIÐ EKKI VIKU LENGUR FRÁBÆR GRÍNMYND FRÁ LEIKSTJÓRUM "THERE´S SOMETHING ABOUT MARY" TOPPMYN DIN Á ÍSLANDI Í DAG Las Vegas er HORFIN... Jörðin er næst! ATH: EKKERT HLÉ OG MIÐASÖLU LÝKUR ÞEGAR SÝNING MYNDAR HEFST eeeee - Sæbjörn Valdimarsson, Mbl. eeeee - Sæbjörn Valdimarsson, Mbl. FRÁ LEIKSTJÓRANUM DAVID CRONEBERG Hann þarf að finna sex falda töfragripi á aðeins fimm dögum... til að bjarga heiminum frá tortímingu! Stórkostleg ævintýramynd í anda Eragon. Í einu frægasta listverkefni heims,Túrbínusalnum í Tate Modern, sýnirnú kólumbíski listamaðurinn Doris Salcedo. Verk hennar, sem ber titilinn Shibboleth, var sýnt almenningi í fyrsta sinn í kringum Frieze-listamessuna í London fyrir skömmu – og vakti mikla at- hygli. Shibboleth er hugtak sem kemur úr Gamla testamentinu, vísar til mestu fjölda- morða sem um getur í Biblíunni, til orr- ustu þar sem framburður manna á orðinu „shibboleth“ greindi á milli vina og óvina. Þeir sem ekki gátu borið nafnið fram voru umsvifalaust drepnir – um fjörutíu og tvær þúsundir manna. Salcedo heimfærir þessa sögu upp á samfélagsleg og menn- ingarleg gildi í Túrbínusalnum, býr til gjá sem klýfur gólfið á táknrænan hátt í tvennt og um leið undirsstöður hússins/ menningarsamfélagsins/listarinnar. Þess má geta að ummerkin um sprunguna munu sjást eftir að sýningunni lýkur og þar með verða þáttur í sögu hússins og þess sem það stendur fyrir. Shibboleth verður því í meðförum Salcedo að var- anlegu tákni fyrir ástand mannsandans – tákni fyrir heim sundrungar og dilka- drátta.    Verkinu má með réttu lýsa sem einskonar andstæðu hefðbundins skúlp- túrs. Í stað þess að búa til rýmisverk með hefðbundin efnisleg eigindi hefur hún fjarlægt hluta úr sýningarrýminu – skilið eftir tóm með því að skera risavaxna sprungu í gríðarlegt gólfflæmi þessa tröllslega salar. Sprungan hefst sem hár- fín lína við innganginn en víkkar síðan og dýpkar þannig að hún ristir salinn í sund- ur þar til hún hverfur undir útvegginn andspænis innganginum, dágóðum göngu- túr neðar í húsinu. Sjónrænt séð er verkið mjög áhrifamikið, ekki síst í ljósi þeirra verka sem þar hafa verið sýnd í sýn- ingaröð Unilever-fyrirtækisins, en þau hafa mörg verið mjög stór, efnismikil og yfirþyrmandi.    Í gegnum hina menningarsögulegu tíðhefur það þótt bera vott um merki stöðnunar ef menningar- eða listalíf ein- kennist af of mikilli einingu. Lífsfjör list- arinnar má iðulega merkja á því hvort list- in er í þróun, gengur í endurnýjun lífdaga, spyr óþægilegra spurninga, virkar fram- andleg, hugrökk, afhjúpandi og þar fram eftir götunum. List sem ekki hefur eitt- hvað nýtt fram að færa er erfiðara að rétt- læta, á sviði lista vilja flestir vera frum- kvöðlar en fáir sporgöngumenn. Salceido hefur svo sannarlega tekist að koma skila- boðum sínum á framfæri. Hún, sem kemur úr þeim stóra hluta heimsins sem á fáa fulltrúa í maskínu hins alþjóðlega list- heims, hikar ekki við að gagnrýni sjálft gangverk þess heims, þegar henni býðst til þess jafnstórkostlegt tækifæri og sýn- ing í Túrbínusalnum óneitanlega er. Hug- rekki hennar er jafnsláandi og sprungan. Málefnin sem koma upp í hugann við skoð- un á verkinu eru líka jafnerfið viðureignar og sprungan. Sýningargestir tipluðu var- kárir í kringum hana, meðvitaðir um hætt- una á því að verða fótaskortur á brúninni – án þess þó að vita hvort nokkur ógn byggi í djúpinu. Heimur sundrungar og dilkadrátta Shibboleth Doris Salcedo afhjúpar gjá á milli ólíkra heima í verki sínu og jafnframt ótraustar undirstöður listheimsins í risavöxnum Túrbínusalnum. AF LISTUM Eftir Fríðu Björk Ingvarsdóttur » List sem ekki hefureitthvað nýtt fram að færa er erfiðara að réttlæta, á sviði lista vilja flestir vera frumkvöðlar en fáir sporgöngumenn. fbi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.