Morgunblaðið - 26.10.2007, Page 50
50 FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
- Kauptu bíómiðann á netinu -
Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir
Þriðji hlutinn í fram-
tíðartryllinum með Millu
Jovovich í toppformi!
Dark is Rising kl. 3:45 - 5:50 - 8 - 10:15 B.i. 7 ára
Heartbreak Kid kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára
Heartbreak Kid kl. 5:30 - 8 - 10:30 LÚXUS
Good Luck Chuck kl. 3:45 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 14 ára
Resident Evil kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára
Superbad kl. 5:30 B.i. 12 ára
Hákarlabeita m/ísl. tali kl. 3:50
The Simpsons m/ísl. tali kl. 3:45 (Síðustu sýn) 300 kr.
Eastern Promises kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára
Resident Evil kl. 10:10-KRAFTSÝNING B.i. 16 ára
Heartbreak Kid kl. 6 - 8 B.i. 12 ára
Good Luck Chuck kl. 6 B.i. 14 ára
Sími 564 0000Sími 462 3500
Dark is Rising kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára
4 Months Enskur texti kl. 5:40 - 8 B.i. 12 ára
The Edge of Heaven Enskur texti kl. 5:40 B.i. 12 ára
Halloween kl. 10:20 B.i. 16 ára
Superbad kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára
Good Luck Chuck kl. 8 - 10:20 B.i. 14 ára
* Gildir á allar
sýningar í Regn-
boganum merktar
með rauðu
450
KRÓNUR
Í BÍÓ
*
Sími 551 9000
Brjálæðislega fyndin mynd!! Frá gaurnum sem færði okkur
The 40 Year Old Virgin og Knocked Up
- Dóri DNA, DV- T.S.K., Blaðið - H.J., MBL
- J.I.S., FILM.IS- LIB, Topp5.is
DÓMSDAGURDJÖFULSINS!
FRÁ MEISTARA ROB ZOMBIE KEMUR
EIN SVAKALEGASTA MYND ÁRSINS!
eee
Dóri DNA - DV
STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA
Ver
ð aðeins
600 kr.
SÍ
ÐU
ST
U
SÝ
N.
Ver
ð aðeins
300 kr.
HANN BEIÐ ALLT SITT LÍF EFTIR
ÞEIRRI RÉTTU... VERST AÐ HANN
BEIÐ EKKI VIKU LENGUR
FRÁBÆR GRÍNMYND FRÁ LEIKSTJÓRUM
"THERE´S SOMETHING ABOUT MARY"
TOPPMYN
DIN
Á ÍSLANDI
Í DAG
Las Vegas er
HORFIN...
Jörðin er
næst!
ATH: EKKERT HLÉ OG MIÐASÖLU
LÝKUR ÞEGAR SÝNING MYNDAR HEFST
eeeee
- Sæbjörn Valdimarsson, Mbl.
eeeee
- Sæbjörn Valdimarsson, Mbl.
FRÁ LEIKSTJÓRANUM
DAVID CRONEBERG
Hann þarf að finna
sex falda töfragripi á
aðeins fimm dögum...
til að bjarga heiminum
frá tortímingu!
Stórkostleg
ævintýramynd í anda Eragon.
Í einu frægasta listverkefni heims,Túrbínusalnum í Tate Modern, sýnirnú kólumbíski listamaðurinn Doris
Salcedo. Verk hennar, sem ber titilinn
Shibboleth, var sýnt almenningi í fyrsta
sinn í kringum Frieze-listamessuna í
London fyrir skömmu – og vakti mikla at-
hygli. Shibboleth er hugtak sem kemur úr
Gamla testamentinu, vísar til mestu fjölda-
morða sem um getur í Biblíunni, til orr-
ustu þar sem framburður manna á orðinu
„shibboleth“ greindi á milli vina og óvina.
Þeir sem ekki gátu borið nafnið fram voru
umsvifalaust drepnir – um fjörutíu og
tvær þúsundir manna. Salcedo heimfærir
þessa sögu upp á samfélagsleg og menn-
ingarleg gildi í Túrbínusalnum, býr til gjá
sem klýfur gólfið á táknrænan hátt í
tvennt og um leið undirsstöður hússins/
menningarsamfélagsins/listarinnar. Þess
má geta að ummerkin um sprunguna
munu sjást eftir að sýningunni lýkur og
þar með verða þáttur í sögu hússins og
þess sem það stendur fyrir. Shibboleth
verður því í meðförum Salcedo að var-
anlegu tákni fyrir ástand mannsandans –
tákni fyrir heim sundrungar og dilka-
drátta.
Verkinu má með réttu lýsa sem einskonar andstæðu hefðbundins skúlp-
túrs. Í stað þess að búa til rýmisverk með
hefðbundin efnisleg eigindi hefur hún
fjarlægt hluta úr sýningarrýminu – skilið
eftir tóm með því að skera risavaxna
sprungu í gríðarlegt gólfflæmi þessa
tröllslega salar. Sprungan hefst sem hár-
fín lína við innganginn en víkkar síðan og
dýpkar þannig að hún ristir salinn í sund-
ur þar til hún hverfur undir útvegginn
andspænis innganginum, dágóðum göngu-
túr neðar í húsinu. Sjónrænt séð er verkið
mjög áhrifamikið, ekki síst í ljósi þeirra
verka sem þar hafa verið sýnd í sýn-
ingaröð Unilever-fyrirtækisins, en þau
hafa mörg verið mjög stór, efnismikil og
yfirþyrmandi.
Í gegnum hina menningarsögulegu tíðhefur það þótt bera vott um merki
stöðnunar ef menningar- eða listalíf ein-
kennist af of mikilli einingu. Lífsfjör list-
arinnar má iðulega merkja á því hvort list-
in er í þróun, gengur í endurnýjun lífdaga,
spyr óþægilegra spurninga, virkar fram-
andleg, hugrökk, afhjúpandi og þar fram
eftir götunum. List sem ekki hefur eitt-
hvað nýtt fram að færa er erfiðara að rétt-
læta, á sviði lista vilja flestir vera frum-
kvöðlar en fáir sporgöngumenn. Salceido
hefur svo sannarlega tekist að koma skila-
boðum sínum á framfæri. Hún, sem kemur
úr þeim stóra hluta heimsins sem á fáa
fulltrúa í maskínu hins alþjóðlega list-
heims, hikar ekki við að gagnrýni sjálft
gangverk þess heims, þegar henni býðst
til þess jafnstórkostlegt tækifæri og sýn-
ing í Túrbínusalnum óneitanlega er. Hug-
rekki hennar er jafnsláandi og sprungan.
Málefnin sem koma upp í hugann við skoð-
un á verkinu eru líka jafnerfið viðureignar
og sprungan. Sýningargestir tipluðu var-
kárir í kringum hana, meðvitaðir um hætt-
una á því að verða fótaskortur á brúninni
– án þess þó að vita hvort nokkur ógn
byggi í djúpinu.
Heimur sundrungar og dilkadrátta
Shibboleth Doris Salcedo afhjúpar gjá á milli ólíkra
heima í verki sínu og jafnframt ótraustar undirstöður
listheimsins í risavöxnum Túrbínusalnum.
AF LISTUM
Eftir Fríðu Björk Ingvarsdóttur
» List sem ekki hefureitthvað nýtt fram að
færa er erfiðara að
réttlæta, á sviði lista vilja
flestir vera frumkvöðlar
en fáir sporgöngumenn.
fbi@mbl.is